Starfsleyfi laxeldisfyrirtækja felld úr gildi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 4. október 2018 17:22 Eldiskvíar í Tálknafirði Arnarlax Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi starfsleyfi laxeldisfyrirtækjanna Arctic Sea Farm og Fjarðalax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði. Umhverfisstofnun veitti leyfin í desember á síðasta ári. Greint var frá því í síðustu viku að sama nefnd hefði fellt úr gildi rekstrarleyfi fyrirtækjanna sem Matvælastofnun hafði veitt fyrirtækjunum í sama tilgangi. Ýmis náttúruverndarsamtök ásamt eigendum áa, og eigenda veiðiréttinda í ám á Vestfjörðum kærðu útgáfu starfsleyfa og rekstrarleyfa til nefndarinnar.Mörgum spurningum ósvarað Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun kemur fram að mörgum spurningum sé ósvarað í kjölfar úrskurðar nefndarinnar. Úrskurðarnefnd telji að álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdanna geti ekki verið grundvöllur leyfisveitinga vegna skorts á umfjöllun um valkosti, en stofnunin taki ekki undir röksemdir nefndarinnar um að álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum hafi ekki verið lögmætur grundvöllur fyrir ákvörðun um veitingu leyfa til framkvæmda. „Einnig skal bent á að úrskurðarnefndin leitaði ekki umsagnar Skipulagsstofnunar í rannsókn sinni á málinu áður en hún kvað upp úrskurð sinn sem lýsti annmörkum á umhverfismatsferlinu. Stofnunin telur því að úrskurðarnefndin hafi ekki haft mikilvæg sjónarmið til grundvallar áður en úrskurðir féllu, einkum um raunhæfa valkosti,“ segir í tilkynningu Umhverfisstofnunar.Mæla með að réttaráhrifum verði frestað Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvernig stofnunin mun bregðast við niðurstöðum úrskurðanna en farið verði yfir mögulegar lausnir með umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. „Umhverfisstofnun hefur í umsögn sinni til úrskurðarnefndar, vegna beiðni rekstraraðila um frestun réttaráhrifa úrskurðanna, mælt með því að réttaráhrifum verði frestað á meðan málin verði til meðferðar hjá dómstólum. Byggir sú afstaða á því að stofnunin telur að útgáfa starfsleyfa hafi verið í samræmi við lög og reglur.“ Lesa má tilkynningu Umhverfisstofnunar í heild sinni að neðan.Mörgum spurningum ósvarað í kjölfar úrskurðaÚrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvarðanir Umhverfisstofnunar um útgáfu starfsleyfa fyrir rekstraraðilana Arctic Sea Farm hf. og Fjarðalax hf. í Patreks- og Tálknafirði. Áður hafði úrskurðarnefnd fellt út gildi ákvarðanir Matvælastofnunar um útgáfu rekstrarleyfa til sömu aðila á grundvelli sömu röksemda.Úrskurðarnefnd telur að álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdanna geti ekki verið grundvöllur leyfisveitinga vegna skorts á umfjöllun um valkosti. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvernig brugðist verður við niðurstöðum úrskurðanna en farið verður yfir mögulegar lausnir með umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Seiði hafa einungis verið sett út á einu eldissvæði og umfang því lítið enn sem komið er.Umhverfisstofnun hefur í umsögn sinni til úrskurðarnefndar, vegna beiðni rekstraraðila um frestun réttaráhrifa úrskurðanna, mælt með því að réttaráhrifum verði frestað á meðan málin verði til meðferðar hjá dómstólum. Byggir sú afstaða á því að stofnunin telur að útgáfa starfsleyfa hafi verið í samræmi við lög og reglur.Tekur stofnunin ekki undir röksemdir úrskurðarnefndarinnar um að álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum hafi ekki verið lögmætur grundvöllur fyrir ákvörðun um veitingu leyfa til framkvæmda. Einnig skal bent á að úrskurðarnefndin leitaði ekki umsagnar Skipulagsstofnunar í rannsókn sinni á málinu áður en hún kvað upp úrskurð sinn sem lýsti annmörkum á umhverfismatsferlinu. Stofnunin telur því að úrskurðarnefndin hafi ekki haft mikilvæg sjónarmið til grundvallar áður en úrskurðir féllu, einkum um raunhæfa valkosti.Úrskurðarnefnd telur að skyldur leyfisveitenda nái ekki einvörðungu til þess að taka afstöðu til þeirra efnislegu niðurstaða sem í áliti Skipulagsstofnunar felast heldur einnig til þess að kanna hvort aðrir annmarkar geti verið til staðar, s.s. að skort hafi á umfjöllun um valkosti.Umhverfisstofnun telur að í því felist krafa um formlegt og efnislegt endurmat leyfisveitanda á áliti Skipulagsstofnunar. Úrskurðurinn sýnir þörf á að skýrt verði nánar í lögum hvert sé hlutverk leyfisveitenda hvað varðar ábyrgð á áliti um mat á umhverfisáhrifum.Mikilvægt er að árétta að leyfin eru ógilt á grundvelli þess að umhverfismati hafi verið áfátt en ekki að skilyrði í starfsleyfi um mengunarvarnir hafi verið ófullnægjandi.Lesa má úrskurði nefndarinnar hér og hér. Fiskeldi Tengdar fréttir Úrskurðir um laxeldi í sjókvíum hafa vakið hörð viðbrögð Úrskurðirnir hafa vakið hörð viðbrögð bæði sveitarstjórnarmanna og ýmissa þingmanna. Farið hefur verið fram á að réttaráhrifum þeirra verði frestað. 2. október 2018 23:38 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi starfsleyfi laxeldisfyrirtækjanna Arctic Sea Farm og Fjarðalax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði. Umhverfisstofnun veitti leyfin í desember á síðasta ári. Greint var frá því í síðustu viku að sama nefnd hefði fellt úr gildi rekstrarleyfi fyrirtækjanna sem Matvælastofnun hafði veitt fyrirtækjunum í sama tilgangi. Ýmis náttúruverndarsamtök ásamt eigendum áa, og eigenda veiðiréttinda í ám á Vestfjörðum kærðu útgáfu starfsleyfa og rekstrarleyfa til nefndarinnar.Mörgum spurningum ósvarað Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun kemur fram að mörgum spurningum sé ósvarað í kjölfar úrskurðar nefndarinnar. Úrskurðarnefnd telji að álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdanna geti ekki verið grundvöllur leyfisveitinga vegna skorts á umfjöllun um valkosti, en stofnunin taki ekki undir röksemdir nefndarinnar um að álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum hafi ekki verið lögmætur grundvöllur fyrir ákvörðun um veitingu leyfa til framkvæmda. „Einnig skal bent á að úrskurðarnefndin leitaði ekki umsagnar Skipulagsstofnunar í rannsókn sinni á málinu áður en hún kvað upp úrskurð sinn sem lýsti annmörkum á umhverfismatsferlinu. Stofnunin telur því að úrskurðarnefndin hafi ekki haft mikilvæg sjónarmið til grundvallar áður en úrskurðir féllu, einkum um raunhæfa valkosti,“ segir í tilkynningu Umhverfisstofnunar.Mæla með að réttaráhrifum verði frestað Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvernig stofnunin mun bregðast við niðurstöðum úrskurðanna en farið verði yfir mögulegar lausnir með umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. „Umhverfisstofnun hefur í umsögn sinni til úrskurðarnefndar, vegna beiðni rekstraraðila um frestun réttaráhrifa úrskurðanna, mælt með því að réttaráhrifum verði frestað á meðan málin verði til meðferðar hjá dómstólum. Byggir sú afstaða á því að stofnunin telur að útgáfa starfsleyfa hafi verið í samræmi við lög og reglur.“ Lesa má tilkynningu Umhverfisstofnunar í heild sinni að neðan.Mörgum spurningum ósvarað í kjölfar úrskurðaÚrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvarðanir Umhverfisstofnunar um útgáfu starfsleyfa fyrir rekstraraðilana Arctic Sea Farm hf. og Fjarðalax hf. í Patreks- og Tálknafirði. Áður hafði úrskurðarnefnd fellt út gildi ákvarðanir Matvælastofnunar um útgáfu rekstrarleyfa til sömu aðila á grundvelli sömu röksemda.Úrskurðarnefnd telur að álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdanna geti ekki verið grundvöllur leyfisveitinga vegna skorts á umfjöllun um valkosti. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvernig brugðist verður við niðurstöðum úrskurðanna en farið verður yfir mögulegar lausnir með umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Seiði hafa einungis verið sett út á einu eldissvæði og umfang því lítið enn sem komið er.Umhverfisstofnun hefur í umsögn sinni til úrskurðarnefndar, vegna beiðni rekstraraðila um frestun réttaráhrifa úrskurðanna, mælt með því að réttaráhrifum verði frestað á meðan málin verði til meðferðar hjá dómstólum. Byggir sú afstaða á því að stofnunin telur að útgáfa starfsleyfa hafi verið í samræmi við lög og reglur.Tekur stofnunin ekki undir röksemdir úrskurðarnefndarinnar um að álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum hafi ekki verið lögmætur grundvöllur fyrir ákvörðun um veitingu leyfa til framkvæmda. Einnig skal bent á að úrskurðarnefndin leitaði ekki umsagnar Skipulagsstofnunar í rannsókn sinni á málinu áður en hún kvað upp úrskurð sinn sem lýsti annmörkum á umhverfismatsferlinu. Stofnunin telur því að úrskurðarnefndin hafi ekki haft mikilvæg sjónarmið til grundvallar áður en úrskurðir féllu, einkum um raunhæfa valkosti.Úrskurðarnefnd telur að skyldur leyfisveitenda nái ekki einvörðungu til þess að taka afstöðu til þeirra efnislegu niðurstaða sem í áliti Skipulagsstofnunar felast heldur einnig til þess að kanna hvort aðrir annmarkar geti verið til staðar, s.s. að skort hafi á umfjöllun um valkosti.Umhverfisstofnun telur að í því felist krafa um formlegt og efnislegt endurmat leyfisveitanda á áliti Skipulagsstofnunar. Úrskurðurinn sýnir þörf á að skýrt verði nánar í lögum hvert sé hlutverk leyfisveitenda hvað varðar ábyrgð á áliti um mat á umhverfisáhrifum.Mikilvægt er að árétta að leyfin eru ógilt á grundvelli þess að umhverfismati hafi verið áfátt en ekki að skilyrði í starfsleyfi um mengunarvarnir hafi verið ófullnægjandi.Lesa má úrskurði nefndarinnar hér og hér.
Fiskeldi Tengdar fréttir Úrskurðir um laxeldi í sjókvíum hafa vakið hörð viðbrögð Úrskurðirnir hafa vakið hörð viðbrögð bæði sveitarstjórnarmanna og ýmissa þingmanna. Farið hefur verið fram á að réttaráhrifum þeirra verði frestað. 2. október 2018 23:38 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Úrskurðir um laxeldi í sjókvíum hafa vakið hörð viðbrögð Úrskurðirnir hafa vakið hörð viðbrögð bæði sveitarstjórnarmanna og ýmissa þingmanna. Farið hefur verið fram á að réttaráhrifum þeirra verði frestað. 2. október 2018 23:38