Sema segir Margréti hafa hótað sér lífláti, svívirt sig og kýlt sig í öxlina Bergþór Másson skrifar 8. ágúst 2018 23:26 Sema Erla Serdar, stjórnmála- og evrópufræðingur, hefur oft orðið fyrir niðrandi ummælum á internetinu vegna baráttu hennar í innflytjendamálum. Vísir/eyþór Sema Erla Serdar, aktívisti, segir frá því á Facebook síðu sinni að Margrét Friðriksdóttir, frumkvöðlafræðingur og flokksmeðlimur í Flokki Fólksins, hafi setið um sig fyrir utan bar á Grensásvegi þar sem hún hótaði henni lífláti, svívirti hana og kýldi hana í öxlina. Sema segir að Margrét hafi ráðist að henni vegna þess hver hún sé og fyrir hvað hún stendur. Sema er stjórnmála- og Evrópufræðingur sem hefur látið málefni innflytjenda sig varða. Margrét hefur einnig látið mikið til sín taka í umræðum um innflytjendamál. Sema segist ekki þekkja Margréti og að síðustu samskipti þeirra hafa verið í útvarpi í ársbyrjun 2016. Atburðarrásin hófst þegar Sema mætti á bíl með litlu systur sinni og Margrét hóf að ausa yfir hana svívirðingum segir Sema í Facebook færslu sinni. „Hún reyndi ítrekað að komast framhjá vini sínum sem reyndi að halda aftur af henni á meðan hún öskraði og ögraði. Hún endurtók ítrekað að hún ætlaði að drepa mig og náði að komast í það mikið návígi við mig að hún náði að kýla mig í öxlina.“ Sema segir svívirðingarnar, morðhótanirnar og tilraunir Margrétar til þess að ráðast á sig hafa staðið yfir í nokkrar mínútur. Margrét segir í yfirlýsingu á Facebook hópnum Stjórnmálaspjallið að hún hafi verið beðin um að yfirgefa fyrrnefndan bar á Grensásvegi vegna þess að Sema var á leiðinni þangað. Þá segist hún hafa rekist á Semu fyrir utan staðinn og „í ölæði ýtt við henni þó ekki fast á leiðinni inn og kallaði hana illa innrætta manneskju sem væri að haga sér eins og norn.“ Sema segist í Facebook færslu sinni afskrifa þessa yfirlýsingu Margrétar sem „ósannindi og samsæriskenningar sem hún nennir ekki að eyða fleiri orðum í“. Sema segist eiga pantaðan tíma hjá lögreglu þar sem hún hyggst kæra árásina og morðhótanirnar. „Við erum komin á hættulegan stað sem samfélag þegar einstaklingar eru farnir að ráðast á og hóta öðrum einstaklingum lífláti vegna pólitískra skoðana þeirra. Það er óásættanlegt og það á aldrei að líðast. Aldrei. Hatrið mun aldrei sigra. Öfgarnar mega aldrei sigra.“ segir Sema í lokaorðum Facebook færslu sinnar.Lokað var fyrir athugasemdakerfið við þessa frétt vegna fjölda ósæmilegra athugasemda. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Innflytjendamál Tengdar fréttir Sema Erla birtir persónuárásir á Facebook Formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar segist ekki ætla að halda hlífiskyldi yfir þeim sem taki þátt í netníði. 3. janúar 2016 11:13 Segir Eurovision-keppnina í Ísrael hluta af kúgun Palestínumanna og landráni Sveinn Rúnar Hauksson fyrrum formaður félagsins Ísland-Palestína segir að sigur Ísraels í Eurovision í gærkvöld sé hluti af ímyndarherferð Ísraels og að keppnin sem verður haldin í Eurovision að ári liðnu sé hluti af atlögu gegn Palestínumönnum. 13. maí 2018 13:15 Sema Erla birtir fleiri hatursummæli Sema Erla Serdar segist hafa áhyggjur af rasismanum sem hún segir vera að festa sig í sessi í íslensku samfélagi. 20. mars 2016 23:43 Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Gera kröfu um að varaaflsstöðin verði áfram í Vík Sjá meira
Sema Erla Serdar, aktívisti, segir frá því á Facebook síðu sinni að Margrét Friðriksdóttir, frumkvöðlafræðingur og flokksmeðlimur í Flokki Fólksins, hafi setið um sig fyrir utan bar á Grensásvegi þar sem hún hótaði henni lífláti, svívirti hana og kýldi hana í öxlina. Sema segir að Margrét hafi ráðist að henni vegna þess hver hún sé og fyrir hvað hún stendur. Sema er stjórnmála- og Evrópufræðingur sem hefur látið málefni innflytjenda sig varða. Margrét hefur einnig látið mikið til sín taka í umræðum um innflytjendamál. Sema segist ekki þekkja Margréti og að síðustu samskipti þeirra hafa verið í útvarpi í ársbyrjun 2016. Atburðarrásin hófst þegar Sema mætti á bíl með litlu systur sinni og Margrét hóf að ausa yfir hana svívirðingum segir Sema í Facebook færslu sinni. „Hún reyndi ítrekað að komast framhjá vini sínum sem reyndi að halda aftur af henni á meðan hún öskraði og ögraði. Hún endurtók ítrekað að hún ætlaði að drepa mig og náði að komast í það mikið návígi við mig að hún náði að kýla mig í öxlina.“ Sema segir svívirðingarnar, morðhótanirnar og tilraunir Margrétar til þess að ráðast á sig hafa staðið yfir í nokkrar mínútur. Margrét segir í yfirlýsingu á Facebook hópnum Stjórnmálaspjallið að hún hafi verið beðin um að yfirgefa fyrrnefndan bar á Grensásvegi vegna þess að Sema var á leiðinni þangað. Þá segist hún hafa rekist á Semu fyrir utan staðinn og „í ölæði ýtt við henni þó ekki fast á leiðinni inn og kallaði hana illa innrætta manneskju sem væri að haga sér eins og norn.“ Sema segist í Facebook færslu sinni afskrifa þessa yfirlýsingu Margrétar sem „ósannindi og samsæriskenningar sem hún nennir ekki að eyða fleiri orðum í“. Sema segist eiga pantaðan tíma hjá lögreglu þar sem hún hyggst kæra árásina og morðhótanirnar. „Við erum komin á hættulegan stað sem samfélag þegar einstaklingar eru farnir að ráðast á og hóta öðrum einstaklingum lífláti vegna pólitískra skoðana þeirra. Það er óásættanlegt og það á aldrei að líðast. Aldrei. Hatrið mun aldrei sigra. Öfgarnar mega aldrei sigra.“ segir Sema í lokaorðum Facebook færslu sinnar.Lokað var fyrir athugasemdakerfið við þessa frétt vegna fjölda ósæmilegra athugasemda. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu.
Innflytjendamál Tengdar fréttir Sema Erla birtir persónuárásir á Facebook Formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar segist ekki ætla að halda hlífiskyldi yfir þeim sem taki þátt í netníði. 3. janúar 2016 11:13 Segir Eurovision-keppnina í Ísrael hluta af kúgun Palestínumanna og landráni Sveinn Rúnar Hauksson fyrrum formaður félagsins Ísland-Palestína segir að sigur Ísraels í Eurovision í gærkvöld sé hluti af ímyndarherferð Ísraels og að keppnin sem verður haldin í Eurovision að ári liðnu sé hluti af atlögu gegn Palestínumönnum. 13. maí 2018 13:15 Sema Erla birtir fleiri hatursummæli Sema Erla Serdar segist hafa áhyggjur af rasismanum sem hún segir vera að festa sig í sessi í íslensku samfélagi. 20. mars 2016 23:43 Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Gera kröfu um að varaaflsstöðin verði áfram í Vík Sjá meira
Sema Erla birtir persónuárásir á Facebook Formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar segist ekki ætla að halda hlífiskyldi yfir þeim sem taki þátt í netníði. 3. janúar 2016 11:13
Segir Eurovision-keppnina í Ísrael hluta af kúgun Palestínumanna og landráni Sveinn Rúnar Hauksson fyrrum formaður félagsins Ísland-Palestína segir að sigur Ísraels í Eurovision í gærkvöld sé hluti af ímyndarherferð Ísraels og að keppnin sem verður haldin í Eurovision að ári liðnu sé hluti af atlögu gegn Palestínumönnum. 13. maí 2018 13:15
Sema Erla birtir fleiri hatursummæli Sema Erla Serdar segist hafa áhyggjur af rasismanum sem hún segir vera að festa sig í sessi í íslensku samfélagi. 20. mars 2016 23:43