Stórfelldur, þaulskipulagður og sögulegur þjófnaður á sér stað á Íslandi þar sem verðmæti þýfisins nemur rúmlega 200 milljónum króna hið minnsta. Óttast er að lykilaðili í málinu, sem er undir rökstuddum grun um að hafa skipulagt brotin og er ekki samvinnuþýður, reyni að koma sér úr landi. Þrátt fyrir það er tekin sú ákvörðun að vista fangann, með fimmtán ára sakaferil að baki, í opnu fangelsi. Fanginn flýr út um glugga og tekur næstu flugvél til Svíþjóðar. Þremur sólarhringum síðar hafa lögregluyfirvöld enga hugmynd um hvar Sindra Þór Stefánsson er að finna. Hann telur sig geta verið á flótta eins lengi og hann vilij. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir Fangelsismálastofnun hafa tekið þá ákvörðun að flytja Sindra Þór í opið fangelsi. Því hafi verið mótmælt. Fangelsismálastjóri segir enga strokahættu hafa verið á ferðinni en ótti við að Sindri færi úr landi var forsenda lögreglu fyrir því að hafa hann í gæsluvarðhaldi. 600 tölvum var stolið úr þremur gagnaverum. Þær eru ófundnar, gætu verið farnar úr landi eða nýttar í ólöglega gagnaveri hér á landi. Ónefndur eigandi tölvubúnaðarins hefur lofað fundarlaunum geti einhver vísað á hina brotlegu í málinu. Málið er allt hið athyglisverðasta og virðist Sindri Þór hafa spilað á fangelsismálayfirvöld í vel skipulögðum flótta sínum.Fyrsta innbrotið í Gagnaver átt sér stað í Ásbrú í Reykjanesbæ.VísirÞrjú innbrot og ein tilraun á sex vikum Upphaf málsins má rekja til aðfaranætur 6. desember þegar brotist var inn í gagnaver að Ásbrú í Reykjanesbæ og tölvubúnaði stolið að verðmæti 20 milljónum króna. Um var að ræða 600 skjákort, 100 aflgjafa, 100 móðurborð, 100 minniskubba og 100 örgjörva en búnaðurinn var allur glænýr. Það var þó ekki fyrr en tíu dögum síðar sem lögreglustjórinn á Suðurnesjum sendi frá sér tilkynningu þar sem greint var frá þjófnaðinum og óskað eftir upplýsingum frá almenningi. Þann 15. desember var svo brotist inn í annað gagnaver á Vesturlandi. Lögregla á Vesturlandi auglýsti þó eftir blárri Volkswagen Transporter sendibifreið þann 22. desember vegna umfangsmikils þjófnaðar á tölvubúnaði. Lögreglan í Borgarnesi staðfesti við Vísi viku síðar að bíllinn hefði fundist en hið sama væri ekki að segja um tölvubúnaðinn. Engar frekari upplýsingar vildi lögregla veita á því stigi málsins en nú er ljóst að þar var um innbrot númer tvö að ræða. Þriðja innbrotið í gagnaver átti sér svo stað á Fitjum í Reykjanesbæ aðfaranótt 16. janúar þar sem stolið var búnaði að verðmæti um 100 milljónum króna. Var þá heildarverðmæti þýfisins komið upp í rúmar 200 milljónir króna.Eyjólfur Magnús, forstjóri gagnavera Advania, segir að engin gögn hafi fundist í þeim tölvubúnaði sem stolið var af fyrirtækinu.Vísir/Anton BrinkBúnaður til að grafa eftir Bitcoin Upplýsingar um þriðja innbrotið komu ekki fram í fjölmiðlum fyrr en rúmum mánuði síðar eða þann 21. febrúar. Þá höfðu fjórir karlmenn verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald grunaðir um aðild að þjófnuðunum þremur sem talið var að tengdust. Tveir voru enn í gæsluvarðhaldi á þessu stigi málsins. Annar þeirra er strokufanginn Sindri Þór Stefánsson sem var í gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar þangað til hann flúði. Hluti af þriðja innbrotinu var í gagnaver í eigu Advania og sagði Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri gagnavera Advania, að tjónið væri aðeins fólgið í búnaðinum sem stolið hefði verið. Engin gögn hefðu verið í þeim búnaði sem hefði verið tekinn. Líkt og í fyrsta innbrotinu var verið að koma gagnaverinu á koppinn þegar þjófarnir létu til skarar skríða. Forstjórinn sagðist ekki geta upplýst um hvers kyns búnaði var stolið en síðar hefur komið fram að um er að ræða sérstakan tölvubúnað ætlaðan til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin. Verðmæti þess búnaðar sem stolið var af Advania áætlaði Eyjólfur Magnús að næmi 40-50 milljónum króna. Ísland er orðinn vinsæll staður til að reka gagnaver og grafa eftir rafmynt vegna lágs raforkuverðs og kalds loftslags. Talið er líklegt að gagnaver muni taka fram úr heimilum landsins á þessu ári þegar kemur að orkunotkun.Þótti sárt að sjá að baki öryggisverðinum Í tilfelli gagnavers Advania náðist innbrotið á upptöku og voru níu manns handtekin og yfirheyrð en fjórir úrskurðair í gæsluvarðhald. Kom í ljós að starfsmaður Öryggismiðstöðvarinnar hafði að öllum líkindum aðstoðað þjófana við að athafna sig þegar þeir brutust inn. Öryggisverðinum var sagt upp í kjölfarið en hann var sagður eiga flekklausan feril að baki. „Það er því afar sárt að sjá viðkomandi aðila taka svo alvarlegar og rangar ákvarðanir,“ sagði í tilkynningu frá Öryggismiðstöðinni þann 21. febrúar.Sindri keypti sér miða til Svíþjóðar, greiddi með eigin korti en bókaði á nafni annars manns.Vísir/Jóhann K. JóhannssonFjölmargar ábendingar en engu nær um búnaðinn Síðan hefur lögregla rannsakað málið enn er engu nær hvar búnaðinn er að finna. Þann 25. mars sendi lögreglan á Suðurnesjum frá sér tilkynningu þess efnis að sex milljónum króna væri heitið hverjum þeim sem gæti veitt áreiðanlegar upplýsingar um hvar tölvubúnaðinn væri að finna. Lögfræðistofa nokkur færi með málið fyrir hönd eigenda búnaðarins. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, hefur síðan sagt að fjölmargar ábendingar hafi borist síðan en engar sem vísað hafi á búnaðinn. Lögreglan á Suðurnesjum vaknaði svo upp við vondan draum klukkan átta að morgni þann 17. apríl þegar þær upplýsingar bárust frá opna fangelsinu Sogni að Sindri Þór Stefánsson, sem grunaður væri um að hafa skipulagt þjófnaðinn, hefði strokið úr fangelsinu. Nokkrum tímum seinna var ljóst að Sindri Þór hefði komist til Svíþjóðar með flugvél Icelandair og síðan hefur ekkert til hans spurst.Þorgils Þorgilsson, verjandi Sindra Þórs Stefánssonar, vissi ekki af yfirlýsingu Sindra þegar Vísir náði af honum tali í morgun.Vísir/ErnirNýlega selt búslóð og ætlaði að flytja úr landi Sú spurning vaknaði fljótlega hvers vegna Sindri Þór hefði verið vistaður í opnu fangelsi. Páll Winkel fangelsismálastjóri hefur sagt að ekkert hefði bent til þess að strokhætta hefði verið í tilfelli Sindra Þórs. Algengt væri að gæsluvarðhaldsfangar væru vistaðir þar. Færi það eftir því hvort þeir væru taldir hættulegir eða líklegur að flýja. Sindri Þór hafi hvorki verið talinn hættulegur né líklegur til að flýja þegar ákveðið var að vista hann á Sogni. Það er í mótsögn við kröfu lögreglustjórans á Suðurnesjum þegar farið var fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Sindra Þór tæpum fjórum vikum fyrr. Aðalkröfu sína um gæsluvarðhald byggði lögreglustjórinn á þeirri staðreynd að um þrjú aðskilin og umfangsmikil þjófnaðarbrot auk einnar tilraunar væri að ræða og einsýnt að Sindri Þór myndi halda áfram brotum sínum. Fyrir liggur að Sindri Þór var yfirheyrður af lögreglu grunaður um aðild að fyrsta innbrotinu áður en hann er talinn hafa komið að tveimur síðar innbrotunum. Varakrafa lögreglustjórans á Suðurnesjum var á því reist að margir ætlaðra samverkamanna Sindra Þórs í málinu dveldu nú í útlöndum. Sindri Þór hefði nýlega selt búslóð sína og verið að flytja úr landi þegar hann var handtekinn. Helgi Gunnlaugsson er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands.Vísir/ValliAfbrotafræðingur undrandi „Af þessum sökum telji lögreglustjóri að ætla megi að kærði muni reyna að komast úr landi eða leynast ellegar koma sér með öðrum hætti undan málsókn eða fullnustu refsingar verði honum ekki gert að sæta gæsluvarðhaldi eða honum bönnuð för af landinu,“ segir í kröfu lögreglustjórans frá 21. mars. Ekki er annað að skilja en að embættið telji einmitt hættu á að Sindri flýi land. Var Sindri Þór úrskurðaður í gæsluvarðhald til 16. apríl. Fyrstu tvo mánuðina var hann á Hólmsheiði en þá tíu síðustu á Sogni. Þar er mikið traust gert til fanga og ljóst að þeir sem ætla sér að flýja frá Sogni tekst það í flestum tilfellum. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur hefur látið hafa eftir sér að það sé afar óvenjulegt að fangi í svo umfangsmiklu glæpamáli sé vistaður í opnu fangelsi. Sömuleiðis vel skipulagður flótti hans enda sé algengast að þeir sem flýi opin fangelsi vilji einfaldlega komast í vímuefni.Sindri Þór sat í gæsluvarðhaldi í um tíu vikur grunaður um aðild að líklega umfangsmesta þjófnaði Íslandssögunnar sem snýr að tölvubúnaði til grafa eftir Bitcoin.Bar fyrir sig geðrænum vanda Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að Fangelsismálasofnun hafi tilkynnt lögreglunni á Suðurnesjum að til stæði að flytja Sindra Þór í opið fangelsi. Því hafi lögregla mótmælt enda óttast að hann myndi flýja. Fangelsismálastofnun hafi engu að síður fært hann í fangelsið Sogni.DV greinir frá því í morgun að blaðið hafi heimildir fyrir því að flótti Sindra Þórs hafi verið þaulskipulagður. Fyrsti liðurinn í því hafi verið sá að komast úr rammgirtu fangelsinu á Hólmsheiði í opið úrræði. Samkvæmt heimildum Vísis bar Sindri Þór fyrir sig geðrænum vandamálum þegar óskað var eftir því að vera vistaður á öðrum stað. Einn heimildarmanna DV segir Sindra hafa tjáð fangavörðum að hann heyrði raddir. Ýmislegt bendir til þess að Sindri Þór hafi spilað á fangelsismálayfirvöld.Sindri hefur opnað sig um fíkniefnavanda sinn, í viðtali á Pressunni í sambandi við fjáröflun SÁÁ árið 2013. Síðan hefur hann hlotið dóm fyrir ræktun og sölu en samkvæmt heimildum Vísis telja þeir sem til þekkja hann ekki hafa verið í neyslu. Geðræn vandamál hafa aldrei borið á góma.„Get verið á flótta eins lengi og ég vil“ „Ég get verið á flótta eins lengi og ég vil, ég er kominn í samband við hóp fólks sem gefur mér þak yfir höfuðið, farartæki, þess vegna fölsuð skilríki ef ég vil og peninga til að lifa. Það væri ekkert mál ef ég mundi vilja það, en ég vil heldur og ætla að takast á við þetta heima á Íslandi svo ég kem fljótlega,“ segir í yfirlýsingu Sindra Þórs í morgun. Hann virðist því engar áhyggjur hafa af því að lögregla nái í skottið á honum. Í sömu yfirlýsingu segist Sindri sjá eftir því að hafa flúið. Hann lítur þó svo á að hann hafi verið neyddur til að samþykkja það að vera í fangelsi meðan dómari hugsaði sig um en þá hafi hann átt að vera frjáls ferða sinna. Ólafur Helgi Kjartansson þvertók í morgun fyrir það að Sindri hafi verið frjáls ferða sinna, hann hafi verið í gæsluvarðhaldi og hvergi mátt fara.Verjandi Sindra, Þorgils Þorgilsson, telur að gengið hafi verið of langt er varðaði gæsluvarðhald yfir Sindra Þór og minnir á hve íþyngjandi úrræðið sé. Ekki hefur náðst í Pál Winkel fangelsismálastjóra það sem af er degi en fyrirspurn var send á hann seint í gærkvöldi. Fangelsið Sogni er staðsett í Ölfusi, skammt frá Hveragerði.vísirEiginkona Sindra yfirheyrð Lögreglan á Suðurnesjum hefur yfirheyrt fjóra í tengslum við leitina að Sindra. Af þeim hafa tveir stöðu sakbornings, grunaðir um aðild að flótta hans. Eiginkona Sindra er einn þeirra sem hafa verið yfirheyrðir. Þá hefur lögreglunni ekkert gengið að hafa uppi á leigubílstjóra á grárri skodabifreið sem ók Sindra að flugstöðinni í Keflavík. Lögregla er í samstarfi við Europol og erlend lögregluyfirvöld við leitina að Sindra Þór. Vegabréf hans var afturkallað á miðvikudag en ekki liggur fyrir hvort hann sé með það yfir höfuð. Hann bókaði flugið til Svíþjóðar á nafni annars manns en greiddi með eiginn korti. Lögregla er að meta það hvort óska eigi eftir dómsúrskurði til að fá að skoða kortafærslur Sindra Þórs sem gæti leitt lögreglu á spor Sindra noti hann kortið erlendis. Lögreglu grunar að Sindri Þór haldi til á Spáni.Katrín ásamt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands í Stokkhólmi á þriðjudag.Narendra ModiFangaflug til forsætisráðherra Sindri á sem fyrr segir að brati langan brotaferil. Hann hefur lýst baráttu sinni við fíkniefnadjöfulinn en síðustu dómar yfir honum hafa snúið að ræktun marijúana og sölu á sama efni auk amfetamíns. Hlaut hann tólf mánaða dóm í nóvember, þar af tíu mánuði skilorðsbundna, fyrir umfangsmikla kannabisræktun norðan heiða. Þá hefur það vakið mikla athygli út fyrir landsteinana að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flaug á fund kollega sinna á Norðurlöndunum og forsætisráðherra Indlands í sömu vél Icelandiar og Sindri flúði land með. Ekkert athugavert virðist hafa gerst í flugin fyrir utan það eitt að farþegi tjáði RÚV að Katrín hefði ferðast á almennu farrými. Fréttaskýringar Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30 Samkomulag við Sindra kemur ekki til greina Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir liggja ljóst fyrir að finnist Sindri Þór Stefánsson erlendis þá verði hann handtekinn. 20. apríl 2018 09:40 Telur að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur Sindra Verjandi Sindra Þórs Stefánssonar, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfararnótt þriðjudags, segir að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur skjólstæðingi sínum. 20. apríl 2018 10:01 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent
Stórfelldur, þaulskipulagður og sögulegur þjófnaður á sér stað á Íslandi þar sem verðmæti þýfisins nemur rúmlega 200 milljónum króna hið minnsta. Óttast er að lykilaðili í málinu, sem er undir rökstuddum grun um að hafa skipulagt brotin og er ekki samvinnuþýður, reyni að koma sér úr landi. Þrátt fyrir það er tekin sú ákvörðun að vista fangann, með fimmtán ára sakaferil að baki, í opnu fangelsi. Fanginn flýr út um glugga og tekur næstu flugvél til Svíþjóðar. Þremur sólarhringum síðar hafa lögregluyfirvöld enga hugmynd um hvar Sindra Þór Stefánsson er að finna. Hann telur sig geta verið á flótta eins lengi og hann vilij. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir Fangelsismálastofnun hafa tekið þá ákvörðun að flytja Sindra Þór í opið fangelsi. Því hafi verið mótmælt. Fangelsismálastjóri segir enga strokahættu hafa verið á ferðinni en ótti við að Sindri færi úr landi var forsenda lögreglu fyrir því að hafa hann í gæsluvarðhaldi. 600 tölvum var stolið úr þremur gagnaverum. Þær eru ófundnar, gætu verið farnar úr landi eða nýttar í ólöglega gagnaveri hér á landi. Ónefndur eigandi tölvubúnaðarins hefur lofað fundarlaunum geti einhver vísað á hina brotlegu í málinu. Málið er allt hið athyglisverðasta og virðist Sindri Þór hafa spilað á fangelsismálayfirvöld í vel skipulögðum flótta sínum.Fyrsta innbrotið í Gagnaver átt sér stað í Ásbrú í Reykjanesbæ.VísirÞrjú innbrot og ein tilraun á sex vikum Upphaf málsins má rekja til aðfaranætur 6. desember þegar brotist var inn í gagnaver að Ásbrú í Reykjanesbæ og tölvubúnaði stolið að verðmæti 20 milljónum króna. Um var að ræða 600 skjákort, 100 aflgjafa, 100 móðurborð, 100 minniskubba og 100 örgjörva en búnaðurinn var allur glænýr. Það var þó ekki fyrr en tíu dögum síðar sem lögreglustjórinn á Suðurnesjum sendi frá sér tilkynningu þar sem greint var frá þjófnaðinum og óskað eftir upplýsingum frá almenningi. Þann 15. desember var svo brotist inn í annað gagnaver á Vesturlandi. Lögregla á Vesturlandi auglýsti þó eftir blárri Volkswagen Transporter sendibifreið þann 22. desember vegna umfangsmikils þjófnaðar á tölvubúnaði. Lögreglan í Borgarnesi staðfesti við Vísi viku síðar að bíllinn hefði fundist en hið sama væri ekki að segja um tölvubúnaðinn. Engar frekari upplýsingar vildi lögregla veita á því stigi málsins en nú er ljóst að þar var um innbrot númer tvö að ræða. Þriðja innbrotið í gagnaver átti sér svo stað á Fitjum í Reykjanesbæ aðfaranótt 16. janúar þar sem stolið var búnaði að verðmæti um 100 milljónum króna. Var þá heildarverðmæti þýfisins komið upp í rúmar 200 milljónir króna.Eyjólfur Magnús, forstjóri gagnavera Advania, segir að engin gögn hafi fundist í þeim tölvubúnaði sem stolið var af fyrirtækinu.Vísir/Anton BrinkBúnaður til að grafa eftir Bitcoin Upplýsingar um þriðja innbrotið komu ekki fram í fjölmiðlum fyrr en rúmum mánuði síðar eða þann 21. febrúar. Þá höfðu fjórir karlmenn verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald grunaðir um aðild að þjófnuðunum þremur sem talið var að tengdust. Tveir voru enn í gæsluvarðhaldi á þessu stigi málsins. Annar þeirra er strokufanginn Sindri Þór Stefánsson sem var í gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar þangað til hann flúði. Hluti af þriðja innbrotinu var í gagnaver í eigu Advania og sagði Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri gagnavera Advania, að tjónið væri aðeins fólgið í búnaðinum sem stolið hefði verið. Engin gögn hefðu verið í þeim búnaði sem hefði verið tekinn. Líkt og í fyrsta innbrotinu var verið að koma gagnaverinu á koppinn þegar þjófarnir létu til skarar skríða. Forstjórinn sagðist ekki geta upplýst um hvers kyns búnaði var stolið en síðar hefur komið fram að um er að ræða sérstakan tölvubúnað ætlaðan til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin. Verðmæti þess búnaðar sem stolið var af Advania áætlaði Eyjólfur Magnús að næmi 40-50 milljónum króna. Ísland er orðinn vinsæll staður til að reka gagnaver og grafa eftir rafmynt vegna lágs raforkuverðs og kalds loftslags. Talið er líklegt að gagnaver muni taka fram úr heimilum landsins á þessu ári þegar kemur að orkunotkun.Þótti sárt að sjá að baki öryggisverðinum Í tilfelli gagnavers Advania náðist innbrotið á upptöku og voru níu manns handtekin og yfirheyrð en fjórir úrskurðair í gæsluvarðhald. Kom í ljós að starfsmaður Öryggismiðstöðvarinnar hafði að öllum líkindum aðstoðað þjófana við að athafna sig þegar þeir brutust inn. Öryggisverðinum var sagt upp í kjölfarið en hann var sagður eiga flekklausan feril að baki. „Það er því afar sárt að sjá viðkomandi aðila taka svo alvarlegar og rangar ákvarðanir,“ sagði í tilkynningu frá Öryggismiðstöðinni þann 21. febrúar.Sindri keypti sér miða til Svíþjóðar, greiddi með eigin korti en bókaði á nafni annars manns.Vísir/Jóhann K. JóhannssonFjölmargar ábendingar en engu nær um búnaðinn Síðan hefur lögregla rannsakað málið enn er engu nær hvar búnaðinn er að finna. Þann 25. mars sendi lögreglan á Suðurnesjum frá sér tilkynningu þess efnis að sex milljónum króna væri heitið hverjum þeim sem gæti veitt áreiðanlegar upplýsingar um hvar tölvubúnaðinn væri að finna. Lögfræðistofa nokkur færi með málið fyrir hönd eigenda búnaðarins. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, hefur síðan sagt að fjölmargar ábendingar hafi borist síðan en engar sem vísað hafi á búnaðinn. Lögreglan á Suðurnesjum vaknaði svo upp við vondan draum klukkan átta að morgni þann 17. apríl þegar þær upplýsingar bárust frá opna fangelsinu Sogni að Sindri Þór Stefánsson, sem grunaður væri um að hafa skipulagt þjófnaðinn, hefði strokið úr fangelsinu. Nokkrum tímum seinna var ljóst að Sindri Þór hefði komist til Svíþjóðar með flugvél Icelandair og síðan hefur ekkert til hans spurst.Þorgils Þorgilsson, verjandi Sindra Þórs Stefánssonar, vissi ekki af yfirlýsingu Sindra þegar Vísir náði af honum tali í morgun.Vísir/ErnirNýlega selt búslóð og ætlaði að flytja úr landi Sú spurning vaknaði fljótlega hvers vegna Sindri Þór hefði verið vistaður í opnu fangelsi. Páll Winkel fangelsismálastjóri hefur sagt að ekkert hefði bent til þess að strokhætta hefði verið í tilfelli Sindra Þórs. Algengt væri að gæsluvarðhaldsfangar væru vistaðir þar. Færi það eftir því hvort þeir væru taldir hættulegir eða líklegur að flýja. Sindri Þór hafi hvorki verið talinn hættulegur né líklegur til að flýja þegar ákveðið var að vista hann á Sogni. Það er í mótsögn við kröfu lögreglustjórans á Suðurnesjum þegar farið var fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Sindra Þór tæpum fjórum vikum fyrr. Aðalkröfu sína um gæsluvarðhald byggði lögreglustjórinn á þeirri staðreynd að um þrjú aðskilin og umfangsmikil þjófnaðarbrot auk einnar tilraunar væri að ræða og einsýnt að Sindri Þór myndi halda áfram brotum sínum. Fyrir liggur að Sindri Þór var yfirheyrður af lögreglu grunaður um aðild að fyrsta innbrotinu áður en hann er talinn hafa komið að tveimur síðar innbrotunum. Varakrafa lögreglustjórans á Suðurnesjum var á því reist að margir ætlaðra samverkamanna Sindra Þórs í málinu dveldu nú í útlöndum. Sindri Þór hefði nýlega selt búslóð sína og verið að flytja úr landi þegar hann var handtekinn. Helgi Gunnlaugsson er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands.Vísir/ValliAfbrotafræðingur undrandi „Af þessum sökum telji lögreglustjóri að ætla megi að kærði muni reyna að komast úr landi eða leynast ellegar koma sér með öðrum hætti undan málsókn eða fullnustu refsingar verði honum ekki gert að sæta gæsluvarðhaldi eða honum bönnuð för af landinu,“ segir í kröfu lögreglustjórans frá 21. mars. Ekki er annað að skilja en að embættið telji einmitt hættu á að Sindri flýi land. Var Sindri Þór úrskurðaður í gæsluvarðhald til 16. apríl. Fyrstu tvo mánuðina var hann á Hólmsheiði en þá tíu síðustu á Sogni. Þar er mikið traust gert til fanga og ljóst að þeir sem ætla sér að flýja frá Sogni tekst það í flestum tilfellum. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur hefur látið hafa eftir sér að það sé afar óvenjulegt að fangi í svo umfangsmiklu glæpamáli sé vistaður í opnu fangelsi. Sömuleiðis vel skipulagður flótti hans enda sé algengast að þeir sem flýi opin fangelsi vilji einfaldlega komast í vímuefni.Sindri Þór sat í gæsluvarðhaldi í um tíu vikur grunaður um aðild að líklega umfangsmesta þjófnaði Íslandssögunnar sem snýr að tölvubúnaði til grafa eftir Bitcoin.Bar fyrir sig geðrænum vanda Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að Fangelsismálasofnun hafi tilkynnt lögreglunni á Suðurnesjum að til stæði að flytja Sindra Þór í opið fangelsi. Því hafi lögregla mótmælt enda óttast að hann myndi flýja. Fangelsismálastofnun hafi engu að síður fært hann í fangelsið Sogni.DV greinir frá því í morgun að blaðið hafi heimildir fyrir því að flótti Sindra Þórs hafi verið þaulskipulagður. Fyrsti liðurinn í því hafi verið sá að komast úr rammgirtu fangelsinu á Hólmsheiði í opið úrræði. Samkvæmt heimildum Vísis bar Sindri Þór fyrir sig geðrænum vandamálum þegar óskað var eftir því að vera vistaður á öðrum stað. Einn heimildarmanna DV segir Sindra hafa tjáð fangavörðum að hann heyrði raddir. Ýmislegt bendir til þess að Sindri Þór hafi spilað á fangelsismálayfirvöld.Sindri hefur opnað sig um fíkniefnavanda sinn, í viðtali á Pressunni í sambandi við fjáröflun SÁÁ árið 2013. Síðan hefur hann hlotið dóm fyrir ræktun og sölu en samkvæmt heimildum Vísis telja þeir sem til þekkja hann ekki hafa verið í neyslu. Geðræn vandamál hafa aldrei borið á góma.„Get verið á flótta eins lengi og ég vil“ „Ég get verið á flótta eins lengi og ég vil, ég er kominn í samband við hóp fólks sem gefur mér þak yfir höfuðið, farartæki, þess vegna fölsuð skilríki ef ég vil og peninga til að lifa. Það væri ekkert mál ef ég mundi vilja það, en ég vil heldur og ætla að takast á við þetta heima á Íslandi svo ég kem fljótlega,“ segir í yfirlýsingu Sindra Þórs í morgun. Hann virðist því engar áhyggjur hafa af því að lögregla nái í skottið á honum. Í sömu yfirlýsingu segist Sindri sjá eftir því að hafa flúið. Hann lítur þó svo á að hann hafi verið neyddur til að samþykkja það að vera í fangelsi meðan dómari hugsaði sig um en þá hafi hann átt að vera frjáls ferða sinna. Ólafur Helgi Kjartansson þvertók í morgun fyrir það að Sindri hafi verið frjáls ferða sinna, hann hafi verið í gæsluvarðhaldi og hvergi mátt fara.Verjandi Sindra, Þorgils Þorgilsson, telur að gengið hafi verið of langt er varðaði gæsluvarðhald yfir Sindra Þór og minnir á hve íþyngjandi úrræðið sé. Ekki hefur náðst í Pál Winkel fangelsismálastjóra það sem af er degi en fyrirspurn var send á hann seint í gærkvöldi. Fangelsið Sogni er staðsett í Ölfusi, skammt frá Hveragerði.vísirEiginkona Sindra yfirheyrð Lögreglan á Suðurnesjum hefur yfirheyrt fjóra í tengslum við leitina að Sindra. Af þeim hafa tveir stöðu sakbornings, grunaðir um aðild að flótta hans. Eiginkona Sindra er einn þeirra sem hafa verið yfirheyrðir. Þá hefur lögreglunni ekkert gengið að hafa uppi á leigubílstjóra á grárri skodabifreið sem ók Sindra að flugstöðinni í Keflavík. Lögregla er í samstarfi við Europol og erlend lögregluyfirvöld við leitina að Sindra Þór. Vegabréf hans var afturkallað á miðvikudag en ekki liggur fyrir hvort hann sé með það yfir höfuð. Hann bókaði flugið til Svíþjóðar á nafni annars manns en greiddi með eiginn korti. Lögregla er að meta það hvort óska eigi eftir dómsúrskurði til að fá að skoða kortafærslur Sindra Þórs sem gæti leitt lögreglu á spor Sindra noti hann kortið erlendis. Lögreglu grunar að Sindri Þór haldi til á Spáni.Katrín ásamt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands í Stokkhólmi á þriðjudag.Narendra ModiFangaflug til forsætisráðherra Sindri á sem fyrr segir að brati langan brotaferil. Hann hefur lýst baráttu sinni við fíkniefnadjöfulinn en síðustu dómar yfir honum hafa snúið að ræktun marijúana og sölu á sama efni auk amfetamíns. Hlaut hann tólf mánaða dóm í nóvember, þar af tíu mánuði skilorðsbundna, fyrir umfangsmikla kannabisræktun norðan heiða. Þá hefur það vakið mikla athygli út fyrir landsteinana að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flaug á fund kollega sinna á Norðurlöndunum og forsætisráðherra Indlands í sömu vél Icelandiar og Sindri flúði land með. Ekkert athugavert virðist hafa gerst í flugin fyrir utan það eitt að farþegi tjáði RÚV að Katrín hefði ferðast á almennu farrými.
Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30
Samkomulag við Sindra kemur ekki til greina Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir liggja ljóst fyrir að finnist Sindri Þór Stefánsson erlendis þá verði hann handtekinn. 20. apríl 2018 09:40
Telur að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur Sindra Verjandi Sindra Þórs Stefánssonar, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfararnótt þriðjudags, segir að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur skjólstæðingi sínum. 20. apríl 2018 10:01