Underworld á Sónar Reykjavík Stefán Árni Pálsson skrifar 19. janúar 2018 11:00 Sveitin stígur á sviðið 17.mars. Breska hljómsveitin Underworld er á leiðinni til Íslands og mun koma fram á tónlistarhátíðinni Sónar Reykjavík laugardagskvöldið 17. mars í Hörpu. Tónleikarnir eru liður í 25 ára afmæli Sónar hátíðarinnar þar sem hátíðarhöldin hefjast í Reykjavík. Underworld er ein stærsta hljómsveit heims á sviði danstónlistar og á fáar sínar líkar þegar kemur að sviðsframkomu og sjónarspili á tónleikum. Því fengu Íslendingar að kynnast árið 1994 þegar sveitin kom fram í troðfullri Laugardalshöll á eftirminnilegum Debut tónleikum Bjarkar. Síðan hefur ferill og orðstír Underworld vaxið og var sveitin m.a. fengin til að koma fram á og leikstýra tónlistarþætti opnunarhátíðar Ólympíuleikana í London árið 2012. Hljómsveitin á að baki fjölmargar verðlaunaplötur og smelli á borð við Born Slippy, Push Upstairs, Dark & Long, Two Months Off, I Exhale, Jumbo og Cowgirl. Tónleikaplöturnar Everything, Everything (2000) og Live in Tokyo (2015) gera sveitinni góð skil á tónleikum á meðan safnplöturnar 1992-2012: The Anthology (2012) og A Collection 2 (2016) taka saman mörg þeirra vinsælustu lög. Underworld bætist í hóp þeirra listamanna og hljómsveita sem þegar hefur verið tilkynnt að komi fram á Sónar Reykjavík hátíðinni í ár. Meðal þeirra eru; Danny Brown (US), TOKiMONSTA (US), Lindström (NO), Nadia Rose (UK), Ben Frost (AU/IS), Lena Willikens (DE), Jlin (US), Denis Sulta (UK), Cassy b2b Yamaho (UK/IS), Kode9 x Köji Morimoto (UK/JP), Bad Gyal (ES), Lorenzo Senni (IT), Lafawndah (FR), Moor Mother (US), Bjarki, Högni, Hildur Guðnadóttir, Vök, Jói Pé x Króli, Joey Christ, Eva808, Blissful, Flóni og Reyjavíkurdætur. Sónar Reykjavík fer fram dagana 16. og 17. mars á fjórum sviðum í Hörpu. Alls verður boðið upp á tónleika rúmlega 50 hjómsveita og listamanna á hátíðinni, m.a. í bílakjallara hússins sem breytt verður í næturklúbb. Í kjölfar hátíðarinnar í Reykjavík fara Sónar hátíðir fram í Hong Kong, Istanbul, Barcelona, Bogotá og Buenos Aires. Tilkynnt hefur verið um að eftirtaldir listamenn komi fram á Sónar Reykjavik 2018: • - Underworld (UK) • - Danny Brown (US) • - TOKIMONSTA (US) • - Lindström (NO) • - Ben Frost (AU/IS) • - Nadia Rose (UK) • - Bjarki (IS) • - Lena Willikens (DE) • - Jlin (US) • - Denis Sulta (UK) • - Cassy b2b Yamaho (UK/IS) • - Kode9 x Kōji Morimoto AV (UK/JP) • - Högni (IS) • - Bad Gyal (ES) • - Hildur Guðnadóttir (IS) • - Moor Mother (US) • - Lorenzo Senni (IT) • - Lafawndah (FR) • - Reykjavíkurdætur (IS) • - Vök (IS) • - Eva808 (IS) • - JóiPé x Króli (IS) • - Blissful (IS) • - Joey Christ (IS) • - Flóni (IS) • - Jass (ES) • - Volruptus (IS) • - Kline (UK) • - serpentwithfeet (US) • - Yagia (IS) • - Mighty Bear (IS) Fleiri listamenn munu bætast við á næstu vikum. Sónar Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Breska hljómsveitin Underworld er á leiðinni til Íslands og mun koma fram á tónlistarhátíðinni Sónar Reykjavík laugardagskvöldið 17. mars í Hörpu. Tónleikarnir eru liður í 25 ára afmæli Sónar hátíðarinnar þar sem hátíðarhöldin hefjast í Reykjavík. Underworld er ein stærsta hljómsveit heims á sviði danstónlistar og á fáar sínar líkar þegar kemur að sviðsframkomu og sjónarspili á tónleikum. Því fengu Íslendingar að kynnast árið 1994 þegar sveitin kom fram í troðfullri Laugardalshöll á eftirminnilegum Debut tónleikum Bjarkar. Síðan hefur ferill og orðstír Underworld vaxið og var sveitin m.a. fengin til að koma fram á og leikstýra tónlistarþætti opnunarhátíðar Ólympíuleikana í London árið 2012. Hljómsveitin á að baki fjölmargar verðlaunaplötur og smelli á borð við Born Slippy, Push Upstairs, Dark & Long, Two Months Off, I Exhale, Jumbo og Cowgirl. Tónleikaplöturnar Everything, Everything (2000) og Live in Tokyo (2015) gera sveitinni góð skil á tónleikum á meðan safnplöturnar 1992-2012: The Anthology (2012) og A Collection 2 (2016) taka saman mörg þeirra vinsælustu lög. Underworld bætist í hóp þeirra listamanna og hljómsveita sem þegar hefur verið tilkynnt að komi fram á Sónar Reykjavík hátíðinni í ár. Meðal þeirra eru; Danny Brown (US), TOKiMONSTA (US), Lindström (NO), Nadia Rose (UK), Ben Frost (AU/IS), Lena Willikens (DE), Jlin (US), Denis Sulta (UK), Cassy b2b Yamaho (UK/IS), Kode9 x Köji Morimoto (UK/JP), Bad Gyal (ES), Lorenzo Senni (IT), Lafawndah (FR), Moor Mother (US), Bjarki, Högni, Hildur Guðnadóttir, Vök, Jói Pé x Króli, Joey Christ, Eva808, Blissful, Flóni og Reyjavíkurdætur. Sónar Reykjavík fer fram dagana 16. og 17. mars á fjórum sviðum í Hörpu. Alls verður boðið upp á tónleika rúmlega 50 hjómsveita og listamanna á hátíðinni, m.a. í bílakjallara hússins sem breytt verður í næturklúbb. Í kjölfar hátíðarinnar í Reykjavík fara Sónar hátíðir fram í Hong Kong, Istanbul, Barcelona, Bogotá og Buenos Aires. Tilkynnt hefur verið um að eftirtaldir listamenn komi fram á Sónar Reykjavik 2018: • - Underworld (UK) • - Danny Brown (US) • - TOKIMONSTA (US) • - Lindström (NO) • - Ben Frost (AU/IS) • - Nadia Rose (UK) • - Bjarki (IS) • - Lena Willikens (DE) • - Jlin (US) • - Denis Sulta (UK) • - Cassy b2b Yamaho (UK/IS) • - Kode9 x Kōji Morimoto AV (UK/JP) • - Högni (IS) • - Bad Gyal (ES) • - Hildur Guðnadóttir (IS) • - Moor Mother (US) • - Lorenzo Senni (IT) • - Lafawndah (FR) • - Reykjavíkurdætur (IS) • - Vök (IS) • - Eva808 (IS) • - JóiPé x Króli (IS) • - Blissful (IS) • - Joey Christ (IS) • - Flóni (IS) • - Jass (ES) • - Volruptus (IS) • - Kline (UK) • - serpentwithfeet (US) • - Yagia (IS) • - Mighty Bear (IS) Fleiri listamenn munu bætast við á næstu vikum.
Sónar Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira