Gærdagurinn var vægast sagt ekki góður fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Fyrrverandi kosningastjóri hans var dæmdur í Rússarannsókninni svokölluðu, einkalögmaður hans til margra ára játaði ýmis brot og bendlaði forsetann við kosningaglæpi og þar að auki var einn af fyrstu stuðningsmönnum hans á þingi ákærður fyrir fjársvik. Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, styrkti stöðu sína verulega gagnvart Trump og umræða um vantraust á forsetanum er farin að líta dagsins ljós.Svik á svik ofan Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, var í gær sakfelldur fyrir skattsvik, bankasvik og fyrir að hafa ekki tilkynnt um bankareikninga sem hann átti erlendis. Kviðdómendur voru ekki sammála um tíu af átján ákærum og mögulega verður réttað yfir Manafort aftur varðandi þær. Þær snúa sömuleiðis að fjársvikum. Nánari upplýsingar um ákærurnar gegna Manafort má finna hér. Hann gæti átt von á allt að tíu ára fangelsisdómi.Innan við klukkustund síðar gerði Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmaður Trump til margra ára, samkomulag við saksóknara og játaði ýmsa glæpi. Hann játaði skattsvik og brot á kosningalögum. Hann viðurkenndi að hafa greitt tveimur konum, Stormy Daniels og Karen McDougal, samtals 280 þúsund dali til að þagga niður í þeim vegna frásagna þeirra um meint kynferðislegt samband þeirra við Trump. Cohen sagðist hafa gert það að skipan Trump og með hans vitneskju. Cohen greiddi konunum úr eigin vasa. Hann fékk peningana hins vegar greidda til baka frá fyrirtæki Trump, eftir að Trump tók við embætti forseta. Cohen sendi reikninga á fyrirtækið fyrir lögfræðivinnu sem átti sér aldrei stað. Hann fékk þó meira greitt til baka en hann sóttist eftir. Cohen greiddi konunum samanlagt 280 þúsund dali. Hann fékk hins vegar 420 þúsund til baka.Cohen sagði fyrir dómi í gær að tilgangurinn hefði verið að hafa áhrif á kosningarnar. Cohen á yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsisdóm.Talaði um allt nema Manafort og Cohen Trump varði rúmri klukkustund á sviði kosningafundar í Virginíu í gær. Þar fór hann um víðan völl, eins og honum einum er lagið. Hann talaði um að kol væru frábær, Demókratar væru hræðilegir, bandamenn Bandaríkjanna í Atlantshafsbandalaginu væru í „vanskilum“og hefðu notað Bandaríkin um áraraðir. Hann ræddi um hvernig elda ætti kjúkling, hvað bílar væru dýrir, Elton John, hve auðvelt væri að skemma vindmyllur, skort á bandarískum bílum í Berlín og margt, margt annað. Hann nefndi hins vegar Paul Manafort og Michael Cohen ekki á nafn, né ræddi forsetinn þá á nokkurn hátt.Trump ræddi þó við blaðamenn áður en hann fór til Vestur-Virginíu og þar reyndi hann að gera lítið úr tengslum sínum við Manafort og hundsaði Cohen alfarið. „Ég verð að segja ykkur að Paul Manafort er góður maður. Þetta kemur mér ekkert við, en mér finnst samt, þið vitið, það er mjög sorglegt hvað gerðist. Þetta hefur ekkert að gera með meint samstarf með Rússum. Þetta eru nornaveiðar og mun enda með skömm,“ sagði Trump.Nornir gómaðarÞrátt fyrir að rannsókn Mueller hafi staðið yfir í fimmtán mánuði er vert að benda á að Watergate-rannsóknin stóð yfir í rúm tvö ár. Þá var forseta Bandaríkjanna bolað úr embætti og tugir manna dæmdir í fangelsi. Íran-Contra-rannsóknin stóð yfir í sjö ár og sömuleiðis Whitewater-rannsóknin sem leiddi til þess að vantrauststillaga var lögð fram gegn Bill Clinton. Rússarannsóknin hefur leitt til þess að Manafort hefur verið dæmdur og Cohen hefur játað glæpi og jafnvel bendlað forsetann við glæpi. Það hafa þeir Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, og George Papadopoulos, ráðgjafi framboðs Trump, auk annarra gert sömuleiðis. Báðir lugu að rannsakendum alríkislögreglunnar FBI um samskipti þeirra við rússneska embættismenn. Mueller hefur auk þess ákært fjölmarga Rússa fyrir tölvuárásir, gegn Demókrataflokknum, og aðra glæpi tengda forsetakosningunum 2016. Margir aðrir eru til rannsóknar og þar á meðal er Donald Trump yngri, fyrir fund hans með útsendurum Rússlands í Trump-turninum í New York.Sjá einnig: „Ég elska það“: Trump yngri birtir tölvupóstana Eins og það er orðað í leiðara New York Times í dag er merkilegt hve margar nornir Mueller virðist hafa gómað.Til í að starfa með Mueller Lögmaður Michael Cohen hefur gefið í skyn að Cohen sé tilbúinn til að veita rannsakendum Mueller samvinnu sína og sömuleiðis að hann búi yfir upplýsingum sem bendli Trump sjálfan við samsæri um tölvuárásir gegn Demókrötum í aðdraganda forsetakosninganna. Hann sagði að Cohen vissi hvort Trump hefði vitað af tölvuárásunum fyrirfram og að hann hefði mögulega hvatt til þeirra.Starfsmenn Hvíta hússins höfðu búið sig undir dóm yfir Manafort í gær. Svör þeirra höfðu verið ákveðin fyrirfram. Þau voru á þá leið að dómurinn kæmi Rússlandi og forsetanum sjálfum ekkert við. Þeir virðast hins vegar ekki hafa verið tilbúnir fyrir játningu Cohen. Sarah Huckabee Sanders, talskona Hvíta hússins, vildi ekki tjá sig í fyrstu og vísaði öllum spurningum um málið til Rudy Giuliani, lögmanns Trump. Giuliani gerði lítið úr heillindum Cohen, eins og hann hefur gert undanfarna mánuði. Áður en Cohen gaf í skyn að hann væri tilbúinn að starfa með rannsakendum var hann hins vegar „toppmaður“ og tryggur lögfræðingur. Fyrrverandi starfsmaður Trump, Michael Caputo, sagði í samtali við Politico að Cohen gæti valdið Trump verulegum skaða. Aðrir óttast að Trump gæti gripið til vanhugsaðra aðgerða sem gætu gert ástandið verra fyrir hann.Vilja tryggja meirihluta og verja forsetann Repúblikanar virðast hins vegar ekki tilbúnir til að gefast upp á Trump. Flestir þingmenn flokksins tjáðu sig lítið sem ekkert um málið. Þeir flokksmenn sem tjáðu sig vöktu þó athygli á því hve nauðsynlegt það væri flokknum að halda meirihluta sínum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í kosningunum í nóvember. Ef Demókratar næðu meirihluta yrði lögð fram vantrauststillaga gegn Trump. Bandamenn forsetans hafa að undanförnu talið að Trump væri að vinna stríðið um almenningsálitið gagnvart Rússarannsókninni. Gærdagurinn gæti þó hafa hleypt nýju lífi í rannsóknina og dregið úr þrýstingi um að binda enda á hana. Það er því ekkert útlit fyrir að „nornaveiðunum“ verði hætt á næstunni, nema Trump reyni sjálfur að reka Mueller og binda enda á hana. Hvað gerist þá, veit enginn. Það myndi velta á meirihluta þingsins, sem er í höndum Repúblikana. Þeir hafa ekki gefið í skyn að þeir myndu standa í hárinu á Trump. Þvert á móti. Demókratar hafa þó hugsað út í hvað þeir gætu gert. Þeir hafa þegar skipulagt aðgerðir á þinginu og jafnvel mótmæli ef ske kynni að Trump myndi reka Mueller, reka Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna, eða náða lykilvitni rannsóknarinnar. NBC segir þá hafa lagt grunninn að hátt í þúsund mótmælum um gervöll Bandaríkin. Þá gætu þingmenn komið í veg fyrir að skjölum rannsakenda Mueller yrði eytt. Bandaríkin Bandarísku þingkosningarnar Donald Trump Fréttaskýringar Rússarannsóknin Tengdar fréttir Michael Cohen bendlar Trump við fjármálamisferli Í dómsal svaraði hann fyrir ákæruatriðin og samdi um lyktir málsins en Cohen segist hafa farið að fyrirskipunum umbjóðanda síns sem þá hafi verið frambjóðandi til forseta Bandaríkjanna. 21. ágúst 2018 21:30 Trump segist geta tekið yfir Rússarannsóknina Hann sagði einu ástæðuna fyrir því að rannsókn sérstaka saksóknarans Robert Mueller stæði enn yfir vera þá að hann hefði ekki ákveðið enn að binda enda á hana. 21. ágúst 2018 11:03 Microsoft segist hafa stöðvað rússneska tölvuþrjóta Þeir eru sagðir hafa reynt að komast yfir notendaupplýsingar íhaldssamra samtaka og hugveitna í Bandaríkjunum. 21. ágúst 2018 10:48 Manafort fundinn sekur um átta ákæruliði Paul Manafort, fyrrum kosningastjóri Donald Trump, hefur verið fundinn sekur um átta ákæruliði af þeim átján sem hann var ákærður fyrir. 21. ágúst 2018 21:20 Notaði kosningasjóði sem eigin sparibauka Þingmaðurinn Duncan Hunter, einn af fyrstu stuðningsmönnum Trump á þingi, var ákærður ásamt eiginkonu sinni í Kaliforníu í gær. Hann segir að um samsæri sé að ræða. 22. ágúst 2018 10:25 Cohen játar sök Michael Cohen, sem um langt skeið var lögfræðingur Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, hefur játað að vera sekur um umfangsmikil fjár-og skattsvik. 21. ágúst 2018 20:01 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent
Gærdagurinn var vægast sagt ekki góður fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Fyrrverandi kosningastjóri hans var dæmdur í Rússarannsókninni svokölluðu, einkalögmaður hans til margra ára játaði ýmis brot og bendlaði forsetann við kosningaglæpi og þar að auki var einn af fyrstu stuðningsmönnum hans á þingi ákærður fyrir fjársvik. Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, styrkti stöðu sína verulega gagnvart Trump og umræða um vantraust á forsetanum er farin að líta dagsins ljós.Svik á svik ofan Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, var í gær sakfelldur fyrir skattsvik, bankasvik og fyrir að hafa ekki tilkynnt um bankareikninga sem hann átti erlendis. Kviðdómendur voru ekki sammála um tíu af átján ákærum og mögulega verður réttað yfir Manafort aftur varðandi þær. Þær snúa sömuleiðis að fjársvikum. Nánari upplýsingar um ákærurnar gegna Manafort má finna hér. Hann gæti átt von á allt að tíu ára fangelsisdómi.Innan við klukkustund síðar gerði Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmaður Trump til margra ára, samkomulag við saksóknara og játaði ýmsa glæpi. Hann játaði skattsvik og brot á kosningalögum. Hann viðurkenndi að hafa greitt tveimur konum, Stormy Daniels og Karen McDougal, samtals 280 þúsund dali til að þagga niður í þeim vegna frásagna þeirra um meint kynferðislegt samband þeirra við Trump. Cohen sagðist hafa gert það að skipan Trump og með hans vitneskju. Cohen greiddi konunum úr eigin vasa. Hann fékk peningana hins vegar greidda til baka frá fyrirtæki Trump, eftir að Trump tók við embætti forseta. Cohen sendi reikninga á fyrirtækið fyrir lögfræðivinnu sem átti sér aldrei stað. Hann fékk þó meira greitt til baka en hann sóttist eftir. Cohen greiddi konunum samanlagt 280 þúsund dali. Hann fékk hins vegar 420 þúsund til baka.Cohen sagði fyrir dómi í gær að tilgangurinn hefði verið að hafa áhrif á kosningarnar. Cohen á yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsisdóm.Talaði um allt nema Manafort og Cohen Trump varði rúmri klukkustund á sviði kosningafundar í Virginíu í gær. Þar fór hann um víðan völl, eins og honum einum er lagið. Hann talaði um að kol væru frábær, Demókratar væru hræðilegir, bandamenn Bandaríkjanna í Atlantshafsbandalaginu væru í „vanskilum“og hefðu notað Bandaríkin um áraraðir. Hann ræddi um hvernig elda ætti kjúkling, hvað bílar væru dýrir, Elton John, hve auðvelt væri að skemma vindmyllur, skort á bandarískum bílum í Berlín og margt, margt annað. Hann nefndi hins vegar Paul Manafort og Michael Cohen ekki á nafn, né ræddi forsetinn þá á nokkurn hátt.Trump ræddi þó við blaðamenn áður en hann fór til Vestur-Virginíu og þar reyndi hann að gera lítið úr tengslum sínum við Manafort og hundsaði Cohen alfarið. „Ég verð að segja ykkur að Paul Manafort er góður maður. Þetta kemur mér ekkert við, en mér finnst samt, þið vitið, það er mjög sorglegt hvað gerðist. Þetta hefur ekkert að gera með meint samstarf með Rússum. Þetta eru nornaveiðar og mun enda með skömm,“ sagði Trump.Nornir gómaðarÞrátt fyrir að rannsókn Mueller hafi staðið yfir í fimmtán mánuði er vert að benda á að Watergate-rannsóknin stóð yfir í rúm tvö ár. Þá var forseta Bandaríkjanna bolað úr embætti og tugir manna dæmdir í fangelsi. Íran-Contra-rannsóknin stóð yfir í sjö ár og sömuleiðis Whitewater-rannsóknin sem leiddi til þess að vantrauststillaga var lögð fram gegn Bill Clinton. Rússarannsóknin hefur leitt til þess að Manafort hefur verið dæmdur og Cohen hefur játað glæpi og jafnvel bendlað forsetann við glæpi. Það hafa þeir Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, og George Papadopoulos, ráðgjafi framboðs Trump, auk annarra gert sömuleiðis. Báðir lugu að rannsakendum alríkislögreglunnar FBI um samskipti þeirra við rússneska embættismenn. Mueller hefur auk þess ákært fjölmarga Rússa fyrir tölvuárásir, gegn Demókrataflokknum, og aðra glæpi tengda forsetakosningunum 2016. Margir aðrir eru til rannsóknar og þar á meðal er Donald Trump yngri, fyrir fund hans með útsendurum Rússlands í Trump-turninum í New York.Sjá einnig: „Ég elska það“: Trump yngri birtir tölvupóstana Eins og það er orðað í leiðara New York Times í dag er merkilegt hve margar nornir Mueller virðist hafa gómað.Til í að starfa með Mueller Lögmaður Michael Cohen hefur gefið í skyn að Cohen sé tilbúinn til að veita rannsakendum Mueller samvinnu sína og sömuleiðis að hann búi yfir upplýsingum sem bendli Trump sjálfan við samsæri um tölvuárásir gegn Demókrötum í aðdraganda forsetakosninganna. Hann sagði að Cohen vissi hvort Trump hefði vitað af tölvuárásunum fyrirfram og að hann hefði mögulega hvatt til þeirra.Starfsmenn Hvíta hússins höfðu búið sig undir dóm yfir Manafort í gær. Svör þeirra höfðu verið ákveðin fyrirfram. Þau voru á þá leið að dómurinn kæmi Rússlandi og forsetanum sjálfum ekkert við. Þeir virðast hins vegar ekki hafa verið tilbúnir fyrir játningu Cohen. Sarah Huckabee Sanders, talskona Hvíta hússins, vildi ekki tjá sig í fyrstu og vísaði öllum spurningum um málið til Rudy Giuliani, lögmanns Trump. Giuliani gerði lítið úr heillindum Cohen, eins og hann hefur gert undanfarna mánuði. Áður en Cohen gaf í skyn að hann væri tilbúinn að starfa með rannsakendum var hann hins vegar „toppmaður“ og tryggur lögfræðingur. Fyrrverandi starfsmaður Trump, Michael Caputo, sagði í samtali við Politico að Cohen gæti valdið Trump verulegum skaða. Aðrir óttast að Trump gæti gripið til vanhugsaðra aðgerða sem gætu gert ástandið verra fyrir hann.Vilja tryggja meirihluta og verja forsetann Repúblikanar virðast hins vegar ekki tilbúnir til að gefast upp á Trump. Flestir þingmenn flokksins tjáðu sig lítið sem ekkert um málið. Þeir flokksmenn sem tjáðu sig vöktu þó athygli á því hve nauðsynlegt það væri flokknum að halda meirihluta sínum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í kosningunum í nóvember. Ef Demókratar næðu meirihluta yrði lögð fram vantrauststillaga gegn Trump. Bandamenn forsetans hafa að undanförnu talið að Trump væri að vinna stríðið um almenningsálitið gagnvart Rússarannsókninni. Gærdagurinn gæti þó hafa hleypt nýju lífi í rannsóknina og dregið úr þrýstingi um að binda enda á hana. Það er því ekkert útlit fyrir að „nornaveiðunum“ verði hætt á næstunni, nema Trump reyni sjálfur að reka Mueller og binda enda á hana. Hvað gerist þá, veit enginn. Það myndi velta á meirihluta þingsins, sem er í höndum Repúblikana. Þeir hafa ekki gefið í skyn að þeir myndu standa í hárinu á Trump. Þvert á móti. Demókratar hafa þó hugsað út í hvað þeir gætu gert. Þeir hafa þegar skipulagt aðgerðir á þinginu og jafnvel mótmæli ef ske kynni að Trump myndi reka Mueller, reka Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna, eða náða lykilvitni rannsóknarinnar. NBC segir þá hafa lagt grunninn að hátt í þúsund mótmælum um gervöll Bandaríkin. Þá gætu þingmenn komið í veg fyrir að skjölum rannsakenda Mueller yrði eytt.
Michael Cohen bendlar Trump við fjármálamisferli Í dómsal svaraði hann fyrir ákæruatriðin og samdi um lyktir málsins en Cohen segist hafa farið að fyrirskipunum umbjóðanda síns sem þá hafi verið frambjóðandi til forseta Bandaríkjanna. 21. ágúst 2018 21:30
Trump segist geta tekið yfir Rússarannsóknina Hann sagði einu ástæðuna fyrir því að rannsókn sérstaka saksóknarans Robert Mueller stæði enn yfir vera þá að hann hefði ekki ákveðið enn að binda enda á hana. 21. ágúst 2018 11:03
Microsoft segist hafa stöðvað rússneska tölvuþrjóta Þeir eru sagðir hafa reynt að komast yfir notendaupplýsingar íhaldssamra samtaka og hugveitna í Bandaríkjunum. 21. ágúst 2018 10:48
Manafort fundinn sekur um átta ákæruliði Paul Manafort, fyrrum kosningastjóri Donald Trump, hefur verið fundinn sekur um átta ákæruliði af þeim átján sem hann var ákærður fyrir. 21. ágúst 2018 21:20
Notaði kosningasjóði sem eigin sparibauka Þingmaðurinn Duncan Hunter, einn af fyrstu stuðningsmönnum Trump á þingi, var ákærður ásamt eiginkonu sinni í Kaliforníu í gær. Hann segir að um samsæri sé að ræða. 22. ágúst 2018 10:25
Cohen játar sök Michael Cohen, sem um langt skeið var lögfræðingur Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, hefur játað að vera sekur um umfangsmikil fjár-og skattsvik. 21. ágúst 2018 20:01