Facebook kynnir breytingar á gagnavernd Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. mars 2018 12:15 Mark Zuckerberg er stofnandi Facebook. vísir/getty Facebook kynnti í dag ýmsar breytingar á samfélagsmiðlinum sem eiga að auðvelda notendum hans að sjá og ná í gögn sem miðillinn hefur um þá. Á meðal þeirra breytinga sem gerðar verða eru ný útgáfa af því hvernig stillingarnar birtast í farsímum notenda og svo tól sem nefnist „Náðu í upplýsingarnar þínar“ (e. Access Your Information). Notendum verður gert kleift að staðsetja, stjórna, hlaða niður og eyða persónulegum gögnum sínum á Facebook en breytingarnar tengjast nýrri persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi í Evrópu í maí. Þá má ætla að nýlegar fréttir af misnotkun fyrirtækisins Cambridge Analytica á gögnum frá Facebook hafi flýtt fyrir því að fyrirtækið kynnti þessar breytingar. Auk þess eru margir notendur miðilsins afar ósáttir við að Facebook hafi safnað upplýsingum um símtöl þeirra og smáskilaboð. Um er að ræða söfnun upplýsinga sem gerð var í gegnum Android-stýrikerfið en Facebook sagði að notendur hefðu samþykkt gagnasöfnunina. Svo virðist sem að fæstir hafi hins vegar gert sér grein fyrir samþykkinu þar sem það var í „smáa letrinu.“ Á meðal þeirra breytinga sem verða gerðar á gagnavernd notenda Facebook er að nú verður hægt að skoða friðhelgistillingar á einum stað, breyta þeim og laga til ef notandi vill það. Þá mun Facebook gera notendum kleift að hlaða niður meira af gögnum sínum af miðlinum en áður. Tólið „Náðu í upplýsingarnar þínar“ leyfir Facebook-notendum síðan að eyða færslum, „lækum“, athugasemdum og leitarsögu á miðlinum. Facebook Tengdar fréttir Stofnandi Facebook ætlar að svara bandarískri þingnefnd en ekki breskri Bresku þingmönnunum líkar örugglega ekki við að Zuckerberg vilji ekki deila stöðuuppfærslu um Cambridge Analytica með þeim. 27. mars 2018 15:15 SpaceX hverfur af Facebook Twitter-notandi skoraði á Elon Musk að eyða Facebook-síðu SpaceX. Skömmu síðar hvarf síðan sem hafði 2,7 milljónir fylgjenda. 23. mars 2018 17:36 Forveri Cambridge Analytica stærði sig af inngripum í erlendar kosningar Flest dæmin sem fyrirtækið nefndi í bæklingi áttu sér stað áður en bresk stjórnvöld veittu því nokkra verktakasamninga árið 2008. 25. mars 2018 08:19 Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Bandaríkin gerðu 75 loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Sjá meira
Facebook kynnti í dag ýmsar breytingar á samfélagsmiðlinum sem eiga að auðvelda notendum hans að sjá og ná í gögn sem miðillinn hefur um þá. Á meðal þeirra breytinga sem gerðar verða eru ný útgáfa af því hvernig stillingarnar birtast í farsímum notenda og svo tól sem nefnist „Náðu í upplýsingarnar þínar“ (e. Access Your Information). Notendum verður gert kleift að staðsetja, stjórna, hlaða niður og eyða persónulegum gögnum sínum á Facebook en breytingarnar tengjast nýrri persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi í Evrópu í maí. Þá má ætla að nýlegar fréttir af misnotkun fyrirtækisins Cambridge Analytica á gögnum frá Facebook hafi flýtt fyrir því að fyrirtækið kynnti þessar breytingar. Auk þess eru margir notendur miðilsins afar ósáttir við að Facebook hafi safnað upplýsingum um símtöl þeirra og smáskilaboð. Um er að ræða söfnun upplýsinga sem gerð var í gegnum Android-stýrikerfið en Facebook sagði að notendur hefðu samþykkt gagnasöfnunina. Svo virðist sem að fæstir hafi hins vegar gert sér grein fyrir samþykkinu þar sem það var í „smáa letrinu.“ Á meðal þeirra breytinga sem verða gerðar á gagnavernd notenda Facebook er að nú verður hægt að skoða friðhelgistillingar á einum stað, breyta þeim og laga til ef notandi vill það. Þá mun Facebook gera notendum kleift að hlaða niður meira af gögnum sínum af miðlinum en áður. Tólið „Náðu í upplýsingarnar þínar“ leyfir Facebook-notendum síðan að eyða færslum, „lækum“, athugasemdum og leitarsögu á miðlinum.
Facebook Tengdar fréttir Stofnandi Facebook ætlar að svara bandarískri þingnefnd en ekki breskri Bresku þingmönnunum líkar örugglega ekki við að Zuckerberg vilji ekki deila stöðuuppfærslu um Cambridge Analytica með þeim. 27. mars 2018 15:15 SpaceX hverfur af Facebook Twitter-notandi skoraði á Elon Musk að eyða Facebook-síðu SpaceX. Skömmu síðar hvarf síðan sem hafði 2,7 milljónir fylgjenda. 23. mars 2018 17:36 Forveri Cambridge Analytica stærði sig af inngripum í erlendar kosningar Flest dæmin sem fyrirtækið nefndi í bæklingi áttu sér stað áður en bresk stjórnvöld veittu því nokkra verktakasamninga árið 2008. 25. mars 2018 08:19 Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Bandaríkin gerðu 75 loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Sjá meira
Stofnandi Facebook ætlar að svara bandarískri þingnefnd en ekki breskri Bresku þingmönnunum líkar örugglega ekki við að Zuckerberg vilji ekki deila stöðuuppfærslu um Cambridge Analytica með þeim. 27. mars 2018 15:15
SpaceX hverfur af Facebook Twitter-notandi skoraði á Elon Musk að eyða Facebook-síðu SpaceX. Skömmu síðar hvarf síðan sem hafði 2,7 milljónir fylgjenda. 23. mars 2018 17:36
Forveri Cambridge Analytica stærði sig af inngripum í erlendar kosningar Flest dæmin sem fyrirtækið nefndi í bæklingi áttu sér stað áður en bresk stjórnvöld veittu því nokkra verktakasamninga árið 2008. 25. mars 2018 08:19