Mikill bruni í skemmtigarði í Kaupmannahöfn Atli Ísleifsson skrifar 17. október 2018 21:24 Bakken í Kaupmannahöfn opnaði árið 1583. Mynd/Wikipedia commons Mikill eldur kom upp í skemmtigarðinum Bakken í norðurhluta Kaupmannahafnar í kvöld. Eldurinn kom upp á veitingastað og var í kjölfarið ákveðið að rýma allan garðinn. „Það er allt úr timbri þannig að þetta er öflugur eldur,“ segir Jan Hedager hjá slökkviliðinu í dönsku höfuðborginni. Tilkynning um eldinn barst klukkan 18:30 að íslenskum tíma, eða 20:30 að staðartíma, og mátti sjá mikinn eld og reyk stíga til himins. Danskir fjölmiðlar segja að ekki sé vitað til þess að nokkur hafi slasast í brunanum. Bakken, eða Dyrehavsbakken eins og hann heitir fullu nafni, opnaði árið 1583 og er sagður elsti skemmtigarður í heimi. Í garðinum er meðal annars að finna rússíbana úr tré frá árinu 1932, en hann er staðsettur fyrir aftan veitingahúsið sem brann. Tveimur tímum eftir að slökkvilið mætti á staðinn var búið að ná tökum á eldinum en reiknað var með að um klukkustund til viðbótar taki að slökkva eldinn. Ekki liggur fyrir um upptök eldsins.Stor brand på Dyrehavsbakken onsdag aften. Hele området evakueres. #ildibygning #brand #dyrehavsbakken #bakken #klampenborg #politidk #staldknægten #restaurantstaldknægten pic.twitter.com/7RSqqJkuaZ— presse fotos (@pressefotosdk) October 17, 2018 Norðurlönd Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Mikill eldur kom upp í skemmtigarðinum Bakken í norðurhluta Kaupmannahafnar í kvöld. Eldurinn kom upp á veitingastað og var í kjölfarið ákveðið að rýma allan garðinn. „Það er allt úr timbri þannig að þetta er öflugur eldur,“ segir Jan Hedager hjá slökkviliðinu í dönsku höfuðborginni. Tilkynning um eldinn barst klukkan 18:30 að íslenskum tíma, eða 20:30 að staðartíma, og mátti sjá mikinn eld og reyk stíga til himins. Danskir fjölmiðlar segja að ekki sé vitað til þess að nokkur hafi slasast í brunanum. Bakken, eða Dyrehavsbakken eins og hann heitir fullu nafni, opnaði árið 1583 og er sagður elsti skemmtigarður í heimi. Í garðinum er meðal annars að finna rússíbana úr tré frá árinu 1932, en hann er staðsettur fyrir aftan veitingahúsið sem brann. Tveimur tímum eftir að slökkvilið mætti á staðinn var búið að ná tökum á eldinum en reiknað var með að um klukkustund til viðbótar taki að slökkva eldinn. Ekki liggur fyrir um upptök eldsins.Stor brand på Dyrehavsbakken onsdag aften. Hele området evakueres. #ildibygning #brand #dyrehavsbakken #bakken #klampenborg #politidk #staldknægten #restaurantstaldknægten pic.twitter.com/7RSqqJkuaZ— presse fotos (@pressefotosdk) October 17, 2018
Norðurlönd Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira