Bandaríkin rifta áratuga gömlum „vináttusamningi“ við Íran Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2018 16:00 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AP/Cliff Owen Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur ákveðið að rifta „vináttusamningi“ við Íran sem samþykktur var árið 1955. Það var gert í kjölfar þess að Alþjóðadómstóllinn í Haag skipaði Bandaríkjunum að fella niður refsiaðgerðir gegn Íran sem settar voru á eftir að Donald Trump dró Bandaríkin frá kjarnorkusamkomulaginu svokallaða. Þeim var gert að fella sérstaklega niður refsiaðgerðir sem snúa að mannréttindamálum. Þar er meðal annars átt við bann við sölu á lyfjum, matvælum og flugvélapörtum. Dómurinn segir að bann við sölu slíkra vara gæti leitt til dauða almennra borgara Íran. Íran höfðaði mál vegna aðgerðanna á grundvelli þess að þær brytu gegn áðurnefndum samningi frá 1955. Það var hins vegar löngu fyrir uppreisnina í Íran árið 1979. Fyrir uppreisnina var gott samband á milli ríkjanna en eftir hana gjörbreyttist það. Alþjóðadómstóllinn hefur þó úrskurðað áður að samningurinn sé gildur þrátt fyrir slæmt samband ríkjanna.Eftir úrskurð dómstólsins gaf ríkisstjórn Trump út yfirlýsingu um að hann hefði ekkert um málið að segja. Það sneri að þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Í kjölfarið sagði Mike Pompeo, utanríkisráðherra, að Bandaríkin riftu vinuáttusamningnum og það hefði átt að gera það fyrir löngu síðan. Hann sakaði yfirvöld Íran um að misnota Alþjóðadómstólinn.Sérfræðingar segja verulega ólíklegt að úrskurðurinn muni skipta nokkru máli. Bæði ríki hafi hunsað úrskurði dómstólsins áður. Tæknilega séð eru úrskurðir Alþjóðadómstólsins bindandi en hann hefur engar leiðir til að fylgja þeim eftir.Frá því að Bandaríkin slitu sig frá samkomulaginu og beitti Íran refsiaðgerðum hefur efnahagur Íran beðið hnekki. Þá stendur til að Bandaríkin beiti Íran frekari refsiaðgerðum í næsta mánuði. Ekki er ljóst hvaða áhrif úrskurðurinn muni hafa á þær ætlanir, ef einhver. Bandaríkin Mið-Austurlönd Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þagnarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur ákveðið að rifta „vináttusamningi“ við Íran sem samþykktur var árið 1955. Það var gert í kjölfar þess að Alþjóðadómstóllinn í Haag skipaði Bandaríkjunum að fella niður refsiaðgerðir gegn Íran sem settar voru á eftir að Donald Trump dró Bandaríkin frá kjarnorkusamkomulaginu svokallaða. Þeim var gert að fella sérstaklega niður refsiaðgerðir sem snúa að mannréttindamálum. Þar er meðal annars átt við bann við sölu á lyfjum, matvælum og flugvélapörtum. Dómurinn segir að bann við sölu slíkra vara gæti leitt til dauða almennra borgara Íran. Íran höfðaði mál vegna aðgerðanna á grundvelli þess að þær brytu gegn áðurnefndum samningi frá 1955. Það var hins vegar löngu fyrir uppreisnina í Íran árið 1979. Fyrir uppreisnina var gott samband á milli ríkjanna en eftir hana gjörbreyttist það. Alþjóðadómstóllinn hefur þó úrskurðað áður að samningurinn sé gildur þrátt fyrir slæmt samband ríkjanna.Eftir úrskurð dómstólsins gaf ríkisstjórn Trump út yfirlýsingu um að hann hefði ekkert um málið að segja. Það sneri að þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Í kjölfarið sagði Mike Pompeo, utanríkisráðherra, að Bandaríkin riftu vinuáttusamningnum og það hefði átt að gera það fyrir löngu síðan. Hann sakaði yfirvöld Íran um að misnota Alþjóðadómstólinn.Sérfræðingar segja verulega ólíklegt að úrskurðurinn muni skipta nokkru máli. Bæði ríki hafi hunsað úrskurði dómstólsins áður. Tæknilega séð eru úrskurðir Alþjóðadómstólsins bindandi en hann hefur engar leiðir til að fylgja þeim eftir.Frá því að Bandaríkin slitu sig frá samkomulaginu og beitti Íran refsiaðgerðum hefur efnahagur Íran beðið hnekki. Þá stendur til að Bandaríkin beiti Íran frekari refsiaðgerðum í næsta mánuði. Ekki er ljóst hvaða áhrif úrskurðurinn muni hafa á þær ætlanir, ef einhver.
Bandaríkin Mið-Austurlönd Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þagnarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira