Segja sig úr Bjartri framtíð vegna samstarfsörðugleika Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. apríl 2018 21:16 Einar Birkir segir að ákvörðunin um að hætta í flokknum hafi verið tekin að ígrunduðu máli og eftir langan aðdraganda. Vísir/Vilhelm Guðlaug Kristjánsdóttir og Einar Birkir Einarsson bæjarfulltrúar fyrir Bjarta framtíð í Hafnarfirði sögðu sig úr flokknum í dag og hyggjast klára kjörtímabilið sem óháðir bæjarfulltrúar. Guðlaug og Einar Birkir sendu flokknum tölvupóst í dag þar sem upplýst var um ákvörðun þeirra. „Þetta á sér nú nokkuð langan aðdraganda. Í gegnum fjögur ár innan Bjartrar framtíðar þróast samstarfið í misjafnar áttir; gagnvart sumum mjög náið og öðrum óx það í sundur,“ segir Einar Birkir um samstarfsörðugleika innan flokksins í samtali við Vísi. „Það var okkar mat á þessum tímapunkti að samstarfið væri ekki eins og best væri á kosið og það væri rétt að segja sig frá Bjartri framtíð,“ segir Einar Birkir sem gefur ekki kost á sér í sveitarstjórnarkosningum og heldur áfram störfum sínum hjá fjármálaráðuneytinu.Guðlaug og Einar Birkir ætla að klára kjörtímabilið, sem lýkur senn, en starfa sem óháðir bæjarfulltrúar.Vísir: Gunnar V. Andrésson„Við ætlum bæði að starfa út kjörtímabilið og klára það sem við hófum. Við tvö bárum höfuðábyrgð á þeim málefnasamningi sem við gerðum í meirihlutanum fyrir hönd Bjartrar framtíðar og í gegnum þennan málefnasamning höfum við náð ótrúlega góðum árangri í Hafnarfirði og við ætlum okkur að fylgja þessum verkefnum eftir og ljúka þessu.“Er þetta lýsandi fyrir andrúmsloftið innan Bjartrar framtíðar, svona almennt séð?„Þau hafa ekki farið framhjá neinum, átökin sem hafa verið innan Bjartrar framtíðar og þau hafa tengt anga sína inn í Hafnarfjörðinn með beinum hætti þannig að það hefur verið erfitt á ýmsum vígstöðvum innan Bjartrar framtíðar. Það er, held ég að ég megi segja, heildarstaðan á þessu.“ Þegar Einar Birkir lítur yfir farinn veg í bæjarstjórn er hann stoltur og ánægður með árangurinn. „Okkur hefur tekist býsna vel upp og samstarfið hefur gengið mjög vel og við Guðlaug erum fyrst og fremst trú þvi samstarfi og því sem við settum niður í upphafi í okkar málefnasamningi.“Ekki náðist í Guðlaugu Kristjánsdóttur við gerð þessarar fréttar. Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Guðlaug Kristjánsdóttir og Einar Birkir Einarsson bæjarfulltrúar fyrir Bjarta framtíð í Hafnarfirði sögðu sig úr flokknum í dag og hyggjast klára kjörtímabilið sem óháðir bæjarfulltrúar. Guðlaug og Einar Birkir sendu flokknum tölvupóst í dag þar sem upplýst var um ákvörðun þeirra. „Þetta á sér nú nokkuð langan aðdraganda. Í gegnum fjögur ár innan Bjartrar framtíðar þróast samstarfið í misjafnar áttir; gagnvart sumum mjög náið og öðrum óx það í sundur,“ segir Einar Birkir um samstarfsörðugleika innan flokksins í samtali við Vísi. „Það var okkar mat á þessum tímapunkti að samstarfið væri ekki eins og best væri á kosið og það væri rétt að segja sig frá Bjartri framtíð,“ segir Einar Birkir sem gefur ekki kost á sér í sveitarstjórnarkosningum og heldur áfram störfum sínum hjá fjármálaráðuneytinu.Guðlaug og Einar Birkir ætla að klára kjörtímabilið, sem lýkur senn, en starfa sem óháðir bæjarfulltrúar.Vísir: Gunnar V. Andrésson„Við ætlum bæði að starfa út kjörtímabilið og klára það sem við hófum. Við tvö bárum höfuðábyrgð á þeim málefnasamningi sem við gerðum í meirihlutanum fyrir hönd Bjartrar framtíðar og í gegnum þennan málefnasamning höfum við náð ótrúlega góðum árangri í Hafnarfirði og við ætlum okkur að fylgja þessum verkefnum eftir og ljúka þessu.“Er þetta lýsandi fyrir andrúmsloftið innan Bjartrar framtíðar, svona almennt séð?„Þau hafa ekki farið framhjá neinum, átökin sem hafa verið innan Bjartrar framtíðar og þau hafa tengt anga sína inn í Hafnarfjörðinn með beinum hætti þannig að það hefur verið erfitt á ýmsum vígstöðvum innan Bjartrar framtíðar. Það er, held ég að ég megi segja, heildarstaðan á þessu.“ Þegar Einar Birkir lítur yfir farinn veg í bæjarstjórn er hann stoltur og ánægður með árangurinn. „Okkur hefur tekist býsna vel upp og samstarfið hefur gengið mjög vel og við Guðlaug erum fyrst og fremst trú þvi samstarfi og því sem við settum niður í upphafi í okkar málefnasamningi.“Ekki náðist í Guðlaugu Kristjánsdóttur við gerð þessarar fréttar.
Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira