Styrmir kemur Áslaugu til varnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 31. mars 2018 15:41 Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, tekur undir með gagnrýni Áslaugar Friðriksdóttur á Sjálfstæðisflokkinn. Vísir/GVA „Sjálfstæðisfólk á ekki að vera hrætt við eða víkjast undan að ræða ólík sjónarmið á sínum sameiginlega vettvangi,“ segir Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins í pistli sem birtist í helgarblaði Morgunblaðsins í dag. Tilefnið var viðtal Áslaugar Friðriksdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, í tímaritinu Mannlíf en þar opnaði hún sig um reynslu sína af því að starfa fyrir flokkinn í borginni. Í viðtalinu sem birtist 23. mars síðastliðinn talaði hún um skort á umburðarlyndi fyrir gagnstæðum skoðunum og harðri valdabaráttu innan Sjálfstæðisflokksins. Hún sagði frá því að fámennur hópur hafi handvalið frambjóðendur og útilokað aðra, jafnvel fólk sem hafi barist „ötullega fyrir borgina“. Bæði Áslaug og Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi, sóttust eftir því að verða oddvitar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík en það var Eyþór Arnalds sem bar sigur úr býtum og leiðir lista flokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum.Tilhneiging til að þegja aðrar skoðanir í hel Styrmir tekur undir gagnrýni Áslaugar og segir að það sé því miður mikið til í henni. „Það hefur lengi verið of mikil tilhneiging innan Sjálfstæðisflokksins til þess ýmist að þegja aðrar skoðanir en þær sem eru ríkjandi hverju sinni í hel eða gera lítið úr þeim eða telja þá sem hreyfa öðrum sjónarmiðum eiga betur heima í öðrum flokkum.“ Í pistlinum tekur Styrmir mið af hefðbundnum stjórnmálaflokkum á Íslandi og spyr: „Hvað veldur því að stjórnmálaflokkar, sem berjast fyrir lýðræði og frjálsum skoðanaskiptum í orði, eiga nú orðið svona erfitt með að umbera önnur sjónarmið en þau sem ríkja hjá forystusveit hverju sinni?“Sjálfstæðismenn hafi hringt og kvartað Styrmir greinir frá því að það hafi nánast verið föst regla sjálfstæðismaður hringdi til að kvarta þegar greinar sem væru á skjön við boðaða stefnu Sjálfstæðisflokksins birtust í Morgunblaðinu, þá „hringdi einhver sjálfstæðismaður og spurði með þjósti hvað það ætti eiginlega að þýða að birta svona greinar í Morgunblaðinu.“ Styrmir segir að þögnin sé athyglisverð sem hefur ríkt síðan Áslaug kom á framfæri gagnrýni sinni á Sjálfstæðisflokkinn. Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Klíkuskapur og átök bitna á Sjálfstæðisflokknum Áslaug Friðriksdóttir segir leiðtogaprófkjör Sjálfstæðismanna og uppstillingu fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor hafi skilið eftir sig djúp sárindi. 23. mars 2018 08:45 Áslaug og Kjartan úti Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna samþykkti í gær drög að tillögu um lista fyrir kosningarnar. 20. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Sjá meira
„Sjálfstæðisfólk á ekki að vera hrætt við eða víkjast undan að ræða ólík sjónarmið á sínum sameiginlega vettvangi,“ segir Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins í pistli sem birtist í helgarblaði Morgunblaðsins í dag. Tilefnið var viðtal Áslaugar Friðriksdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, í tímaritinu Mannlíf en þar opnaði hún sig um reynslu sína af því að starfa fyrir flokkinn í borginni. Í viðtalinu sem birtist 23. mars síðastliðinn talaði hún um skort á umburðarlyndi fyrir gagnstæðum skoðunum og harðri valdabaráttu innan Sjálfstæðisflokksins. Hún sagði frá því að fámennur hópur hafi handvalið frambjóðendur og útilokað aðra, jafnvel fólk sem hafi barist „ötullega fyrir borgina“. Bæði Áslaug og Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi, sóttust eftir því að verða oddvitar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík en það var Eyþór Arnalds sem bar sigur úr býtum og leiðir lista flokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum.Tilhneiging til að þegja aðrar skoðanir í hel Styrmir tekur undir gagnrýni Áslaugar og segir að það sé því miður mikið til í henni. „Það hefur lengi verið of mikil tilhneiging innan Sjálfstæðisflokksins til þess ýmist að þegja aðrar skoðanir en þær sem eru ríkjandi hverju sinni í hel eða gera lítið úr þeim eða telja þá sem hreyfa öðrum sjónarmiðum eiga betur heima í öðrum flokkum.“ Í pistlinum tekur Styrmir mið af hefðbundnum stjórnmálaflokkum á Íslandi og spyr: „Hvað veldur því að stjórnmálaflokkar, sem berjast fyrir lýðræði og frjálsum skoðanaskiptum í orði, eiga nú orðið svona erfitt með að umbera önnur sjónarmið en þau sem ríkja hjá forystusveit hverju sinni?“Sjálfstæðismenn hafi hringt og kvartað Styrmir greinir frá því að það hafi nánast verið föst regla sjálfstæðismaður hringdi til að kvarta þegar greinar sem væru á skjön við boðaða stefnu Sjálfstæðisflokksins birtust í Morgunblaðinu, þá „hringdi einhver sjálfstæðismaður og spurði með þjósti hvað það ætti eiginlega að þýða að birta svona greinar í Morgunblaðinu.“ Styrmir segir að þögnin sé athyglisverð sem hefur ríkt síðan Áslaug kom á framfæri gagnrýni sinni á Sjálfstæðisflokkinn.
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Klíkuskapur og átök bitna á Sjálfstæðisflokknum Áslaug Friðriksdóttir segir leiðtogaprófkjör Sjálfstæðismanna og uppstillingu fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor hafi skilið eftir sig djúp sárindi. 23. mars 2018 08:45 Áslaug og Kjartan úti Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna samþykkti í gær drög að tillögu um lista fyrir kosningarnar. 20. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Sjá meira
Klíkuskapur og átök bitna á Sjálfstæðisflokknum Áslaug Friðriksdóttir segir leiðtogaprófkjör Sjálfstæðismanna og uppstillingu fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor hafi skilið eftir sig djúp sárindi. 23. mars 2018 08:45
Áslaug og Kjartan úti Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna samþykkti í gær drög að tillögu um lista fyrir kosningarnar. 20. febrúar 2018 06:00