Bannað að birta pólitískar tilkynningar nema frá Sjálfstæðisflokknum Jakob Bjarnar skrifar 9. apríl 2018 22:04 Sara Óskarsson, þriðja frá vinstri meðal mótmælenda vina sinna, furðar sig á því sem hún kallar hræsni á Seltjarnarnesi. Sara Óskarsson, Pírati og aktívisti, furðar sig mjög á því sem hún kallar hræsni á Seltjarnarnesi, nánar tiltekið í Facebookhópnum „Íbúar á Seltjarnarnesi“. „Svo mikill tvískinnungur hjá XD svo oft,“ segir hún mædd og trúir félögum sínum í Pírötum á Facebook fyrir raunum sínum inni á þessum Facebook-hópi Seltirninga. En, á Seltjarnarnesinu ríkir Sjálfstæðisflokkurinn og er með öruggan meirihluta í bæjarstjórn.Sara greinir Pírötum frá raunum sínum inni á Facebookhópi Seltirninga, en þar ráða Sjálfstæðismenn lögum og lofum, í stóru sem smáu, ef marka má Söru.„Inn á þennan hóp Íbúar á Seltjarnarnesi (sem á að vera bara samskiptahópur fyrir nesbúa) mátti sko ALLS ekki setja neinar pólitískar tilkynningar fyrir Pírata eða neina framboðsfundi né neitt áður,“ segir Sara. Og greinir frá því að hún hafi margreint að setja þar inn upplýsingar um Píratafundi. „En því var öllu eytt af admin hraðar en þú gast sagt Sjálfstæðisflokkurinn. Nú er einn admin sjálf í framboði fyrir D á nesinu og er byrjuð að skella svona inn,“ segir Sara og veit ekki hvort hún er að koma eða fara: „Hálftryst bara og vandró.“ En, um er að ræða tilkynningu um fund á vegum Sjálfstæðisflokksins um samgöngumál. Sara sjálf skrifaði vitaskuld athugasemd við téða tilkynningu að sér finnist athyglisvert að nú megi allt í einu setja inn í hópinn pólitískar auglýsingar. „En gott að vita af því og þá vænti ég að það verði jafnræði í þeim efnum, ekki satt?“ Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Sara Óskarsson, Pírati og aktívisti, furðar sig mjög á því sem hún kallar hræsni á Seltjarnarnesi, nánar tiltekið í Facebookhópnum „Íbúar á Seltjarnarnesi“. „Svo mikill tvískinnungur hjá XD svo oft,“ segir hún mædd og trúir félögum sínum í Pírötum á Facebook fyrir raunum sínum inni á þessum Facebook-hópi Seltirninga. En, á Seltjarnarnesinu ríkir Sjálfstæðisflokkurinn og er með öruggan meirihluta í bæjarstjórn.Sara greinir Pírötum frá raunum sínum inni á Facebookhópi Seltirninga, en þar ráða Sjálfstæðismenn lögum og lofum, í stóru sem smáu, ef marka má Söru.„Inn á þennan hóp Íbúar á Seltjarnarnesi (sem á að vera bara samskiptahópur fyrir nesbúa) mátti sko ALLS ekki setja neinar pólitískar tilkynningar fyrir Pírata eða neina framboðsfundi né neitt áður,“ segir Sara. Og greinir frá því að hún hafi margreint að setja þar inn upplýsingar um Píratafundi. „En því var öllu eytt af admin hraðar en þú gast sagt Sjálfstæðisflokkurinn. Nú er einn admin sjálf í framboði fyrir D á nesinu og er byrjuð að skella svona inn,“ segir Sara og veit ekki hvort hún er að koma eða fara: „Hálftryst bara og vandró.“ En, um er að ræða tilkynningu um fund á vegum Sjálfstæðisflokksins um samgöngumál. Sara sjálf skrifaði vitaskuld athugasemd við téða tilkynningu að sér finnist athyglisvert að nú megi allt í einu setja inn í hópinn pólitískar auglýsingar. „En gott að vita af því og þá vænti ég að það verði jafnræði í þeim efnum, ekki satt?“
Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira