Gömul og ný dómsmál Óttar Guðmundsson skrifar 15. september 2018 08:00 Í Íslandsklukku Halldórs Laxness er lýst hrakningum Jóns Hreggviðssonar í íslenska dómskerfinu á 18. öld. Honum var gefið að sök að hafa myrt böðul konungsins, sakfelldur og dæmdur til dauða. Aldrei tókst að sanna neitt á Jón og sjálfur neitaði hann sök. Honum tókst að komast undan og mál hans var tekið upp að nýju. Hann var sýknaður og kom aftur heim frjáls maður með hatt á höfði. Aftur eru þungir dómar í meintu morðmáli til endurupptöku. Mín kynslóð man vel eftir Geirfinnsmálinu, leitinni að mönnunum tveimur, blaðamannafundum, Leirfinni, handtökum, réttarhöldum og dómum. Valdamenn kröfðust þess að málið yrði upplýst. Hópurinn í kringum Sævar heitinn Ciesielski hentaði sérlega vel í hlutverk sakborninga í þessu máli. Þau voru lokuð í einangrun, yfirheyrð af mikilli hörku og allir lögðust á eitt að fá fram játningu. Þegar þungir fangelsisdómar voru kveðnir upp í Hæstarétti héldu allir að málinu væri lokið. Löngu síðar kynntist ég Sævari. Hann sagði mér frá viðskiptum sínum við réttvísina, einangrun, niðurlægingu og andlegum og líkamlegum pyntingunum. Brotið var á honum á öllum stigum málsins. Sævar líkt og Jón Hreggviðsson trúði á réttlætið innra með sjálfum sér og krafðist endurupptöku málsins. Allir sjá hversu fáránlegir dómarnir voru fyrir 40 árum. Aldrei tókst að sanna að brot hefðu verið framin. Bæði Jón Hreggviðsson og Sævar voru gripnir af því að þeir lágu vel við höggi. Réttvísina skorti sökudólga og þunga dóma til að sýna vald sitt og róa þjóðina. „Vont er þeirra ranglæti, verra þeirra réttlæti,“ hefði Jón Hreggviðsson sagt við Sævar. Vonandi eru það ekki orð að sönnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Í Íslandsklukku Halldórs Laxness er lýst hrakningum Jóns Hreggviðssonar í íslenska dómskerfinu á 18. öld. Honum var gefið að sök að hafa myrt böðul konungsins, sakfelldur og dæmdur til dauða. Aldrei tókst að sanna neitt á Jón og sjálfur neitaði hann sök. Honum tókst að komast undan og mál hans var tekið upp að nýju. Hann var sýknaður og kom aftur heim frjáls maður með hatt á höfði. Aftur eru þungir dómar í meintu morðmáli til endurupptöku. Mín kynslóð man vel eftir Geirfinnsmálinu, leitinni að mönnunum tveimur, blaðamannafundum, Leirfinni, handtökum, réttarhöldum og dómum. Valdamenn kröfðust þess að málið yrði upplýst. Hópurinn í kringum Sævar heitinn Ciesielski hentaði sérlega vel í hlutverk sakborninga í þessu máli. Þau voru lokuð í einangrun, yfirheyrð af mikilli hörku og allir lögðust á eitt að fá fram játningu. Þegar þungir fangelsisdómar voru kveðnir upp í Hæstarétti héldu allir að málinu væri lokið. Löngu síðar kynntist ég Sævari. Hann sagði mér frá viðskiptum sínum við réttvísina, einangrun, niðurlægingu og andlegum og líkamlegum pyntingunum. Brotið var á honum á öllum stigum málsins. Sævar líkt og Jón Hreggviðsson trúði á réttlætið innra með sjálfum sér og krafðist endurupptöku málsins. Allir sjá hversu fáránlegir dómarnir voru fyrir 40 árum. Aldrei tókst að sanna að brot hefðu verið framin. Bæði Jón Hreggviðsson og Sævar voru gripnir af því að þeir lágu vel við höggi. Réttvísina skorti sökudólga og þunga dóma til að sýna vald sitt og róa þjóðina. „Vont er þeirra ranglæti, verra þeirra réttlæti,“ hefði Jón Hreggviðsson sagt við Sævar. Vonandi eru það ekki orð að sönnu.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun