Tíu klukkutíma aðgerð Sophiu gekk vel og hún er ekki lömuð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2018 16:45 Sophia Florsch. Vísir/Getty Þýski ökumaðurinn Sophia Florsch er nú að jafna sig eftir tíu klukkutíma aðgerð sem hún gekkst undir í dag eftir hræðilegt slys í formúlu 3 kappakstri í gær. Hin sautján ára gamla Sophia hryggbrotnaði í slysinu eftir að hafa flogið út úr brautinni á um 276 kílómetra hraða. Það er ótrúlegt að Sophia hafi lifað slysið af. Þegar fólk sér myndbandið þá sannfærast flestir um að verndarengill hafi vakað yfir þýska táningnum í gær. Myndband af árekstrinum má sjá hér fyrir neðan.SURVIVOR: 17-year-old Formula 3 driver Sophia Floersch survives a spectacular airborne crash sending her vehicle through a catch fence in the Formula 3 Macau Grand Prix, suffering a spine fracture. https://t.co/qo8p7LAJP2pic.twitter.com/Q8VB2WBHHr — ABC News (@ABC) November 18, 2018Frits van Amersfoort, eigandi ökuliðsins hennar, Van Amersfoort Racing, bauð upp á góðar fréttir í kvöld þegar BBC hafði samband. Samkvæmt þeim fréttum mun Sophia Florsch ekki vera lömuð. „Við óttuðumst það að hún gæti verið lömuð og þess vegna varð hún að fara strax í aðgerð. Við erum ótrúlega ánægð með það að hún sé á réttri leið og að allt hafi gengið vel. Enginn óttast lengur lömun,“ sagði Frits van Amersfoort við BBC.Formula 3 driver Sophia Florsch's surgery went "extremely well" and there is "no fear of paralysis". More from her team principal here: https://t.co/rbHXbuur9fpic.twitter.com/7SDrYkG8xE — BBC Sport (@BBCSport) November 19, 2018 Læknar notuðu bein úr mjöðminni hennar til að laga einn hryggjaliðinn. Aðgerðin var mjög flókin og tók næstum því hálfan sólarhring. Blaðamaður BBC spurði Frits van Amersfoort hvort hann búist við því að Sophia Florsch muni keppa aftur í kappakstri. „Ég er nokkuð viss um að hún muni gera það en eftir nokkurn tíma auðvitað. Sem betur fer er nú kominn vetur og hún fær því tíma til að jafna sig. Ég er viss um að hún kemur til baka. Þegar kappaksturinn er á annað borð kominn í blóðið þitt þá vilja allir snúa aftur í sportið sem þeir elska,“ sagði Frits van Amersfoort. Aðrar íþróttir Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Sjá meira
Þýski ökumaðurinn Sophia Florsch er nú að jafna sig eftir tíu klukkutíma aðgerð sem hún gekkst undir í dag eftir hræðilegt slys í formúlu 3 kappakstri í gær. Hin sautján ára gamla Sophia hryggbrotnaði í slysinu eftir að hafa flogið út úr brautinni á um 276 kílómetra hraða. Það er ótrúlegt að Sophia hafi lifað slysið af. Þegar fólk sér myndbandið þá sannfærast flestir um að verndarengill hafi vakað yfir þýska táningnum í gær. Myndband af árekstrinum má sjá hér fyrir neðan.SURVIVOR: 17-year-old Formula 3 driver Sophia Floersch survives a spectacular airborne crash sending her vehicle through a catch fence in the Formula 3 Macau Grand Prix, suffering a spine fracture. https://t.co/qo8p7LAJP2pic.twitter.com/Q8VB2WBHHr — ABC News (@ABC) November 18, 2018Frits van Amersfoort, eigandi ökuliðsins hennar, Van Amersfoort Racing, bauð upp á góðar fréttir í kvöld þegar BBC hafði samband. Samkvæmt þeim fréttum mun Sophia Florsch ekki vera lömuð. „Við óttuðumst það að hún gæti verið lömuð og þess vegna varð hún að fara strax í aðgerð. Við erum ótrúlega ánægð með það að hún sé á réttri leið og að allt hafi gengið vel. Enginn óttast lengur lömun,“ sagði Frits van Amersfoort við BBC.Formula 3 driver Sophia Florsch's surgery went "extremely well" and there is "no fear of paralysis". More from her team principal here: https://t.co/rbHXbuur9fpic.twitter.com/7SDrYkG8xE — BBC Sport (@BBCSport) November 19, 2018 Læknar notuðu bein úr mjöðminni hennar til að laga einn hryggjaliðinn. Aðgerðin var mjög flókin og tók næstum því hálfan sólarhring. Blaðamaður BBC spurði Frits van Amersfoort hvort hann búist við því að Sophia Florsch muni keppa aftur í kappakstri. „Ég er nokkuð viss um að hún muni gera það en eftir nokkurn tíma auðvitað. Sem betur fer er nú kominn vetur og hún fær því tíma til að jafna sig. Ég er viss um að hún kemur til baka. Þegar kappaksturinn er á annað borð kominn í blóðið þitt þá vilja allir snúa aftur í sportið sem þeir elska,“ sagði Frits van Amersfoort.
Aðrar íþróttir Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Sjá meira