Telja að eldurinn hafi kviknað á lager Icewear Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. apríl 2018 11:01 Svona voru aðstæður á svæðinu þegar ljósmyndara Vísis bar að garði í morgun. VÍSIR/VILHELM Enn er ekki vitað hvað olli stórbrunanum í Miðhrauni í gær. Talið er að eldurinn hafi kviknað á lagersvæði útivistarfyrirtækisins Icewear skömmu eftir að starfsfólk mætti þar til vinnu í gær. Lögregla hefur rannsókn sína á málinu í dag. „Tæknideild mun í samstarfi við bæði slökkvilið og Mannvirkjastofnun sinna þeirri rannsókn í dag. Hún er ekki farin í gang en fer væntanlega í gang núna fyrir hádegi, eða ég vona það,“ segir Sævar Guðmundsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöðinni í Hafnarfirði, í samtali við Vísi.Vettvangur afhentur þegar það er öruggt Slökkvilið og lögregla vöktuðu svæðið í alla nótt og í morgun var slökkvilið að ljúka við að slökkva í glæðum, sem leynast í svonefndum eldhreiðrum, núna í morgun og reyk lagði þá enn upp úr rústunum. Eyþór Leifsson varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að enn sé of snemmt að segja að búið sé að slökkva í öllum glæðum, slökkvilið er enn á staðnum. Ekki er ljóst hvenær hægt verður að fara inn í bygginguna.„Þetta er eitthvað sem verður bara metið á eftir og svo verður vettvangur afhentur lögreglu þegar það er talið öruggt.“ Hann á von á því að slökkvilið verði þar að störfum eitthvað fram eftir degi. „Þetta er svona vinna þegar það er búinn að vera svona mikill eldur í svona húsum. Lager þar sem dót liggur á gólfinu og það eru glæður úti um allt svo það þarf að fara ítarlega yfir þetta til að þetta verði almennilegt.“Búið að ræða við starfsmenn lagersins Slökkviliðsmenn náðu að bjarga tölvu úr brunanum í gær með upptökum úr eftirlitsmyndavélum. Í dag verða skoðaðar upptökur úr eftirlitsmyndavélum sem ekki skemmdust og einnig verður notast við myndir úr hitamyndavélum. „Það voru einhverjar vélar þarna innanhúss í hluta af húsinu en það er ekki mikið um myndavélar þarna. Í geymsluhlutanum voru myndavélarnar, annað ekki held ég,“ segir Sævar. Hann segir að slökkviliðsmaðurinn sem féll á milli hæða í byggingunni í gær hafi ekki verið að ná í gögn tengdum þessum eftirlitsmyndavélum. Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu samtali við Vísi í gær að gólfið hefði hrunið undan slökkviliðsmanninum þegar hann var að reyna að ná verðmætum nálægt innganginum. Hann hrundi frá annarri hæð og niður á jarðhæð. Eyþór Leifsson varðstjóri sagði í samtali við Vísi í morgun að hann hefði sloppið án meiðsla og liði vel. „Það var alveg hinum megin í húsinu sem hann féll. Það gæti hafa verið þar sem Marel er með aðstöðu, hugbúnaðardeildin þeirra er þar. Það voru gríðarleg verðmæti þar, það var örugglega tengt því,“ útskýrir Sævar.Eins og sjá má á myndinni sem tekin var í morgun er húsið alveg ónýtt, Talið er að tjónið vegna brunans hafi líklega verið á annan milljarð.Vísir/Vilhelm„Við höfum svona ákveðna hugmynd um það,“ svarar Sævar aðspurður um það hvar í húsinu eldurinn kviknaði. Talið er að eldurinn hafi kviknað á lager Icewear, sem er í miðju húsnæðinu í Miðhrauni 4. Í gær var rætt við starfsmenn lagersins sem voru að mæta til vinnu um það leyti þegar eldurinn kviknaði en Sævar gat ekki sagt frá því hvað kom út úr þeim samtölum á þessu stigi málsins. „Ég get nú ekki farið nákvæmlega út í það. Við erum bara svona á fyrstu metrunum.“Svæðið verður hugsanlega aldrei alveg öruggt Sævar segir erfitt að segja til um það hvenær lögregla komist inn í bygginguna vegna rannsóknarinnar en vonast er til að það verði hægt að fara inn í hluta húsnæðisins í dag. „Á geymsluhlutanum er strengjasteypa svokölluð á milli hæða og hún þarf einhverja daga til að kólna til þess að vera örugg, ef hún verður þá einhvern tíman örugg. Svo er náttúrulega þakið allt meira og minna, bitar í þakinu, bara ónýtt. Menn ætla að reyna að freista þess að komast allavega í miðrýmið í dag. Svo verður það bara að koma í ljós hvað er hægt þegar menn koma á staðinn, hvað er öruggt ef eitthvað er þá öruggt. Það verður bara að spila af fingrum fram þegar menn fara að vinna við þetta.“ Lögreglan handtók mann á svæðinu í gær vegna gruns um að hann tengdist upptökum brunans. Rannsókn á atvikum hreinsaði hann þó af öllum grun og var honum sleppt. „Það er búið að skoða það allt saman þannig að hann nýtur ekki stöðu sakaðs manns eftir þá yfirheyrslu og hafði þarna eðlilegar skýringar á sinni veru þarna.“ Aðspurður hvort grunur leiki á íkveikju svarar Sævar: „Ég get ekkert sagt um það á þessu stigi.“ Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Skoða upptökur úr eftirlitsmyndavélum í dag Lögregla hefur rannsókn á brunanum í Miðhrauni. 6. apríl 2018 08:40 Næturfrost torveldaði slökkvistarf í nótt Slökkviliðsmönnum er enn að störfum í Miðhrauni í Garðabæ eftir stórbrunann í gær. 6. apríl 2018 07:13 Margir í áfalli eftir stórbruna Slökkviliðsstjóri segir brunann í Miðhrauni líklega þann stærsta frá Skeifubrunanum 2014. Tjón er talið hlaupa á hundruðum milljóna og húsnæðið talið nær ónýtt. Leigjendur geymslurýma margir í áfalli. 6. apríl 2018 04:45 Mest lesið „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Erlent Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant Innlent Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Innlent Þau sóttu um embætti landsbókavarðar Innlent Fleiri fréttir Þau sóttu um embætti landsbókavarðar Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Raunir ársins 2024 „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Sjá meira
Enn er ekki vitað hvað olli stórbrunanum í Miðhrauni í gær. Talið er að eldurinn hafi kviknað á lagersvæði útivistarfyrirtækisins Icewear skömmu eftir að starfsfólk mætti þar til vinnu í gær. Lögregla hefur rannsókn sína á málinu í dag. „Tæknideild mun í samstarfi við bæði slökkvilið og Mannvirkjastofnun sinna þeirri rannsókn í dag. Hún er ekki farin í gang en fer væntanlega í gang núna fyrir hádegi, eða ég vona það,“ segir Sævar Guðmundsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöðinni í Hafnarfirði, í samtali við Vísi.Vettvangur afhentur þegar það er öruggt Slökkvilið og lögregla vöktuðu svæðið í alla nótt og í morgun var slökkvilið að ljúka við að slökkva í glæðum, sem leynast í svonefndum eldhreiðrum, núna í morgun og reyk lagði þá enn upp úr rústunum. Eyþór Leifsson varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að enn sé of snemmt að segja að búið sé að slökkva í öllum glæðum, slökkvilið er enn á staðnum. Ekki er ljóst hvenær hægt verður að fara inn í bygginguna.„Þetta er eitthvað sem verður bara metið á eftir og svo verður vettvangur afhentur lögreglu þegar það er talið öruggt.“ Hann á von á því að slökkvilið verði þar að störfum eitthvað fram eftir degi. „Þetta er svona vinna þegar það er búinn að vera svona mikill eldur í svona húsum. Lager þar sem dót liggur á gólfinu og það eru glæður úti um allt svo það þarf að fara ítarlega yfir þetta til að þetta verði almennilegt.“Búið að ræða við starfsmenn lagersins Slökkviliðsmenn náðu að bjarga tölvu úr brunanum í gær með upptökum úr eftirlitsmyndavélum. Í dag verða skoðaðar upptökur úr eftirlitsmyndavélum sem ekki skemmdust og einnig verður notast við myndir úr hitamyndavélum. „Það voru einhverjar vélar þarna innanhúss í hluta af húsinu en það er ekki mikið um myndavélar þarna. Í geymsluhlutanum voru myndavélarnar, annað ekki held ég,“ segir Sævar. Hann segir að slökkviliðsmaðurinn sem féll á milli hæða í byggingunni í gær hafi ekki verið að ná í gögn tengdum þessum eftirlitsmyndavélum. Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu samtali við Vísi í gær að gólfið hefði hrunið undan slökkviliðsmanninum þegar hann var að reyna að ná verðmætum nálægt innganginum. Hann hrundi frá annarri hæð og niður á jarðhæð. Eyþór Leifsson varðstjóri sagði í samtali við Vísi í morgun að hann hefði sloppið án meiðsla og liði vel. „Það var alveg hinum megin í húsinu sem hann féll. Það gæti hafa verið þar sem Marel er með aðstöðu, hugbúnaðardeildin þeirra er þar. Það voru gríðarleg verðmæti þar, það var örugglega tengt því,“ útskýrir Sævar.Eins og sjá má á myndinni sem tekin var í morgun er húsið alveg ónýtt, Talið er að tjónið vegna brunans hafi líklega verið á annan milljarð.Vísir/Vilhelm„Við höfum svona ákveðna hugmynd um það,“ svarar Sævar aðspurður um það hvar í húsinu eldurinn kviknaði. Talið er að eldurinn hafi kviknað á lager Icewear, sem er í miðju húsnæðinu í Miðhrauni 4. Í gær var rætt við starfsmenn lagersins sem voru að mæta til vinnu um það leyti þegar eldurinn kviknaði en Sævar gat ekki sagt frá því hvað kom út úr þeim samtölum á þessu stigi málsins. „Ég get nú ekki farið nákvæmlega út í það. Við erum bara svona á fyrstu metrunum.“Svæðið verður hugsanlega aldrei alveg öruggt Sævar segir erfitt að segja til um það hvenær lögregla komist inn í bygginguna vegna rannsóknarinnar en vonast er til að það verði hægt að fara inn í hluta húsnæðisins í dag. „Á geymsluhlutanum er strengjasteypa svokölluð á milli hæða og hún þarf einhverja daga til að kólna til þess að vera örugg, ef hún verður þá einhvern tíman örugg. Svo er náttúrulega þakið allt meira og minna, bitar í þakinu, bara ónýtt. Menn ætla að reyna að freista þess að komast allavega í miðrýmið í dag. Svo verður það bara að koma í ljós hvað er hægt þegar menn koma á staðinn, hvað er öruggt ef eitthvað er þá öruggt. Það verður bara að spila af fingrum fram þegar menn fara að vinna við þetta.“ Lögreglan handtók mann á svæðinu í gær vegna gruns um að hann tengdist upptökum brunans. Rannsókn á atvikum hreinsaði hann þó af öllum grun og var honum sleppt. „Það er búið að skoða það allt saman þannig að hann nýtur ekki stöðu sakaðs manns eftir þá yfirheyrslu og hafði þarna eðlilegar skýringar á sinni veru þarna.“ Aðspurður hvort grunur leiki á íkveikju svarar Sævar: „Ég get ekkert sagt um það á þessu stigi.“
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Skoða upptökur úr eftirlitsmyndavélum í dag Lögregla hefur rannsókn á brunanum í Miðhrauni. 6. apríl 2018 08:40 Næturfrost torveldaði slökkvistarf í nótt Slökkviliðsmönnum er enn að störfum í Miðhrauni í Garðabæ eftir stórbrunann í gær. 6. apríl 2018 07:13 Margir í áfalli eftir stórbruna Slökkviliðsstjóri segir brunann í Miðhrauni líklega þann stærsta frá Skeifubrunanum 2014. Tjón er talið hlaupa á hundruðum milljóna og húsnæðið talið nær ónýtt. Leigjendur geymslurýma margir í áfalli. 6. apríl 2018 04:45 Mest lesið „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Erlent Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant Innlent Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Innlent Þau sóttu um embætti landsbókavarðar Innlent Fleiri fréttir Þau sóttu um embætti landsbókavarðar Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Raunir ársins 2024 „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Sjá meira
Skoða upptökur úr eftirlitsmyndavélum í dag Lögregla hefur rannsókn á brunanum í Miðhrauni. 6. apríl 2018 08:40
Næturfrost torveldaði slökkvistarf í nótt Slökkviliðsmönnum er enn að störfum í Miðhrauni í Garðabæ eftir stórbrunann í gær. 6. apríl 2018 07:13
Margir í áfalli eftir stórbruna Slökkviliðsstjóri segir brunann í Miðhrauni líklega þann stærsta frá Skeifubrunanum 2014. Tjón er talið hlaupa á hundruðum milljóna og húsnæðið talið nær ónýtt. Leigjendur geymslurýma margir í áfalli. 6. apríl 2018 04:45