Miðnæturkeppni hjá Anníe Mist, Söru og Katrínu Tönju í kvöld og allt í beinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2018 10:30 Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir. Crossfit Games Öll augu crossfit heimsins verða á Íslandi í kvöld en þá kemur í ljós hvernig fimmta æfingaröðin lítur út í opinni keppni heimsleikanna. Íslensku crossfit dæturnar Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir munu keppa innbyrðis í kvöld í höfuðstöðvum Crossfit Reykjavík og fer keppnin fram á mjög óvenjulegum tíma eða eftir miðnætti. Tilefni keppni þeirra að þessu sinni er að í kvöld verður æfingaröðin í fimmta hluta opnu keppni heimsleikana í crossfit kynnt á Íslandi. Dave Castro, yfirmaður heimsleikanna, er staddur á Íslandi og er það mikill heiður fyrir íslensk crossfit að þetta sé gert hér á landi.This should be fun. #18point5pic.twitter.com/ijT5iY9JWz — CrossFit (@CrossFit) March 21, 2018 Opna mótaröðin er undanfari svæðiskeppninnar þar sem crossfit fólkið mun á endanum vinna sér keppnisrétt á heimsleikunum í crossfit sem fara fram í Madison í Bandaríkjunum í ágúst. Það er öllum frjálst að taka þátt í opna hlutanum og yfir 600 íslenskir karlar og yfir 600 íslenskar konur ákváðu að vera með í ár. Tuttugu efstu frá Evrópu í opna hlutanum komast í svæðiskeppnina þar sem íslenska fólkið verður í norður-Evrópu riðlinum. Það munu fimm efstu konurnar, fimm efstu karlarnir og fimm efstu liðin síðan komast áfram á heimsleikana.#18point5 will be up to you, the @CrossFit community. https://t.co/KvPBVcdW3U — The CrossFit Games (@CrossFitGames) March 21, 2018 Búist er við að mörg hundruð þúsund manns muni fylgjast með beinni netútsendingu frá Crossfit Reykjavík í kvöld en áður en kemur að keppni þeirra Anníe Mist, Söru og Katrínar Tönju þá fær crossfit fólk heimsins tækifæri til að velja milli þriggja mögulegra æfingaraða. Tilnefningarnar verða gefnar út klukkan þrjú á Kyrrahafstíma eða klukkan tíu í kvöld að íslenskum tíma. Tveimur tímum síðar mun Dave Castro síðan segja frá hvernig fimmta æfingaröðin muni líta út og strax í kjölfarið keppa þær Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir í henni.The Dottirs, ahead of tonight’s Icelandic premiere of “The Redeemed and the Dominant” Quote + Caption @SaraSigmundsdot , @IcelandAnnie and @katrintanja Pre-order https://t.co/f4fXIzYRR7pic.twitter.com/LDc2OXawyJ — The CrossFit Games (@CrossFitGames) March 21, 2018 Það verður því miðnæturkeppni hjá þeim Anníe Mist, Söru og Katrínu Tönju í kvöld og þetta verður allt í beinni á netinu. Viðburðurinn í Crossfit Reykjavík í kvöld verður sendur út á fésbókinni sem og á heimasíðu heimsleika Crossfit. Anníe Mist, Katrín Tanja og Ragnheiður Sara hafa allar náð frábærum árangri í crossfit síðustu ár, Anníe Mist og Katrín Tanja hafa báðar unnið heimsleikana tvisvar sinnum og Sara hefur verið í toppbaráttunni og meðal fjögurra efstu undanfarin þrjú ár. CrossFit Mest lesið Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira
Öll augu crossfit heimsins verða á Íslandi í kvöld en þá kemur í ljós hvernig fimmta æfingaröðin lítur út í opinni keppni heimsleikanna. Íslensku crossfit dæturnar Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir munu keppa innbyrðis í kvöld í höfuðstöðvum Crossfit Reykjavík og fer keppnin fram á mjög óvenjulegum tíma eða eftir miðnætti. Tilefni keppni þeirra að þessu sinni er að í kvöld verður æfingaröðin í fimmta hluta opnu keppni heimsleikana í crossfit kynnt á Íslandi. Dave Castro, yfirmaður heimsleikanna, er staddur á Íslandi og er það mikill heiður fyrir íslensk crossfit að þetta sé gert hér á landi.This should be fun. #18point5pic.twitter.com/ijT5iY9JWz — CrossFit (@CrossFit) March 21, 2018 Opna mótaröðin er undanfari svæðiskeppninnar þar sem crossfit fólkið mun á endanum vinna sér keppnisrétt á heimsleikunum í crossfit sem fara fram í Madison í Bandaríkjunum í ágúst. Það er öllum frjálst að taka þátt í opna hlutanum og yfir 600 íslenskir karlar og yfir 600 íslenskar konur ákváðu að vera með í ár. Tuttugu efstu frá Evrópu í opna hlutanum komast í svæðiskeppnina þar sem íslenska fólkið verður í norður-Evrópu riðlinum. Það munu fimm efstu konurnar, fimm efstu karlarnir og fimm efstu liðin síðan komast áfram á heimsleikana.#18point5 will be up to you, the @CrossFit community. https://t.co/KvPBVcdW3U — The CrossFit Games (@CrossFitGames) March 21, 2018 Búist er við að mörg hundruð þúsund manns muni fylgjast með beinni netútsendingu frá Crossfit Reykjavík í kvöld en áður en kemur að keppni þeirra Anníe Mist, Söru og Katrínar Tönju þá fær crossfit fólk heimsins tækifæri til að velja milli þriggja mögulegra æfingaraða. Tilnefningarnar verða gefnar út klukkan þrjú á Kyrrahafstíma eða klukkan tíu í kvöld að íslenskum tíma. Tveimur tímum síðar mun Dave Castro síðan segja frá hvernig fimmta æfingaröðin muni líta út og strax í kjölfarið keppa þær Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir í henni.The Dottirs, ahead of tonight’s Icelandic premiere of “The Redeemed and the Dominant” Quote + Caption @SaraSigmundsdot , @IcelandAnnie and @katrintanja Pre-order https://t.co/f4fXIzYRR7pic.twitter.com/LDc2OXawyJ — The CrossFit Games (@CrossFitGames) March 21, 2018 Það verður því miðnæturkeppni hjá þeim Anníe Mist, Söru og Katrínu Tönju í kvöld og þetta verður allt í beinni á netinu. Viðburðurinn í Crossfit Reykjavík í kvöld verður sendur út á fésbókinni sem og á heimasíðu heimsleika Crossfit. Anníe Mist, Katrín Tanja og Ragnheiður Sara hafa allar náð frábærum árangri í crossfit síðustu ár, Anníe Mist og Katrín Tanja hafa báðar unnið heimsleikana tvisvar sinnum og Sara hefur verið í toppbaráttunni og meðal fjögurra efstu undanfarin þrjú ár.
CrossFit Mest lesið Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira