Icelandair í viðræðum við Senu Live um að taka yfir Iceland Airwaves Birgir Olgeirsson skrifar 9. febrúar 2018 16:18 Frá Airwaves 2017. vísir/Ernir Viðræður eru í gangi á milli Senu Live og flugfélagsins Icelandair um kaup á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves samkvæmt heimildum Vísis. Árið 2010 stofnaði félagið Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar, ÚTÓN, félagið IA tónlistarhátíð ehf. til að sjá um rekstur hátíðarinnar. Ljóst er að IA tónlistarhátíð ehf. mun ekki sjá um rekstur hátíðarinnar í ár og hefur Icelandair því leitað til Senu Live um að taka yfir hátíðina.Ekki liggur fyrir hvert hlutverk Gríms Atlasonar verður í hátíðinni en ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar þar sem hann er erlendis.Vísir/ErnirFréttablaðið sagði frá því í janúar síðastliðnum að 57 milljóna króna tap hefði verið á rekstri hátíðarinnar árið 2016. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves, sagði við Fréttablaðið að reksturinn hefði verið þungur það árið sökum aukinnar samkeppni í innflutningi tónlistarmanna, dýrari flug og ríflega fimmtíu prósent hækkun á kostnaði við gistingu, hafi vegið þungt. Sterkt gengi krónunnar hafi haft í för með sér að dýrara varð fyrir ferðamenn að koma til landsins.Þurfti því að draga saman seglin fyrir hátíðina sem var haldin síðastliðið haust og var kostnaðurinn skorinn niður um áttatíu milljónir króna. Aðkoma ÚTÓN að Iceland Airwaves hefur verið á þá leið að IA tónlistarhátíð ehf. hefur séð um rekstur hátíðarinnar en ÚTÓN hefur séð um ráðstefnuhald tengt hátíðinni. Er áformað að ÚTÓN muni halda áfram að halda ráðstefnur í kringum hátíðina. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að viðræðurnar lítil vel út. Vonir standi til að samningar náist.Fréttin var uppfærð klukkan 16:44. Airwaves Tengdar fréttir Drógu saman seglin eftir 57 milljóna tap Airwaves "Þetta er þungur rekstur. Þetta er ekki auðvelt,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves. 19. janúar 2018 07:00 Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira
Viðræður eru í gangi á milli Senu Live og flugfélagsins Icelandair um kaup á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves samkvæmt heimildum Vísis. Árið 2010 stofnaði félagið Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar, ÚTÓN, félagið IA tónlistarhátíð ehf. til að sjá um rekstur hátíðarinnar. Ljóst er að IA tónlistarhátíð ehf. mun ekki sjá um rekstur hátíðarinnar í ár og hefur Icelandair því leitað til Senu Live um að taka yfir hátíðina.Ekki liggur fyrir hvert hlutverk Gríms Atlasonar verður í hátíðinni en ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar þar sem hann er erlendis.Vísir/ErnirFréttablaðið sagði frá því í janúar síðastliðnum að 57 milljóna króna tap hefði verið á rekstri hátíðarinnar árið 2016. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves, sagði við Fréttablaðið að reksturinn hefði verið þungur það árið sökum aukinnar samkeppni í innflutningi tónlistarmanna, dýrari flug og ríflega fimmtíu prósent hækkun á kostnaði við gistingu, hafi vegið þungt. Sterkt gengi krónunnar hafi haft í för með sér að dýrara varð fyrir ferðamenn að koma til landsins.Þurfti því að draga saman seglin fyrir hátíðina sem var haldin síðastliðið haust og var kostnaðurinn skorinn niður um áttatíu milljónir króna. Aðkoma ÚTÓN að Iceland Airwaves hefur verið á þá leið að IA tónlistarhátíð ehf. hefur séð um rekstur hátíðarinnar en ÚTÓN hefur séð um ráðstefnuhald tengt hátíðinni. Er áformað að ÚTÓN muni halda áfram að halda ráðstefnur í kringum hátíðina. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að viðræðurnar lítil vel út. Vonir standi til að samningar náist.Fréttin var uppfærð klukkan 16:44.
Airwaves Tengdar fréttir Drógu saman seglin eftir 57 milljóna tap Airwaves "Þetta er þungur rekstur. Þetta er ekki auðvelt,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves. 19. janúar 2018 07:00 Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira
Drógu saman seglin eftir 57 milljóna tap Airwaves "Þetta er þungur rekstur. Þetta er ekki auðvelt,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves. 19. janúar 2018 07:00