Hvergerðingar flykkjast í hlaupahóp til minningar um Mikael Rúnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. júlí 2018 10:27 Mikael Rúnar hafði gaman af því að hlaupa að sögn þeirra Heimis og Magneu. Foreldrar hans eru miklir hlauparar. Hlaupastyrkur.is Mikill samhugur er í Hveragerði þessa dagana í aðdraganda Reykjavíkurmaraþonsins. Heimamenn eru byrjaðir að klæða sig í íþróttagallann og reima á sig hlaupaskóna því til stendur að hlaupa til minningar um Mikael Rúnar Jónsson, ungan Hvergerðing, sem lést af slysförum í apríl í fyrra. Foreldrar hans hafa hrundið af stað söfnun fyrir Birtu landssamtök sem styðja forráðamenn og foreldra sem misst hafa börn og ungmenni fyrirvaralaust. Þau eru miklir hlauparar en frumkvæði þeirra hefur fengið ólíklegasta fólk til að bætast í hópinn. Heimir Eyvindarson og Matthea Sigurðardóttir mættu í Bítið á Bylgjunni í morgun og sögðu frá framtakinu. „Það eru 32 komnir í þennan hóp,“ segir Heimir sem getið hefur sér gott orð sem tónlistarmaður en lítið hefur sést til hans á hlaupum, fyrr en nýlega. „Þú ert í yfirþyngd bak við skrifborð og svo er bara búið að skrá þig í einhvern hlaupahóp. Þú ert að fara að hlaupa tíu kílómetra.“ Heimir er búinn að kaupa sér hlaupaskó og greinilega fleiri en þau Matthea sem tóku kallinu fagnandi. Góð stemmning hefur myndast í kringum hópinn. „Það er mjög hvetjandi. Ég veit um mjög marga sem, þegar þetta lá fyrir, hafa sett app í símann sinn og farið nánast daglega til að hreyfa sig. Þetta er mjög hvetjandi og gaman að standa saman. Finna liðsheildina.“Viðtalið í heild má heyra hér að neðan.Rosalegt högg fyrir samfélagið Langflestir í hópnum eru Hvergerðingar. „Að stórum hluta eru þetta Hvergerðingar. Þetta eru fjölskylda og vinir. Líka hluti af hlaupahóp Hamars sem foreldrarnir hafa verið hluti af. En líka ættingjar annars staðar frá,“ segir Matthea. Heimir og Matthea eru sannfærð um að fjölga muni í hópnum sem nú þegar hefur safnað tæplega 600 þúsund krónum af 800 þúsund króna markmiði sínu. „Þetta var rosalegt högg fyrir samfélagið. Þetta er 2300 manna samfélag og það þekkjast allir. Þetta var rosalegur skellur fyrir alla og gríðarlega sorglegt. Hann var lífsglaður, glæsilegur og skemmtilegur strákur. Þetta var hræðilegt,“ segir Heimir um áfallið sem dundi yfir. „Með fullri virðingu fyrir öllum áföllum þá er þetta örugglega það versta sem þú lendir í.“Mikael Rúnar Jónsson var lífsglaður, glæsilegur og skemmtilegur strákur segir Heimir Eyvindarson.Mynd/LögreglanStyðja við bakið á foreldrum í sorg Foreldrarnir Þorbjörg Elva Óskarsdóttir og Jón Gísli Guðlaugsson eru efstir í hópnum sem stendur. Elín Hrönn Jónsdóttir, Heimir og Matthea fylgja fast á hæla þeirra. Þeir sem vilja hlaupa til minningar um Mikael Rúnar geta bæst í hópinn. Fyrst þarf að skrá sig í hlaupið og svo er hægt að skrá sig í hópinn, númer 2056, á hlaupastyrkur.is. Þá má hringja í styrktarnúmerin 901-1000, 901-2000 eða 901-5000 til að styrkja um tilsvarandi upphæð. Matthea segir hópinn ætla að vera í merktum bolum og Heimir bætir við að það verði partý um kvöldið. Það hafi verið það fyrsta sem hann pældi í, grínast hann með. Hann hafi haft sérstaklega gott af því að fara að hlaupa, sé kominn með hlaupaskó og þetta sé tækifæri til að hugsa um heilsuna. Birta Landssamtök voru stofnuð árið 2012 til að styðja við bak forráðamanna og foreldra í sorg sinni. Stuðningurinn er meðal annars í formi opinna hús og fræðslukvölda að sögn Mattheu. Auk þess eru árlegir hvíldardagar með endurnærandi hvíld að leiðarljós. „Ég veit að Elva og Jónsi vilja gefa samtökunum til baka með þessu framtaki,“ segir Matthea. Tæplega 16 milljónir hafa safnast til styrktar ýmsum málefnum í aðdraganda Reykjavíkurmaraþonsins í ár. Hlaupið verður þann 18. ágúst.Hægt er að kynna sér Birtu landssamtök á heimasíðu samtakanna.Nánar um söfnunina á Hlaupastyrkur.is. Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Stofnaður styrktarreikningur fyrir fjölskyldu Mikaels Rúnars Mikael Rúnar Jónsson, fæddur árið 2006, lést af slysförum um liðna helgi. 5. apríl 2017 10:07 Fjölmenni minntist Mikaels í Hveragerði Vinir, ættingjar og íbúar í Hveragerði og nærsveitum komu saman í Hveragerðikirkju í gær þar sem efnt var til bæna- og minningarstundar um Mikael Rúnar Jónsson sem lést af slysförum síðustu helgi. 7. apríl 2017 10:23 Nafn drengsins sem lést í Hveragerði Lögreglan hefur birt nafn drengsins sem lést af slysförum á laugardag. 3. apríl 2017 14:13 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Mikill samhugur er í Hveragerði þessa dagana í aðdraganda Reykjavíkurmaraþonsins. Heimamenn eru byrjaðir að klæða sig í íþróttagallann og reima á sig hlaupaskóna því til stendur að hlaupa til minningar um Mikael Rúnar Jónsson, ungan Hvergerðing, sem lést af slysförum í apríl í fyrra. Foreldrar hans hafa hrundið af stað söfnun fyrir Birtu landssamtök sem styðja forráðamenn og foreldra sem misst hafa börn og ungmenni fyrirvaralaust. Þau eru miklir hlauparar en frumkvæði þeirra hefur fengið ólíklegasta fólk til að bætast í hópinn. Heimir Eyvindarson og Matthea Sigurðardóttir mættu í Bítið á Bylgjunni í morgun og sögðu frá framtakinu. „Það eru 32 komnir í þennan hóp,“ segir Heimir sem getið hefur sér gott orð sem tónlistarmaður en lítið hefur sést til hans á hlaupum, fyrr en nýlega. „Þú ert í yfirþyngd bak við skrifborð og svo er bara búið að skrá þig í einhvern hlaupahóp. Þú ert að fara að hlaupa tíu kílómetra.“ Heimir er búinn að kaupa sér hlaupaskó og greinilega fleiri en þau Matthea sem tóku kallinu fagnandi. Góð stemmning hefur myndast í kringum hópinn. „Það er mjög hvetjandi. Ég veit um mjög marga sem, þegar þetta lá fyrir, hafa sett app í símann sinn og farið nánast daglega til að hreyfa sig. Þetta er mjög hvetjandi og gaman að standa saman. Finna liðsheildina.“Viðtalið í heild má heyra hér að neðan.Rosalegt högg fyrir samfélagið Langflestir í hópnum eru Hvergerðingar. „Að stórum hluta eru þetta Hvergerðingar. Þetta eru fjölskylda og vinir. Líka hluti af hlaupahóp Hamars sem foreldrarnir hafa verið hluti af. En líka ættingjar annars staðar frá,“ segir Matthea. Heimir og Matthea eru sannfærð um að fjölga muni í hópnum sem nú þegar hefur safnað tæplega 600 þúsund krónum af 800 þúsund króna markmiði sínu. „Þetta var rosalegt högg fyrir samfélagið. Þetta er 2300 manna samfélag og það þekkjast allir. Þetta var rosalegur skellur fyrir alla og gríðarlega sorglegt. Hann var lífsglaður, glæsilegur og skemmtilegur strákur. Þetta var hræðilegt,“ segir Heimir um áfallið sem dundi yfir. „Með fullri virðingu fyrir öllum áföllum þá er þetta örugglega það versta sem þú lendir í.“Mikael Rúnar Jónsson var lífsglaður, glæsilegur og skemmtilegur strákur segir Heimir Eyvindarson.Mynd/LögreglanStyðja við bakið á foreldrum í sorg Foreldrarnir Þorbjörg Elva Óskarsdóttir og Jón Gísli Guðlaugsson eru efstir í hópnum sem stendur. Elín Hrönn Jónsdóttir, Heimir og Matthea fylgja fast á hæla þeirra. Þeir sem vilja hlaupa til minningar um Mikael Rúnar geta bæst í hópinn. Fyrst þarf að skrá sig í hlaupið og svo er hægt að skrá sig í hópinn, númer 2056, á hlaupastyrkur.is. Þá má hringja í styrktarnúmerin 901-1000, 901-2000 eða 901-5000 til að styrkja um tilsvarandi upphæð. Matthea segir hópinn ætla að vera í merktum bolum og Heimir bætir við að það verði partý um kvöldið. Það hafi verið það fyrsta sem hann pældi í, grínast hann með. Hann hafi haft sérstaklega gott af því að fara að hlaupa, sé kominn með hlaupaskó og þetta sé tækifæri til að hugsa um heilsuna. Birta Landssamtök voru stofnuð árið 2012 til að styðja við bak forráðamanna og foreldra í sorg sinni. Stuðningurinn er meðal annars í formi opinna hús og fræðslukvölda að sögn Mattheu. Auk þess eru árlegir hvíldardagar með endurnærandi hvíld að leiðarljós. „Ég veit að Elva og Jónsi vilja gefa samtökunum til baka með þessu framtaki,“ segir Matthea. Tæplega 16 milljónir hafa safnast til styrktar ýmsum málefnum í aðdraganda Reykjavíkurmaraþonsins í ár. Hlaupið verður þann 18. ágúst.Hægt er að kynna sér Birtu landssamtök á heimasíðu samtakanna.Nánar um söfnunina á Hlaupastyrkur.is.
Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Stofnaður styrktarreikningur fyrir fjölskyldu Mikaels Rúnars Mikael Rúnar Jónsson, fæddur árið 2006, lést af slysförum um liðna helgi. 5. apríl 2017 10:07 Fjölmenni minntist Mikaels í Hveragerði Vinir, ættingjar og íbúar í Hveragerði og nærsveitum komu saman í Hveragerðikirkju í gær þar sem efnt var til bæna- og minningarstundar um Mikael Rúnar Jónsson sem lést af slysförum síðustu helgi. 7. apríl 2017 10:23 Nafn drengsins sem lést í Hveragerði Lögreglan hefur birt nafn drengsins sem lést af slysförum á laugardag. 3. apríl 2017 14:13 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Stofnaður styrktarreikningur fyrir fjölskyldu Mikaels Rúnars Mikael Rúnar Jónsson, fæddur árið 2006, lést af slysförum um liðna helgi. 5. apríl 2017 10:07
Fjölmenni minntist Mikaels í Hveragerði Vinir, ættingjar og íbúar í Hveragerði og nærsveitum komu saman í Hveragerðikirkju í gær þar sem efnt var til bæna- og minningarstundar um Mikael Rúnar Jónsson sem lést af slysförum síðustu helgi. 7. apríl 2017 10:23
Nafn drengsins sem lést í Hveragerði Lögreglan hefur birt nafn drengsins sem lést af slysförum á laugardag. 3. apríl 2017 14:13