Dásamlega góðir marengstoppar Sigríður Inga Sigurðardóttir skrifar 11. desember 2018 00:01 Mæðgurnar Ólöf Anna og Anna Sigurborg undirbúa jólin í sameiningu og njóta aðventunnar. MYNDIR/ERNIR Ólöf Anna Bergsdóttir er ellefu ára Vesturbæingur sem töfrar fram smákökur og annað góðgæti fyrir jólin. Hún veit fátt skemmtilegra en að koma ættingjum og vinum á óvart með með nýjum uppskriftum.Ertu mikið jólabarn? „Já, og mér finnst skemmtilegast á aðfangadag að vera með fjölskyldunni minni, borða góðan mat og taka upp pakkana. Það er líka svo gaman í snjónum, skemmta sér á skíðum og fá heitt súkkulaði.“Áttu skemmtilega jólaminningu? „Já, ég man á síðasta ári þegar ég var með vinkonum mínum, Ásu, Þóru og Úlfhildi, og við vorum að spila og drekka heitt súkkulaði. Þá allt í einu kom fyrsti jólasnjórinn og við hlupum allar út eins og fætur toguðu. Þegar við vorum komnar út ákváðum við að búa til snjókarla. Eftir langan tíma vorum við búnar að búa til heilmarga snjókarla og svo fórum við inn af því að klukkan var orðin svo margt.“Hvað finnst þér skemmtilegast við jólaundirbúninginn? „Að baka smákökur og skreyta piparkökur. Við mamma förum alltaf til Þórunnar, vinkonu mömmu, fyrir hver jól að skreyta piparkökuhús með öðrum fjölskyldum. Mér finnst líka skemmtilegt að velja jólatré og skreyta og fara niður í bæ að finna jólagjafir.“ Ólöf Anna er ellefu ára Vesturbæingur. Hefur þú eitthvað sérstakt hlutverk í jólaundirbúningnum, t.d. að skreyta jólatréð? „Við mamma veljum alltaf saman jólatré. Mamma setur jólaseríuna á jólatréð og ég skreyti það. Einu sinni skreyttum við alltaf jólatréð á Þorláksmessu en núna svona viku fyrir jól. Það er betra til að hafa meiri tíma fyrir annan jólaundirbúning. Síðan skreyti ég alltaf jólatréð hjá ömmu Sirrý og að sjálfsögðu alltaf herbergið mitt.“Hefur þú mikinn áhuga á matargerð og bakstri? „Já, en ég hef meiri áhuga á að baka vegna þess að það er svo gaman að prófa nýjar uppskriftir og koma ættingjum og vinum á óvart. Svo er sérstaklega gaman að heyra þeirra álit.“Hvað finnst þér skemmtilegast að baka? „Ég baka oft muffins, pönnukökur, súkkulaðiköku og marengs. En skemmtilegast er að baka franska súkkulaðiköku.“Hvar finnur þú uppskriftir? „Ég finn margar uppskriftir á netinu og stundum breyti ég þeim. Þessa uppskrift af marengstoppunum fann ég á Gulur, rauður, grænn og salt. Ég nota dökkt súkkulaði með stökkri karamellu og sjávarsalti frá Himneskt í stað suðusúkkulaðis. Ég nota líka oft uppskriftir frá Evu Laufeyju, Ljúfmeti og lekkerheit og Eldhússögum.“ Marengstoppar að hætti Ólafar Önnu. Marengstoppar 4 eggjahvítur 2 bollar sykur 4 bollar kornflex 2 bollar kókosmjöl 100 g dökkt súkkulaði með stökkri karamellu og sjávarsalti frá Himneskt Fyrst á að þeyta saman eggjahvítur og bæta síðan sykrinum smám saman við. Síðan er súkkulaðibitum, kornflexi og kókosmjöli blandað varlega saman við með sleif. Ég nota svo tvær teskeiðar til að setja toppana á ofnplötur. Bakið í 150°C heitum ofni með blæstri í um 15 mín. Heitt súkkulaði Önnu langömmu fyrir tvo Ég laga oft heitt súkkulaði fyrir vinkonur mínar og er uppskriftin er frá Önnu langömmu minni sem ég heiti í höfuðið á. Átta suðusúkkulaðimolar frá Nóa Síríusi 5 dl af mjólk 1 dl af vatni Hnífsoddur af salti 1 tsk. smjör Fyrst eru súkkulaðimolarnir bræddir saman við vatnið. Hræra þarf í pottinum allan tímann. Síðan er smjöri og salti bætt út í. Að lokum er mjólkinni hellt saman við og allt hitað að suðu. Borið fram með miklum þeyttum rjóma. Njótið. Birtist í Fréttablaðinu Eftirréttir Jólamatur Marens Uppskriftir Krakkar Mest lesið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Besta jólagjöfin var bónorð á aðfangadag Jól Spænsk jól: Roscon de Reyes Jól Saga Garðars flytur jólalag á panflautu Jól Dóra Júlía kemur fólki í jólaskap og gerir upp árið á FM957 Jól Fleiri fréttir Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Ólöf Anna Bergsdóttir er ellefu ára Vesturbæingur sem töfrar fram smákökur og annað góðgæti fyrir jólin. Hún veit fátt skemmtilegra en að koma ættingjum og vinum á óvart með með nýjum uppskriftum.Ertu mikið jólabarn? „Já, og mér finnst skemmtilegast á aðfangadag að vera með fjölskyldunni minni, borða góðan mat og taka upp pakkana. Það er líka svo gaman í snjónum, skemmta sér á skíðum og fá heitt súkkulaði.“Áttu skemmtilega jólaminningu? „Já, ég man á síðasta ári þegar ég var með vinkonum mínum, Ásu, Þóru og Úlfhildi, og við vorum að spila og drekka heitt súkkulaði. Þá allt í einu kom fyrsti jólasnjórinn og við hlupum allar út eins og fætur toguðu. Þegar við vorum komnar út ákváðum við að búa til snjókarla. Eftir langan tíma vorum við búnar að búa til heilmarga snjókarla og svo fórum við inn af því að klukkan var orðin svo margt.“Hvað finnst þér skemmtilegast við jólaundirbúninginn? „Að baka smákökur og skreyta piparkökur. Við mamma förum alltaf til Þórunnar, vinkonu mömmu, fyrir hver jól að skreyta piparkökuhús með öðrum fjölskyldum. Mér finnst líka skemmtilegt að velja jólatré og skreyta og fara niður í bæ að finna jólagjafir.“ Ólöf Anna er ellefu ára Vesturbæingur. Hefur þú eitthvað sérstakt hlutverk í jólaundirbúningnum, t.d. að skreyta jólatréð? „Við mamma veljum alltaf saman jólatré. Mamma setur jólaseríuna á jólatréð og ég skreyti það. Einu sinni skreyttum við alltaf jólatréð á Þorláksmessu en núna svona viku fyrir jól. Það er betra til að hafa meiri tíma fyrir annan jólaundirbúning. Síðan skreyti ég alltaf jólatréð hjá ömmu Sirrý og að sjálfsögðu alltaf herbergið mitt.“Hefur þú mikinn áhuga á matargerð og bakstri? „Já, en ég hef meiri áhuga á að baka vegna þess að það er svo gaman að prófa nýjar uppskriftir og koma ættingjum og vinum á óvart. Svo er sérstaklega gaman að heyra þeirra álit.“Hvað finnst þér skemmtilegast að baka? „Ég baka oft muffins, pönnukökur, súkkulaðiköku og marengs. En skemmtilegast er að baka franska súkkulaðiköku.“Hvar finnur þú uppskriftir? „Ég finn margar uppskriftir á netinu og stundum breyti ég þeim. Þessa uppskrift af marengstoppunum fann ég á Gulur, rauður, grænn og salt. Ég nota dökkt súkkulaði með stökkri karamellu og sjávarsalti frá Himneskt í stað suðusúkkulaðis. Ég nota líka oft uppskriftir frá Evu Laufeyju, Ljúfmeti og lekkerheit og Eldhússögum.“ Marengstoppar að hætti Ólafar Önnu. Marengstoppar 4 eggjahvítur 2 bollar sykur 4 bollar kornflex 2 bollar kókosmjöl 100 g dökkt súkkulaði með stökkri karamellu og sjávarsalti frá Himneskt Fyrst á að þeyta saman eggjahvítur og bæta síðan sykrinum smám saman við. Síðan er súkkulaðibitum, kornflexi og kókosmjöli blandað varlega saman við með sleif. Ég nota svo tvær teskeiðar til að setja toppana á ofnplötur. Bakið í 150°C heitum ofni með blæstri í um 15 mín. Heitt súkkulaði Önnu langömmu fyrir tvo Ég laga oft heitt súkkulaði fyrir vinkonur mínar og er uppskriftin er frá Önnu langömmu minni sem ég heiti í höfuðið á. Átta suðusúkkulaðimolar frá Nóa Síríusi 5 dl af mjólk 1 dl af vatni Hnífsoddur af salti 1 tsk. smjör Fyrst eru súkkulaðimolarnir bræddir saman við vatnið. Hræra þarf í pottinum allan tímann. Síðan er smjöri og salti bætt út í. Að lokum er mjólkinni hellt saman við og allt hitað að suðu. Borið fram með miklum þeyttum rjóma. Njótið.
Birtist í Fréttablaðinu Eftirréttir Jólamatur Marens Uppskriftir Krakkar Mest lesið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Besta jólagjöfin var bónorð á aðfangadag Jól Spænsk jól: Roscon de Reyes Jól Saga Garðars flytur jólalag á panflautu Jól Dóra Júlía kemur fólki í jólaskap og gerir upp árið á FM957 Jól Fleiri fréttir Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira