Foreldrar Seth Rich höfða mál gegn Fox Samúel Karl Ólason skrifar 14. mars 2018 12:26 Mary og Joel Rich, foreldrar Seth Rich. Vísir/Getty Foreldrar Seth Rich, sem starfaði fyrir landsnefnd Demókrataflokksins, DNC, hafa höfðað mál gegn fréttastofu Fox. Rich er talinn hafa verið myrtur í misheppnuðu ráni árið 2016 en foreldrarnir segja Fox hafa notað dauða hans í pólitískum tilgangi í frétt sem ýtti undir samsæriskenningar um morð hans. Málið snýr að frétt sem birt var í maí í fyrra þar sem því var ranglega haldið fram að rannsakendur hefðu sönnunargögn fyrir þvi að Rich hefði lekið þúsundum tölvupósta DNC til WikiLeaks í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Sú saga er vinsæl meðal fólks sem aðhyllist samsæriskenningar og hins-hægrisins svokallaða og er einnig gegn niðurstöðu leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna um að Rússar hafi stolið póstunum og afhent WikiLeaks þá. Því hefur jafnvel verið haldið fram að Hillary Clinton hafi látið myrða Rich.Samkvæmt umfjöllun Washington Post benti Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, FOX á að FBI kæmi ekkert að rannsókn morðsins og hefði ekki gert skýrslu um það, eins og fram var haldið í fréttinni. Þar að auki sagði einkaspæjarinn Rod Wheeler að blaðamaður Fox hefði logið upp á sig ummælum um að hann hefði sannanir fyrir tölvupóstssamskiptum Rich við Wikileaks. Hann hefur sömuleiðis höfðað mál gegn Fox.Sjá einnig: Segir Fox hafa logið í umfjöllun um Seth RichFox neitar öllum ásökunum en fréttin var þó tekin úr birtingu sex dögum eftir að hún var birt. Forsvarsmenn fréttastofu Fox sögðu að vinnsla hennar hefði ekki fylgt starfsreglum fréttastofunnar. Joel og Mary Rich segja þó að fréttin hafi valdið þeim og minningu sonar þeirra miklum skaða. Fox hafi gert samsæriskenningu um dauða hans hátt undir höfði. „Ekkert foreldri ætti að þurfa að ganga í gegnum það sem við þurftum að þola,“ segir í tilkynningu frá foreldrunum. „Sársaukinn og þjáningin sem fylgir því að sjá komið fram við minningu látins sonar eins og ekkert annað en pólitískt bitbein er óútskýranleg.“ Kæran beinist að Fox News, Maila Zimmerman, blaðamanninum sem skrifaði fréttina og Ed Butowsky, viðskiptamanns og reglulegs gests Fox sem sagður er hafa komið að vinnslu fréttarinnar.Tengingar við Hvíta húsið Í kærunni segir að Zimmerman, Butowsky og Wheeler hafi varið miklum tíma í að reyna að sannfæra Joel og Mary um að sönnunargögn bentu á að Rich hefði lekið tölvupóstunum. Þar segir að markmiðið hefði verið að grafa undan rannsókn sem beinist að mögulegu samstarfi framboðs Trump og yfirvalda í Rússlandi. Þar segir einnig að Zimmerman og Butowsky hafi haft samband við foreldrana í janúar í fyrra og boðið þeim hjálp við að komast til botns í morði sonar þeirra. Þau hafi bent foreldrunum á Rod Wheeler og sagt þeim að ráða hann og hann myndi eingöngu upplýsa þau um rannsókn hans. Wheeler og Butowsky ræddu svo við Sean Spicer, þáverandi talsmann Trump, í apríl í fyrra og sögðu honum frá rannsókninni, án vitundar foreldranna. Aðkoma Hvíta hússins að umræddri frétt hefur vakið mikla athygli eftir að Wheeler hélt því fram í lögsókn sinni gegn Fox að hann væri með smáskilaboð frá Butowski þar sem hann sagðist hafa látið Donald Trump, forseta, lesa yfir frumrit af fréttinni og að forsetinn vildi að hún yrði birt hið snarasta. Butowsky segir að um brandara hafi verið að ræða. Í samtali við ABC News segir hann lögsókn foreldrana vera þá heimskulegustu sem hann viti um. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Fleiri fréttir Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Sjá meira
Foreldrar Seth Rich, sem starfaði fyrir landsnefnd Demókrataflokksins, DNC, hafa höfðað mál gegn fréttastofu Fox. Rich er talinn hafa verið myrtur í misheppnuðu ráni árið 2016 en foreldrarnir segja Fox hafa notað dauða hans í pólitískum tilgangi í frétt sem ýtti undir samsæriskenningar um morð hans. Málið snýr að frétt sem birt var í maí í fyrra þar sem því var ranglega haldið fram að rannsakendur hefðu sönnunargögn fyrir þvi að Rich hefði lekið þúsundum tölvupósta DNC til WikiLeaks í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Sú saga er vinsæl meðal fólks sem aðhyllist samsæriskenningar og hins-hægrisins svokallaða og er einnig gegn niðurstöðu leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna um að Rússar hafi stolið póstunum og afhent WikiLeaks þá. Því hefur jafnvel verið haldið fram að Hillary Clinton hafi látið myrða Rich.Samkvæmt umfjöllun Washington Post benti Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, FOX á að FBI kæmi ekkert að rannsókn morðsins og hefði ekki gert skýrslu um það, eins og fram var haldið í fréttinni. Þar að auki sagði einkaspæjarinn Rod Wheeler að blaðamaður Fox hefði logið upp á sig ummælum um að hann hefði sannanir fyrir tölvupóstssamskiptum Rich við Wikileaks. Hann hefur sömuleiðis höfðað mál gegn Fox.Sjá einnig: Segir Fox hafa logið í umfjöllun um Seth RichFox neitar öllum ásökunum en fréttin var þó tekin úr birtingu sex dögum eftir að hún var birt. Forsvarsmenn fréttastofu Fox sögðu að vinnsla hennar hefði ekki fylgt starfsreglum fréttastofunnar. Joel og Mary Rich segja þó að fréttin hafi valdið þeim og minningu sonar þeirra miklum skaða. Fox hafi gert samsæriskenningu um dauða hans hátt undir höfði. „Ekkert foreldri ætti að þurfa að ganga í gegnum það sem við þurftum að þola,“ segir í tilkynningu frá foreldrunum. „Sársaukinn og þjáningin sem fylgir því að sjá komið fram við minningu látins sonar eins og ekkert annað en pólitískt bitbein er óútskýranleg.“ Kæran beinist að Fox News, Maila Zimmerman, blaðamanninum sem skrifaði fréttina og Ed Butowsky, viðskiptamanns og reglulegs gests Fox sem sagður er hafa komið að vinnslu fréttarinnar.Tengingar við Hvíta húsið Í kærunni segir að Zimmerman, Butowsky og Wheeler hafi varið miklum tíma í að reyna að sannfæra Joel og Mary um að sönnunargögn bentu á að Rich hefði lekið tölvupóstunum. Þar segir að markmiðið hefði verið að grafa undan rannsókn sem beinist að mögulegu samstarfi framboðs Trump og yfirvalda í Rússlandi. Þar segir einnig að Zimmerman og Butowsky hafi haft samband við foreldrana í janúar í fyrra og boðið þeim hjálp við að komast til botns í morði sonar þeirra. Þau hafi bent foreldrunum á Rod Wheeler og sagt þeim að ráða hann og hann myndi eingöngu upplýsa þau um rannsókn hans. Wheeler og Butowsky ræddu svo við Sean Spicer, þáverandi talsmann Trump, í apríl í fyrra og sögðu honum frá rannsókninni, án vitundar foreldranna. Aðkoma Hvíta hússins að umræddri frétt hefur vakið mikla athygli eftir að Wheeler hélt því fram í lögsókn sinni gegn Fox að hann væri með smáskilaboð frá Butowski þar sem hann sagðist hafa látið Donald Trump, forseta, lesa yfir frumrit af fréttinni og að forsetinn vildi að hún yrði birt hið snarasta. Butowsky segir að um brandara hafi verið að ræða. Í samtali við ABC News segir hann lögsókn foreldrana vera þá heimskulegustu sem hann viti um.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Fleiri fréttir Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Sjá meira