Áhrifavaldar missa milljónir gervifylgjenda á Twitter Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 15. júlí 2018 08:30 Myndin er sviðsett. Vísir/Getty Margir helstu áhrifavaldar á samfélagsmiðlinum Twitter misstu milljónir fylgjenda í gær. Ástæðan er að stjórnendur Twitter hafa skorið upp herör gegn fölskum reikningum sem notaðir eru í ýmsum vafasömum tilgangi. Meðal annars er hægt að kaupa sér gervi-fylgjendur sem eru í raun bara tölvuforrit sem hækka fylgjendafjöldann. Í sumum tilvikum eru þessir gervi-fylgjendur líka að safna upplýsingum um aðra notendur fyrir tölvuhakkara eða senda út fjölpóst með auglýsingum. Enginn er með fleiri fylgjendur á Twitter en söngkonan Katy Perry. Hún fór úr 109,6 milljón fylgjendum niður í 107 milljónir eftir að byrjað var að eyða fölsku reikningunum í gær. Fyrrum fjandkona hennar Taylor Swift missti tæplega tvær milljónir fylgjenda og er nú aðeins áhrifavaldur í lífi 83 milljóna. Sjónarsviptir. Lily Allen missti hálfa milljón fylgjenda og tók því nokkuð vel í fyrstu.Lost half a million followers today lol— LILY ALLEN (@lilyallen) July 12, 2018 Átta mínútum síðar var hún hins vegar mætt aftur á Twitter í allt öðrum hugleiðingum og lagði fram áhugaverða samsæriskenningu. Sagðist hún hafa tekið eftir því að frægir hægrimenn virtust ekki missa neina fylgjendur vegna átaksins gegn gervifylgjendum, sem væri einkennilegt.Looking at numbers of some prominent right wingers and theirs don't seem to be moving so drastically, which is odd, dontcha think ? #Twittercull— LILY ALLEN (@lilyallen) July 12, 2018 Það er reyndar ekki alveg rétt hjá henni því persónulegur Twitter reikningur Trumps Bandaríkjaforseta tapaði tæplega 200 þúsund fylgjendum. Það er þó töluvert minni rýrnun en hjá mörgum öðrum. Meiri athygli vakti þó að opinber Twitter reikningur forsetaembættisins bætti við sig fylgjendum á sama tíma og allir aðrir voru að tapa þeim. Engin góð skýring hefur verið lögð fram á því hvernig það gerðist. Þess má geta að Barack Obama, forveri Trumps í embætti, missti tvær milljón fylgjenda í gær. Stjórnendur Twitter lýstu því yfir að aðgerðirnar í gær væru aðeins fyrsti liðurinn í umfangsmeiri tiltekt þar sem reynt verði að útrýma gervinotendum að mestu. Samfélagsmiðlar Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Sjá meira
Margir helstu áhrifavaldar á samfélagsmiðlinum Twitter misstu milljónir fylgjenda í gær. Ástæðan er að stjórnendur Twitter hafa skorið upp herör gegn fölskum reikningum sem notaðir eru í ýmsum vafasömum tilgangi. Meðal annars er hægt að kaupa sér gervi-fylgjendur sem eru í raun bara tölvuforrit sem hækka fylgjendafjöldann. Í sumum tilvikum eru þessir gervi-fylgjendur líka að safna upplýsingum um aðra notendur fyrir tölvuhakkara eða senda út fjölpóst með auglýsingum. Enginn er með fleiri fylgjendur á Twitter en söngkonan Katy Perry. Hún fór úr 109,6 milljón fylgjendum niður í 107 milljónir eftir að byrjað var að eyða fölsku reikningunum í gær. Fyrrum fjandkona hennar Taylor Swift missti tæplega tvær milljónir fylgjenda og er nú aðeins áhrifavaldur í lífi 83 milljóna. Sjónarsviptir. Lily Allen missti hálfa milljón fylgjenda og tók því nokkuð vel í fyrstu.Lost half a million followers today lol— LILY ALLEN (@lilyallen) July 12, 2018 Átta mínútum síðar var hún hins vegar mætt aftur á Twitter í allt öðrum hugleiðingum og lagði fram áhugaverða samsæriskenningu. Sagðist hún hafa tekið eftir því að frægir hægrimenn virtust ekki missa neina fylgjendur vegna átaksins gegn gervifylgjendum, sem væri einkennilegt.Looking at numbers of some prominent right wingers and theirs don't seem to be moving so drastically, which is odd, dontcha think ? #Twittercull— LILY ALLEN (@lilyallen) July 12, 2018 Það er reyndar ekki alveg rétt hjá henni því persónulegur Twitter reikningur Trumps Bandaríkjaforseta tapaði tæplega 200 þúsund fylgjendum. Það er þó töluvert minni rýrnun en hjá mörgum öðrum. Meiri athygli vakti þó að opinber Twitter reikningur forsetaembættisins bætti við sig fylgjendum á sama tíma og allir aðrir voru að tapa þeim. Engin góð skýring hefur verið lögð fram á því hvernig það gerðist. Þess má geta að Barack Obama, forveri Trumps í embætti, missti tvær milljón fylgjenda í gær. Stjórnendur Twitter lýstu því yfir að aðgerðirnar í gær væru aðeins fyrsti liðurinn í umfangsmeiri tiltekt þar sem reynt verði að útrýma gervinotendum að mestu.
Samfélagsmiðlar Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Sjá meira