Stefán Karl Stefánsson látinn Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 21. ágúst 2018 18:46 Stefán Karl Stefánsson er látinn 43 ára að aldri. Vísir/Stefán Stefán Karl Stefánsson, leikari, er látinn 43 ára að aldri eftir tveggja ára baráttu við illvígt gallgangakrabbamein. Stefán lætur eftir sig eiginkonu og fjögur börn.Hóf leiklistarferilinn 13 ára Stefán Karl Stefánsson var sennilega sá íslenski leikari sem flestir jarðarbúar þekktu í sjón og gera raunar enn. Milljónir manna um allan heim ólust upp við að hrópa hástöfum á hann í gegn um sjónvarpsskjáinn, svona rétt til að láta hann vita að það sæist í gegn um nýjasta dulargervi Glanna Glæps. Heimsbyggðin þekkti hann sem Robbie Rotten en Stefán Karl hóf leiklistarferil sinn með leikfélagi Hafnarfjarðar þegar hann var aðeins 13 ára. Hann var innfæddur Gaflari, árgerð 1975, en hafði mikið yndi af því að sækja heim frændfólk sitt á Seyðisfirði þegar tækifæri gafst. Þá þótti honum fátt skemmtilegra en að rúnta upp í Hvalfjörð með pabba sínum sem vann í Hvalstöðinni. Þess á milli fór hann niður að bryggju og horfði á trillukarlana vinna sín störf. Viðurnefnið Stebbi bryggjurotta festist þó ekki lengi við hann til allrar hamingju. Sem barn bjó Stefán Karl nálægt kirkjugarðinum í Hafnarfirði og viðurkenndi síðar að hann hefði verið ofboðslega myrkfælinn og hræddur við vofur og drauga. Stundum sagði hann frá því hvernig hann laumaðist út í garð á nóttunni á þessum tíma og kastaði steinvölum í gamla ruslatunnu úr járni. Þegar hávaðinn ómaði til baka úr myrkrinu fylltist hann skelfingu í fyrstu og flúði í ofboði. Eftir endurtekin köst og margar nætur fann hann þó loks kjarkinn safnast saman í brjósti sér. Stefán Karl lýsti því sjálfur sem svo að hann hefði hrætt úr sér myrkfælnina.Stefán Karl var ötull baráttumaður gegn einelti.Ötull baráttumaður gegn einelti Kjarkur Stefáns Karls til að standa í lappirnar og takast á við vandamálin, frekar en að láta óttann lama sig, átti eftir að gagnast honum sjálfum og ótal öðrum þegar fram liðu stundir. Hann tókst á við einelti sem barn, sem hann greindi fyrst frá í viðtali árið 2001. Bara með því að opna umræðuna um málefnið, sem þá var feimnismál og lítið rætt, steig Stefán Karl fyrsta skrefið í átt að vitundarvakningu um einelti á Íslandi. Hann átti síðar eftir að stofna samtökin Regnbogabörn til að berjast gegn einelti og aðstoð fórnarlömb þess. Hann gaf af reynslu sinni með fyrirlestrum og kynningum og var oft kallaður til og beðinn um aðstoð af foreldrum og skólayfirvöldum. Stundum var Stefán Karl ekki kallaður til fyrr mál voru komin í óefni og hann þurfti að sitjast niður og ræða við börn sem voru í bráðri sjálfsvígshættu og höfðu engin önnur úrræði. Öllum var þó ljóst að þessi annars erfiðu augnablik gáfu honum eitthvað mikið, kannski tækifæri til að vera til staðar fyrir einhvern þegar hann þekkti sjálfur alltof vel þá tilfinningu að vera einangrað og hrætt fórnarlamb. Að vera barn.Stefán lætur eftir sig eiginkonu og fjögur börn.Vísir/valgarður GíslasonHinn íslenski Jim Carrey Það varð snemma ljóst að leiklistin átti hug Stefáns allan. Hann var hins vegar ekki sáttur við þær troðnu slóðir og brautir sem flestum leiklistarnemum var beint inn á. Í viðtali mörgum árum seinna sagðist hann hafa viljað prófa sig áfram með afbrygði af „commedia dell‘arte“ og húmor sem byggði á líkamstjáningu. Það var ekki tilviljun að hann var seinna kallaður hinn íslenski Jim Carrey, gúmmífés norðursins. Þeir áttu báðir eftir að leika persónu Trölla sem stal jólunum í sígildri sögu; Carrey á hvíta tjaldinu en Stefán Karl í Broadway sviðsetningunni sem fór síðan sigurför um Bandaríkin. Stefán Karl sagði að leiklistarkennarinn sinn hefði sagt að grettur og geiflur væru ekki hluti af listforminu. Því var hann svo sannarlega ósammála. Stefán Karl var aðeins 19 ára þegar hann kom fyrst fyrir augu þjóðarinnar sem leikari í Áramótaskaupi Sjónvarpsins árið 1994. Hans fyrsta hlutverk í því skaupi var að leika fréttamann í eftirminnilegu atriði þar sem Edda Björgvins lék óheiðarlega sendiráðsfrú með króníska kleptómaníu á háu stigi. Hann var þar með búinn að stimpla sig inn í sínum fyrsta leik fyrir landslið íslenskra gamanleikara. Stefán Karl endurtók leikinn fimm árum seinna þegar hann átti stórleik í skaupinu 1999 og svo aftur 2001 og 2002. Þrátt fyrir að hann ætti eftir að leika ýmis hlutverk mundi gamanleikurinn alltaf loða við Stefán en hann „festist“ kannski aldrei í gríninu eins og sumir tala um. Þvert á móti má segja að hann hafi blómstraði á því (leik)sviði og var fljótur að geta sér gott orð í íslenska leiklistarheiminum. En það er ekki öllum íslenskum leikurum gefið að slá í gegn í hinum stóra heimi. Raunar er leiklist form sem virðist oft erfitt að færa á milli landa og tungumála og það var sérstaklega erfitt fyrir Stefán þar sem hann hafði ekki mikla undirstöðu í ensku þegar stóra tækifærið knúði dyra. Hann var staðráðinn í að nýta tækifærið og stórbætti enskukunnáttu sína með hörðum lærdóm.Ísland í dag gerði nærmynd af Stefáni Karli árið 2009 sem má sjá hér að neðan.Ógleymanlegur í hlutverki Glanna glæps Eins og allir vita lék Stefán Karl hinn eftirminnilega Glanna glæp í leikriti sem byggði á bók Magnúsar Scheving, Latabæ. Í dag muna kannski fæstir að persóna Glanna var ekki til staðar í fyrsta leikritinu. Það var ekki fyrr en árið 1999, í framhaldsleikritinu „Glanni glæpur í Latabæ“, sem Stefán Karl var kynntur til leiks sem annar hluti þess tvíeykis sem átti eftir að mynda kjarnann í sjónvarpsþáttunum um Latabæ. Þættirnir hófu göngu sína árið 2004 á bandarísku sjónvarpsstöðinni Nickelodeon sem er aðgengileg á rúmlega 90 milljón heimilum vestanhafs. Stefán Karl og eiginkona hans, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, fluttu til í kjölfarið til Kaliforníu ásamt fjórum börnum sínum. Margir foreldrar tóku ástfóstri við boðskap þáttanna um heilbrigt matarræði og „Lazytown“ (eins og þættirnir um Latabæ kölluðust á ensku) voru um tíma langvinsælasta sjónvarpsefni fyrir börn undir 11 ára aldri í Bandaríkjunum. Sex milljón lítil augu sátu límd við skjáinn í hverri viku og túlkun Stefáns Karls á Glanna glæp er enn vel þekktur hluti af dægurmenningu þeirra sem ólust upp eða áttu börn á þessum tíma. Gagnrýnendur mærðu Stefán meðal annars fyrir að halda flæði þáttanna gangandi með trúðslátum sínum þegar handritið þurfti á því að halda.Fjölskyldunni hefur borist hlýjar kveðjur frá öllum heimshornum.vísir/valgarðurStuðningur frá öllum heimshornum Það brustu því ótal hjörtu um allan heim, lítil sem smá, þegar fregnir bárust af því að Stefán Karl væri alvarlega veikur. Honum bárust hlýjar kveðjur frá öllum heimshornum og alþjóðlegri söfnun var hrundið af stað til að styrkja hann og fjölskyldu hans á þessum erfiðu tímum. Sjálfur tók Stefán Karl fréttunum af eftirtektarverðu æðruleysi sem veitti mörgum innblástur fram á hans síðasta dag og út fyrir gröfina. Sem fyrr var húmorinn aldrei langt undan í lífi hans og Stefán Karl hélt meðal annars uppistandssýningu um veikindi sín undir nafninu „Stefán Karl grefur sína eigin gröf.“ Þá hætti hann aldrei að fylgja eftir hugsjónum sínum og hugðarefnum. Þegar Stefán Karl lá á líknardeild Landspítalans á dögunum og var að kveðja sína nánustu bárust honum fregnir af erfiðri lífsbaráttu sex ára drengs með vöðvarýrnunarsjúkdóm sem erfitt er að fá lyf við. Það stóð ekki á viðbrögðunum. Stefán Karl var strax kominn á netið og byrjaður að sanka að sér upplýsingum um sjúkdóminn og lyf við honum, hver kostnaðurinn er og margt fleira.Stefán Karl var meðal fjórtán Íslendinga sem forseti Íslands heiðraði með heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu í júní síðastliðnumGunnar Geir VigfússonVonin er sterkasta vopnið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, ekkja Stefáns, segir að engin jarðarför verði haldin, þess í stað verður jarðneskum leifum dreift í kyrrþey á úthafi fjær. Steinunn og fjölskylda vill koma á framfæri þökkum fyrir auðsýndan stuðning og hlýhug. Fjölskyldan sendir hinum fjölmörgu vinum og aðdáendum Stefáns Karls sínar innilegustu samúðarkveðjur. Stefán Karl skrifaði langan pistil á dánarbeði sínu þar sem hann skoraði á íslenskt samfélag að leiðrétta það ranglæti sem lætur börn þjást vegna peningaafla. Sem fyrr var hann ekki að einblína á sjálfan sig eða óttann heldur styrkinn sem felst í voninni og kærleikanum. Styrk sem hann vildi að aðrir héldu áfram að njóta þó að hann væri kominn á annan stað. Leyfum Stefáni Karli sjálfum að eiga lokaorðin, sem hann skrifaði til lítils drengs sem átti hug hans síðustu dagana: „Sterkasta vopn okkar, sem berjumst fyrir lífi okkar sem langveikir einstaklingar, er vonin. Hana má aldrei taka frá okkur… Ég stend með þér 100% alla leið. Þú ert hetja og láttu engan taka frá þér vonina því hún er sterkari en stál og beittari en sverð. Hún er kaldari og heitari en allt kalt og heitt. Og hún er betri á bragðið en ísinn sem þú heldur á.“ Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Stefán Karl þegar Latibær sneri aftur á fjalirnar í Þjóðleikhúsinu árið 2014. Menning Tengdar fréttir Bönkuðu óvænt upp á hjá Stefáni Karli og gáfu honum glæsilegt hjól Hjóli leikarans var stolið á dögunum en hann hafði ætlað að skapa minniningar með börnum sínum í reiðhjólatúrum í sumar. 7. júlí 2017 11:39 Stefán Karl stígur á leiksvið á ný: „Ég er með sviðsræpu og verð að komast á svið“ Stefán Karl og Hilmir Snær æfa nú Með fulla vasa af grjóti. Fyrsta sýning í lok mánaðarins. 8. ágúst 2017 13:07 Ákváðu að tala opinskátt um veikindin eftir sögusagnir um andlát Stefán Karl Stefánsson segist hafa fundið fyrir ómetanlegum stuðningi í gegnum veikindin. 25. apríl 2017 11:01 Stefán Karl leikur Trölla eftir áramót á Broadway "Við eigum enn eftir að ganga frá nokkrum lausum endum en ef þetta gengur allt saman upp þá verð ég Trölli á Broadway á næsta ári,“ upplýsir Stefán Karl Stefánsson en hann er nú kominn með annan fótinn á stóra sviðið í New York. Um er að ræða söngleik sem byggður er á bókinni Þegar Trölli stal jólunum eftir Dr. Seuss. 4. október 2007 09:30 Glanni glæpur með græna fingur Leikarinn Stefán Karl Stefánsson er á leið í nám við Landbúnaðarháskóla Íslands í ylrækt. Gerir ráð fyrir að leiklistin muni víkja hægt og rólega fyrir ylræktinni. 30. júní 2015 09:00 Stefán Karl tekur við af Christopher Lloyd Stefán Karl Stefánsson mun leika Trölla í söngleiknum um hvernig þessi höfuðpersóna Dr. Seuss stal jólunum í söngleik sem settur verður upp í Los Angeles. 28. október 2009 10:41 Stefán Karl tryllti Boston-aðdáendur ,,Þetta var ótrúlega skemmtilegt, ég fékk að hitta bæði liðin og spjallaði aðeins við fyrirliðann Paul Pierce,“ segir Stefán Karl Stefánsson leikari. 17. desember 2008 04:15 Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Fleiri fréttir Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Sjá meira
Stefán Karl Stefánsson, leikari, er látinn 43 ára að aldri eftir tveggja ára baráttu við illvígt gallgangakrabbamein. Stefán lætur eftir sig eiginkonu og fjögur börn.Hóf leiklistarferilinn 13 ára Stefán Karl Stefánsson var sennilega sá íslenski leikari sem flestir jarðarbúar þekktu í sjón og gera raunar enn. Milljónir manna um allan heim ólust upp við að hrópa hástöfum á hann í gegn um sjónvarpsskjáinn, svona rétt til að láta hann vita að það sæist í gegn um nýjasta dulargervi Glanna Glæps. Heimsbyggðin þekkti hann sem Robbie Rotten en Stefán Karl hóf leiklistarferil sinn með leikfélagi Hafnarfjarðar þegar hann var aðeins 13 ára. Hann var innfæddur Gaflari, árgerð 1975, en hafði mikið yndi af því að sækja heim frændfólk sitt á Seyðisfirði þegar tækifæri gafst. Þá þótti honum fátt skemmtilegra en að rúnta upp í Hvalfjörð með pabba sínum sem vann í Hvalstöðinni. Þess á milli fór hann niður að bryggju og horfði á trillukarlana vinna sín störf. Viðurnefnið Stebbi bryggjurotta festist þó ekki lengi við hann til allrar hamingju. Sem barn bjó Stefán Karl nálægt kirkjugarðinum í Hafnarfirði og viðurkenndi síðar að hann hefði verið ofboðslega myrkfælinn og hræddur við vofur og drauga. Stundum sagði hann frá því hvernig hann laumaðist út í garð á nóttunni á þessum tíma og kastaði steinvölum í gamla ruslatunnu úr járni. Þegar hávaðinn ómaði til baka úr myrkrinu fylltist hann skelfingu í fyrstu og flúði í ofboði. Eftir endurtekin köst og margar nætur fann hann þó loks kjarkinn safnast saman í brjósti sér. Stefán Karl lýsti því sjálfur sem svo að hann hefði hrætt úr sér myrkfælnina.Stefán Karl var ötull baráttumaður gegn einelti.Ötull baráttumaður gegn einelti Kjarkur Stefáns Karls til að standa í lappirnar og takast á við vandamálin, frekar en að láta óttann lama sig, átti eftir að gagnast honum sjálfum og ótal öðrum þegar fram liðu stundir. Hann tókst á við einelti sem barn, sem hann greindi fyrst frá í viðtali árið 2001. Bara með því að opna umræðuna um málefnið, sem þá var feimnismál og lítið rætt, steig Stefán Karl fyrsta skrefið í átt að vitundarvakningu um einelti á Íslandi. Hann átti síðar eftir að stofna samtökin Regnbogabörn til að berjast gegn einelti og aðstoð fórnarlömb þess. Hann gaf af reynslu sinni með fyrirlestrum og kynningum og var oft kallaður til og beðinn um aðstoð af foreldrum og skólayfirvöldum. Stundum var Stefán Karl ekki kallaður til fyrr mál voru komin í óefni og hann þurfti að sitjast niður og ræða við börn sem voru í bráðri sjálfsvígshættu og höfðu engin önnur úrræði. Öllum var þó ljóst að þessi annars erfiðu augnablik gáfu honum eitthvað mikið, kannski tækifæri til að vera til staðar fyrir einhvern þegar hann þekkti sjálfur alltof vel þá tilfinningu að vera einangrað og hrætt fórnarlamb. Að vera barn.Stefán lætur eftir sig eiginkonu og fjögur börn.Vísir/valgarður GíslasonHinn íslenski Jim Carrey Það varð snemma ljóst að leiklistin átti hug Stefáns allan. Hann var hins vegar ekki sáttur við þær troðnu slóðir og brautir sem flestum leiklistarnemum var beint inn á. Í viðtali mörgum árum seinna sagðist hann hafa viljað prófa sig áfram með afbrygði af „commedia dell‘arte“ og húmor sem byggði á líkamstjáningu. Það var ekki tilviljun að hann var seinna kallaður hinn íslenski Jim Carrey, gúmmífés norðursins. Þeir áttu báðir eftir að leika persónu Trölla sem stal jólunum í sígildri sögu; Carrey á hvíta tjaldinu en Stefán Karl í Broadway sviðsetningunni sem fór síðan sigurför um Bandaríkin. Stefán Karl sagði að leiklistarkennarinn sinn hefði sagt að grettur og geiflur væru ekki hluti af listforminu. Því var hann svo sannarlega ósammála. Stefán Karl var aðeins 19 ára þegar hann kom fyrst fyrir augu þjóðarinnar sem leikari í Áramótaskaupi Sjónvarpsins árið 1994. Hans fyrsta hlutverk í því skaupi var að leika fréttamann í eftirminnilegu atriði þar sem Edda Björgvins lék óheiðarlega sendiráðsfrú með króníska kleptómaníu á háu stigi. Hann var þar með búinn að stimpla sig inn í sínum fyrsta leik fyrir landslið íslenskra gamanleikara. Stefán Karl endurtók leikinn fimm árum seinna þegar hann átti stórleik í skaupinu 1999 og svo aftur 2001 og 2002. Þrátt fyrir að hann ætti eftir að leika ýmis hlutverk mundi gamanleikurinn alltaf loða við Stefán en hann „festist“ kannski aldrei í gríninu eins og sumir tala um. Þvert á móti má segja að hann hafi blómstraði á því (leik)sviði og var fljótur að geta sér gott orð í íslenska leiklistarheiminum. En það er ekki öllum íslenskum leikurum gefið að slá í gegn í hinum stóra heimi. Raunar er leiklist form sem virðist oft erfitt að færa á milli landa og tungumála og það var sérstaklega erfitt fyrir Stefán þar sem hann hafði ekki mikla undirstöðu í ensku þegar stóra tækifærið knúði dyra. Hann var staðráðinn í að nýta tækifærið og stórbætti enskukunnáttu sína með hörðum lærdóm.Ísland í dag gerði nærmynd af Stefáni Karli árið 2009 sem má sjá hér að neðan.Ógleymanlegur í hlutverki Glanna glæps Eins og allir vita lék Stefán Karl hinn eftirminnilega Glanna glæp í leikriti sem byggði á bók Magnúsar Scheving, Latabæ. Í dag muna kannski fæstir að persóna Glanna var ekki til staðar í fyrsta leikritinu. Það var ekki fyrr en árið 1999, í framhaldsleikritinu „Glanni glæpur í Latabæ“, sem Stefán Karl var kynntur til leiks sem annar hluti þess tvíeykis sem átti eftir að mynda kjarnann í sjónvarpsþáttunum um Latabæ. Þættirnir hófu göngu sína árið 2004 á bandarísku sjónvarpsstöðinni Nickelodeon sem er aðgengileg á rúmlega 90 milljón heimilum vestanhafs. Stefán Karl og eiginkona hans, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, fluttu til í kjölfarið til Kaliforníu ásamt fjórum börnum sínum. Margir foreldrar tóku ástfóstri við boðskap þáttanna um heilbrigt matarræði og „Lazytown“ (eins og þættirnir um Latabæ kölluðust á ensku) voru um tíma langvinsælasta sjónvarpsefni fyrir börn undir 11 ára aldri í Bandaríkjunum. Sex milljón lítil augu sátu límd við skjáinn í hverri viku og túlkun Stefáns Karls á Glanna glæp er enn vel þekktur hluti af dægurmenningu þeirra sem ólust upp eða áttu börn á þessum tíma. Gagnrýnendur mærðu Stefán meðal annars fyrir að halda flæði þáttanna gangandi með trúðslátum sínum þegar handritið þurfti á því að halda.Fjölskyldunni hefur borist hlýjar kveðjur frá öllum heimshornum.vísir/valgarðurStuðningur frá öllum heimshornum Það brustu því ótal hjörtu um allan heim, lítil sem smá, þegar fregnir bárust af því að Stefán Karl væri alvarlega veikur. Honum bárust hlýjar kveðjur frá öllum heimshornum og alþjóðlegri söfnun var hrundið af stað til að styrkja hann og fjölskyldu hans á þessum erfiðu tímum. Sjálfur tók Stefán Karl fréttunum af eftirtektarverðu æðruleysi sem veitti mörgum innblástur fram á hans síðasta dag og út fyrir gröfina. Sem fyrr var húmorinn aldrei langt undan í lífi hans og Stefán Karl hélt meðal annars uppistandssýningu um veikindi sín undir nafninu „Stefán Karl grefur sína eigin gröf.“ Þá hætti hann aldrei að fylgja eftir hugsjónum sínum og hugðarefnum. Þegar Stefán Karl lá á líknardeild Landspítalans á dögunum og var að kveðja sína nánustu bárust honum fregnir af erfiðri lífsbaráttu sex ára drengs með vöðvarýrnunarsjúkdóm sem erfitt er að fá lyf við. Það stóð ekki á viðbrögðunum. Stefán Karl var strax kominn á netið og byrjaður að sanka að sér upplýsingum um sjúkdóminn og lyf við honum, hver kostnaðurinn er og margt fleira.Stefán Karl var meðal fjórtán Íslendinga sem forseti Íslands heiðraði með heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu í júní síðastliðnumGunnar Geir VigfússonVonin er sterkasta vopnið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, ekkja Stefáns, segir að engin jarðarför verði haldin, þess í stað verður jarðneskum leifum dreift í kyrrþey á úthafi fjær. Steinunn og fjölskylda vill koma á framfæri þökkum fyrir auðsýndan stuðning og hlýhug. Fjölskyldan sendir hinum fjölmörgu vinum og aðdáendum Stefáns Karls sínar innilegustu samúðarkveðjur. Stefán Karl skrifaði langan pistil á dánarbeði sínu þar sem hann skoraði á íslenskt samfélag að leiðrétta það ranglæti sem lætur börn þjást vegna peningaafla. Sem fyrr var hann ekki að einblína á sjálfan sig eða óttann heldur styrkinn sem felst í voninni og kærleikanum. Styrk sem hann vildi að aðrir héldu áfram að njóta þó að hann væri kominn á annan stað. Leyfum Stefáni Karli sjálfum að eiga lokaorðin, sem hann skrifaði til lítils drengs sem átti hug hans síðustu dagana: „Sterkasta vopn okkar, sem berjumst fyrir lífi okkar sem langveikir einstaklingar, er vonin. Hana má aldrei taka frá okkur… Ég stend með þér 100% alla leið. Þú ert hetja og láttu engan taka frá þér vonina því hún er sterkari en stál og beittari en sverð. Hún er kaldari og heitari en allt kalt og heitt. Og hún er betri á bragðið en ísinn sem þú heldur á.“ Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Stefán Karl þegar Latibær sneri aftur á fjalirnar í Þjóðleikhúsinu árið 2014.
Menning Tengdar fréttir Bönkuðu óvænt upp á hjá Stefáni Karli og gáfu honum glæsilegt hjól Hjóli leikarans var stolið á dögunum en hann hafði ætlað að skapa minniningar með börnum sínum í reiðhjólatúrum í sumar. 7. júlí 2017 11:39 Stefán Karl stígur á leiksvið á ný: „Ég er með sviðsræpu og verð að komast á svið“ Stefán Karl og Hilmir Snær æfa nú Með fulla vasa af grjóti. Fyrsta sýning í lok mánaðarins. 8. ágúst 2017 13:07 Ákváðu að tala opinskátt um veikindin eftir sögusagnir um andlát Stefán Karl Stefánsson segist hafa fundið fyrir ómetanlegum stuðningi í gegnum veikindin. 25. apríl 2017 11:01 Stefán Karl leikur Trölla eftir áramót á Broadway "Við eigum enn eftir að ganga frá nokkrum lausum endum en ef þetta gengur allt saman upp þá verð ég Trölli á Broadway á næsta ári,“ upplýsir Stefán Karl Stefánsson en hann er nú kominn með annan fótinn á stóra sviðið í New York. Um er að ræða söngleik sem byggður er á bókinni Þegar Trölli stal jólunum eftir Dr. Seuss. 4. október 2007 09:30 Glanni glæpur með græna fingur Leikarinn Stefán Karl Stefánsson er á leið í nám við Landbúnaðarháskóla Íslands í ylrækt. Gerir ráð fyrir að leiklistin muni víkja hægt og rólega fyrir ylræktinni. 30. júní 2015 09:00 Stefán Karl tekur við af Christopher Lloyd Stefán Karl Stefánsson mun leika Trölla í söngleiknum um hvernig þessi höfuðpersóna Dr. Seuss stal jólunum í söngleik sem settur verður upp í Los Angeles. 28. október 2009 10:41 Stefán Karl tryllti Boston-aðdáendur ,,Þetta var ótrúlega skemmtilegt, ég fékk að hitta bæði liðin og spjallaði aðeins við fyrirliðann Paul Pierce,“ segir Stefán Karl Stefánsson leikari. 17. desember 2008 04:15 Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Fleiri fréttir Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Sjá meira
Bönkuðu óvænt upp á hjá Stefáni Karli og gáfu honum glæsilegt hjól Hjóli leikarans var stolið á dögunum en hann hafði ætlað að skapa minniningar með börnum sínum í reiðhjólatúrum í sumar. 7. júlí 2017 11:39
Stefán Karl stígur á leiksvið á ný: „Ég er með sviðsræpu og verð að komast á svið“ Stefán Karl og Hilmir Snær æfa nú Með fulla vasa af grjóti. Fyrsta sýning í lok mánaðarins. 8. ágúst 2017 13:07
Ákváðu að tala opinskátt um veikindin eftir sögusagnir um andlát Stefán Karl Stefánsson segist hafa fundið fyrir ómetanlegum stuðningi í gegnum veikindin. 25. apríl 2017 11:01
Stefán Karl leikur Trölla eftir áramót á Broadway "Við eigum enn eftir að ganga frá nokkrum lausum endum en ef þetta gengur allt saman upp þá verð ég Trölli á Broadway á næsta ári,“ upplýsir Stefán Karl Stefánsson en hann er nú kominn með annan fótinn á stóra sviðið í New York. Um er að ræða söngleik sem byggður er á bókinni Þegar Trölli stal jólunum eftir Dr. Seuss. 4. október 2007 09:30
Glanni glæpur með græna fingur Leikarinn Stefán Karl Stefánsson er á leið í nám við Landbúnaðarháskóla Íslands í ylrækt. Gerir ráð fyrir að leiklistin muni víkja hægt og rólega fyrir ylræktinni. 30. júní 2015 09:00
Stefán Karl tekur við af Christopher Lloyd Stefán Karl Stefánsson mun leika Trölla í söngleiknum um hvernig þessi höfuðpersóna Dr. Seuss stal jólunum í söngleik sem settur verður upp í Los Angeles. 28. október 2009 10:41
Stefán Karl tryllti Boston-aðdáendur ,,Þetta var ótrúlega skemmtilegt, ég fékk að hitta bæði liðin og spjallaði aðeins við fyrirliðann Paul Pierce,“ segir Stefán Karl Stefánsson leikari. 17. desember 2008 04:15