Kraftmikil sókn í menntamálum Skúli Helgason skrifar 27. apríl 2018 07:00 Mikill vöxtur hefur verið í menntamálum í Reykjavík og hafa framlög til málaflokksins aukist um 25% frá 2014 eða um rúmlega níu milljarða króna. Stærstur hluti hefur farið í að borga hærri laun til starfsfólks í leikskólum, grunnskólum og frístundamiðstöðvum en einnig hafa framlög aukist verulega til innra starfs, sérstaklega undanfarin tvö ár eftir að hagur borgarsjóðs fór að vænkast. Sterk fjárhagsstaða borgarinnar er einmitt lykillinn að því að nú er hægt að ráðast í metnaðarfulla uppbyggingu í leikskólamálum sem lengi hefur verið beðið eftir.Tvöfalt hærri framlög Góðu heilli er íbúasamsetning þjóðarinnar fjölskrúðugri nú en áður og hlutfall barna af erlendum uppruna fer vaxandi í skólum borgarinnar. Meirihlutinn í borginni hefur mætt því með tvöföldun framlaga í fjölmenningarlegt leikskólastarf og tvöfalt hærri framlögum til íslenskukennslu barna með annað móðurmál en íslensku. Nú njóta um 2.200 börn þeirrar kennslu en voru að meðaltali rúmlega 300 á árunum 2004-2014. Aukin áhersla á sérkennslu og faglegt starf Framlög til faglegs starfs og sérkennslu hafa aukist mjög í leikskólum og grunnskólum og við hyggjumst taka meira tillit til lýðfræðilegra þátta við úthlutun fjármagns. Það mun koma til góða í skólum og skólahverfum með hátt hlutfall barna sem þurfa sérstakan stuðning vegna félagslegra eða efnahagslegra aðstæðna. Það er jafnaðarstefna í framkvæmd sem er okkar leiðarljós við stjórn borgarinnar. Bætt starfsumhverfi Mikil og góð samvinna hefur verið við forystu kennara í leikskólum og grunnskólum og starfsfólk frístundamiðstöðva um að greina og leggja til úrbætur á starfsumhverfi þeirra. Nú þegar hafa rúmlega 20 af þessum tillögum verið samþykktar og hefur meira en 600 milljónum verið úthlutað til að hrinda þeim í framkvæmd auk þess sem framlög til viðhalds og endurbóta á húsnæði og starfsaðstöðu hafa rúmlega tvöfaldast á tveimur árum. Þessi mál verða áfram í forgangi á komandi misserum. Menntastefna verður til Undanfarið ár hefur staðið yfir tímamótavinna við mótun nýrrar menntastefnu Reykjavíkur til 2030 og hafa þúsundir lagt þar gott til málanna: kennarar, skólastjórar og annað starfsfólk, foreldrar, ráðgjafar og síðast en ekki síst börn og ungmenni sem hafa sterkar og spennandi skoðanir á skóla- og frístundastarfinu. Þessi vinna hefur vakið athygli út fyrir landsteinana en til stendur að kynna hana á komandi vikum og innleiða frá og með næsta skólaári. Þar verður m.a. aukin áhersla á félagsfærni, sjálfseflingu og alhliða þroska barna, meira val og fjölbreytni í viðfangsefnum þeirra og markvissari stuðning við börn með fjölþættar þarfir sem mikilvægt er að sinna fljótt og vel til að þau njóti sömu tækifæra og jafnaldrar þeirra. Skólamálin í borginni eru í mikilli sókn og fram undan eru spennandi tímar í þessum mikilvæga málaflokki.Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Skúli Helgason Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Mikill vöxtur hefur verið í menntamálum í Reykjavík og hafa framlög til málaflokksins aukist um 25% frá 2014 eða um rúmlega níu milljarða króna. Stærstur hluti hefur farið í að borga hærri laun til starfsfólks í leikskólum, grunnskólum og frístundamiðstöðvum en einnig hafa framlög aukist verulega til innra starfs, sérstaklega undanfarin tvö ár eftir að hagur borgarsjóðs fór að vænkast. Sterk fjárhagsstaða borgarinnar er einmitt lykillinn að því að nú er hægt að ráðast í metnaðarfulla uppbyggingu í leikskólamálum sem lengi hefur verið beðið eftir.Tvöfalt hærri framlög Góðu heilli er íbúasamsetning þjóðarinnar fjölskrúðugri nú en áður og hlutfall barna af erlendum uppruna fer vaxandi í skólum borgarinnar. Meirihlutinn í borginni hefur mætt því með tvöföldun framlaga í fjölmenningarlegt leikskólastarf og tvöfalt hærri framlögum til íslenskukennslu barna með annað móðurmál en íslensku. Nú njóta um 2.200 börn þeirrar kennslu en voru að meðaltali rúmlega 300 á árunum 2004-2014. Aukin áhersla á sérkennslu og faglegt starf Framlög til faglegs starfs og sérkennslu hafa aukist mjög í leikskólum og grunnskólum og við hyggjumst taka meira tillit til lýðfræðilegra þátta við úthlutun fjármagns. Það mun koma til góða í skólum og skólahverfum með hátt hlutfall barna sem þurfa sérstakan stuðning vegna félagslegra eða efnahagslegra aðstæðna. Það er jafnaðarstefna í framkvæmd sem er okkar leiðarljós við stjórn borgarinnar. Bætt starfsumhverfi Mikil og góð samvinna hefur verið við forystu kennara í leikskólum og grunnskólum og starfsfólk frístundamiðstöðva um að greina og leggja til úrbætur á starfsumhverfi þeirra. Nú þegar hafa rúmlega 20 af þessum tillögum verið samþykktar og hefur meira en 600 milljónum verið úthlutað til að hrinda þeim í framkvæmd auk þess sem framlög til viðhalds og endurbóta á húsnæði og starfsaðstöðu hafa rúmlega tvöfaldast á tveimur árum. Þessi mál verða áfram í forgangi á komandi misserum. Menntastefna verður til Undanfarið ár hefur staðið yfir tímamótavinna við mótun nýrrar menntastefnu Reykjavíkur til 2030 og hafa þúsundir lagt þar gott til málanna: kennarar, skólastjórar og annað starfsfólk, foreldrar, ráðgjafar og síðast en ekki síst börn og ungmenni sem hafa sterkar og spennandi skoðanir á skóla- og frístundastarfinu. Þessi vinna hefur vakið athygli út fyrir landsteinana en til stendur að kynna hana á komandi vikum og innleiða frá og með næsta skólaári. Þar verður m.a. aukin áhersla á félagsfærni, sjálfseflingu og alhliða þroska barna, meira val og fjölbreytni í viðfangsefnum þeirra og markvissari stuðning við börn með fjölþættar þarfir sem mikilvægt er að sinna fljótt og vel til að þau njóti sömu tækifæra og jafnaldrar þeirra. Skólamálin í borginni eru í mikilli sókn og fram undan eru spennandi tímar í þessum mikilvæga málaflokki.Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar