Elon Musk segir Tesla á hvínandi kúpunni Kjartan Kjartansson skrifar 1. apríl 2018 23:09 Líklega er hægt að slá því föstu að myndin af Musk sé sviðsett. Elon Musk/Twitter Rafbílaframleiðandinn Tesla er gjaldþrota. Svo gríðarlega gjaldþrota að fólk trúir því ekki. Þetta segir Elon Musk, eigandi fyrirtækisins, á Twitter. Nær allar líkur eru þó á að um aprílgabb sé að ræða. Í þremur tístum lýsir Musk því hvernig Tesla sé farið á hausinn þrátt fyrir miklar tilraunir til að afla fjár. Þær tilraunir hafi meðal annars falist í viðamikilli páskaeggjasölu á elleftu stundu fyrir gjaldþrotið.Tesla Goes BankruptPalo Alto, California, April 1, 2018 -- Despite intense efforts to raise money, including a last-ditch mass sale of Easter Eggs, we are sad to report that Tesla has gone completely and totally bankrupt. So bankrupt, you can't believe it.— Elon Musk (@elonmusk) April 1, 2018 Með þessari vafasömu yfirlýsingu fylgir mynd af Musk sjálfan þar sem hann liggur, að því er virðist rænulaus, upp við Tesla Model 3-bifreið. „Elon fannst meðvitundarlaus upp við Tesla Model 3 umkringdur „Teslaquilla“-flöskum, för eftir þornuð tár sáust enn á kinnum hans,“ stóð meðal annars með myndinni.Elon was found passed out against a Tesla Model 3, surrounded by "Teslaquilla" bottles, the tracks of dried tears still visible on his cheeks. This is not a forward-looking statement, because, obviously, what's the point?Happy New Month! pic.twitter.com/YcouvFz6Y1— Elon Musk (@elonmusk) April 1, 2018 Aprílgabbið kemur á tíma þegar Tesla er undir töluverðum þrýstingi. Hlutabréfaverð í fyrirtækinu hefur fallið að undanförnu, meðal annars vegna erfiðleika þess við að framleiða nógu hratt og standa skil á pöntunum. Þá hafa spurningar vaknað um sjálfstýribúnað í Tesla-bílum eftir banaslys í Kaliforníu 23. mars. Í ljós hefur komið að sjálfstýringin var í gangi þegar Tesla-jepplingur skall á vegartálma úr steinsteypu. Eldur kviknaði í bílnum og ökumaðurinn lést. Aprílgabb Tesla Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
Rafbílaframleiðandinn Tesla er gjaldþrota. Svo gríðarlega gjaldþrota að fólk trúir því ekki. Þetta segir Elon Musk, eigandi fyrirtækisins, á Twitter. Nær allar líkur eru þó á að um aprílgabb sé að ræða. Í þremur tístum lýsir Musk því hvernig Tesla sé farið á hausinn þrátt fyrir miklar tilraunir til að afla fjár. Þær tilraunir hafi meðal annars falist í viðamikilli páskaeggjasölu á elleftu stundu fyrir gjaldþrotið.Tesla Goes BankruptPalo Alto, California, April 1, 2018 -- Despite intense efforts to raise money, including a last-ditch mass sale of Easter Eggs, we are sad to report that Tesla has gone completely and totally bankrupt. So bankrupt, you can't believe it.— Elon Musk (@elonmusk) April 1, 2018 Með þessari vafasömu yfirlýsingu fylgir mynd af Musk sjálfan þar sem hann liggur, að því er virðist rænulaus, upp við Tesla Model 3-bifreið. „Elon fannst meðvitundarlaus upp við Tesla Model 3 umkringdur „Teslaquilla“-flöskum, för eftir þornuð tár sáust enn á kinnum hans,“ stóð meðal annars með myndinni.Elon was found passed out against a Tesla Model 3, surrounded by "Teslaquilla" bottles, the tracks of dried tears still visible on his cheeks. This is not a forward-looking statement, because, obviously, what's the point?Happy New Month! pic.twitter.com/YcouvFz6Y1— Elon Musk (@elonmusk) April 1, 2018 Aprílgabbið kemur á tíma þegar Tesla er undir töluverðum þrýstingi. Hlutabréfaverð í fyrirtækinu hefur fallið að undanförnu, meðal annars vegna erfiðleika þess við að framleiða nógu hratt og standa skil á pöntunum. Þá hafa spurningar vaknað um sjálfstýribúnað í Tesla-bílum eftir banaslys í Kaliforníu 23. mars. Í ljós hefur komið að sjálfstýringin var í gangi þegar Tesla-jepplingur skall á vegartálma úr steinsteypu. Eldur kviknaði í bílnum og ökumaðurinn lést.
Aprílgabb Tesla Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira