Guðbjörg Matthíasdóttir greiddi sér 3,2 milljarða í arð úr félagi sínu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 3. júlí 2018 06:00 Guðbjörg M. Matthíasdóttir á ársfundi LÍÚ á sínum tíma. VISIR/ANTON ÍV fjárfestingafélag ehf., eigandi Ísfélags Vestmannaeyja eins stærsta útgerðarfélags landsins, greiddi út rúma 3,2 milljarða króna í arð til eiganda síns í fyrra. Fjárfestingafélagið er í eigu Fram ehf. sem aftur er að langstærstum hluta í eigu athafnakonunnar Guðbjargar M. Matthíasdóttur. Þetta kemur fram í nýjum ársreikningi ÍV fjárfestingafélags fyrir árið 2017. Félagið skilaði ríflega 630 milljóna króna hagnaði og eigið fé þess nam í árslok 2017 ríflega 13,6 milljörðum króna. Helsta og svo til eina eign þess er ríflega 80 prósenta hlutur í útgerðarfélaginu Ísfélagi Vestmannaeyja. Í síðasta mánuði var greint frá því að Ísfélag Vestmannaeyja hefði skilað 4,2 milljóna dala hagnaði, jafnvirði 440 milljóna króna, á síðasta ári. Það reyndist nokkur samdráttur frá fyrra ári þegar hagnaðurinn nam 16,7 milljónum en neikvæður gengismunur upp á nærri 9 milljónir dala litaði afkomuna. Útgerðarfélagið greiddi þó alls 15 milljónir dala, um 1,6 milljarða króna, í arð til hluthafa í fyrra. Fyrirtæki í sjávarútvegi hafa í umræðunni um frumvarp um lækkun veiðigjalds, sem fyrr, kvartað undan skaðsemi gjaldanna á reksturinn samhliða lakari afkomu, miklum kostnaðarhækkunum og sterkara gengi. Ekki tókst að afgreiða frumvarpið sem vakti hörð viðbrögð þegar það kom fram. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, segir erfitt að búa til meginreglu út frá einu fyrirtæki, sem virðist ekki á vonarvöl þrátt fyrir veiðigjöldin. „Ég held að stóra myndin sé sú að það þarf að halda áfram að reka öflugan sjávarútveg, en það er öllum ljóst að það þarf að borga sanngjarnt auðlindagjald, þannig að þjóðin fái réttmætan arð í sinn hlut,“ segir Þorgerður Katrín. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ísfélag Vestmannaeyja hagnast um 1,3 milljarða Hagnaður Ísfélagsins dregst saman milli ára. 12. október 2016 09:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
ÍV fjárfestingafélag ehf., eigandi Ísfélags Vestmannaeyja eins stærsta útgerðarfélags landsins, greiddi út rúma 3,2 milljarða króna í arð til eiganda síns í fyrra. Fjárfestingafélagið er í eigu Fram ehf. sem aftur er að langstærstum hluta í eigu athafnakonunnar Guðbjargar M. Matthíasdóttur. Þetta kemur fram í nýjum ársreikningi ÍV fjárfestingafélags fyrir árið 2017. Félagið skilaði ríflega 630 milljóna króna hagnaði og eigið fé þess nam í árslok 2017 ríflega 13,6 milljörðum króna. Helsta og svo til eina eign þess er ríflega 80 prósenta hlutur í útgerðarfélaginu Ísfélagi Vestmannaeyja. Í síðasta mánuði var greint frá því að Ísfélag Vestmannaeyja hefði skilað 4,2 milljóna dala hagnaði, jafnvirði 440 milljóna króna, á síðasta ári. Það reyndist nokkur samdráttur frá fyrra ári þegar hagnaðurinn nam 16,7 milljónum en neikvæður gengismunur upp á nærri 9 milljónir dala litaði afkomuna. Útgerðarfélagið greiddi þó alls 15 milljónir dala, um 1,6 milljarða króna, í arð til hluthafa í fyrra. Fyrirtæki í sjávarútvegi hafa í umræðunni um frumvarp um lækkun veiðigjalds, sem fyrr, kvartað undan skaðsemi gjaldanna á reksturinn samhliða lakari afkomu, miklum kostnaðarhækkunum og sterkara gengi. Ekki tókst að afgreiða frumvarpið sem vakti hörð viðbrögð þegar það kom fram. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, segir erfitt að búa til meginreglu út frá einu fyrirtæki, sem virðist ekki á vonarvöl þrátt fyrir veiðigjöldin. „Ég held að stóra myndin sé sú að það þarf að halda áfram að reka öflugan sjávarútveg, en það er öllum ljóst að það þarf að borga sanngjarnt auðlindagjald, þannig að þjóðin fái réttmætan arð í sinn hlut,“ segir Þorgerður Katrín.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ísfélag Vestmannaeyja hagnast um 1,3 milljarða Hagnaður Ísfélagsins dregst saman milli ára. 12. október 2016 09:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Ísfélag Vestmannaeyja hagnast um 1,3 milljarða Hagnaður Ísfélagsins dregst saman milli ára. 12. október 2016 09:00