Spá minnkandi iPhone-sölu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. maí 2018 06:00 iPhone X er einkar laglegur sími, en Apple virðist vera í vandræðum með að koma honum í hendur neytenda. Vísir/epa Apple sér í fyrsta sinn fram á samdrátt í sölu iPhone-snjallsíma í Bandaríkjunum. Þetta sögðu greinendur sem tæknifréttasíðan Cnet ræddi við í gær og töldu þeir jafnframt að nýjasta símanum í vörulínunni, iPhone X, væri um að kenna. Þetta er þveröfugt við þær spár sem settar voru fram þegar síminn var fyrst kynntur. Þótti greinendum þá líklegt að ný hönnun iPhone X „væri framtíðin“. Vonast var til þess að iPhone X myndi drífa staðnandi snjallsímamarkað áfram en markaðurinn minnkaði í fyrsta sinn á síðasta ársfjórðungi 2017. „Það verður augljósara með hverjum deginum að Apple á við vaxtarverki að stríða. Fyrirtækið er fórnarlamb eigin velgengni,“ sagði Andrew Uerkwitz, greinandi hjá fjárfestingarbankanum Oppenheimer. Sagði jafnframt að sala á Apple Watch, AirPods og Apple Music hafi valdið vonbrigðum. Undanfarna daga hafa birgjar Apple, til að mynda Samsung, TSMC, AMS og SK Hynix, er sjá fyrirtækinu fyrir íhlutum í iPhone-símana, talað um minnkandi eftirspurn. Þykir greinendum það benda til þess að Apple sé að draga úr framleiðslu iPhone X. Apple Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Apple sér í fyrsta sinn fram á samdrátt í sölu iPhone-snjallsíma í Bandaríkjunum. Þetta sögðu greinendur sem tæknifréttasíðan Cnet ræddi við í gær og töldu þeir jafnframt að nýjasta símanum í vörulínunni, iPhone X, væri um að kenna. Þetta er þveröfugt við þær spár sem settar voru fram þegar síminn var fyrst kynntur. Þótti greinendum þá líklegt að ný hönnun iPhone X „væri framtíðin“. Vonast var til þess að iPhone X myndi drífa staðnandi snjallsímamarkað áfram en markaðurinn minnkaði í fyrsta sinn á síðasta ársfjórðungi 2017. „Það verður augljósara með hverjum deginum að Apple á við vaxtarverki að stríða. Fyrirtækið er fórnarlamb eigin velgengni,“ sagði Andrew Uerkwitz, greinandi hjá fjárfestingarbankanum Oppenheimer. Sagði jafnframt að sala á Apple Watch, AirPods og Apple Music hafi valdið vonbrigðum. Undanfarna daga hafa birgjar Apple, til að mynda Samsung, TSMC, AMS og SK Hynix, er sjá fyrirtækinu fyrir íhlutum í iPhone-símana, talað um minnkandi eftirspurn. Þykir greinendum það benda til þess að Apple sé að draga úr framleiðslu iPhone X.
Apple Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira