Dularfullur Kim undir smásjá bandarískra spæjara Birgir Olgeirsson skrifar 26. apríl 2018 08:32 Donald Trump og Kim Jong Un eiga fyrir höndum einn mikilvægasta fund frá Kalda stríðinu sjálfu að sögn Reuters. Vísir/Getty Bandaríska leyniþjónustan reynir nú af öllum mætti að safna nægum upplýsingum um Kim Jong Un, leiðtoga Norður Kóreu, til að veita Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, forskot í fyrirhuguðum viðræðum þeirra.Greint er frá þessu á vef Reuters en þar segir að fundur þessara tveggja leiðtoga sé einn sá allra mikilvægasti frá Kalda stríðinu. Það sem kemur hins vegar fram í umfjöllun Reuters er að það hefur reynst leyniþjónustunni í Bandaríkjunum erfitt að átta sig á Kim Jong Un því fáir viti mikið um hann.Reuters segir langa hefð fyrir þessu í Bandaríkjunum, að útvega forsetunum skýrslur um allt sem þeir þurfa að vita um erlenda leiðtoga til að ná forskoti gagnvart þeim.Kim Jong-un fagnar einu af mörgum tilraunaskotum ríkisins með kjarnorkuflaugar.Nordicphotos/AFP„Klár gaur“ Þegar kemur að Kim Jong Un þurfa þeir að mestu að reiða sig á stjórnanda bandarísku leyniþjónustunnar, Mike Pompeo, sem var sá fyrsti úr stjórn Donalds Trump til að hitta Kim Jong Un. Sá fundur átti sér stað fyrir nokkrum vikum en þegar Pompeo sneri aftur frá Pyongyang, höfuðborg Norður Kóreu, sagði hann Kim Jong Un vera „kláran gaur“ sem hefur undirbúið sig vel fyrir fundinn með Trump. Þá hefur leyniþjónustan einnig safnað upplýsingum frá fyrrverandi körfuknattleiksmanninum Dennis Rodman, fyrrverandi bekkjarfélaga Kim í Sviss og frá suður kóreskum sendinefndum. Þegar Kim tók við Norður Kóreu fyrir sjö árum taldi bandaríska leyniþjónustan að hann yrði ekki lengi við völd. Reuters segir að sú spá hafi breyst og nú sé litið á Kim sem skarpan en vægðarlausan stjórnanda.Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu.Vísir/AFPÓvæntur kúrs kom á óvart Það kom til að mynda bandarískum sérfræðingum á óvart hversu fimlega Kim skipti um kúrs, eða frá því að ætla kjarnorkuvopnavæða Norður Kóreu yfir í nærgætnari nálgun til að ná sáttum við vesturlönd.Reuters segir sérfræðinga telja Kim vera í raun mun skynsamari en fólk geri sér almennt grein fyrir og fjarri því að vera vitleysingur, eins og Trump lýsti honum eitt sinn. Í grein Reuters er Kim sagður þrá alþjóðlega virðingu en aðalmarkmið hans sé að tryggja framtíð Norður Kóreu og varðveita arfleið fjölskyldu hans.Mike Pompeo er háttsettasti bandaríski embættistmaður sem fundað hefur með stjórnvöldum í Norður-Kóreu í háa herrans tíð.Vísir/GettyVægðarlaus en heillandi Hann er sagður vægðarlaus að því leyti að hann lét taka ættingja sína af lífi, er sagður frekar heillandi líkt og afi sinn, Kim Il Sung, á meðan faðir hans, Kim Jong Il var frekar feiminn þegar kom að sviðsljósi. Sérfræðingarnir telja Kim afar umhugað um álit alþjóðasamfélagsins á honum, og þess vegna hafi hann meðal annars sent systur sína á Vetrarólympíuleikana í Suður Kóreu og leyft suður kóreskri sendinefnd að hitta eiginkonu sína í mars síðastliðnum. Upplýsingasöfnunin er sögð eiga eftir að reynast bandarísku leyniþjónustunni erfið og munu því fylgjast ítarlega með fundi Kim Jong Un og forseta Suður Kóreu á morgun.Reuters bendir á annað vandamál sem bandaríska leyniþjónustan stendur frammi fyrir, en það er hversu mikið af upplýsingum á að veita Trump sem er sagður hafa litla þolinmæði fyrir löngum fundum og skýrslum. Þá vilja þeir einnig reyna að sannfæra Trump um að treysta ekki eingöngu á innsæi sitt þegar kemur að samskiptum sínum við Kim Jong Un. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.Vísir/AFP Norður-Kórea Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Fleiri fréttir Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Sjá meira
Bandaríska leyniþjónustan reynir nú af öllum mætti að safna nægum upplýsingum um Kim Jong Un, leiðtoga Norður Kóreu, til að veita Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, forskot í fyrirhuguðum viðræðum þeirra.Greint er frá þessu á vef Reuters en þar segir að fundur þessara tveggja leiðtoga sé einn sá allra mikilvægasti frá Kalda stríðinu. Það sem kemur hins vegar fram í umfjöllun Reuters er að það hefur reynst leyniþjónustunni í Bandaríkjunum erfitt að átta sig á Kim Jong Un því fáir viti mikið um hann.Reuters segir langa hefð fyrir þessu í Bandaríkjunum, að útvega forsetunum skýrslur um allt sem þeir þurfa að vita um erlenda leiðtoga til að ná forskoti gagnvart þeim.Kim Jong-un fagnar einu af mörgum tilraunaskotum ríkisins með kjarnorkuflaugar.Nordicphotos/AFP„Klár gaur“ Þegar kemur að Kim Jong Un þurfa þeir að mestu að reiða sig á stjórnanda bandarísku leyniþjónustunnar, Mike Pompeo, sem var sá fyrsti úr stjórn Donalds Trump til að hitta Kim Jong Un. Sá fundur átti sér stað fyrir nokkrum vikum en þegar Pompeo sneri aftur frá Pyongyang, höfuðborg Norður Kóreu, sagði hann Kim Jong Un vera „kláran gaur“ sem hefur undirbúið sig vel fyrir fundinn með Trump. Þá hefur leyniþjónustan einnig safnað upplýsingum frá fyrrverandi körfuknattleiksmanninum Dennis Rodman, fyrrverandi bekkjarfélaga Kim í Sviss og frá suður kóreskum sendinefndum. Þegar Kim tók við Norður Kóreu fyrir sjö árum taldi bandaríska leyniþjónustan að hann yrði ekki lengi við völd. Reuters segir að sú spá hafi breyst og nú sé litið á Kim sem skarpan en vægðarlausan stjórnanda.Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu.Vísir/AFPÓvæntur kúrs kom á óvart Það kom til að mynda bandarískum sérfræðingum á óvart hversu fimlega Kim skipti um kúrs, eða frá því að ætla kjarnorkuvopnavæða Norður Kóreu yfir í nærgætnari nálgun til að ná sáttum við vesturlönd.Reuters segir sérfræðinga telja Kim vera í raun mun skynsamari en fólk geri sér almennt grein fyrir og fjarri því að vera vitleysingur, eins og Trump lýsti honum eitt sinn. Í grein Reuters er Kim sagður þrá alþjóðlega virðingu en aðalmarkmið hans sé að tryggja framtíð Norður Kóreu og varðveita arfleið fjölskyldu hans.Mike Pompeo er háttsettasti bandaríski embættistmaður sem fundað hefur með stjórnvöldum í Norður-Kóreu í háa herrans tíð.Vísir/GettyVægðarlaus en heillandi Hann er sagður vægðarlaus að því leyti að hann lét taka ættingja sína af lífi, er sagður frekar heillandi líkt og afi sinn, Kim Il Sung, á meðan faðir hans, Kim Jong Il var frekar feiminn þegar kom að sviðsljósi. Sérfræðingarnir telja Kim afar umhugað um álit alþjóðasamfélagsins á honum, og þess vegna hafi hann meðal annars sent systur sína á Vetrarólympíuleikana í Suður Kóreu og leyft suður kóreskri sendinefnd að hitta eiginkonu sína í mars síðastliðnum. Upplýsingasöfnunin er sögð eiga eftir að reynast bandarísku leyniþjónustunni erfið og munu því fylgjast ítarlega með fundi Kim Jong Un og forseta Suður Kóreu á morgun.Reuters bendir á annað vandamál sem bandaríska leyniþjónustan stendur frammi fyrir, en það er hversu mikið af upplýsingum á að veita Trump sem er sagður hafa litla þolinmæði fyrir löngum fundum og skýrslum. Þá vilja þeir einnig reyna að sannfæra Trump um að treysta ekki eingöngu á innsæi sitt þegar kemur að samskiptum sínum við Kim Jong Un. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.Vísir/AFP
Norður-Kórea Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Fleiri fréttir Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Sjá meira