Stórhættulegar konur Guðmundur Steingrímsson skrifar 25. júní 2018 07:00 Í aðdraganda síðasta leiks íslenska landsliðsins, á móti Nígeríu – sem er leikur sem við viljum ábyggilega flest gleyma – skapaðist nokkuð athyglisverð umræða um kynlíf og fótbolta. Heimir Hallgrímsson og Aron Einar fyrirliði voru spurðir að því á blaðamannafundi hvort ríkt hafi kynslífsbann hjá íslenska landsliðinu. Þeir urðu svolítið kindarlegir í framan en náðu að bjarga í horn með því að eyða hálfpartinn talinu. Í HM stofunni á RÚV sátu svo þrír karlmenn og roðnuðu þegar kvenkynsþáttastjórnandi bryddaði upp á umræðu um þetta sama mál. Finnst ykkur þetta vandræðalegt? spurði hún. Svarið var óljóst. Ég túlkaði svör Heimis og Arons á þann veg að kynlífsbann væri ekki raunin. Strákarnir og makar þeirra mega gera það sem þau vilja. Í eftirleik Nígeríuleiksins tók Heimir enn frekar af skarið í merkilegum ummælum um fótbolta og tilgang lífsins. Þar benti hann á, eftir að blaðamaður hafði gefið í skyn að Íslendingar hafi verið full afslappaðir í aðdraganda leiksins – hittandi konur sínar – að það væri margt mikilvægara í lífinu en fótbolti. Fjölskyldan væri til dæmis mikilvægari en fótbolti. Vafalítið hafa hörðustu fótboltabullurnar sopið hveljur við þessar hugleiðingar landsliðsþjálfarans.Eru makar bögg? Einhvers staðar undirliggjandi í kúltúrnum í kringum fótbolta lifir sú kenning góðu lífi að best sé að leikmenn séu algerlega lausir við maka sína í aðdraganda stórátaka. Spurningarnar til Heimis endurspegla þetta hugarfar. Hið alltumlykjandi álitamál sem hér blasir við er auðvitað það, hvort makar séu álitnir bögg. Er óttinn sá, að ef konurnar væru mikið með strákunum myndu þær tuða of mikið í þeim? „Hvenær ætlarðu að slá grasið heima, Gylfi?“ „Er nú ekki komið nóg af þessum boltaleik í bili, Birkir minn.“ „Það er gat á sokkunum þínum, Hannes.“ „Hringdu í mömmu þína, Aron.“ Eða eru þetta hættulegar konur? Myndu þær tæla strákana út á lífið, í syndsamlegt líferni holdsins freistinga? Hvísla svo lostafullum orðum í eyrað á þeim, að strákarnir gætu ekki einbeitt sér í marga daga á eftir? Er hræðslan sú, að ef konurnar væru mikið að koma myndu strákarnir algjörlega missa stjórn á sér og hætta að nenna að spila fótbolta? Eru þeir, af einhverjum – blessunarlega þó ekki Heimi, greinilega – álitnir svo grunnir? Nánast skepnur? Lífseig mýta Þetta er skrítið. Auðvitað skilur maður vel að það er algjörlega nauðsynlegt að hafa reglu á lífinu þegar tekist er á við stóra og erfiða áskorun. Það er mikilvægt að fara snemma að sofa, borða vel og hvílast. Ná að róa hugann. Ég sé hins vegar ekki að maki manns þurfi endilega að vera hindrun í þessu. Þvert á móti. Ákaflega margir, þar á meðal ég, sækja kraft til makans, styrk og hvatningu. Ég er viss um að strákarnir gera það líka. Ég veit satt að segja ekki hvernig ég kæmist í gegnum helstu áskoranir lífsins án eiginkonu minnar. Þetta finnst mér einmitt vera ein helsta pælingin með sambandi. Að eiga sér náinn lífsförunaut sem skilur mann og styður. Ég myndi ekki endilega telja það skynsamlegustu leiðina fyrir íþróttafólk til að komast í gegnum þrekraunir að vera uppi á hótelherbergi að spila tölvuleiki. Kynlíf með makanum væri uppbyggilegra. Það er viss mýta hér undirliggjandi, sem er nokkuð sterk í menningunni. Hún er sú að kynlíf fyrir keppnir sé einfaldlega skaðlegt. Sú mýta nær aftur til Forn-Grikkja. Þar var því trúað, að ef keppandi væri sveltur um kynlíf myndi baráttuþrek hans aukast. Rannsóknir styðja hins vegar ekki þessa kenningu. Í yfirgripsmikilli könnun vísindamanna við Oxfordháskóla á þátttakendum í Londonmaraþoninu árið 2000 kom í ljós að þeir keppendur sem höfðu stundað kynlíf kvöldið áður voru að meðaltali 5 mínútum fljótari í mark en hinir. Fjölmargar aðrar rannsóknir – sem reyndar hafa aðeins verið gerðar á karlmönnum, sem er merkilegt – hafa leitt í ljós að kynlíf hefur engin slæm áhrif á frammistöðu íþróttamanna nema reyndar ef það er stundað innan við tveimur tímum fyrir keppni. Ég efast um að það sé mikið að gerast í tilviki strákanna. Að vinna Króatíu Svo er það þetta með tilgang lífsins. Að eitthvað sé merkilegra en fótbolti. Hvernig vinnum við Króatíu? Kannski svona: Að strákarnir finni einmitt kraftinn og stuðninginn frá sínum nánustu, konum sínum, börnum og foreldrum. Að þeir þakki þeim alla trúna og hvatninguna með því spila sinn besta leik í lífinu, frá hjartanu. Fyrir þau. Því það er rétt sem Heimir segir. Fjölskyldan er mikilvægari en fótbolti. Frá henni sprettur hún yfirleitt, þessi aukaorka sem allir þurfa, þessi stóra ástæða til að vinna stærstu afrekin. Vonandi er kynlífsbann hjá Króötum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ekkert kynlífsbann hjá íslenska liðinu Allavega ekki á meðan konurnar eru ekki komnar, segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari. 21. júní 2018 10:41 Mest lesið „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi. Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda síðasta leiks íslenska landsliðsins, á móti Nígeríu – sem er leikur sem við viljum ábyggilega flest gleyma – skapaðist nokkuð athyglisverð umræða um kynlíf og fótbolta. Heimir Hallgrímsson og Aron Einar fyrirliði voru spurðir að því á blaðamannafundi hvort ríkt hafi kynslífsbann hjá íslenska landsliðinu. Þeir urðu svolítið kindarlegir í framan en náðu að bjarga í horn með því að eyða hálfpartinn talinu. Í HM stofunni á RÚV sátu svo þrír karlmenn og roðnuðu þegar kvenkynsþáttastjórnandi bryddaði upp á umræðu um þetta sama mál. Finnst ykkur þetta vandræðalegt? spurði hún. Svarið var óljóst. Ég túlkaði svör Heimis og Arons á þann veg að kynlífsbann væri ekki raunin. Strákarnir og makar þeirra mega gera það sem þau vilja. Í eftirleik Nígeríuleiksins tók Heimir enn frekar af skarið í merkilegum ummælum um fótbolta og tilgang lífsins. Þar benti hann á, eftir að blaðamaður hafði gefið í skyn að Íslendingar hafi verið full afslappaðir í aðdraganda leiksins – hittandi konur sínar – að það væri margt mikilvægara í lífinu en fótbolti. Fjölskyldan væri til dæmis mikilvægari en fótbolti. Vafalítið hafa hörðustu fótboltabullurnar sopið hveljur við þessar hugleiðingar landsliðsþjálfarans.Eru makar bögg? Einhvers staðar undirliggjandi í kúltúrnum í kringum fótbolta lifir sú kenning góðu lífi að best sé að leikmenn séu algerlega lausir við maka sína í aðdraganda stórátaka. Spurningarnar til Heimis endurspegla þetta hugarfar. Hið alltumlykjandi álitamál sem hér blasir við er auðvitað það, hvort makar séu álitnir bögg. Er óttinn sá, að ef konurnar væru mikið með strákunum myndu þær tuða of mikið í þeim? „Hvenær ætlarðu að slá grasið heima, Gylfi?“ „Er nú ekki komið nóg af þessum boltaleik í bili, Birkir minn.“ „Það er gat á sokkunum þínum, Hannes.“ „Hringdu í mömmu þína, Aron.“ Eða eru þetta hættulegar konur? Myndu þær tæla strákana út á lífið, í syndsamlegt líferni holdsins freistinga? Hvísla svo lostafullum orðum í eyrað á þeim, að strákarnir gætu ekki einbeitt sér í marga daga á eftir? Er hræðslan sú, að ef konurnar væru mikið að koma myndu strákarnir algjörlega missa stjórn á sér og hætta að nenna að spila fótbolta? Eru þeir, af einhverjum – blessunarlega þó ekki Heimi, greinilega – álitnir svo grunnir? Nánast skepnur? Lífseig mýta Þetta er skrítið. Auðvitað skilur maður vel að það er algjörlega nauðsynlegt að hafa reglu á lífinu þegar tekist er á við stóra og erfiða áskorun. Það er mikilvægt að fara snemma að sofa, borða vel og hvílast. Ná að róa hugann. Ég sé hins vegar ekki að maki manns þurfi endilega að vera hindrun í þessu. Þvert á móti. Ákaflega margir, þar á meðal ég, sækja kraft til makans, styrk og hvatningu. Ég er viss um að strákarnir gera það líka. Ég veit satt að segja ekki hvernig ég kæmist í gegnum helstu áskoranir lífsins án eiginkonu minnar. Þetta finnst mér einmitt vera ein helsta pælingin með sambandi. Að eiga sér náinn lífsförunaut sem skilur mann og styður. Ég myndi ekki endilega telja það skynsamlegustu leiðina fyrir íþróttafólk til að komast í gegnum þrekraunir að vera uppi á hótelherbergi að spila tölvuleiki. Kynlíf með makanum væri uppbyggilegra. Það er viss mýta hér undirliggjandi, sem er nokkuð sterk í menningunni. Hún er sú að kynlíf fyrir keppnir sé einfaldlega skaðlegt. Sú mýta nær aftur til Forn-Grikkja. Þar var því trúað, að ef keppandi væri sveltur um kynlíf myndi baráttuþrek hans aukast. Rannsóknir styðja hins vegar ekki þessa kenningu. Í yfirgripsmikilli könnun vísindamanna við Oxfordháskóla á þátttakendum í Londonmaraþoninu árið 2000 kom í ljós að þeir keppendur sem höfðu stundað kynlíf kvöldið áður voru að meðaltali 5 mínútum fljótari í mark en hinir. Fjölmargar aðrar rannsóknir – sem reyndar hafa aðeins verið gerðar á karlmönnum, sem er merkilegt – hafa leitt í ljós að kynlíf hefur engin slæm áhrif á frammistöðu íþróttamanna nema reyndar ef það er stundað innan við tveimur tímum fyrir keppni. Ég efast um að það sé mikið að gerast í tilviki strákanna. Að vinna Króatíu Svo er það þetta með tilgang lífsins. Að eitthvað sé merkilegra en fótbolti. Hvernig vinnum við Króatíu? Kannski svona: Að strákarnir finni einmitt kraftinn og stuðninginn frá sínum nánustu, konum sínum, börnum og foreldrum. Að þeir þakki þeim alla trúna og hvatninguna með því spila sinn besta leik í lífinu, frá hjartanu. Fyrir þau. Því það er rétt sem Heimir segir. Fjölskyldan er mikilvægari en fótbolti. Frá henni sprettur hún yfirleitt, þessi aukaorka sem allir þurfa, þessi stóra ástæða til að vinna stærstu afrekin. Vonandi er kynlífsbann hjá Króötum.
Ekkert kynlífsbann hjá íslenska liðinu Allavega ekki á meðan konurnar eru ekki komnar, segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari. 21. júní 2018 10:41
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun