Þegar pylsurnar seldust upp Sif Sigmarsdóttir skrifar 23. júní 2018 10:00 Kvenréttindadagurinn var haldinn hátíðlegur í vikunni er þess var minnst að 19. júní árið 1915 fengu konur á Íslandi, fjörutíu ára og eldri, kosningarétt. Sama dag mátti lesa eftirfarandi fyrirsögn á vefmiðlinum Visir.is: „Fyrsta konan til að gegna stöðu framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins.“ Tímasetningin var eflaust tilviljun en ég kaus að taka fréttinni sem glaðningi í tilefni dagsins. Ég hafði ekki hugmynd um hvað Bílgreinasambandið var en ég túlkaði það sem svo að enn eitt vígið væri fallið. En skyndilega runnu á mig tvær grímur. Samfélagið fór á hliðina Skrefin sem stigin hafa verið í átt að jafnrétti kynjanna síðan konur fengu kosningarétt eru mörg. Eitt af þeim stærri var tekið hinn 24. október 1975. Einhver klúrari í hugsun en undirrituð kynni að segja það táknrænt að sama dag urðu verslanir landsins uppiskroppa með pylsur. Umræddan októberdag fóru íslenskar konur í verkfall. Þær mættu ekki til vinnu og neituðu að sinna heimilisstörfum á borð við að þrífa, sjá um börn og elda mat. Með framtakinu vildu konur sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Í ljós kom að þegar krafta kvenna naut ekki við lagðist samfélagið á hliðina. Skólar, dagheimili, bankar, verksmiðjur og margar verslanir neyddust til að loka dyrum sínum. Feður urðu að taka börn sín með sér í vinnuna og birgðu þeir sig margir upp af nammi, litum og litabókum til að múta börnunum með og tryggja að þau höguðu sér vel. Í fréttatímum útvarpsins mátti heyra óm í börnum að leik á meðan þulurinn las fréttirnar. Að vinnu lokinni þurftu karlmenn landsins, sem litla reynslu höfðu af matseld, að gefa börnunum að borða. Eini skyndibiti landsins, pylsur, seldist upp. Fyrsta konan Margir eru þeirrar skoðunar að kvennafrídagurinn árið 1975 hafi markað þáttaskil í jafnréttisbaráttunni hér á landi. Sumarið 1980 voru forsetakosningar á Íslandi. Vigdís Finnbogadóttir, fráskilin, einstæð móðir, ákvað að bjóða sig fram. Mótframbjóðendur hennar voru þrír virðulegir karlar. „Ég átti ekki vona á að sigra,“ sagði Vigdís Finnbogadóttir í nýlegu viðtali við breska blaðið The Guardian. „Ég vildi einfaldlega sýna fram á að kona gæti gefið kost á sér.“ Í næstu viku eru þrjátíu og átta ár frá því að Vigdís bar sigur úr býtum og varð fyrsta konan í heiminum sem kosin var í lýðræðislegum kosningum til að gegna hlutverki þjóðhöfðingja. Vígdís fullyrti í viðtali við Breska ríkisútvarpið að ef ekki hefði verið fyrir kvennafrídaginn 1975 hefði hún aldrei orðið forseti. „Dagurinn var fyrsta skrefið í átt að frelsun íslenskra kvenna,“ sagði hún. „Hann lamaði landið og opnaði augu margra karlmanna.“ Hversdagslegt í sextán ár Um daginn heimsótti ég grunnskóla í London til að lesa upp úr einni af bókum mínum. Í tilefni þess að Bretar fagna því nú að hundrað ár eru frá því að breskar konur fengu kosningarétt sagði ég krökkunum frá deginum þegar pylsurnar kláruðust á Íslandi sem varð til þess að öll mín uppvaxtarár sat kona á forsetastóli. Einn nemendanna spurði mig spurningar sem hefði átt að vera auðsvarað: „Fannst þér það ekki merkilegt?“ Spurningin vafðist hins vegar fyrir mér. Að endingu tókst mér að stynja upp svari: „Nei.“ Kjör Vigdísar í embætti forseta Íslands breytti viðhorfi fólks til kvenna í valdastöðum. Ekki vegna þess hve merkilegt það var, heldur einmitt vegna þess hversu hversdagslegt það varð í sextán ára forsetatíð hennar að sjá konu gegna æðstu stöðu landsins. Í síðustu viku féll enn eitt vígið er fréttir bárust af því að kona hefði verið ráðin framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins í fyrsta sinn. En þótt fréttirnar séu fagnaðarefni er fréttin sjálf birtingarmynd þeirrar baráttu sem enn bíður okkar. Það er ekki fyrr en að kona er ráðin framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins og það kemst ekki í fréttirnar að hillir undir endamark jafnréttisbaráttunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Leikskólavandinn? Hópur leikskólakennara og starfsfólks leikskóla í Reykjavík Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Sjá meira
Kvenréttindadagurinn var haldinn hátíðlegur í vikunni er þess var minnst að 19. júní árið 1915 fengu konur á Íslandi, fjörutíu ára og eldri, kosningarétt. Sama dag mátti lesa eftirfarandi fyrirsögn á vefmiðlinum Visir.is: „Fyrsta konan til að gegna stöðu framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins.“ Tímasetningin var eflaust tilviljun en ég kaus að taka fréttinni sem glaðningi í tilefni dagsins. Ég hafði ekki hugmynd um hvað Bílgreinasambandið var en ég túlkaði það sem svo að enn eitt vígið væri fallið. En skyndilega runnu á mig tvær grímur. Samfélagið fór á hliðina Skrefin sem stigin hafa verið í átt að jafnrétti kynjanna síðan konur fengu kosningarétt eru mörg. Eitt af þeim stærri var tekið hinn 24. október 1975. Einhver klúrari í hugsun en undirrituð kynni að segja það táknrænt að sama dag urðu verslanir landsins uppiskroppa með pylsur. Umræddan októberdag fóru íslenskar konur í verkfall. Þær mættu ekki til vinnu og neituðu að sinna heimilisstörfum á borð við að þrífa, sjá um börn og elda mat. Með framtakinu vildu konur sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Í ljós kom að þegar krafta kvenna naut ekki við lagðist samfélagið á hliðina. Skólar, dagheimili, bankar, verksmiðjur og margar verslanir neyddust til að loka dyrum sínum. Feður urðu að taka börn sín með sér í vinnuna og birgðu þeir sig margir upp af nammi, litum og litabókum til að múta börnunum með og tryggja að þau höguðu sér vel. Í fréttatímum útvarpsins mátti heyra óm í börnum að leik á meðan þulurinn las fréttirnar. Að vinnu lokinni þurftu karlmenn landsins, sem litla reynslu höfðu af matseld, að gefa börnunum að borða. Eini skyndibiti landsins, pylsur, seldist upp. Fyrsta konan Margir eru þeirrar skoðunar að kvennafrídagurinn árið 1975 hafi markað þáttaskil í jafnréttisbaráttunni hér á landi. Sumarið 1980 voru forsetakosningar á Íslandi. Vigdís Finnbogadóttir, fráskilin, einstæð móðir, ákvað að bjóða sig fram. Mótframbjóðendur hennar voru þrír virðulegir karlar. „Ég átti ekki vona á að sigra,“ sagði Vigdís Finnbogadóttir í nýlegu viðtali við breska blaðið The Guardian. „Ég vildi einfaldlega sýna fram á að kona gæti gefið kost á sér.“ Í næstu viku eru þrjátíu og átta ár frá því að Vigdís bar sigur úr býtum og varð fyrsta konan í heiminum sem kosin var í lýðræðislegum kosningum til að gegna hlutverki þjóðhöfðingja. Vígdís fullyrti í viðtali við Breska ríkisútvarpið að ef ekki hefði verið fyrir kvennafrídaginn 1975 hefði hún aldrei orðið forseti. „Dagurinn var fyrsta skrefið í átt að frelsun íslenskra kvenna,“ sagði hún. „Hann lamaði landið og opnaði augu margra karlmanna.“ Hversdagslegt í sextán ár Um daginn heimsótti ég grunnskóla í London til að lesa upp úr einni af bókum mínum. Í tilefni þess að Bretar fagna því nú að hundrað ár eru frá því að breskar konur fengu kosningarétt sagði ég krökkunum frá deginum þegar pylsurnar kláruðust á Íslandi sem varð til þess að öll mín uppvaxtarár sat kona á forsetastóli. Einn nemendanna spurði mig spurningar sem hefði átt að vera auðsvarað: „Fannst þér það ekki merkilegt?“ Spurningin vafðist hins vegar fyrir mér. Að endingu tókst mér að stynja upp svari: „Nei.“ Kjör Vigdísar í embætti forseta Íslands breytti viðhorfi fólks til kvenna í valdastöðum. Ekki vegna þess hve merkilegt það var, heldur einmitt vegna þess hversu hversdagslegt það varð í sextán ára forsetatíð hennar að sjá konu gegna æðstu stöðu landsins. Í síðustu viku féll enn eitt vígið er fréttir bárust af því að kona hefði verið ráðin framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins í fyrsta sinn. En þótt fréttirnar séu fagnaðarefni er fréttin sjálf birtingarmynd þeirrar baráttu sem enn bíður okkar. Það er ekki fyrr en að kona er ráðin framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins og það kemst ekki í fréttirnar að hillir undir endamark jafnréttisbaráttunnar.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun