Hrunið blasir við Gunnlaugur Stefánsson skrifar 9. október 2018 07:00 Ég þekki af eigin reynslu úr stjórnmálunum hve sárt er að horfa upp á byggðir í landinu grotna niður af því að fjármagn skortir til fjárfestinga í öflugu atvinnulífi. Svo koma skyndilega norskir auðrisar með fullar hendur fjár og vilja setja upp risafiskeldi í opnum sjókvíum. Er það happafengur fyrir fólkið í dreifðum byggðum og frelsandi lausn fyrir stjórnmálamenn? Hvað er það sem hvetur norska auðrisa til fjárfestinga í opnu sjókvíaeldi á Íslandi? Fullvissan um að mega gera það sem þeim er bannað að gera heima hjá sér í ljósi reynslunnar. Flóknara er það ekki. Reynslan af opna eldinu í nágrannalöndunum er skelfileg. Þar hefur nú víðast verið lokað á nýtt sjókvíaeldi og settar fram áætlanir um að það heyri brátt sögunni til, fari upp á land eða í lokuð kerfi. Það er ekki lengur dýrara en opna eldið. Hins vegar er eftirsóknarvert að helga sér ný svæði í landi þar sem eldisleyfin eru nánast ókeypis. Leyfin sem Úrskurðarnefndin var núna að ógilda hefðu kostað 45 milljarða í Noregi samkvæmt uppboðum þar í landi. Svo er hvetjandi að hafa stjórnmálamenn ginnkeypta fyrir hvaða atvinnuuppbyggingu sem er í veikum byggðum, eftirlitskerfi í skötulíki og regluverk vanþróuð, en megi móta með hagsmuni eldisins að leiðarljósi. Eru byggðirnar þá í boði fyrir hvað sem er? Hvar er sjálfsvirðing okkar? Erum við tilbúin að fórna landinu fyrir skammtímagróða norskra auðrisa, óafturkræf umhverfisspjöll og áróður um skýjaborgir? Saga byggðanna á Íslandi er þyrnum stráð af alls konar ævintýrum. Oftast sá fólkið ekki fyrir sáran endi þeirra. En ef litið er til reynslunnar af opnu sjókvíaeldi hér á landi og í nágrannalöndum, þá blasir hrunið við. Ekki aðeins fyrir villta laxastofna og náttúruna, heldur mannlífið í byggðunum. Þá neita allir að axla ábyrgð, en heimafólkið og náttúran sitja eftir með tjónið í fanginu. Opin eldisiðja er hrein tímaskekkja. Lús, óútskýrður fiskdauði, sjúkdómar, fiskur sleppur, erfðablöndun við villta stofna, uppsöfnuð mengun og óþrifnaður skaðar lífríkið í fjörðunum. Þetta veldur því að virt matsfyrirtæki vilja ekki votta matvæli úr svona framleiðslu. Er nema von að íslenska kokkalandsliðið neiti að leggja nafn sitt við slíkar afurðir eða virtir veitingastaðir bera á borð gesta sinna. Dreifðar byggðir eiga betra skilið en þessar fabrikkur. Er ekki nóg komið af ævintýrum? Hvar er metnaður stjórnmálamanna sem telja opið sjókvíaeldi boðlegt fyrir landsbyggðarfólk? Myndi þeim detta í hug að biðja um nokkrar kvíar á sundin í Reykjavík? Væri nú ekki ráð að virða úrskurði Úrskurðarnefndar umhverfismála og skoða í alvöru hvað er best fyrir náttúruna og fólkið í landinu með því að allt fiskeldi fari upp á land eða í lokuð kerfi, en leyfa norskum auðrisum að glepjast einum af sínum ævintýrum? Það væri reisn að því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Gunnlaugur Stefánsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Ég þekki af eigin reynslu úr stjórnmálunum hve sárt er að horfa upp á byggðir í landinu grotna niður af því að fjármagn skortir til fjárfestinga í öflugu atvinnulífi. Svo koma skyndilega norskir auðrisar með fullar hendur fjár og vilja setja upp risafiskeldi í opnum sjókvíum. Er það happafengur fyrir fólkið í dreifðum byggðum og frelsandi lausn fyrir stjórnmálamenn? Hvað er það sem hvetur norska auðrisa til fjárfestinga í opnu sjókvíaeldi á Íslandi? Fullvissan um að mega gera það sem þeim er bannað að gera heima hjá sér í ljósi reynslunnar. Flóknara er það ekki. Reynslan af opna eldinu í nágrannalöndunum er skelfileg. Þar hefur nú víðast verið lokað á nýtt sjókvíaeldi og settar fram áætlanir um að það heyri brátt sögunni til, fari upp á land eða í lokuð kerfi. Það er ekki lengur dýrara en opna eldið. Hins vegar er eftirsóknarvert að helga sér ný svæði í landi þar sem eldisleyfin eru nánast ókeypis. Leyfin sem Úrskurðarnefndin var núna að ógilda hefðu kostað 45 milljarða í Noregi samkvæmt uppboðum þar í landi. Svo er hvetjandi að hafa stjórnmálamenn ginnkeypta fyrir hvaða atvinnuuppbyggingu sem er í veikum byggðum, eftirlitskerfi í skötulíki og regluverk vanþróuð, en megi móta með hagsmuni eldisins að leiðarljósi. Eru byggðirnar þá í boði fyrir hvað sem er? Hvar er sjálfsvirðing okkar? Erum við tilbúin að fórna landinu fyrir skammtímagróða norskra auðrisa, óafturkræf umhverfisspjöll og áróður um skýjaborgir? Saga byggðanna á Íslandi er þyrnum stráð af alls konar ævintýrum. Oftast sá fólkið ekki fyrir sáran endi þeirra. En ef litið er til reynslunnar af opnu sjókvíaeldi hér á landi og í nágrannalöndum, þá blasir hrunið við. Ekki aðeins fyrir villta laxastofna og náttúruna, heldur mannlífið í byggðunum. Þá neita allir að axla ábyrgð, en heimafólkið og náttúran sitja eftir með tjónið í fanginu. Opin eldisiðja er hrein tímaskekkja. Lús, óútskýrður fiskdauði, sjúkdómar, fiskur sleppur, erfðablöndun við villta stofna, uppsöfnuð mengun og óþrifnaður skaðar lífríkið í fjörðunum. Þetta veldur því að virt matsfyrirtæki vilja ekki votta matvæli úr svona framleiðslu. Er nema von að íslenska kokkalandsliðið neiti að leggja nafn sitt við slíkar afurðir eða virtir veitingastaðir bera á borð gesta sinna. Dreifðar byggðir eiga betra skilið en þessar fabrikkur. Er ekki nóg komið af ævintýrum? Hvar er metnaður stjórnmálamanna sem telja opið sjókvíaeldi boðlegt fyrir landsbyggðarfólk? Myndi þeim detta í hug að biðja um nokkrar kvíar á sundin í Reykjavík? Væri nú ekki ráð að virða úrskurði Úrskurðarnefndar umhverfismála og skoða í alvöru hvað er best fyrir náttúruna og fólkið í landinu með því að allt fiskeldi fari upp á land eða í lokuð kerfi, en leyfa norskum auðrisum að glepjast einum af sínum ævintýrum? Það væri reisn að því.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun