Konurnar á Álftanesi höfðu hver sinn Kana Kristján Már Unnarsson skrifar 14. apríl 2018 22:30 María Sveinsdóttir sýnir varðturninn á Álftanesi sem stóð við hliðið inn í herstöðina. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Stríðsminjar úr síðari heimstyrjöld má enn sjá á Álftanesi en þar var fjölmenn herstöð sem hafði það meginhlutverk að verja Reykjavíkurflugvöll gegn árásum þýskra flugvéla. Fjallað var um þetta í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Maríu Sveinsdóttur frá Jörfa á Álftanesi. María var ung stúlka þegar herinn kom á Álftanes en hennar fyrstu æskuminningar eru einmitt frá stríðsárunum. Fánastöngin við heimili hennar á Jörfa stendur þar sem áður var stæði fyrir fjórar loftvarnabyssur. Við hús hennar má enn sjá loftvarnabyrgi, sem pabbi hennar notaði síðar sem kartöflugeymslu eftir stríð. „Pabbi fékk ekkert fyrir þetta að láta allt landið sitt undir herinn. En þegar þeir fara þá hirða þeir tæki og tól, allt sem þeir áttu þannig, en hann mátti eiga alla braggana. Eftir það fór hann að rífa braggana og selja, - bara til þess að fólk gæti byggt úr þessu. Og hann fékk góðan pening fyrir það og það bjargaði honum. Hann gat notað það til þess að kaupa fyrsta traktorinn,” sagði María.María Sveinsdóttir sýnir loftvarnabyrgið við Jörfa á Álftanesi.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Eitt heillegasta mannvirkið úr stríðinu er varðturninn sem stóð við hliðið inn í þessa 500 manna herstöð, sem nefnd var Brighton Camp. María segir samskipti Álftnesinga við hermennina hafa verið góð. Þeir hafi verið eðalmenn. „Það voru margar konur sem fengu vinnu við að þvo þvottinn þeirra. Og þá var alltaf sagt: Kaninn hennar Gerðu. Kaninn hennar Stínu. Kaninn hennar... Og það var talað um það af því að þær þvoðu þvottinn þeirra og fengu peninga fyrir það,” sagði María. Við spurðum Maríu nánar um samskipti kvennanna á Álftanesi við hermennina en svar hennar birtist í þættinum „Um land allt” á mánudagskvöld. Þar verða sýndar myndir af fleiri stríðsminjum en þátturinn fjallar um mannlíf á Álftanesi, allt frá landnámi til nútíma. Aðalviðmælandi þáttarins er Anna Ólafsdóttir Björnsson, sagnfræðingur og fyrrverandi alþingismaður, en hún er höfundur Álftanessögu, sagnfræðirits um sögu byggðarinnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 með viðtali við Maríu: Garðabær Um land allt Mest lesið Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grautfúl að tapa forsetakosningunum Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Sjá meira
Stríðsminjar úr síðari heimstyrjöld má enn sjá á Álftanesi en þar var fjölmenn herstöð sem hafði það meginhlutverk að verja Reykjavíkurflugvöll gegn árásum þýskra flugvéla. Fjallað var um þetta í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Maríu Sveinsdóttur frá Jörfa á Álftanesi. María var ung stúlka þegar herinn kom á Álftanes en hennar fyrstu æskuminningar eru einmitt frá stríðsárunum. Fánastöngin við heimili hennar á Jörfa stendur þar sem áður var stæði fyrir fjórar loftvarnabyssur. Við hús hennar má enn sjá loftvarnabyrgi, sem pabbi hennar notaði síðar sem kartöflugeymslu eftir stríð. „Pabbi fékk ekkert fyrir þetta að láta allt landið sitt undir herinn. En þegar þeir fara þá hirða þeir tæki og tól, allt sem þeir áttu þannig, en hann mátti eiga alla braggana. Eftir það fór hann að rífa braggana og selja, - bara til þess að fólk gæti byggt úr þessu. Og hann fékk góðan pening fyrir það og það bjargaði honum. Hann gat notað það til þess að kaupa fyrsta traktorinn,” sagði María.María Sveinsdóttir sýnir loftvarnabyrgið við Jörfa á Álftanesi.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Eitt heillegasta mannvirkið úr stríðinu er varðturninn sem stóð við hliðið inn í þessa 500 manna herstöð, sem nefnd var Brighton Camp. María segir samskipti Álftnesinga við hermennina hafa verið góð. Þeir hafi verið eðalmenn. „Það voru margar konur sem fengu vinnu við að þvo þvottinn þeirra. Og þá var alltaf sagt: Kaninn hennar Gerðu. Kaninn hennar Stínu. Kaninn hennar... Og það var talað um það af því að þær þvoðu þvottinn þeirra og fengu peninga fyrir það,” sagði María. Við spurðum Maríu nánar um samskipti kvennanna á Álftanesi við hermennina en svar hennar birtist í þættinum „Um land allt” á mánudagskvöld. Þar verða sýndar myndir af fleiri stríðsminjum en þátturinn fjallar um mannlíf á Álftanesi, allt frá landnámi til nútíma. Aðalviðmælandi þáttarins er Anna Ólafsdóttir Björnsson, sagnfræðingur og fyrrverandi alþingismaður, en hún er höfundur Álftanessögu, sagnfræðirits um sögu byggðarinnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 með viðtali við Maríu:
Garðabær Um land allt Mest lesið Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grautfúl að tapa forsetakosningunum Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Sjá meira