Ísgöngin skapa umfangsmikla starfsemi á Húsafellssvæðinu Kristján Már Unnarsson skrifar 22. október 2018 20:00 Kjartan Þór Þorbjörnsson, viðhalds- og þróunarstjóri Into the Glacier. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Þremur árum eftir að ísgöngin voru opnuð í Langjökli eru þau orðin meðal stærstu fyrirtækja Borgarfjarðar, með um fimmtíu starfsmenn, og gestafjöldinn í ár stefnir í sextíu þúsund manns. Og starfsemin gengur allt árið. Þetta kom fram þættinum „Um land allt“ og í fréttum Stöðvar 2. Það þótti mörgum djörf ákvörðun að grafa ísgöng inn í Langjökul og bjóða ferðamönnum að skoða jökul að innanverðu. Í fyrstu vonuðust menn til að fá kannski 20-30 þúsund gesti yfir árið. Í ár stefnir fjöldinn í 60 þúsund gesti en gert er út frá Húsafelli.Ísgöngin í Langjökli voru opnuð í júnímánuði árið 2015.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Við opnuðum 1. júní 2015, eftir fjórtán mánaða vinnu við að gera göngin klár. Og búið að ganga rosalega vel síðustu þrjú árin, þetta er búið að vera bara hröð uppbygging,“ segir Kjartan Þór Þorbjörnsson, viðhalds- og þróunarstjóri Into the Glacier. Arngrímur Hermannsson, frumkvöðull í jökla- og hálendisferðum, er meðal þeirra sem koma að ísgöngunum.Arngrímur Hermannsson við bækistöð „Into the Glacier“ við jaðar Langjökuls.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það eru að minnsta kosti 35 ár síðan, þá vorum við að byrja með þessa súperjeppa, og það virkaði mjög vel,“ segir Arngrímur. Hér nota menn sérbúna ofurtrukka, sem að grunni voru ætlaðir sem eldflaugaskotpallar. „Þetta eru átta hjóla trukkar sem vigta tuttugu tonn tómir en taka fimmtíu farþega.“Trukkarnir aka með ferðamenn að ísgöngunum í Langjökli allan ársins hring.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Og svo öflugir eru trukkarnir að þeir komast á jökulinn nánast í hvaða veðri sem er. „Og að við skulum vera að gera þetta á hverjum degi, allt árið um kring, er alveg einstakt. Og sérstaklega á veturna, því átti maður alls ekki von á,“ segir Arngrímur. Núna er fyrirtækið orðinn einn stærsti vinnustaður í uppsveitum Borgarfjarðar.Ferðamennirnir leggja upp frá Húsafelli.Stöð 2/Arnar Halldórsson„Ætli við séum ekki í kringum fimmtíu manns sem erum að vinna hjá fyrirtækinu. Fullt af bílum. Við eigum orðið fimm-sex trukka, og starfsemin hér í Húsafelli er orðin gríðarlega umfangsmikil hjá okkur, og á Húsafellssvæðinu má segja,“ segir Kjartan Þór. Fjallað var um uppganginn á Húsafellssvæðinu í þættinum Um land allt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Borgarbyggð Ferðamennska á Íslandi Um land allt Tengdar fréttir Ísgöngin í Langjökli: „Þetta á eftir að slá í gegn“ Þegar hafa verið seldar hátt í átta þúsund ferðir í gögnin sem farnar verða á næstunni. 6. júní 2015 22:03 Nýjustu búgreinina stunda hellabændur Hellirinn Víðgelmir í Hallmundarhrauni er orðinn fimmtán manna vinnustaður, rekinn af bændum í Fljótstungu, sem nú kalla sig hellabændur. 18. október 2018 21:30 Raforkan frá Húsafelli samsvarar meðalnotkun þúsunda heimila Bændur á Húsafelli framleiða nú raforku sem samsvarar meðalnotkun þrjúþúsund heimila en nýjasta smávirkjunin er sú fjórða í röðinni sem þar rís. 20. október 2018 21:45 Virði ísganganna rauk upp um 55 prósent í fyrra Virði félagsins Into the Glacier, sem býður upp á daglegar ferðir inn í ísgöngin í Langjökli, jókst um ríflega 55 prósent í bókum stærsta eiganda þess. 13. júní 2018 06:00 Stærstu manngerðu ísgöng í Evrópu vígð í dag „Þetta er einn af mínum uppáhaldsviðkomustöðum nú þegar,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra. 5. júní 2015 21:24 Mest lesið Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Neytendur Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sjá meira
Þremur árum eftir að ísgöngin voru opnuð í Langjökli eru þau orðin meðal stærstu fyrirtækja Borgarfjarðar, með um fimmtíu starfsmenn, og gestafjöldinn í ár stefnir í sextíu þúsund manns. Og starfsemin gengur allt árið. Þetta kom fram þættinum „Um land allt“ og í fréttum Stöðvar 2. Það þótti mörgum djörf ákvörðun að grafa ísgöng inn í Langjökul og bjóða ferðamönnum að skoða jökul að innanverðu. Í fyrstu vonuðust menn til að fá kannski 20-30 þúsund gesti yfir árið. Í ár stefnir fjöldinn í 60 þúsund gesti en gert er út frá Húsafelli.Ísgöngin í Langjökli voru opnuð í júnímánuði árið 2015.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Við opnuðum 1. júní 2015, eftir fjórtán mánaða vinnu við að gera göngin klár. Og búið að ganga rosalega vel síðustu þrjú árin, þetta er búið að vera bara hröð uppbygging,“ segir Kjartan Þór Þorbjörnsson, viðhalds- og þróunarstjóri Into the Glacier. Arngrímur Hermannsson, frumkvöðull í jökla- og hálendisferðum, er meðal þeirra sem koma að ísgöngunum.Arngrímur Hermannsson við bækistöð „Into the Glacier“ við jaðar Langjökuls.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það eru að minnsta kosti 35 ár síðan, þá vorum við að byrja með þessa súperjeppa, og það virkaði mjög vel,“ segir Arngrímur. Hér nota menn sérbúna ofurtrukka, sem að grunni voru ætlaðir sem eldflaugaskotpallar. „Þetta eru átta hjóla trukkar sem vigta tuttugu tonn tómir en taka fimmtíu farþega.“Trukkarnir aka með ferðamenn að ísgöngunum í Langjökli allan ársins hring.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Og svo öflugir eru trukkarnir að þeir komast á jökulinn nánast í hvaða veðri sem er. „Og að við skulum vera að gera þetta á hverjum degi, allt árið um kring, er alveg einstakt. Og sérstaklega á veturna, því átti maður alls ekki von á,“ segir Arngrímur. Núna er fyrirtækið orðinn einn stærsti vinnustaður í uppsveitum Borgarfjarðar.Ferðamennirnir leggja upp frá Húsafelli.Stöð 2/Arnar Halldórsson„Ætli við séum ekki í kringum fimmtíu manns sem erum að vinna hjá fyrirtækinu. Fullt af bílum. Við eigum orðið fimm-sex trukka, og starfsemin hér í Húsafelli er orðin gríðarlega umfangsmikil hjá okkur, og á Húsafellssvæðinu má segja,“ segir Kjartan Þór. Fjallað var um uppganginn á Húsafellssvæðinu í þættinum Um land allt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Borgarbyggð Ferðamennska á Íslandi Um land allt Tengdar fréttir Ísgöngin í Langjökli: „Þetta á eftir að slá í gegn“ Þegar hafa verið seldar hátt í átta þúsund ferðir í gögnin sem farnar verða á næstunni. 6. júní 2015 22:03 Nýjustu búgreinina stunda hellabændur Hellirinn Víðgelmir í Hallmundarhrauni er orðinn fimmtán manna vinnustaður, rekinn af bændum í Fljótstungu, sem nú kalla sig hellabændur. 18. október 2018 21:30 Raforkan frá Húsafelli samsvarar meðalnotkun þúsunda heimila Bændur á Húsafelli framleiða nú raforku sem samsvarar meðalnotkun þrjúþúsund heimila en nýjasta smávirkjunin er sú fjórða í röðinni sem þar rís. 20. október 2018 21:45 Virði ísganganna rauk upp um 55 prósent í fyrra Virði félagsins Into the Glacier, sem býður upp á daglegar ferðir inn í ísgöngin í Langjökli, jókst um ríflega 55 prósent í bókum stærsta eiganda þess. 13. júní 2018 06:00 Stærstu manngerðu ísgöng í Evrópu vígð í dag „Þetta er einn af mínum uppáhaldsviðkomustöðum nú þegar,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra. 5. júní 2015 21:24 Mest lesið Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Neytendur Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sjá meira
Ísgöngin í Langjökli: „Þetta á eftir að slá í gegn“ Þegar hafa verið seldar hátt í átta þúsund ferðir í gögnin sem farnar verða á næstunni. 6. júní 2015 22:03
Nýjustu búgreinina stunda hellabændur Hellirinn Víðgelmir í Hallmundarhrauni er orðinn fimmtán manna vinnustaður, rekinn af bændum í Fljótstungu, sem nú kalla sig hellabændur. 18. október 2018 21:30
Raforkan frá Húsafelli samsvarar meðalnotkun þúsunda heimila Bændur á Húsafelli framleiða nú raforku sem samsvarar meðalnotkun þrjúþúsund heimila en nýjasta smávirkjunin er sú fjórða í röðinni sem þar rís. 20. október 2018 21:45
Virði ísganganna rauk upp um 55 prósent í fyrra Virði félagsins Into the Glacier, sem býður upp á daglegar ferðir inn í ísgöngin í Langjökli, jókst um ríflega 55 prósent í bókum stærsta eiganda þess. 13. júní 2018 06:00
Stærstu manngerðu ísgöng í Evrópu vígð í dag „Þetta er einn af mínum uppáhaldsviðkomustöðum nú þegar,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra. 5. júní 2015 21:24