Ferðamannaborgin Reykjavík – kafli 2 Dóra Magnúsdóttir skrifar 9. febrúar 2018 11:09 Það er ekki langt síðan að borgaryfirvöld, í samstarfi við ríkisvaldið og hagsmunaaðila í ferðaþjónustu, setti það á oddinn í tengslum við ferðaþjónustu að markaðssetja borgina allt árið; sbr. Ísland allt árið og eru þær áherslur enn í gangi. Þetta var gríðarlega mikilvægt skref til að styrkja innviði ferðaþjónustunnar og treysta rekstur fyrirtækja sem sinna ferðamönnum árið um kring. Ekki bara á sumrin. Í stuttu máli má segja að þetta hafi gengið eftir þó svo það sé enn töluverð árstíðasveifla. Það hafa aldrei komið eins margir ferðamenn til Reykjavíkur að vetri til eins og nú. Eitthvað hefur hægt hefur á fjölgun ferðamanna en hún er samt mikil. Í janúar í fyrra komu um 136 þúsund erlendir ferðamenn en í janúar í ár voru þeir tæplega 148 þúsund. Það eru bara fáein ár síðan að veitingastaðir lokuðu einfaldlega í janúar og febrúar vegna þess hve lítið var að gera. Varaðu þig á því sem þú óskar þér - því þú gætir fengið það, er stundum sagt. Og þetta hefur einmitt gerst í Reykjavík. Borgin hefur einfaldlega fengið of marga ferðamenn á of stuttum tíma. Þó svo fjölgun ferðamanna hafi haft jákvæð áhrif á efnahag margra í borginni, aukið framboð á störfum og úrval þjónustu sem einnig nýtist borgarbúum, þá hefur um of reynt á innviði borgarinnar og þolinmæði íbúa. Við þessu hefur að einhverju leyti verið brugðist, s.s. með standsetningu safnstoppistöðva í miðborginni, með því að hemja útleigu airbnb húsnæðis, með því að beina byggingu hótela úr miðbænum til austurs, og fleira en mikilvægt er að byggja hótel fyrir ferðamenn einmitt til að draga úr þörf fyrir útleigu á almennu húsnæði. Betur má ef duga skal. Þetta er ekki einfalt úrlausnarefni en til skref sem aðrar borgir hafa stigið í átt að aukinni félagslegri sjálfbærni sem Reykvíkingar geta lært af. Við getum til dæmis unnið enn nánar með sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu að dreifa ferðamönnum um allt svæðið, það þarf að koma á samtali og fræðslu um ferðaþjónustu innan borgarinnar, skoða leiðir til að auka vöruúrval í miðborginni svo það höfði í meira mæli til íbúa borgarinnar, það þarf að vinna uppbyggilega með fyrirtækjum í ferðaþjónustu s.s. veitingahúsum og verslunum að skilaboð til gesta, s.s. að skilti, matseðlar og auglýsingar, verði á íslensku og ensku þannig að íbúum finnist þeir ekki vera gestir í eigin borg, það þarf að hlúa betur að ferðamönnum til dæmis með því að setja upp skýli á safnstoppistöðvunum og fleira mætti tína til. Mikilvægt er að þessi vinna verði unnin í samstarfi íbúa, fyrirtækja í greininni og borgaryfirvalda. Ferðaþjónustan er komin til að vera. Það er ekkert sem bendir til þess að atvinnugreinin sé bóla sem springi á næstu árum. Ekki frekar en internetið. Reynslan frá öðrum vinsælum ferðamannaborgum sýnir það. Mikilvægt er að við lærum af reynslu annarra borga og leitum lausna til framtíðar. Því skiptir það höfuðmáli núna að Reykjavík beini sínum markaðskröftum og peningum inn á við og hlúi að viðkvæmu sambýli íbúa og ferðamanna. Dóra Magnúsdóttir er varaborgarfulltrúi fyrir Samfylkinguna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Magnúsdóttir Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki langt síðan að borgaryfirvöld, í samstarfi við ríkisvaldið og hagsmunaaðila í ferðaþjónustu, setti það á oddinn í tengslum við ferðaþjónustu að markaðssetja borgina allt árið; sbr. Ísland allt árið og eru þær áherslur enn í gangi. Þetta var gríðarlega mikilvægt skref til að styrkja innviði ferðaþjónustunnar og treysta rekstur fyrirtækja sem sinna ferðamönnum árið um kring. Ekki bara á sumrin. Í stuttu máli má segja að þetta hafi gengið eftir þó svo það sé enn töluverð árstíðasveifla. Það hafa aldrei komið eins margir ferðamenn til Reykjavíkur að vetri til eins og nú. Eitthvað hefur hægt hefur á fjölgun ferðamanna en hún er samt mikil. Í janúar í fyrra komu um 136 þúsund erlendir ferðamenn en í janúar í ár voru þeir tæplega 148 þúsund. Það eru bara fáein ár síðan að veitingastaðir lokuðu einfaldlega í janúar og febrúar vegna þess hve lítið var að gera. Varaðu þig á því sem þú óskar þér - því þú gætir fengið það, er stundum sagt. Og þetta hefur einmitt gerst í Reykjavík. Borgin hefur einfaldlega fengið of marga ferðamenn á of stuttum tíma. Þó svo fjölgun ferðamanna hafi haft jákvæð áhrif á efnahag margra í borginni, aukið framboð á störfum og úrval þjónustu sem einnig nýtist borgarbúum, þá hefur um of reynt á innviði borgarinnar og þolinmæði íbúa. Við þessu hefur að einhverju leyti verið brugðist, s.s. með standsetningu safnstoppistöðva í miðborginni, með því að hemja útleigu airbnb húsnæðis, með því að beina byggingu hótela úr miðbænum til austurs, og fleira en mikilvægt er að byggja hótel fyrir ferðamenn einmitt til að draga úr þörf fyrir útleigu á almennu húsnæði. Betur má ef duga skal. Þetta er ekki einfalt úrlausnarefni en til skref sem aðrar borgir hafa stigið í átt að aukinni félagslegri sjálfbærni sem Reykvíkingar geta lært af. Við getum til dæmis unnið enn nánar með sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu að dreifa ferðamönnum um allt svæðið, það þarf að koma á samtali og fræðslu um ferðaþjónustu innan borgarinnar, skoða leiðir til að auka vöruúrval í miðborginni svo það höfði í meira mæli til íbúa borgarinnar, það þarf að vinna uppbyggilega með fyrirtækjum í ferðaþjónustu s.s. veitingahúsum og verslunum að skilaboð til gesta, s.s. að skilti, matseðlar og auglýsingar, verði á íslensku og ensku þannig að íbúum finnist þeir ekki vera gestir í eigin borg, það þarf að hlúa betur að ferðamönnum til dæmis með því að setja upp skýli á safnstoppistöðvunum og fleira mætti tína til. Mikilvægt er að þessi vinna verði unnin í samstarfi íbúa, fyrirtækja í greininni og borgaryfirvalda. Ferðaþjónustan er komin til að vera. Það er ekkert sem bendir til þess að atvinnugreinin sé bóla sem springi á næstu árum. Ekki frekar en internetið. Reynslan frá öðrum vinsælum ferðamannaborgum sýnir það. Mikilvægt er að við lærum af reynslu annarra borga og leitum lausna til framtíðar. Því skiptir það höfuðmáli núna að Reykjavík beini sínum markaðskröftum og peningum inn á við og hlúi að viðkvæmu sambýli íbúa og ferðamanna. Dóra Magnúsdóttir er varaborgarfulltrúi fyrir Samfylkinguna í Reykjavík.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun