Panamaskjölin – og hvað svo? Oddný G. Harðardóttir skrifar 27. júlí 2018 07:00 Orðstír Íslands beið hnekki í apríl 2016 þegar Panamaskjölin leiddu í ljós notkun fjölda Íslendinga á skattaskjólum og afhjúpuðu eignir þáverandi forsætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra í slíkum skatta- og krónuskjólum. Sá sem nýtir sér skattaskjól gerir það í ákveðnum tilgangi. Tilgangurinn er að komast undan því að greiða skatta og komast þannig hjá því að leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Almenningur mótmælti spillingunni vorið 2016 og krafðist breytinga með fjölmennustu mótmælum í sögu landsins. En til hvers leiddu þessi mótmæli? Og hvar stendur úrvinnsla gagnanna?Gamalt trix Mótmælin urðu alla vega ekki til þess að fjármálaráðherrann biði alvarlegan álitshnekki því hann varð forsætisráðherra í næstu ríkisstjórn og fjármálaráðherra í þeirri sem nú starfar. Ég beindi spurningum til ráðherrans um úrvinnslu Panamaskjalanna í febrúar síðastliðnum. Fimm mánuðum seinna, þegar allir frestir voru löngu liðnir og að morgni þess sama dags og athygli allra var á dagskrá umdeilds þingfundar á Þingvöllum, barst svarið frá fjármálaráðherranum. Það er gamalt trix að fela umdeild mál á bak við önnur sem taka fjölmiðla yfir en hugsanlega var svardagurinn algjör tilviljun. Þessi töf á svörunum minnir okkur þó á að þessi sami fjármálaráðherra faldi skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum í skúffu í fjármálaráðuneytinu fram yfir kosningar haustið 2016. Kjósendur fengu ekki að sjá skýrsluna fyrr en fjármálaráðherrann sem nefndur var í Panamaskjölunum var orðinn forsætisráðherra. Svörin og svikin Í svari fjármálaráðherra við fyrirspurnum mínum kemur m.a. fram að af þeim 585 félögum sem tengdust Íslendingum í Panamaskjölunum hefði einvörðungu um þriðjungur gert grein fyrir eignarhaldi á félögunum í skattaskýrslum sínum. Ekkert þeirra skilaði inn CFC-skýrslu til skattyfirvalda sem þó er skylda að gera samkvæmt lögum um tekjuskatt. Skattrannsóknarstjóri hefur lokið rannsókn í 89 málum en nokkrir tugir afleiddra mála til viðbótar hafa verið rannsakaðir hjá embættinu. Ríkisskattstjóri fékk tæp 200 mál til rannsóknar en í október 2017 framsendi embættið til skattrannsóknarstjóra mál 187 einstaklinga sem ekki höfðu svarað fyrirspurnarbréfi ríkisskattstjóra eða svör höfðu ekki reynst fullnægjandi. Enn er því unnið að úrvinnslu Panamaskjalanna. Vegna mála sem nú þegar er lokið hafa kröfur verið gerðar um rúma 15 milljarða króna fyrir hönd ríkissjóðs. Áhrif skattsvikanna Þeir sem nýta sér skattaskjól vilja að aðrir beri kostnaðinn af rekstri samfélags okkar. Fyrir rúma 15 milljarða króna hefði mátt greiða allar almennar lyflækningar, hjúkrun, slysamóttöku, endurhæfingu og nauðsynlega stoðdeildarþjónusta sem veitt er á sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum um allt land og kosta ríkissjóð 8,2 milljarða króna á ári, alla sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og talþjálfun sem kostar um 5 milljarða króna og sjúkraflutninga sem kosta ríkissjóð um 2,5 milljarða króna. Það munar um minna í rekstri velferðarþjónustunnar. Fleiri dæmi mætti taka. Fjármunina mætti líka nota til að afnema krónu á móti krónu skerðingu á lífeyri öryrkja, bæta kjör aldraðra eða hækka greiðslur til barnafjölskyldna. Forgangsmál Við verðum að ganga ákveðin til verks og koma í veg fyrir að skattsvik og notkun skattaskjóla haldi áfram að grafa undan samfélaginu, bæði fjárhagslega og siðferðilega. Upplýsingarnar sem birtust með Panamaskjölunum voru ógeðfelldar og það var sláandi að sjá að svo margir Íslendingar nýttu sér gallað regluverk og veikt eftirlit til að velta byrðum yfir á aðra og fela peningana sína fyrir skattinum. En upplýsingunum fylgdi líka gagnleg umræða um skattamál. Mikilvægi réttlátra skatta og að allir taki þátt í uppbyggingu velferðarsamfélagsins, komst á dagskrá í almennri umræðu. Þeirri umræðu þarf að fylgja betur og fastar eftir og setja í forgang réttlátt skattkerfi, styrkja varnir gegn skattsvikum og notkun skattaskjóla og auka samvinnu við aðrar þjóðir um aðgerðir sem virka.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Oddný G. Harðardóttir Panama-skjölin Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Orðstír Íslands beið hnekki í apríl 2016 þegar Panamaskjölin leiddu í ljós notkun fjölda Íslendinga á skattaskjólum og afhjúpuðu eignir þáverandi forsætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra í slíkum skatta- og krónuskjólum. Sá sem nýtir sér skattaskjól gerir það í ákveðnum tilgangi. Tilgangurinn er að komast undan því að greiða skatta og komast þannig hjá því að leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Almenningur mótmælti spillingunni vorið 2016 og krafðist breytinga með fjölmennustu mótmælum í sögu landsins. En til hvers leiddu þessi mótmæli? Og hvar stendur úrvinnsla gagnanna?Gamalt trix Mótmælin urðu alla vega ekki til þess að fjármálaráðherrann biði alvarlegan álitshnekki því hann varð forsætisráðherra í næstu ríkisstjórn og fjármálaráðherra í þeirri sem nú starfar. Ég beindi spurningum til ráðherrans um úrvinnslu Panamaskjalanna í febrúar síðastliðnum. Fimm mánuðum seinna, þegar allir frestir voru löngu liðnir og að morgni þess sama dags og athygli allra var á dagskrá umdeilds þingfundar á Þingvöllum, barst svarið frá fjármálaráðherranum. Það er gamalt trix að fela umdeild mál á bak við önnur sem taka fjölmiðla yfir en hugsanlega var svardagurinn algjör tilviljun. Þessi töf á svörunum minnir okkur þó á að þessi sami fjármálaráðherra faldi skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum í skúffu í fjármálaráðuneytinu fram yfir kosningar haustið 2016. Kjósendur fengu ekki að sjá skýrsluna fyrr en fjármálaráðherrann sem nefndur var í Panamaskjölunum var orðinn forsætisráðherra. Svörin og svikin Í svari fjármálaráðherra við fyrirspurnum mínum kemur m.a. fram að af þeim 585 félögum sem tengdust Íslendingum í Panamaskjölunum hefði einvörðungu um þriðjungur gert grein fyrir eignarhaldi á félögunum í skattaskýrslum sínum. Ekkert þeirra skilaði inn CFC-skýrslu til skattyfirvalda sem þó er skylda að gera samkvæmt lögum um tekjuskatt. Skattrannsóknarstjóri hefur lokið rannsókn í 89 málum en nokkrir tugir afleiddra mála til viðbótar hafa verið rannsakaðir hjá embættinu. Ríkisskattstjóri fékk tæp 200 mál til rannsóknar en í október 2017 framsendi embættið til skattrannsóknarstjóra mál 187 einstaklinga sem ekki höfðu svarað fyrirspurnarbréfi ríkisskattstjóra eða svör höfðu ekki reynst fullnægjandi. Enn er því unnið að úrvinnslu Panamaskjalanna. Vegna mála sem nú þegar er lokið hafa kröfur verið gerðar um rúma 15 milljarða króna fyrir hönd ríkissjóðs. Áhrif skattsvikanna Þeir sem nýta sér skattaskjól vilja að aðrir beri kostnaðinn af rekstri samfélags okkar. Fyrir rúma 15 milljarða króna hefði mátt greiða allar almennar lyflækningar, hjúkrun, slysamóttöku, endurhæfingu og nauðsynlega stoðdeildarþjónusta sem veitt er á sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum um allt land og kosta ríkissjóð 8,2 milljarða króna á ári, alla sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og talþjálfun sem kostar um 5 milljarða króna og sjúkraflutninga sem kosta ríkissjóð um 2,5 milljarða króna. Það munar um minna í rekstri velferðarþjónustunnar. Fleiri dæmi mætti taka. Fjármunina mætti líka nota til að afnema krónu á móti krónu skerðingu á lífeyri öryrkja, bæta kjör aldraðra eða hækka greiðslur til barnafjölskyldna. Forgangsmál Við verðum að ganga ákveðin til verks og koma í veg fyrir að skattsvik og notkun skattaskjóla haldi áfram að grafa undan samfélaginu, bæði fjárhagslega og siðferðilega. Upplýsingarnar sem birtust með Panamaskjölunum voru ógeðfelldar og það var sláandi að sjá að svo margir Íslendingar nýttu sér gallað regluverk og veikt eftirlit til að velta byrðum yfir á aðra og fela peningana sína fyrir skattinum. En upplýsingunum fylgdi líka gagnleg umræða um skattamál. Mikilvægi réttlátra skatta og að allir taki þátt í uppbyggingu velferðarsamfélagsins, komst á dagskrá í almennri umræðu. Þeirri umræðu þarf að fylgja betur og fastar eftir og setja í forgang réttlátt skattkerfi, styrkja varnir gegn skattsvikum og notkun skattaskjóla og auka samvinnu við aðrar þjóðir um aðgerðir sem virka.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar