Gefur lítið fyrir vanda innan þingflokks Sveinn Arnarsson skrifar 17. mars 2018 07:15 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. vísir/hanna Á þingflokksfundi VG á mánudaginn verður reynt að bera klæði á vopnin og ræða um það sem aflaga hefur farið í samskiptum innan þingflokksins. Tveir þingmenn, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, hafa eins og frægt er orðið bæði samþykkt vantraust á einn ráðherra í ríkisstjórn VG sem og að samþykkja ekki stjórnarsáttmála Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG, sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að samskipti innan þingflokksins hafi verið stirð allt frá því þing kom saman eftir kosningar. „Það er óhætt að segja að samskiptin eru erfið innan þingflokksins. Það er ekkert sérstaklega við mig frekar en aðra en þau eru svolítið erfið og hafa verið það og það er ekkert nýtt,“ sagði Bjarkey. Forsætisráðherra gefur lítið fyrir að samskiptin séu stirð og erfið og segir að þetta sé mál sem verði afgreitt innan þingflokksins. „Það er nú þannig að ég hef verið á þingi í tíu ár. Það hafa oft verið ólíkar skoðanir innan VG og ég held að það séu engar ástæður til að ætla að við getum ekki leyst þetta,“ segir Katrín. „Það er krefjandi að vera í stórum verkefnum eins og að vera í ríkisstjórn, við þekkjum það, og skoðanir eru ólíkar. Andrés og Rósa eru félagar í okkar hreyfingu eins og ég og allir aðrir.“ Í næstu viku verða þingstörf með eðlilegum hætti en í síðustu viku hafa staðið yfir nefndastörf. Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Reyna að draga úr spennu í VG á þingflokksfundi í næstu viku Samskiptin innan VG eru stirð og hafa verið það í nokkurn tíma að mati þingflokksformanns VG. Ekki sé búið að hreinsa loftið eftir atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á dómsmálaráðherra. 16. mars 2018 07:00 Segir samstarfsörðugleika innan þingflokksins ekki stórmál Forsætisráðherra hefur trú á að sættir náist innan þingflokks Vinstri Grænna. 16. mars 2018 16:00 Þingflokksformaður segir afstöðu Rósu og Andrésar visst áfall Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það hafi verið visst áfall að tveir þingmanna flokksins hafi ekki greitt atkvæði með stjórnarmeirihlutanum við vantrauststillögu á dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. 7. mars 2018 13:11 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Fleiri fréttir Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Sjá meira
Á þingflokksfundi VG á mánudaginn verður reynt að bera klæði á vopnin og ræða um það sem aflaga hefur farið í samskiptum innan þingflokksins. Tveir þingmenn, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, hafa eins og frægt er orðið bæði samþykkt vantraust á einn ráðherra í ríkisstjórn VG sem og að samþykkja ekki stjórnarsáttmála Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG, sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að samskipti innan þingflokksins hafi verið stirð allt frá því þing kom saman eftir kosningar. „Það er óhætt að segja að samskiptin eru erfið innan þingflokksins. Það er ekkert sérstaklega við mig frekar en aðra en þau eru svolítið erfið og hafa verið það og það er ekkert nýtt,“ sagði Bjarkey. Forsætisráðherra gefur lítið fyrir að samskiptin séu stirð og erfið og segir að þetta sé mál sem verði afgreitt innan þingflokksins. „Það er nú þannig að ég hef verið á þingi í tíu ár. Það hafa oft verið ólíkar skoðanir innan VG og ég held að það séu engar ástæður til að ætla að við getum ekki leyst þetta,“ segir Katrín. „Það er krefjandi að vera í stórum verkefnum eins og að vera í ríkisstjórn, við þekkjum það, og skoðanir eru ólíkar. Andrés og Rósa eru félagar í okkar hreyfingu eins og ég og allir aðrir.“ Í næstu viku verða þingstörf með eðlilegum hætti en í síðustu viku hafa staðið yfir nefndastörf.
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Reyna að draga úr spennu í VG á þingflokksfundi í næstu viku Samskiptin innan VG eru stirð og hafa verið það í nokkurn tíma að mati þingflokksformanns VG. Ekki sé búið að hreinsa loftið eftir atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á dómsmálaráðherra. 16. mars 2018 07:00 Segir samstarfsörðugleika innan þingflokksins ekki stórmál Forsætisráðherra hefur trú á að sættir náist innan þingflokks Vinstri Grænna. 16. mars 2018 16:00 Þingflokksformaður segir afstöðu Rósu og Andrésar visst áfall Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það hafi verið visst áfall að tveir þingmanna flokksins hafi ekki greitt atkvæði með stjórnarmeirihlutanum við vantrauststillögu á dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. 7. mars 2018 13:11 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Fleiri fréttir Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Sjá meira
Reyna að draga úr spennu í VG á þingflokksfundi í næstu viku Samskiptin innan VG eru stirð og hafa verið það í nokkurn tíma að mati þingflokksformanns VG. Ekki sé búið að hreinsa loftið eftir atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á dómsmálaráðherra. 16. mars 2018 07:00
Segir samstarfsörðugleika innan þingflokksins ekki stórmál Forsætisráðherra hefur trú á að sættir náist innan þingflokks Vinstri Grænna. 16. mars 2018 16:00
Þingflokksformaður segir afstöðu Rósu og Andrésar visst áfall Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það hafi verið visst áfall að tveir þingmanna flokksins hafi ekki greitt atkvæði með stjórnarmeirihlutanum við vantrauststillögu á dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. 7. mars 2018 13:11