„Við erum ekki á leiðinni. Skál frá Noregi“ Samúel Karl Ólason skrifar 12. janúar 2018 23:00 Ef farið er yfir opinberar hagsældartölur er Noregur hærri en Bandaríkin í nánast öllum flokkum. Vísir/Getty „Af hverju erum við að taka á móti fólki frá þessum skítaholum? Við ættum að fá fleira fólk frá löndum eins og Noregi.“ Þetta mun Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafa sagt við þingmenn beggja flokka í Hvíta húsinu í gær. Í fyrstu sendi Hvíta húsið út yfirlýsingu þar sem því var ekki neitað að forsetinn hefði sagt þetta. Svo breyttist það í dag þegar Trump sjálfur þvertók fyrir það í illskiljanlegu tísti þar sem hann sagði þó að orðlag sitt hefði verið harkalegt. Síðan þá hefur þingmaðurinn Richard J. Durbin, sem sótti fundinn sagt: „Víst“, eða því næst, og sagði hann Trump hafa sagt þetta oft. Aðrir þingmenn sem sóttu fundinn hafa sagt ummælin sem höfð eru eftir Trump vera rétt.Norðmenn hafa þó ekki tekið vel í þessa tillögu Trump og segjast hafa það fínt í Noregi. Í fyrra fluttu einungis 502 Norðmenn til Bandaríkjanna. Hagstofa Noregs, SSB, spurði á Twitter í dag hvort að þeir hafi verið fleiri árið 2017.502 nordmenn flyttet til USA i 2016, 59 færre enn året før. Blir det flere nå? pic.twitter.com/uC8iF6nwUW — SSB (@ssbnytt) January 12, 2018 Ef farið er yfir opinberar hagsældartölur er Noregur hærri en Bandaríkin í nánast öllum flokkum. Lífslíkur eru hærri í Noregi en í Bandaríkjunum. Verg landsframleiðsla er hærri í Noregi en í Bandaríkjunum. Ungbarnadauði er lægri í Noregi en í Bandaríkjunum og Norðmenn eru heimsins ánægðasta þjóð á meðan Bandaríkin eru í 14 sæti. Þar að auki búa Norðmenn við eitt af heimsins sterkustu velferðarkerfum sem haldið er uppi af olíuauði ríkisins. Samvkæmt frétt Reuters, sem skrifuð er af norskum blaðamönnum, hafa fjölmargir Norðmenn gripið til samfélagsmiðla í dag til að tilkynna Trump að þau hafi engan áhuga á því að flytja til Bandaríkjanna. „Svo ég tali fyrir Noreg; Takk, en nei takk," sagði Torbjoern Saetre á Twitter. „Við erum ekki á leiðinni. Skál frá Noregi,“ sagði einn. Þegar blaðamenn hringdu í embættismenn í Noregi og spurðu út í orð Trump sagði einn að Norðmenn afþökkuðu boðið pent. Bandarískur prófessor sem býr í Svíþjóð hefur tekist að fanga stemninguna í Noregi nokkuð vel.Of course people from #Norway would love to move to a country where people are far more likely to be shot, live in poverty, get no healthcare because they’re poor, get no paid parental leave or subsidized daycare and see fewer women in political power. #Shithole — Christian Christensen (@ChrChristensen) January 11, 2018 Ástandið hefur þó ekki alltaf verið svona. Eins og bent er á í frétt Washington Post.Á nítjándu og tuttugustu öld er talið að hundruð þúsunda hafi flutt frá Noregi til Bandaríkjanna vegna slæms efnahagsástands þar. Talið er að Noregur sé það ríki sem hafi tapað stærstum hluta íbúa sinna til Bandaríkjanna, að Írlandi undanskildu. Til langs tíma áttu norskir innflytjendur erfitt í Bandaríkjunum. Margar kynslóðir drógust á eftir öðrum hópum þegar kom að tekjum og öðru. Rannsakendur sem skoðuðu norska innflytjendur komust að þeirri niðurstöðu að eftir að hafa verið í Bandaríkjunum í 30 ár hafði þeim ekki tekist að bæta stöðu sína og ná sömu hæðum og innfæddir og aðrir innflytjendur frá Evrópu. Flestir störfuðu þeir við landbúnað, fiskvinnslu og skógarhögg og börn innflytjenda áttu við sömu erfiðleika að stríða. Eins og það er orðað í frétt WP þá er litið á norska innflytjendur sem manneskjur sem sem komu til Bandaríkjanna með ekkert og gáfu börnum sínum norska drauminn. Það virðist þó ekki eiga við rök að styðjast. Donald Trump Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Trump vill Norðmenn frekar en innflytjendur frá „skítaholum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fundaði í gær með þingmönnum þar sem verið var að ræða réttindi innflytjenda frá Haítí, El Salvador og Afríku. 11. janúar 2018 22:07 Trump virðist þræta fyrir að hafa talað um „skítaholur“ Í röð tísta fullyrði Bandaríkjaforseti að hann hafi aldrei sagt neitt niðrandi um íbúa Haítí. 12. janúar 2018 14:19 Krefjast skýringa á ummælum Trump um „skítaholur“ Ummæli Bandaríkjaforseta um að Mið-Ameríku- og Afríkuríki séu skítaholur hafa verið harðlega gagnrýnd víða um heim. 12. janúar 2018 10:47 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
„Af hverju erum við að taka á móti fólki frá þessum skítaholum? Við ættum að fá fleira fólk frá löndum eins og Noregi.“ Þetta mun Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafa sagt við þingmenn beggja flokka í Hvíta húsinu í gær. Í fyrstu sendi Hvíta húsið út yfirlýsingu þar sem því var ekki neitað að forsetinn hefði sagt þetta. Svo breyttist það í dag þegar Trump sjálfur þvertók fyrir það í illskiljanlegu tísti þar sem hann sagði þó að orðlag sitt hefði verið harkalegt. Síðan þá hefur þingmaðurinn Richard J. Durbin, sem sótti fundinn sagt: „Víst“, eða því næst, og sagði hann Trump hafa sagt þetta oft. Aðrir þingmenn sem sóttu fundinn hafa sagt ummælin sem höfð eru eftir Trump vera rétt.Norðmenn hafa þó ekki tekið vel í þessa tillögu Trump og segjast hafa það fínt í Noregi. Í fyrra fluttu einungis 502 Norðmenn til Bandaríkjanna. Hagstofa Noregs, SSB, spurði á Twitter í dag hvort að þeir hafi verið fleiri árið 2017.502 nordmenn flyttet til USA i 2016, 59 færre enn året før. Blir det flere nå? pic.twitter.com/uC8iF6nwUW — SSB (@ssbnytt) January 12, 2018 Ef farið er yfir opinberar hagsældartölur er Noregur hærri en Bandaríkin í nánast öllum flokkum. Lífslíkur eru hærri í Noregi en í Bandaríkjunum. Verg landsframleiðsla er hærri í Noregi en í Bandaríkjunum. Ungbarnadauði er lægri í Noregi en í Bandaríkjunum og Norðmenn eru heimsins ánægðasta þjóð á meðan Bandaríkin eru í 14 sæti. Þar að auki búa Norðmenn við eitt af heimsins sterkustu velferðarkerfum sem haldið er uppi af olíuauði ríkisins. Samvkæmt frétt Reuters, sem skrifuð er af norskum blaðamönnum, hafa fjölmargir Norðmenn gripið til samfélagsmiðla í dag til að tilkynna Trump að þau hafi engan áhuga á því að flytja til Bandaríkjanna. „Svo ég tali fyrir Noreg; Takk, en nei takk," sagði Torbjoern Saetre á Twitter. „Við erum ekki á leiðinni. Skál frá Noregi,“ sagði einn. Þegar blaðamenn hringdu í embættismenn í Noregi og spurðu út í orð Trump sagði einn að Norðmenn afþökkuðu boðið pent. Bandarískur prófessor sem býr í Svíþjóð hefur tekist að fanga stemninguna í Noregi nokkuð vel.Of course people from #Norway would love to move to a country where people are far more likely to be shot, live in poverty, get no healthcare because they’re poor, get no paid parental leave or subsidized daycare and see fewer women in political power. #Shithole — Christian Christensen (@ChrChristensen) January 11, 2018 Ástandið hefur þó ekki alltaf verið svona. Eins og bent er á í frétt Washington Post.Á nítjándu og tuttugustu öld er talið að hundruð þúsunda hafi flutt frá Noregi til Bandaríkjanna vegna slæms efnahagsástands þar. Talið er að Noregur sé það ríki sem hafi tapað stærstum hluta íbúa sinna til Bandaríkjanna, að Írlandi undanskildu. Til langs tíma áttu norskir innflytjendur erfitt í Bandaríkjunum. Margar kynslóðir drógust á eftir öðrum hópum þegar kom að tekjum og öðru. Rannsakendur sem skoðuðu norska innflytjendur komust að þeirri niðurstöðu að eftir að hafa verið í Bandaríkjunum í 30 ár hafði þeim ekki tekist að bæta stöðu sína og ná sömu hæðum og innfæddir og aðrir innflytjendur frá Evrópu. Flestir störfuðu þeir við landbúnað, fiskvinnslu og skógarhögg og börn innflytjenda áttu við sömu erfiðleika að stríða. Eins og það er orðað í frétt WP þá er litið á norska innflytjendur sem manneskjur sem sem komu til Bandaríkjanna með ekkert og gáfu börnum sínum norska drauminn. Það virðist þó ekki eiga við rök að styðjast.
Donald Trump Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Trump vill Norðmenn frekar en innflytjendur frá „skítaholum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fundaði í gær með þingmönnum þar sem verið var að ræða réttindi innflytjenda frá Haítí, El Salvador og Afríku. 11. janúar 2018 22:07 Trump virðist þræta fyrir að hafa talað um „skítaholur“ Í röð tísta fullyrði Bandaríkjaforseti að hann hafi aldrei sagt neitt niðrandi um íbúa Haítí. 12. janúar 2018 14:19 Krefjast skýringa á ummælum Trump um „skítaholur“ Ummæli Bandaríkjaforseta um að Mið-Ameríku- og Afríkuríki séu skítaholur hafa verið harðlega gagnrýnd víða um heim. 12. janúar 2018 10:47 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Trump vill Norðmenn frekar en innflytjendur frá „skítaholum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fundaði í gær með þingmönnum þar sem verið var að ræða réttindi innflytjenda frá Haítí, El Salvador og Afríku. 11. janúar 2018 22:07
Trump virðist þræta fyrir að hafa talað um „skítaholur“ Í röð tísta fullyrði Bandaríkjaforseti að hann hafi aldrei sagt neitt niðrandi um íbúa Haítí. 12. janúar 2018 14:19
Krefjast skýringa á ummælum Trump um „skítaholur“ Ummæli Bandaríkjaforseta um að Mið-Ameríku- og Afríkuríki séu skítaholur hafa verið harðlega gagnrýnd víða um heim. 12. janúar 2018 10:47