Facebook biðst afsökunar á að hafa birt auglýsingu "hvítra þjóðernissinna“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. nóvember 2018 16:41 Facebook hefur beðist afsökunar á málinu. Vísir/Getty Samskiptamiðillinn Facebook hefur beðist opinberlega afsökunar eftir að hafa samþykkt að birta auglýsingu sem beindist að áhugamönnum um samsæriskenningar smíðuðum af hvítum þjóðernissinnum. Fréttavefsíðan The Intercept gat birt auglýsingu á Facebook, en auglýsingin beindist að tæplega 170 þúsund notendum sem höfðu merkt sig áhugasama á „þjóðarmorði á hvítu fólki“ (e. white genocide). Það gerði miðillinn í þeim tilgangi að athuga hversu auðvelt væri fyrir ýmsa öfga- eða haturshópa að beina boðskap sínum að Facebook-notendum sem kynnu að hafa áhuga á slíku. Þá komst Intercept einnig að því að auðvelt væri að koma Facebook-auglýsingum til notenda eftir því hvernig þeir lýstu sjálfum sér á samskiptamiðlinum. Þannig sýndi miðillinn fram á að auðvelt væri að koma auglýsingum til þeirra sem lýstu sjálfum sér sem „gyðingahöturum.“ Sækjendur í máli Roberts Bowers, mannsins sem ákærður er fyrir að hafa orðið 11 manns að bana í árás á bænahús Gyðinga í Pittsburgh, telja mögulegt að samsæriskenningar um að „utanaðkomandi aðilar“ vilji eyða hinum hvíta „kynstofni“ hafi hvatt árásarmanninn til þess að fremja voðaverkin. Eftir að Intercept hafði samband við Facebook í von um viðbrögð baðst samskiptarisinn afsökunar, breytti auglýsingakerfi sínu og eyddi út þeim eiginleikum sem talið var að öfgahópar gætu nýtt sér við dreifingu og gerð auglýsinga. Þá hét Facebook því að bæta fleiri „mannlegum endurskoðendum“ við ferlið sem fer af stað þegar auglýsingar eru samþykktar til birtingar. Facebook Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Samskiptamiðillinn Facebook hefur beðist opinberlega afsökunar eftir að hafa samþykkt að birta auglýsingu sem beindist að áhugamönnum um samsæriskenningar smíðuðum af hvítum þjóðernissinnum. Fréttavefsíðan The Intercept gat birt auglýsingu á Facebook, en auglýsingin beindist að tæplega 170 þúsund notendum sem höfðu merkt sig áhugasama á „þjóðarmorði á hvítu fólki“ (e. white genocide). Það gerði miðillinn í þeim tilgangi að athuga hversu auðvelt væri fyrir ýmsa öfga- eða haturshópa að beina boðskap sínum að Facebook-notendum sem kynnu að hafa áhuga á slíku. Þá komst Intercept einnig að því að auðvelt væri að koma Facebook-auglýsingum til notenda eftir því hvernig þeir lýstu sjálfum sér á samskiptamiðlinum. Þannig sýndi miðillinn fram á að auðvelt væri að koma auglýsingum til þeirra sem lýstu sjálfum sér sem „gyðingahöturum.“ Sækjendur í máli Roberts Bowers, mannsins sem ákærður er fyrir að hafa orðið 11 manns að bana í árás á bænahús Gyðinga í Pittsburgh, telja mögulegt að samsæriskenningar um að „utanaðkomandi aðilar“ vilji eyða hinum hvíta „kynstofni“ hafi hvatt árásarmanninn til þess að fremja voðaverkin. Eftir að Intercept hafði samband við Facebook í von um viðbrögð baðst samskiptarisinn afsökunar, breytti auglýsingakerfi sínu og eyddi út þeim eiginleikum sem talið var að öfgahópar gætu nýtt sér við dreifingu og gerð auglýsinga. Þá hét Facebook því að bæta fleiri „mannlegum endurskoðendum“ við ferlið sem fer af stað þegar auglýsingar eru samþykktar til birtingar.
Facebook Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira