Sérstaða Kvennahreyfingarinnar Sóley Tómasdóttir skrifar 23. maí 2018 11:35 Kvenfrelsi er eitt umdeildasta viðfangsefni stjórnmálanna. Raunar er það svo umdeilt að það ríkir varla sátt um að kvenfrelsi eigi að vera viðfangsefni stjórnmálanna yfir höfuð. Þó flestir flokkar hafi búið sér til einhvers konar kvenfrelsisstefnu og sett sér einhver markmið í átt að jafnrétti er langt í land að þeir séu femíniskir í grunni. Sömu sögu er að segja um stjórnmálafólk, þó flest segist þau vera femínistar, „læki“ druslugönguna og taki andköf af aðdáun á konunum í #metoo í stöðuuppfærslum á Facebook er aðeins lítið brot þeirra sem beitir sér af krafti fyrir femínískum umbótum í samfélaginu.Þetta fólk Með þessu er ég ekki að segja að það séu ekki femínistar í öllum flokkum, því fer fjarri. Það eru harðduglegir og róttækir femínistar í mörgum flokkum sem hafa sannarlega haft áhrif í samfélaginu. Þetta fólk hefur verið í virku samstarfi við grasrótina, tekið þátt í aktívisma og lagt til umbætur þar sem það á við. Það er þetta fólk sem hefur sennilega skrifað kvenfrelsisáætlanirnar, sett markmiðin og sannfært flokkana sína um að það sé mikilvægt að hafa þessi mál á dagskrá. Það er þetta fólk sem minnir á stefnurnar og markmiðin með reglulegu millibili og passar uppá að þau týnist ekki innanum borgarlínur, battavelli og þjóðhagsspár. Það er þetta fólk sem brýnir samstarfsfólk sitt í að taka grasrótina alvarlega og bregðast við. Það er þetta fólk sem rökræðir, útskýrir og sannfærir efasemdarfólk innan flokkanna og það er þetta fólk sem talar fyrir erfiðu málunum í stjórnmálunum. En það er líka þetta fólk sem mætir hörðustu gagnrýninni. Bæði innanflokks og utan. Aleitt.Mótstaðan Femínískar stjórnmálakonur eru berskjaldaðari en aðrar stjórnmálakonur, sem þó liggja mun betur við höggi en stjórnmálakarlar. Þó stjórnmálin séu iðkuð í miklu átakaumhverfi og stjórnmálafólk mæti oft harðri gagnrýni er ekkert sem jafnst á við hörkuna sem mætir konum þegar þær setja femínísk málefni í forgrunn. Kolbrún Halldórsdóttir var úthrópuð á torgum um margra ára skeið fyrir að leggja til bann við kaupum á vændi. Í dag er Heiða Björg Hilmisdóttir rægð í fjölmiðlum fyrir að standa með þolendum ofbeldis. Sjálf á ég margar miður fallegar minningar frá þeim 10 árum sem ég starfaði í stjórnmálum. Þetta eru aðeins örfá dæmi af mörgum. Mótstaðan snýst ekki aðeins um þau afmörkuðu mál sem lögð eru til hverju sinni. Hún er byggð á ótta við að femínísminn verði viðtekin hugmyndafræði og að þessar konur sem hafa nægilegan kjark til að fara á móti straumnum komi til með að umbylta valdajafnvægi samfélagsins. Mótstaðan kemur jafnt úr röðum samherja innan hinna hefðbundnu stjórnmálaflokka sem óttast að femínisminn taki nú yfir stefnu og áherslur á kostnað annarra mikilvægari mála og frá almenningi sem óttast að sönnunarbyrði verði snúið við í nauðgunarmálum og konur yfirtaki stjórnunarstöður í samfélaginu.Hefðbundir stjórnmálaflokkar Femínisminn setur hina hefðbundnu stjórnmálaflokka í klemmu. Klemman snýst um að mjög ákveðinn og sístækkandi hópur í samfélaginu krefst aukins kvenfrelsis, en mótstaðan er umtalsverð á sama tíma. Að mæta kröfum um raunverulega femínískar og róttækar aðgerðir er áhætta þar sem það getur aukið fylgi hjá afmörkuðum hópi en minnkað það hjá öðrum og enginn veit nákvæmlega hver heildarútkoman yrði. Þess vegna haga hinir hefðbundnu stjórnmálaflokkar málum þannig að fela ákveðnum fulltrúum að dekka femínísk áherslumál á opinberum vettvangi á meðan aðrir sinna hinum hefðbundnu viðfangsefnum. Þessir tilteknu fulltrúar njóta trausts og hyllis meðal femínískra kjósenda en mæta líka mótlæti hinna. Sem einstaklingar. Aleinir. Engir af hinum hefðbundnu stjórnmálaflokkum hafa talað einum rómi um róttækustu kvenfrelsisáherslurnar. Aðeins einn frambjóðandi Samfylkingarinnar hefur farið í viðtöl í fjölmiðlum vegna mikilvægis þess að standa með þolendum heimilisofbeldis gegn ásökunum um tálmanir. Kolbrún Halldórsdóttir var sú eina sem rökstuddi bann við kaupum á vændi á opinberum vettvangi. Sjálf hef ég oft upplifað mig aleina þegar ég hef talað fyrir umdeildum umbótum í þágu kvenna, sérstaklega í umræðum um klámvæðingu og kynbundið ofbeldi. Stuðningurinn er á persónulegum nótum, en samherjarnir þora sjaldan að styðja konurnar á opinberum vettvangi, hvað þá að taka slaginn með þeim.Kvennahreyfing Þá erum við komin að sérstöðu Kvennahreyfingarinnar. Hún snýst nefnilega ekki endilega um að fjölga konum í borgarstjórn heldur snýst hún um að fjölga þeim röddum sem þora, geta og vilja. Þar er komið fram heilt stjórnmálaafl sem er tilbúið í sameiningu að taka þessi erfiðu mál í fangið, þar sem þær eru tilbúnar að tala allar og styðja hverja aðra þegar á móti blæs, jafnt opinberlega sem persónulega. Þær styðja ekki bara hverja aðra, heldur líka hinar femínísku konurnar, sama hvar í flokki þær standa. Það er eftirtektarvert að Kvennahreyfingin lýsti opinberlega yfir stuðningi við Heiðu Björgu þremur dögum á undan hennar eigin flokki. Það er eftirtektarvert hvernig allir frambjóðendur Kvennahreyfingarinnar hafa staðið með Nichole Leigh Mosty gegn tilraunum til að draga úr femínískum trúverðugleika hennar í umræðum á samfélagsmiðlum. Kvennahreyfingin reynir ekki að þykjast vera annað en hún er og móta sér stefnu í samfélagslega samþykktum málaflokkum. Kvennahreyfingin var sett á laggirnar til að koma á femínískum umbótum í samfélaginu, hún er tilbúin til að standa og falla með þeim áherslum sínum og hún yrði gríðarlega mikilvægur liðsauki fyrir fólkið sem ég lýsti hér að ofan, næði hún kjöri í borgarstjórn á laugardag. Sem fyrrverandi borgarfulltrúi og femínískur aktívisti án kosningaréttar í Reykjavík hvet ég fólk til að kjósa Kvennahreyfinguna. Þó ég hafi miklar mætur á femínískum frambjóðendum allra flokka er Kvennahreyfingin eina stjórnmálaaflið sem ég treysti til þess að standa við femíníska stefnuskrá sína sem heild og eina stjórmálaaflið sem ég treysti til að standa með femínísku fulltrúum hinna flokkanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Sóley Tómasdóttir Mest lesið „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Kvenfrelsi er eitt umdeildasta viðfangsefni stjórnmálanna. Raunar er það svo umdeilt að það ríkir varla sátt um að kvenfrelsi eigi að vera viðfangsefni stjórnmálanna yfir höfuð. Þó flestir flokkar hafi búið sér til einhvers konar kvenfrelsisstefnu og sett sér einhver markmið í átt að jafnrétti er langt í land að þeir séu femíniskir í grunni. Sömu sögu er að segja um stjórnmálafólk, þó flest segist þau vera femínistar, „læki“ druslugönguna og taki andköf af aðdáun á konunum í #metoo í stöðuuppfærslum á Facebook er aðeins lítið brot þeirra sem beitir sér af krafti fyrir femínískum umbótum í samfélaginu.Þetta fólk Með þessu er ég ekki að segja að það séu ekki femínistar í öllum flokkum, því fer fjarri. Það eru harðduglegir og róttækir femínistar í mörgum flokkum sem hafa sannarlega haft áhrif í samfélaginu. Þetta fólk hefur verið í virku samstarfi við grasrótina, tekið þátt í aktívisma og lagt til umbætur þar sem það á við. Það er þetta fólk sem hefur sennilega skrifað kvenfrelsisáætlanirnar, sett markmiðin og sannfært flokkana sína um að það sé mikilvægt að hafa þessi mál á dagskrá. Það er þetta fólk sem minnir á stefnurnar og markmiðin með reglulegu millibili og passar uppá að þau týnist ekki innanum borgarlínur, battavelli og þjóðhagsspár. Það er þetta fólk sem brýnir samstarfsfólk sitt í að taka grasrótina alvarlega og bregðast við. Það er þetta fólk sem rökræðir, útskýrir og sannfærir efasemdarfólk innan flokkanna og það er þetta fólk sem talar fyrir erfiðu málunum í stjórnmálunum. En það er líka þetta fólk sem mætir hörðustu gagnrýninni. Bæði innanflokks og utan. Aleitt.Mótstaðan Femínískar stjórnmálakonur eru berskjaldaðari en aðrar stjórnmálakonur, sem þó liggja mun betur við höggi en stjórnmálakarlar. Þó stjórnmálin séu iðkuð í miklu átakaumhverfi og stjórnmálafólk mæti oft harðri gagnrýni er ekkert sem jafnst á við hörkuna sem mætir konum þegar þær setja femínísk málefni í forgrunn. Kolbrún Halldórsdóttir var úthrópuð á torgum um margra ára skeið fyrir að leggja til bann við kaupum á vændi. Í dag er Heiða Björg Hilmisdóttir rægð í fjölmiðlum fyrir að standa með þolendum ofbeldis. Sjálf á ég margar miður fallegar minningar frá þeim 10 árum sem ég starfaði í stjórnmálum. Þetta eru aðeins örfá dæmi af mörgum. Mótstaðan snýst ekki aðeins um þau afmörkuðu mál sem lögð eru til hverju sinni. Hún er byggð á ótta við að femínísminn verði viðtekin hugmyndafræði og að þessar konur sem hafa nægilegan kjark til að fara á móti straumnum komi til með að umbylta valdajafnvægi samfélagsins. Mótstaðan kemur jafnt úr röðum samherja innan hinna hefðbundnu stjórnmálaflokka sem óttast að femínisminn taki nú yfir stefnu og áherslur á kostnað annarra mikilvægari mála og frá almenningi sem óttast að sönnunarbyrði verði snúið við í nauðgunarmálum og konur yfirtaki stjórnunarstöður í samfélaginu.Hefðbundir stjórnmálaflokkar Femínisminn setur hina hefðbundnu stjórnmálaflokka í klemmu. Klemman snýst um að mjög ákveðinn og sístækkandi hópur í samfélaginu krefst aukins kvenfrelsis, en mótstaðan er umtalsverð á sama tíma. Að mæta kröfum um raunverulega femínískar og róttækar aðgerðir er áhætta þar sem það getur aukið fylgi hjá afmörkuðum hópi en minnkað það hjá öðrum og enginn veit nákvæmlega hver heildarútkoman yrði. Þess vegna haga hinir hefðbundnu stjórnmálaflokkar málum þannig að fela ákveðnum fulltrúum að dekka femínísk áherslumál á opinberum vettvangi á meðan aðrir sinna hinum hefðbundnu viðfangsefnum. Þessir tilteknu fulltrúar njóta trausts og hyllis meðal femínískra kjósenda en mæta líka mótlæti hinna. Sem einstaklingar. Aleinir. Engir af hinum hefðbundnu stjórnmálaflokkum hafa talað einum rómi um róttækustu kvenfrelsisáherslurnar. Aðeins einn frambjóðandi Samfylkingarinnar hefur farið í viðtöl í fjölmiðlum vegna mikilvægis þess að standa með þolendum heimilisofbeldis gegn ásökunum um tálmanir. Kolbrún Halldórsdóttir var sú eina sem rökstuddi bann við kaupum á vændi á opinberum vettvangi. Sjálf hef ég oft upplifað mig aleina þegar ég hef talað fyrir umdeildum umbótum í þágu kvenna, sérstaklega í umræðum um klámvæðingu og kynbundið ofbeldi. Stuðningurinn er á persónulegum nótum, en samherjarnir þora sjaldan að styðja konurnar á opinberum vettvangi, hvað þá að taka slaginn með þeim.Kvennahreyfing Þá erum við komin að sérstöðu Kvennahreyfingarinnar. Hún snýst nefnilega ekki endilega um að fjölga konum í borgarstjórn heldur snýst hún um að fjölga þeim röddum sem þora, geta og vilja. Þar er komið fram heilt stjórnmálaafl sem er tilbúið í sameiningu að taka þessi erfiðu mál í fangið, þar sem þær eru tilbúnar að tala allar og styðja hverja aðra þegar á móti blæs, jafnt opinberlega sem persónulega. Þær styðja ekki bara hverja aðra, heldur líka hinar femínísku konurnar, sama hvar í flokki þær standa. Það er eftirtektarvert að Kvennahreyfingin lýsti opinberlega yfir stuðningi við Heiðu Björgu þremur dögum á undan hennar eigin flokki. Það er eftirtektarvert hvernig allir frambjóðendur Kvennahreyfingarinnar hafa staðið með Nichole Leigh Mosty gegn tilraunum til að draga úr femínískum trúverðugleika hennar í umræðum á samfélagsmiðlum. Kvennahreyfingin reynir ekki að þykjast vera annað en hún er og móta sér stefnu í samfélagslega samþykktum málaflokkum. Kvennahreyfingin var sett á laggirnar til að koma á femínískum umbótum í samfélaginu, hún er tilbúin til að standa og falla með þeim áherslum sínum og hún yrði gríðarlega mikilvægur liðsauki fyrir fólkið sem ég lýsti hér að ofan, næði hún kjöri í borgarstjórn á laugardag. Sem fyrrverandi borgarfulltrúi og femínískur aktívisti án kosningaréttar í Reykjavík hvet ég fólk til að kjósa Kvennahreyfinguna. Þó ég hafi miklar mætur á femínískum frambjóðendum allra flokka er Kvennahreyfingin eina stjórnmálaaflið sem ég treysti til þess að standa við femíníska stefnuskrá sína sem heild og eina stjórmálaaflið sem ég treysti til að standa með femínísku fulltrúum hinna flokkanna.
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun