Árangursríkt samstarf Ari Trausti Guðmundsson skrifar 5. október 2018 07:00 Norðurslóðasamstarfið er okkur afar mikilvægt. Ein helsta ástæðan er sú bráðnauðsynlega samvinna sem fram þarf að fara ef takast á að hægja á hlýnun jarðar og sýna þann viðnámsþrótt frammi fyrir alls kyns breytingum sem henni fylgja. Samstarfið kostar bæði fé og tíma en sú fjárfesting skilar sér margföld til baka. Samstarfið fer fram á margvíslegum nótum og nær yfir flest öll svið mannlífsins. Vettvangurinn er Vestnorræna ráðið (Færeyjar, Grænland og Ísland), hið gamalgróna Norðurlandaráð, Norðurskautsráðið (á ríkisstjórnarstigi) og Þingmannaráðstefna norðurslóða. Auk þess má nefna stofnanir á borð við Háskóla norðurslóða (200 stofnanir) og vísindarannsóknasamstarf og ýmislegt annað. Þegar þetta var skrifað í Inari í Samalandi Finnlands var nýlokið ráðstefnu okkar þingmanna norðurslóða sem stóð í þrjá gefandi daga. Íslenska sendinefndin samanstendur af þremur þingmönnum í eiginlegu þingmannanefndinni, fyrir utan mig, þeim Líneik Önnu Sævarsdóttur og Birni Leví Gunnarssyni, auk þess Guðjóni S. Brjánssyni frá Vestnorræna-ráðinu, Oddnýju G. Harðardóttur frá Norðurlandaráði, alþjóðaritaranum Örnu Bang og Sigurði Ólafssyni, framkvæmdastjóra Vestnorræna-ráðsins. Hlutverk ráðstefnunnar er að vinna, samþykkja og leggja fram tillögur til ráðherranefndar Norðurskautsráðsins sem mörg dæmi eru um að teknar hafa verið upp til framkvæmda af ráðinu, til dæmis stofnun ráðsins sjálfs fyrir allmörgum árum og Háskóla norðurslóða. Þingmannaráðstefnan er 25 ára um þessar mundir. Ólíkt því sem víða gerist í alþjóðasamvinnu er mjög góður andi á fundum og ráðstefnum þingmanna, jákvæð samvinna með löndum á borð við Rússland, Kanada og fulltrúum Færeyja og Grænlands í gegnum danska þjóðþingið. Þetta á líka við um Bandaríkin en því miður hafa stjórnvöld þar tónað þátttökuna niður og nú var enginn bandarískur fulltrúi á ráðstefnunni. Um 40 tillögur voru einróma samþykktar í fjórum flokkum: Stafrænar norðurslóðir, veðurfarsbreytingar og áhrif þeirra, samfélagsábyrgð fyrirtækja og velferð þegnanna. Þær berast nú 8 ríkisstjórnum, Evrópuráðinu, frumbyggjasamtökum og Norðurskautsráðinu. Íslensku tillögunum var vel tekið (alls 8 talsins) og fengu allar gott brautargengi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Norðurslóðasamstarfið er okkur afar mikilvægt. Ein helsta ástæðan er sú bráðnauðsynlega samvinna sem fram þarf að fara ef takast á að hægja á hlýnun jarðar og sýna þann viðnámsþrótt frammi fyrir alls kyns breytingum sem henni fylgja. Samstarfið kostar bæði fé og tíma en sú fjárfesting skilar sér margföld til baka. Samstarfið fer fram á margvíslegum nótum og nær yfir flest öll svið mannlífsins. Vettvangurinn er Vestnorræna ráðið (Færeyjar, Grænland og Ísland), hið gamalgróna Norðurlandaráð, Norðurskautsráðið (á ríkisstjórnarstigi) og Þingmannaráðstefna norðurslóða. Auk þess má nefna stofnanir á borð við Háskóla norðurslóða (200 stofnanir) og vísindarannsóknasamstarf og ýmislegt annað. Þegar þetta var skrifað í Inari í Samalandi Finnlands var nýlokið ráðstefnu okkar þingmanna norðurslóða sem stóð í þrjá gefandi daga. Íslenska sendinefndin samanstendur af þremur þingmönnum í eiginlegu þingmannanefndinni, fyrir utan mig, þeim Líneik Önnu Sævarsdóttur og Birni Leví Gunnarssyni, auk þess Guðjóni S. Brjánssyni frá Vestnorræna-ráðinu, Oddnýju G. Harðardóttur frá Norðurlandaráði, alþjóðaritaranum Örnu Bang og Sigurði Ólafssyni, framkvæmdastjóra Vestnorræna-ráðsins. Hlutverk ráðstefnunnar er að vinna, samþykkja og leggja fram tillögur til ráðherranefndar Norðurskautsráðsins sem mörg dæmi eru um að teknar hafa verið upp til framkvæmda af ráðinu, til dæmis stofnun ráðsins sjálfs fyrir allmörgum árum og Háskóla norðurslóða. Þingmannaráðstefnan er 25 ára um þessar mundir. Ólíkt því sem víða gerist í alþjóðasamvinnu er mjög góður andi á fundum og ráðstefnum þingmanna, jákvæð samvinna með löndum á borð við Rússland, Kanada og fulltrúum Færeyja og Grænlands í gegnum danska þjóðþingið. Þetta á líka við um Bandaríkin en því miður hafa stjórnvöld þar tónað þátttökuna niður og nú var enginn bandarískur fulltrúi á ráðstefnunni. Um 40 tillögur voru einróma samþykktar í fjórum flokkum: Stafrænar norðurslóðir, veðurfarsbreytingar og áhrif þeirra, samfélagsábyrgð fyrirtækja og velferð þegnanna. Þær berast nú 8 ríkisstjórnum, Evrópuráðinu, frumbyggjasamtökum og Norðurskautsráðinu. Íslensku tillögunum var vel tekið (alls 8 talsins) og fengu allar gott brautargengi.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar