Sérfræðingar við Hringborð norðurslóða vara heimsbyggðina við Heimir Már Pétursson skrifar 19. október 2018 21:00 Allir helstu sérfræðingar heims í loftslagsmálum á Hringborði norðursins í Hörpu vara heimsbyggðina við því sem er að gerast á norðurslóðum. Samkvæmt nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna gerast loftslagsbreytingarnar hraðar en áður var talið. Mannkynið hafi aðeins rúman áratug til að forða meiriháttar hamförum á jörðinni. Meðal þátttakenda eru ráðherrar, vísindamenn, sérfræðingar, forystumenn í atvinnulífi, háttsettir embættismenn, leiðtogar frumbyggja og umhverfissamtaka. Ólafur Ragnar Grímsson segir koma skýrt í ljós á þinginu nú að þjóðir Asíu leggi sífellt meiri áherslu á norðurslóðamálefni eins sjáist á öflugri þátttöku Kína og Kóreu og komið hafi fram í merkilegri stefnuræðu Taro Kono utanríkisráðherra Japans í dag. „Þetta endurspeglar að það svæði sem næst er Íslandi og við höfum kannski lengi talið að væri frekar einangrað, er núna að verða miðsvæðis í nýrri heimsmynd. Sem kemur til með að hafa afgerandi áhrif ekki bara á framtíð Íslands heldur líka á framtíð norðurslóða. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði þingið í morgun og segir Hringborð norðurslóða fyrir frumkvæði Ólafs Ragnars hafa breytt umræðunni um norðurslóðir. Utanríkisráðherra Japans segir þjóðir heims verða að vinna saman. „Við verðum að eiga samskipti við ríki á norðurslóðum vegna þess að þau eru í framlínunni. En eins og forsætisráðherra sagði hafa breytingarnar áhrif á alla. Í Japan höfum við til að mynda upplifað mun kröftugri fellibylji og mun meiri rigningar á undanförnum áratug. Það stafar örugglega af loftslagsbreytingum,” sagði Kono í pallborðsumræðum með Katrínu og Ólafi Ragnari. Í nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna er sett fram mun dekkri mynd en áður og loftslagsbreytingarnar sagðar gerast hraðar en áður var talið. Ólafur Ragnar segir þessi tíðindi rædd í mörgum þeirra 150 málstofa sem haldnar eru á þinginu og á meðal um 700 ræðumanna sé margir færustu sérfræðingar heims á þessu sviði. „Og niðurstaða allra þessara aðila er hin sama. Að vara heimsbyggðina við því sem er að gerast á norðurslóðum,“ segir forsetinn fyrrverandi. Bandaríkjastjórn á enga formlega fulltrúa á þinginu nú fulltrúar hennar hafa verið áberandi við Hringborðið á árum áður. Hins vegar er fjöldi bandarískra vísindamanna á þinginu ásamt Lisu Murkowski öldungadeildarþingmanni repúblikana frá Alaska. En hún er áhrifamikil í bandarískum stjórnmálum. „Þrátt fyrir að það vanti kannski einhverja frá utanríkisráðuneytinu í Bandaríkjunum eru hér mjög áhrifaríkir aðilar frá Bandaríkjunum. Það er mjög merkilegt að Harvard háskóli er að senda hingað mjög öfluga sveit af vísindamönnum og námsmönnum. Sem núna starfa við sérstaka norðurslóðadeild sem stofnuð hefur verið við Harvard háskóla.” segir Ólafur Ragnar. Murkowski ávarpaði Ólaf Ragnar sem kæran vin og sagði hann vera sannkallaðan sendiherra norðurslóða í heiminum. Mörgum þætti Bandaríkjastjórn ekki nógu framsækna í norðurslóðamálum. „En ekki örvænta því ég segi við ykkur, Alaska sem norðurslóðaríki er á framfarabraut. Sýnir frumkvæði, er leiðandi og þátttakandi á mjög mörgum sviðum,” sagði Lisa Murkowski. Loftslagsmál Norðurslóðir Ólafur Ragnar Grímsson Hringborð norðurslóða Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Sjá meira
Allir helstu sérfræðingar heims í loftslagsmálum á Hringborði norðursins í Hörpu vara heimsbyggðina við því sem er að gerast á norðurslóðum. Samkvæmt nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna gerast loftslagsbreytingarnar hraðar en áður var talið. Mannkynið hafi aðeins rúman áratug til að forða meiriháttar hamförum á jörðinni. Meðal þátttakenda eru ráðherrar, vísindamenn, sérfræðingar, forystumenn í atvinnulífi, háttsettir embættismenn, leiðtogar frumbyggja og umhverfissamtaka. Ólafur Ragnar Grímsson segir koma skýrt í ljós á þinginu nú að þjóðir Asíu leggi sífellt meiri áherslu á norðurslóðamálefni eins sjáist á öflugri þátttöku Kína og Kóreu og komið hafi fram í merkilegri stefnuræðu Taro Kono utanríkisráðherra Japans í dag. „Þetta endurspeglar að það svæði sem næst er Íslandi og við höfum kannski lengi talið að væri frekar einangrað, er núna að verða miðsvæðis í nýrri heimsmynd. Sem kemur til með að hafa afgerandi áhrif ekki bara á framtíð Íslands heldur líka á framtíð norðurslóða. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði þingið í morgun og segir Hringborð norðurslóða fyrir frumkvæði Ólafs Ragnars hafa breytt umræðunni um norðurslóðir. Utanríkisráðherra Japans segir þjóðir heims verða að vinna saman. „Við verðum að eiga samskipti við ríki á norðurslóðum vegna þess að þau eru í framlínunni. En eins og forsætisráðherra sagði hafa breytingarnar áhrif á alla. Í Japan höfum við til að mynda upplifað mun kröftugri fellibylji og mun meiri rigningar á undanförnum áratug. Það stafar örugglega af loftslagsbreytingum,” sagði Kono í pallborðsumræðum með Katrínu og Ólafi Ragnari. Í nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna er sett fram mun dekkri mynd en áður og loftslagsbreytingarnar sagðar gerast hraðar en áður var talið. Ólafur Ragnar segir þessi tíðindi rædd í mörgum þeirra 150 málstofa sem haldnar eru á þinginu og á meðal um 700 ræðumanna sé margir færustu sérfræðingar heims á þessu sviði. „Og niðurstaða allra þessara aðila er hin sama. Að vara heimsbyggðina við því sem er að gerast á norðurslóðum,“ segir forsetinn fyrrverandi. Bandaríkjastjórn á enga formlega fulltrúa á þinginu nú fulltrúar hennar hafa verið áberandi við Hringborðið á árum áður. Hins vegar er fjöldi bandarískra vísindamanna á þinginu ásamt Lisu Murkowski öldungadeildarþingmanni repúblikana frá Alaska. En hún er áhrifamikil í bandarískum stjórnmálum. „Þrátt fyrir að það vanti kannski einhverja frá utanríkisráðuneytinu í Bandaríkjunum eru hér mjög áhrifaríkir aðilar frá Bandaríkjunum. Það er mjög merkilegt að Harvard háskóli er að senda hingað mjög öfluga sveit af vísindamönnum og námsmönnum. Sem núna starfa við sérstaka norðurslóðadeild sem stofnuð hefur verið við Harvard háskóla.” segir Ólafur Ragnar. Murkowski ávarpaði Ólaf Ragnar sem kæran vin og sagði hann vera sannkallaðan sendiherra norðurslóða í heiminum. Mörgum þætti Bandaríkjastjórn ekki nógu framsækna í norðurslóðamálum. „En ekki örvænta því ég segi við ykkur, Alaska sem norðurslóðaríki er á framfarabraut. Sýnir frumkvæði, er leiðandi og þátttakandi á mjög mörgum sviðum,” sagði Lisa Murkowski.
Loftslagsmál Norðurslóðir Ólafur Ragnar Grímsson Hringborð norðurslóða Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Sjá meira