Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir skrifar 9. janúar 2018 07:00 Það er ástæða til að bera nokkrar væntingar til næsta kjörtímabils þegar kemur að menntamálum ef marka má stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar. Þar segir að öflugt menntakerfi sé forsenda framfara og boðar núverandi ríkisstjórn stórsókn í menntamálum á öllum skólastigum. Þar er sérstaklega tekið fram að stuðla skuli að viðurkenningu á störfum kennara. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar felst sú ánægjulega staðreynd að núverandi ríkisstjórn telur störf kennara mikilvæg fyrir samfélagið allt. Og auðvitað er það svo. Kennarar hafa í höndum sér fjöregg þjóðarinnar. Um okkar hendur fara þegnar þessa samfélags og það eru kennarar á öllum skólastigum sem eiga stóran þátt í að móta þá einstaklinga sem landið skulu erfa. Nú eru kjarasamningar framhaldsskólakennara lausir. Stéttin hefur ekki farið með himinskautum í launakröfum sínum, en við höfum gert þá eðlilegu kröfu að laun okkar séu metin með tilliti til þess að nýútskrifaðir framhaldsskólakennarar hafa að lágmarki fimm ára háskólanám að baki og í mörgum tilfellum sex ár. Laun framhaldsskólakennara þurfa að vera samkeppnishæf og eiga auðvitað ekki að vera lakari en kjör annarra stétta opinberra starfsmanna með sömu menntun. Slík krafa hlýtur að vera sanngjörn og eðlileg. Launastaða framhaldsskólakennara var arfaslök haustið 2013. Í kjölfar verkfalls og verulegra kerfisbreytinga fékk stéttin launaleiðréttingu vorið 2014 og hækkanir fram á árið 2017 sem einhverjir hafa séð ofsjónum yfir og hafa talið falla utan þess ramma sem „Salek-samkomulagið“ leyfir (rammasamkomulag um launaþróun). En ef við fylgjum fordæmi kjararáðs og metum launaþróun aftur til ársins 2006 liggur fyrir að enn þarf að leiðrétta laun framhaldsskólakennara, svo mjög höfðu þau dregist aftur úr viðmiðunarhópum stéttarinnar. Ríkisstjórn Íslands hlýtur núna að standa við bakið á okkur, því eigi athafnir að fylgja orðum væri eðlilegt framhald fagurra fyrirheita um viðurkenningu kennarastarfsins að leiðrétta laun framhaldsskólakennara og gera samkeppnishæf. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðríður Arnardóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Það er ástæða til að bera nokkrar væntingar til næsta kjörtímabils þegar kemur að menntamálum ef marka má stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar. Þar segir að öflugt menntakerfi sé forsenda framfara og boðar núverandi ríkisstjórn stórsókn í menntamálum á öllum skólastigum. Þar er sérstaklega tekið fram að stuðla skuli að viðurkenningu á störfum kennara. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar felst sú ánægjulega staðreynd að núverandi ríkisstjórn telur störf kennara mikilvæg fyrir samfélagið allt. Og auðvitað er það svo. Kennarar hafa í höndum sér fjöregg þjóðarinnar. Um okkar hendur fara þegnar þessa samfélags og það eru kennarar á öllum skólastigum sem eiga stóran þátt í að móta þá einstaklinga sem landið skulu erfa. Nú eru kjarasamningar framhaldsskólakennara lausir. Stéttin hefur ekki farið með himinskautum í launakröfum sínum, en við höfum gert þá eðlilegu kröfu að laun okkar séu metin með tilliti til þess að nýútskrifaðir framhaldsskólakennarar hafa að lágmarki fimm ára háskólanám að baki og í mörgum tilfellum sex ár. Laun framhaldsskólakennara þurfa að vera samkeppnishæf og eiga auðvitað ekki að vera lakari en kjör annarra stétta opinberra starfsmanna með sömu menntun. Slík krafa hlýtur að vera sanngjörn og eðlileg. Launastaða framhaldsskólakennara var arfaslök haustið 2013. Í kjölfar verkfalls og verulegra kerfisbreytinga fékk stéttin launaleiðréttingu vorið 2014 og hækkanir fram á árið 2017 sem einhverjir hafa séð ofsjónum yfir og hafa talið falla utan þess ramma sem „Salek-samkomulagið“ leyfir (rammasamkomulag um launaþróun). En ef við fylgjum fordæmi kjararáðs og metum launaþróun aftur til ársins 2006 liggur fyrir að enn þarf að leiðrétta laun framhaldsskólakennara, svo mjög höfðu þau dregist aftur úr viðmiðunarhópum stéttarinnar. Ríkisstjórn Íslands hlýtur núna að standa við bakið á okkur, því eigi athafnir að fylgja orðum væri eðlilegt framhald fagurra fyrirheita um viðurkenningu kennarastarfsins að leiðrétta laun framhaldsskólakennara og gera samkeppnishæf. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar