Súrmjólkurbúðingur: Óvænt sælkeratromp á jólum Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 9. desember 2018 13:00 Hér nostrar Kolbrún Björk við súrmjólkurbúðingsgerðina. MYNDIR/EYÞÓR Súrmjólkurbúðingur er undurfrískandi ábætisréttur sem var einkar vinsæll á jólum fortíðar. Siglfirski hússtjórnarneminn Kolbrún Björk Bjarnadóttir lagaði rammíslenskan búðinginn sem hún segir einstakt sælgæti, en hún er annars vön að poppa út á jólaísinn. „Ég hafði aldrei áður heyrt um súrmjólkurbúðing en þegar ég fór að grennslast fyrir um hann í heimildum sá ég að hann var einnig kallaður áfabúðingur og eru til uppskriftir að honum í tímaritum allt frá árinu 1939,“ segir Kolbrún Björk, sem útskrifast úr Hússtjórnarskóla Reykjavíkur um miðjan desember. Nemendur Hússtjórnarskólans reyndu sig við gerð súrmjólkurbúðings í aðdraganda jóla. „Ekkert okkar hafði bragðað súrmjólkurbúðing áður og við bjuggumst við að súrmjólkurbragðið yrði yfirgnæfandi en svo var nú aldeilis ekki. Búðingurinn reyndist hinn léttasti frómas, undurljúfur, óskaplega ferskur og einstakt sælgæti í munni og maga. Undir súrmjólkur- og rjómablönduna settum við frískandi rifsberjahlaup og líka ofan á rjómatoppana til skreytingar, en þar hefðu hvaða ber sem er sómt sér vel,“ segir Kolbrún sem mælir eindregið með súrmjólkurbúðingi sem nýju og óvæntu sælkeratrompi á jólaborðið í ár. Nemendur Hússtjórnarskólans reyndu sig við gerð súrmjólkurbúðings í aðdraganda jóla. „Sjálf er ég vís með að bjóða upp á súrmjólkurbúðing sem eftirrétt á eftir hangikjötinu á jóladag í ár, eða þá á nýársdag því hann er svo ferskur á eftir stóru kjötveislunum og öllu sætindaátinu,“ segir Kolbrún sem hlakkar mikið til að komast heim á Siglufjörð til að láta til sín taka við jólaundirbúninginn og jólahaldið enda komin með hússtjórnarráð undir rifi hverju. „Fjölskyldan mun njóta góðs af því að vera komin með hússtýru í verkin og ég mun án efa bjóða mig fram í uppstúfinn, laga frómas og gera heimatilbúinn ís sem ég kann nú tökin á og er þvílíkt gómsæti. Ég er alin upp við búðarís í eftirmat á jólum og yfir hann höfum við hellt heitri Mars-súkkulaðisósu og stráð yfir nýpoppuðu poppi. Við prófuðum poppið fyrir rælni ein jólin og það sló í gegn og hefur verið hefð hjá okkur á hverjum jólum og áramótum síðan. Þá skellum við bara popppoka í örbylgjuofninn og hver og einn stráir poppi yfir ísinn sinn,“ segir Kolbrún og brosir í einlægri tilhlökkun og gleði. Súrmjólkurbúðingur hefur smám saman fallið í gleymskunnar dá en hann er ógleymanlegur þeim sem hafa alist upp við hann sem eftirrétt á jólum. „Ég er þakklát fyrir allt sem ég hef lært í Hússtjórnarskólanum. Mig hafði lengi langað til að stunda þar nám og læra að matreiða hefðbundinn heimilismat, prjóna, hekla, sauma og ná tökum á fjölbreyttum húsverkum, ásamt því að geta saumað eigin fatnað og prjónað gjafir handa öðrum. Allt væri það sniðugt og gagnlegt skyldunám fyrir ungt fólk til að búa í haginn fyrir eigið heimilishald í framtíðinni; að geta stoppað í sokka, fest tölur á og hvað eina sem til fellur í tilverunni,“ segir Kolbrún sem á heimavistinni og í skólahaldinu hefur eignast vini til lífstíðar. „Ég hef ekki einn einasta dag fengið heimþrá norður. Það er búið að vera svo einstaklega gaman.“ Súrmjólkurbúðingur 5 dl súrmjólk 2-3 msk. sykur 1 tsk. vanillusykur 4-5 blöð matarlím 2-3 msk. kalt vatn 2½ dl rjómi Rifsberjahlaup eða ávaxtamauk Leggið matarlím í kalt vatn. Hrærið saman súrmjólk, sykri og vanillusykri. Þeytið rjómann. Hellið vatninu af matarlíminu og bræðið það í vatnsbaði, kælið það og þynnið með kalda vatninu. Hellið matarlíminu saman við súrmjólkurblönduna og hrærið vel í á meðan. Blandið síðan þeytta rjómanum saman við súrmjólkurblönduna. Setjið rifsberjahlaup eða annað gott ávaxtamauk í botn á glærri skál og hellið búðingnum yfir. Látið búðinginn stífna í kæliskáp í tvær til fjórar klukkustundir. Skreytið með þeyttum rjóma og ef til vill rifshlaupi eða öðru ávaxtamauki. Birtist í Fréttablaðinu Eftirréttir Fjallabyggð Jólamatur Uppskriftir Mest lesið Brúnaðar kartöflur eru Everest kartöflurétta Jól Ófarir á jóladagsnótt: „Hann nær í nál og tvinna og saumar nokkur spor í rassinn á mér“ Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir herrann Jól Jóladagatal Vísis: Brauðristin bregður Brynjari Níelssyni Jól Jólaskraut við hendina Jól Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Mannmergð á tjörninni Jól Opið bréf til jólasveinanna: Góð ráð og hugmyndir í skóinn Jól Oumph! wellington og sætkartöflumús með karamellupekanhnetum Jól Taktu þátt í valinu á best skreytta húsinu á Íslandi Jól Fleiri fréttir Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Súrmjólkurbúðingur er undurfrískandi ábætisréttur sem var einkar vinsæll á jólum fortíðar. Siglfirski hússtjórnarneminn Kolbrún Björk Bjarnadóttir lagaði rammíslenskan búðinginn sem hún segir einstakt sælgæti, en hún er annars vön að poppa út á jólaísinn. „Ég hafði aldrei áður heyrt um súrmjólkurbúðing en þegar ég fór að grennslast fyrir um hann í heimildum sá ég að hann var einnig kallaður áfabúðingur og eru til uppskriftir að honum í tímaritum allt frá árinu 1939,“ segir Kolbrún Björk, sem útskrifast úr Hússtjórnarskóla Reykjavíkur um miðjan desember. Nemendur Hússtjórnarskólans reyndu sig við gerð súrmjólkurbúðings í aðdraganda jóla. „Ekkert okkar hafði bragðað súrmjólkurbúðing áður og við bjuggumst við að súrmjólkurbragðið yrði yfirgnæfandi en svo var nú aldeilis ekki. Búðingurinn reyndist hinn léttasti frómas, undurljúfur, óskaplega ferskur og einstakt sælgæti í munni og maga. Undir súrmjólkur- og rjómablönduna settum við frískandi rifsberjahlaup og líka ofan á rjómatoppana til skreytingar, en þar hefðu hvaða ber sem er sómt sér vel,“ segir Kolbrún sem mælir eindregið með súrmjólkurbúðingi sem nýju og óvæntu sælkeratrompi á jólaborðið í ár. Nemendur Hússtjórnarskólans reyndu sig við gerð súrmjólkurbúðings í aðdraganda jóla. „Sjálf er ég vís með að bjóða upp á súrmjólkurbúðing sem eftirrétt á eftir hangikjötinu á jóladag í ár, eða þá á nýársdag því hann er svo ferskur á eftir stóru kjötveislunum og öllu sætindaátinu,“ segir Kolbrún sem hlakkar mikið til að komast heim á Siglufjörð til að láta til sín taka við jólaundirbúninginn og jólahaldið enda komin með hússtjórnarráð undir rifi hverju. „Fjölskyldan mun njóta góðs af því að vera komin með hússtýru í verkin og ég mun án efa bjóða mig fram í uppstúfinn, laga frómas og gera heimatilbúinn ís sem ég kann nú tökin á og er þvílíkt gómsæti. Ég er alin upp við búðarís í eftirmat á jólum og yfir hann höfum við hellt heitri Mars-súkkulaðisósu og stráð yfir nýpoppuðu poppi. Við prófuðum poppið fyrir rælni ein jólin og það sló í gegn og hefur verið hefð hjá okkur á hverjum jólum og áramótum síðan. Þá skellum við bara popppoka í örbylgjuofninn og hver og einn stráir poppi yfir ísinn sinn,“ segir Kolbrún og brosir í einlægri tilhlökkun og gleði. Súrmjólkurbúðingur hefur smám saman fallið í gleymskunnar dá en hann er ógleymanlegur þeim sem hafa alist upp við hann sem eftirrétt á jólum. „Ég er þakklát fyrir allt sem ég hef lært í Hússtjórnarskólanum. Mig hafði lengi langað til að stunda þar nám og læra að matreiða hefðbundinn heimilismat, prjóna, hekla, sauma og ná tökum á fjölbreyttum húsverkum, ásamt því að geta saumað eigin fatnað og prjónað gjafir handa öðrum. Allt væri það sniðugt og gagnlegt skyldunám fyrir ungt fólk til að búa í haginn fyrir eigið heimilishald í framtíðinni; að geta stoppað í sokka, fest tölur á og hvað eina sem til fellur í tilverunni,“ segir Kolbrún sem á heimavistinni og í skólahaldinu hefur eignast vini til lífstíðar. „Ég hef ekki einn einasta dag fengið heimþrá norður. Það er búið að vera svo einstaklega gaman.“ Súrmjólkurbúðingur 5 dl súrmjólk 2-3 msk. sykur 1 tsk. vanillusykur 4-5 blöð matarlím 2-3 msk. kalt vatn 2½ dl rjómi Rifsberjahlaup eða ávaxtamauk Leggið matarlím í kalt vatn. Hrærið saman súrmjólk, sykri og vanillusykri. Þeytið rjómann. Hellið vatninu af matarlíminu og bræðið það í vatnsbaði, kælið það og þynnið með kalda vatninu. Hellið matarlíminu saman við súrmjólkurblönduna og hrærið vel í á meðan. Blandið síðan þeytta rjómanum saman við súrmjólkurblönduna. Setjið rifsberjahlaup eða annað gott ávaxtamauk í botn á glærri skál og hellið búðingnum yfir. Látið búðinginn stífna í kæliskáp í tvær til fjórar klukkustundir. Skreytið með þeyttum rjóma og ef til vill rifshlaupi eða öðru ávaxtamauki.
Birtist í Fréttablaðinu Eftirréttir Fjallabyggð Jólamatur Uppskriftir Mest lesið Brúnaðar kartöflur eru Everest kartöflurétta Jól Ófarir á jóladagsnótt: „Hann nær í nál og tvinna og saumar nokkur spor í rassinn á mér“ Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir herrann Jól Jóladagatal Vísis: Brauðristin bregður Brynjari Níelssyni Jól Jólaskraut við hendina Jól Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Mannmergð á tjörninni Jól Opið bréf til jólasveinanna: Góð ráð og hugmyndir í skóinn Jól Oumph! wellington og sætkartöflumús með karamellupekanhnetum Jól Taktu þátt í valinu á best skreytta húsinu á Íslandi Jól Fleiri fréttir Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira