Fyrrverandi kosningastjóri Trump reyndi að hafa áhrif á vitni Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2018 07:21 Manafort vann meðal annars fyrir Viktor Janúkovitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu, sem er bandamaður stjórnvalda í Kreml. Vísir/AFP Saksóknarar hafa sakað Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta, um að reyna að hafa áhrif á vitni í máli þar sem hann er ákærður fyrir skattsvik og peningaþvætti. Þeir hafa beðið dómara um að skoða hvort að Manafort verði látinn sitja inni þar til réttað verður yfir honum. Manafort er sagður hafa reynt að hafa samband við vitni í gegnum síma, milliliði og með dulkóðaða samskiptaforritinu WhatsApp. New York Times segir að eitt vitnanna hafi sagt alríkislögreglunni FBI að Manafort hafi reynt að fá það til að bera ljúgvitni. Tvö vitni eru sögð hafa veitt FBI upplýsingar um skilaboð sem þau fengu frá Manafort. Vitnin tengjast áskökunum um að Manafort hafi skipulagt almannatengslaherferð fyrir úkraínsk stjórnvöld þar sem hann fékk evrópska fyrrverandi stjórnmálamenn til að tala máli Austur-Evrópulandsins. Manafort á að hafa reynt að hafa samband við Evrópumennina til að segja þeim að bera vitni um að þeir hafi aðeins unnið í Evrópu, ekki Bandaríkjunum eins og saksóknarar halda fram.Faldi málafylgjustörfin fyrir bandarískum yfirvöldum og skattinum Ákærurnar á hendur Manafort varða meðal annars að hann hafi starfað sem málafylgjumaður erlends ríkis án þess að gera grein fyrir þeim störfum við bandarísk yfirvöld eins og lög kveða á um. Hann er einnig sakaður um að hafa peningaþvætti og skattsvik í tengslum við greiðslurnar sem hann fékk fyrir störf sín sem málafylgjumaður. Hann var kosningastjóri Trump um fimm mánaða skeið fram í ágúst árið 2016. Eftir að ásakanir komu fram um að Manafort hefði þegið milljónir á laun frá ríkisstjórn Viktors Janúkóvitsj í Úkraínu steig hann til hliðar. Rick Gates, viðskiptafélagi Manafort til fjölda ára, hélt hins vegar áfram störfum sem aðstoðarkosningastjóri framboðsins og síðar fyrir undirbúningsnefnd fyrir valdatöku Trump. Hann var einnig ákærður en náði samkomulagi við saksóknara um að veita þeim upplýsingar. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hefur ákært 22 á fyrsta ári rannsóknar Sérstakur saksóknari hefur rannsakað meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa. Rannsóknin leitt af sér ákærur á hendur nítján einstaklingum og þremur fyrirtækjum. Stóru spurningunni enn ósvarað og þrátt fyrir þrýsting Trump-liða heldur rannsókn áfram. 18. maí 2018 06:00 Dómari neitar að vísa frá máli gegn fyrrverandi kosningastjóra Trump Lögmenn Pauls Manafort höfðu haldið því fram að saksóknarar hefðu gengið lengra en umboð þeirra frá dómsmálaráðuneytinu leyfði. 16. maí 2018 10:22 Kosningastjóri Trump samþykkti leyniaðgerðir fyrir úkraínskan forseta Skuggaáróðursherferðin fól meðal annars í sér árásir á Hillary Clinton sem þá var utanríkisráðherra Bandaríkjanna og hafði gagnrýnt úkraínsku ríkisstjórnina. 5. apríl 2018 16:15 Fyrrverandi tengdasonur aðstoðar við rannsókn á Manafort Fyrrverandi tengdasonur Paul Manafort, sem eitt sinn var kosningastjóri Donald Trump, er sagður hafa náð samkomulagi við saksóknara vestanhafs sem kveður á um samstarfsvilja hans í tengslum við rannsókn á meintum brotum Manafort. 18. maí 2018 07:50 Mest lesið Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grautfúl að tapa forsetakosningunum Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Saksóknarar hafa sakað Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta, um að reyna að hafa áhrif á vitni í máli þar sem hann er ákærður fyrir skattsvik og peningaþvætti. Þeir hafa beðið dómara um að skoða hvort að Manafort verði látinn sitja inni þar til réttað verður yfir honum. Manafort er sagður hafa reynt að hafa samband við vitni í gegnum síma, milliliði og með dulkóðaða samskiptaforritinu WhatsApp. New York Times segir að eitt vitnanna hafi sagt alríkislögreglunni FBI að Manafort hafi reynt að fá það til að bera ljúgvitni. Tvö vitni eru sögð hafa veitt FBI upplýsingar um skilaboð sem þau fengu frá Manafort. Vitnin tengjast áskökunum um að Manafort hafi skipulagt almannatengslaherferð fyrir úkraínsk stjórnvöld þar sem hann fékk evrópska fyrrverandi stjórnmálamenn til að tala máli Austur-Evrópulandsins. Manafort á að hafa reynt að hafa samband við Evrópumennina til að segja þeim að bera vitni um að þeir hafi aðeins unnið í Evrópu, ekki Bandaríkjunum eins og saksóknarar halda fram.Faldi málafylgjustörfin fyrir bandarískum yfirvöldum og skattinum Ákærurnar á hendur Manafort varða meðal annars að hann hafi starfað sem málafylgjumaður erlends ríkis án þess að gera grein fyrir þeim störfum við bandarísk yfirvöld eins og lög kveða á um. Hann er einnig sakaður um að hafa peningaþvætti og skattsvik í tengslum við greiðslurnar sem hann fékk fyrir störf sín sem málafylgjumaður. Hann var kosningastjóri Trump um fimm mánaða skeið fram í ágúst árið 2016. Eftir að ásakanir komu fram um að Manafort hefði þegið milljónir á laun frá ríkisstjórn Viktors Janúkóvitsj í Úkraínu steig hann til hliðar. Rick Gates, viðskiptafélagi Manafort til fjölda ára, hélt hins vegar áfram störfum sem aðstoðarkosningastjóri framboðsins og síðar fyrir undirbúningsnefnd fyrir valdatöku Trump. Hann var einnig ákærður en náði samkomulagi við saksóknara um að veita þeim upplýsingar.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hefur ákært 22 á fyrsta ári rannsóknar Sérstakur saksóknari hefur rannsakað meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa. Rannsóknin leitt af sér ákærur á hendur nítján einstaklingum og þremur fyrirtækjum. Stóru spurningunni enn ósvarað og þrátt fyrir þrýsting Trump-liða heldur rannsókn áfram. 18. maí 2018 06:00 Dómari neitar að vísa frá máli gegn fyrrverandi kosningastjóra Trump Lögmenn Pauls Manafort höfðu haldið því fram að saksóknarar hefðu gengið lengra en umboð þeirra frá dómsmálaráðuneytinu leyfði. 16. maí 2018 10:22 Kosningastjóri Trump samþykkti leyniaðgerðir fyrir úkraínskan forseta Skuggaáróðursherferðin fól meðal annars í sér árásir á Hillary Clinton sem þá var utanríkisráðherra Bandaríkjanna og hafði gagnrýnt úkraínsku ríkisstjórnina. 5. apríl 2018 16:15 Fyrrverandi tengdasonur aðstoðar við rannsókn á Manafort Fyrrverandi tengdasonur Paul Manafort, sem eitt sinn var kosningastjóri Donald Trump, er sagður hafa náð samkomulagi við saksóknara vestanhafs sem kveður á um samstarfsvilja hans í tengslum við rannsókn á meintum brotum Manafort. 18. maí 2018 07:50 Mest lesið Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grautfúl að tapa forsetakosningunum Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Hefur ákært 22 á fyrsta ári rannsóknar Sérstakur saksóknari hefur rannsakað meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa. Rannsóknin leitt af sér ákærur á hendur nítján einstaklingum og þremur fyrirtækjum. Stóru spurningunni enn ósvarað og þrátt fyrir þrýsting Trump-liða heldur rannsókn áfram. 18. maí 2018 06:00
Dómari neitar að vísa frá máli gegn fyrrverandi kosningastjóra Trump Lögmenn Pauls Manafort höfðu haldið því fram að saksóknarar hefðu gengið lengra en umboð þeirra frá dómsmálaráðuneytinu leyfði. 16. maí 2018 10:22
Kosningastjóri Trump samþykkti leyniaðgerðir fyrir úkraínskan forseta Skuggaáróðursherferðin fól meðal annars í sér árásir á Hillary Clinton sem þá var utanríkisráðherra Bandaríkjanna og hafði gagnrýnt úkraínsku ríkisstjórnina. 5. apríl 2018 16:15
Fyrrverandi tengdasonur aðstoðar við rannsókn á Manafort Fyrrverandi tengdasonur Paul Manafort, sem eitt sinn var kosningastjóri Donald Trump, er sagður hafa náð samkomulagi við saksóknara vestanhafs sem kveður á um samstarfsvilja hans í tengslum við rannsókn á meintum brotum Manafort. 18. maí 2018 07:50