Sífellt fleiri leita réttar síns vegna flugfélaganna Daníel Freyr Birkisson skrifar 16. janúar 2018 16:45 Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Mynd/samsett Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt WOW air til þess að greiða tveimur farþegum tæplega 48 þúsund í skaðabætur hvorum fyrir sig, auk vaxta, vegna tafa sem urðu í flugferð frá London til Keflavíkur undir lok árs 2016. Samskiptastjóri Samgöngustofu segir skaðabótamál á hendur flugfélögunum hafa tvöfaldast í fjölda á milli ára og um sé að ræða vaxandi vanda. Farþegarnir tveir áttu flug með félaginu kl. 19.25 þann 19. desember 2016 frá London og var gert ráð fyrir lendingu á Keflavíkurflugvelli kl. 23.25. Fór svo að flugið tafðist um 219 mínútur og lenti vélin kl. 3.23 um nóttina. Í bréfi WOW air til farþeganna segir að óveður um morguninn hafi sett strik í reikninginn og haft keðjuverkandi áhrif á alla flugstarfsemi dagsins. Ísing hafi fest á flugvelli og flugvélum og snjókoma verið mikil. Var það mat flugfélagsins að vegna þessa væri það laust undan bótaskyldu. Héraðsdómur hafnaði sýknukröfu WOW air og dæmdi það til að greiða farþegunum fyrrgreinda upphæð, auk vaxta. Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir að sífellt fleiri leiti réttar síns vegna flugfélaganna. „Það hefur verið mjög vaxandi. Við tókum þetta saman í fyrra og þá kom í ljós að fjöldi mála á okkar borði hafði tvöfaldast.“ Samgöngustofa hefur ákvörðunarvald í slíkum málum og sér um að framfylgja alþjóðlegum reglugerðum sem settar hafa verið. „Við ráðleggjum fólki þó alltaf að hafa samband við flugrekanda fyrst til þess að finna lausn á sínum málum,“ segir Þórhildur. „Ef allt um þrýtur getur fólk sent okkur erindi og þá hefur Samgöngustofa heimildir til að taka ákvarðanir í málum.“Í upphaflegri útgáfu greinarinnar í Fréttablaðinu segir að um sé að ræða skaðabótamál og að vandamálið sé vaxandi. Þórhildur segir að málin séu hins vegar fjölbreytt sem berast á borð Samgöngustofu. Ástæður þess að fjöldi kvartana hefur aukist séu meðal annars að fleiri ferðast nú með flugfélögunum en einnig vegna þess að neytendur eru að verða meðvitaðri um rétt sinn. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Neytendur WOW Air Tengdar fréttir Gert að greiða skaðabætur eftir keðjuverkandi áhrif óveðurs Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt flugfélagið WOW air til þess að greiða tveimur farþegum tæplega 48 þúsund krónur hvorum um sig auk vaxta vegna tafa á flugferð frá London til Keflavíkur í lok árs 2016. 15. janúar 2018 17:39 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt WOW air til þess að greiða tveimur farþegum tæplega 48 þúsund í skaðabætur hvorum fyrir sig, auk vaxta, vegna tafa sem urðu í flugferð frá London til Keflavíkur undir lok árs 2016. Samskiptastjóri Samgöngustofu segir skaðabótamál á hendur flugfélögunum hafa tvöfaldast í fjölda á milli ára og um sé að ræða vaxandi vanda. Farþegarnir tveir áttu flug með félaginu kl. 19.25 þann 19. desember 2016 frá London og var gert ráð fyrir lendingu á Keflavíkurflugvelli kl. 23.25. Fór svo að flugið tafðist um 219 mínútur og lenti vélin kl. 3.23 um nóttina. Í bréfi WOW air til farþeganna segir að óveður um morguninn hafi sett strik í reikninginn og haft keðjuverkandi áhrif á alla flugstarfsemi dagsins. Ísing hafi fest á flugvelli og flugvélum og snjókoma verið mikil. Var það mat flugfélagsins að vegna þessa væri það laust undan bótaskyldu. Héraðsdómur hafnaði sýknukröfu WOW air og dæmdi það til að greiða farþegunum fyrrgreinda upphæð, auk vaxta. Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir að sífellt fleiri leiti réttar síns vegna flugfélaganna. „Það hefur verið mjög vaxandi. Við tókum þetta saman í fyrra og þá kom í ljós að fjöldi mála á okkar borði hafði tvöfaldast.“ Samgöngustofa hefur ákvörðunarvald í slíkum málum og sér um að framfylgja alþjóðlegum reglugerðum sem settar hafa verið. „Við ráðleggjum fólki þó alltaf að hafa samband við flugrekanda fyrst til þess að finna lausn á sínum málum,“ segir Þórhildur. „Ef allt um þrýtur getur fólk sent okkur erindi og þá hefur Samgöngustofa heimildir til að taka ákvarðanir í málum.“Í upphaflegri útgáfu greinarinnar í Fréttablaðinu segir að um sé að ræða skaðabótamál og að vandamálið sé vaxandi. Þórhildur segir að málin séu hins vegar fjölbreytt sem berast á borð Samgöngustofu. Ástæður þess að fjöldi kvartana hefur aukist séu meðal annars að fleiri ferðast nú með flugfélögunum en einnig vegna þess að neytendur eru að verða meðvitaðri um rétt sinn.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Neytendur WOW Air Tengdar fréttir Gert að greiða skaðabætur eftir keðjuverkandi áhrif óveðurs Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt flugfélagið WOW air til þess að greiða tveimur farþegum tæplega 48 þúsund krónur hvorum um sig auk vaxta vegna tafa á flugferð frá London til Keflavíkur í lok árs 2016. 15. janúar 2018 17:39 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Gert að greiða skaðabætur eftir keðjuverkandi áhrif óveðurs Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt flugfélagið WOW air til þess að greiða tveimur farþegum tæplega 48 þúsund krónur hvorum um sig auk vaxta vegna tafa á flugferð frá London til Keflavíkur í lok árs 2016. 15. janúar 2018 17:39