Sleppt og haldið Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 24. mars 2018 11:00 Stjórnmálamaður/verkalýðsleiðtogi: „Það er mjög mikilvægt að í þessum samningum verði lægstu laun hækkuð verulega umfram önnur laun.“ Sami stjórnmálamaður/verkalýðsleiðtogi viku síðar: „Það er mjög mikilvægt að menntun verði metin til launa. Það gengur ekki að vinnumarkaðurinn viðurkenni ekki menntun.“ Við þekkjum þennan stjórnmálaverkalýðsleiðtoga, við höfum heyrt þessar ræður ansi oft, erum orðin vön þeim. Vandinn er sá að þetta tvennt, hækkun lægstu launa umfram önnur laun og krafan um að meta menntun til launa fer ekki alveg saman þegar til lengri tíma er horft. Þegar lægstu laun hækka umfram önnur laun í samfélaginu minnkar launamunurinn og þegar launamunurinn minnkar verður umframávinningurinn af menntun minni. Eftir því sem þeir, sem enga menntun hljóta eftir að grunnskólanámi lýkur, komast nær hinum menntuðu í launum, þá minnkar hlutfallslegi ávinningurinn af því að mennta sig. Á þá staðreynd hefur verið bent að launamunur er nánast hvergi minni en hér á Íslandi og er reyndar furðulegt að hlusta á umræðu sem virðist ganga út frá því að launamunurinn sé hvað mestur hérna. En það er staðreynd sem sjaldnar er rædd, að í alþjóðlegum samanburði skilar menntun ekki miklu í launaumslagið hér á landi. Um þetta ræða stjórnmálamenn og verkalýðsleiðtogar sjaldan, þeir vilja nefnilega bæði hækka lægstu launin og að menntun skili hærri launum. En næst þegar þið heyrið stjórnmálamann tala um mikilvægi menntunar, spyrjið þá um launamuninn og næst þegar þið heyrið verkalýðsleiðtogann tala um mikilvægi þess að hækka lægstu laun, spyrjið þá um menntun og laun. Það er þetta með að eiga kökuna og borða hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Stjórnmálamaður/verkalýðsleiðtogi: „Það er mjög mikilvægt að í þessum samningum verði lægstu laun hækkuð verulega umfram önnur laun.“ Sami stjórnmálamaður/verkalýðsleiðtogi viku síðar: „Það er mjög mikilvægt að menntun verði metin til launa. Það gengur ekki að vinnumarkaðurinn viðurkenni ekki menntun.“ Við þekkjum þennan stjórnmálaverkalýðsleiðtoga, við höfum heyrt þessar ræður ansi oft, erum orðin vön þeim. Vandinn er sá að þetta tvennt, hækkun lægstu launa umfram önnur laun og krafan um að meta menntun til launa fer ekki alveg saman þegar til lengri tíma er horft. Þegar lægstu laun hækka umfram önnur laun í samfélaginu minnkar launamunurinn og þegar launamunurinn minnkar verður umframávinningurinn af menntun minni. Eftir því sem þeir, sem enga menntun hljóta eftir að grunnskólanámi lýkur, komast nær hinum menntuðu í launum, þá minnkar hlutfallslegi ávinningurinn af því að mennta sig. Á þá staðreynd hefur verið bent að launamunur er nánast hvergi minni en hér á Íslandi og er reyndar furðulegt að hlusta á umræðu sem virðist ganga út frá því að launamunurinn sé hvað mestur hérna. En það er staðreynd sem sjaldnar er rædd, að í alþjóðlegum samanburði skilar menntun ekki miklu í launaumslagið hér á landi. Um þetta ræða stjórnmálamenn og verkalýðsleiðtogar sjaldan, þeir vilja nefnilega bæði hækka lægstu launin og að menntun skili hærri launum. En næst þegar þið heyrið stjórnmálamann tala um mikilvægi menntunar, spyrjið þá um launamuninn og næst þegar þið heyrið verkalýðsleiðtogann tala um mikilvægi þess að hækka lægstu laun, spyrjið þá um menntun og laun. Það er þetta með að eiga kökuna og borða hana.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun