Erlendar viðskiptafréttir 2017: Tesla-trukkur, fall tískurisa, erfiðleikar Uber og lukkunnar pamfíll flýgur frítt ævilangt Daníel Freyr Birkisson skrifar 29. desember 2017 20:30 Það kenndi ýmissa grasa í viðskiptum erlendis árið 2017. vísir/garðar Viðskiptaheimurinn iðaði af lífi undanfarið ár og fylgdist Vísir grannt með gangi mála á mörkuðum úti í heimi og greindi frá. Þar sem árið er senn á enda er ekki úr vegi að fríska aðeins upp á minni lesenda með því að rifja upp þær fréttir utan landsteinanna sem vöktu hvað mesta athygli. Tæknirisinn Apple gekk í gegnum hæðir og lægðir og Nokia 3310 farsíminn var endurútgefinn í nýjum búningi. Kaffihúsakeðjan Starbucks og Donald Trump áttu í hugmyndafræðilegum ágreiningi og Karen Millen kenndi Kaupþingi um fall tískuveldis síns sem varð gjaldþrota á árinu. Frítt flug ævilangt, ótímabærar fregnir af brotthvarfi Paint og sjálfkeyrandi Domino's-bílar voru meðal þeirra frétta sem féllu í kramið hjá lesendum Vísi á liðnu ári.Ný gerð Nokia 3310 kemur í nokkrum litum.Vísir/GettyHæðir og lægðir AppleBandaríski tæknirisinn Apple kynnti nýjar vörur sínar í haust í Steve Jobs-höllinni í Kaliforníu. Þar steig forstjóri fyrirtækisins, Tim Cook, á svið og sýndi viðstöddum iPhone 8 og 8 Plus, Apple Watch Series 3, Apple TV 4k, Animoji og að lokum iPhone X, sem er tíu ára afmælisútgáfa snjallsímategundarinnar vinsælu.Sjá einnig: Allt það sem Apple kynnti til leiks í gær„Home takkinn“ svokallaði var fjarlægður með útgáfu iPhone X og myndavél komið framan á símann, ásamt nýrri tækni sem greinir andlit eigandans. Þannig er hreinlega hægt að aflæsa símanum með því að horfa á hann. Athygli vakti á kynningunni að ekki tókst að sýna fram á tæknina nýju í fyrstu tilraun þar sem andlitsskynjarinn virkaði ekki. Íslendingum hefur ekki boðist að fá símann afhentan hér á landi enn sem komið er, en þónokkur fyrirtæki eru farin að taka við pöntunum og er búist við að þeir verði afhentir á nýju ári. Í kjölfar útgáfu iPhone 8 stigu nokkrir ósáttir neytendur fram og sögðu að síminn sinn hefði klofnað í sundur. Það hafi gerst þegar síminn var settur í hleðslu, en útskýringin er líklegast sú að rafhlaða símans hafi „bólgnað upp“ og valdið sprungum.Sjá einnig: Óánægðir eigendur iPhone 8 segja símana hafa klofnað í sundurSeint á árinu kom síðan í ljós að Apple hefur um árabil hægt á stýrikerfum eldri gerða af iPhone-snjallsímum án vitneskju notenda. Segja forsvarsmenn fyrirtækisins, sem harðlega voru gagnrýndir fyrir leyndina, að það sé einungis gert þar sem gæði rafhlaðna í símunum rýrni með tímanum. Því sé æskilegast að hægja á símanum svo rafhlaðan ráði við uppfærð stýrikerfi.Sjá einnig: Apple gengst við því að hægja viljandi á gömlum iPhone-símumKaren Millen segir ábyrgðina á gjaldþroti verslunarkeðju sinnar liggja hjá Kaupþingi.vísir/gettyNokia-nostalgían endurvakinFjölmargir tóku gleði sína á ný, snemma árs, þegar HMD Global svipti hulunni af nýrri gerð farsímans Nokia 3310. Eldri gerð símans naut gífurlegra vinsælda um heim allan í upphafi 21. aldar, og var það engin undantekning hér á landi. HMD Global framleiðir símann með leyfi Nokia.Sjá einnig: Svona lítur hinn nýi Nokia 3310 út Nýja gerðin er ekki snjallsími og er því ekki hægt að nálgast jafn mörg forrit í honum líkt og í símum af Android-gerð til dæmis. Þrátt fyrir það er rafhlöðuending símans frábær en talið er að hún sé allt að 22 klukkustundir í stanslausu tali. Er síminn nú kominn í verslanir hér á landi og eru eflaust fjölmargir sem fagna því.Fyrsti sjálfkeyrandi Domino's-bíllinn er kominn í umferð í Michigan.DominosTískumógúll kennir Kaupþingi um gjaldþrotTískukeðja Karen Millen varð gjaldþrota fyrr á árinu en hún opnaði sína fyrstu verslun ásamt eiginmanni sínum Kevin Stanford árið 1981. Millen er sögð miður sín yfir gjaldþrotinu og vildi hún meina að hún hefði verið fórnarlamb svika Kaupþings og að áralangar og kostnaðarsamar deilur hennar við bankann hafi orðið til þess að hún gat ekki greitt skatt til breska ríkisins.Sjá einnig:Karen Millen gjaldþrota og kennir Kaupþingi um Millen og Stanford seldu verslunarveldi sitt árið 2004 til Baugs og átti Millen að fá 35 milljónir punda í sinn hlut. Vill hún hins vegar meina að Kaupþing hafi svindlað á sér í samningunum sem varð til þess að hún tapaði stórum fjárhæðum í hruni íslenska bankakerfisins árið 2008.Starbucks ætlar sér að ráða tíu þúsund flóttamenn á næstu árum til þess að mótmæla umdeildri tilskipun Donalds Trump.Vísir/AFPFramtíð án pítsusendla?Það vakti mikla athygli þegar greint var frá því að bílaframleiðandinn Ford og Domino‘s væru með sjálfkeyrandi bíl í prufu í Michigan-ríki sem sæi um að aka pítsum heim til viðskiptavina. Bíllinn sem var til prófunar er af gerðinni Ford Fusion en auk þess að geta ekið án sitjandi bílstjóra er hann búinn forlátum ofni sem sér um að halda pítsunni heitri. Stefna Domino's er að gera starf pítsusendilsins óþarft og munu viðskiptavinir einfaldlega geta sótt pítsuna í bílinn sjálfir í framtíðinni gangi verkefnið upp. Þannig geti þeir slegið inn fjögurra stafa lykilorð og opnað hlera þar sem nálgast má pítsuna.Sjá einnig: Sjálfkeyrandi Domino's-bíll kominn á göturnarKaffihúsarisi í hart við TrumpSkömmu eftir embættistöku Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, gaf kaffihúsakeðjan Starbucks það út að hún hygðist ráða tíu þúsund flóttamenn til starfa víðs vegar um heim á næstu fimm árum. Áætlunin var svar við umdeildri tilskipun Trump sem felur það meðal annars í sér að Bandaríkin taki ekki við flóttamönnum frá Sýrlandi. Í bréfi sem Starbucks sendi frá sér sagði að fyrirtækið myndi ekki sitja hjá á meðan ný stjórn Bandaríkjanna myndi „skapa æ meiri óvissu með hverjum segi sem liði“.Sjá einnig: Starbucks svarar Trump og ætlar að ráða þúsundir flóttamannaFregnir af brotthvarfi Paint reyndust stórlega ýktar og gátu notendur forritsins tekið gleði sína á ný.Vísir/KjartanMicrosoft Paint fékk að lifaNotendur stýrikerfis Microsoft fengu þau leiðinlegu tíðindi í sumar að stefnt væri að því að eyða forritinu Paint í uppfærslu á Windows 10 stýrikerfinu. Í staðinn var kynnt til sögunnar forritið Paint 3D sem gerir notendum kleift að vinna þrívíddarmyndir auk mynda í tvívídd. Eiginleikar þess væru töluvert frábrugðnir hinu sígilda forriti Paint, sem kynnt var árið 1985 og flestir notendur Windows ættu að kannast við.Sjá einnig: Microsoft eyðir Paint Í tilkynningunni var auk þess greint frá því að í nýrri uppfærslu væri ekki að finna Outlook Express, Reader App og Reading List. Fréttir af brotthvarfi Paint reyndust þó ýktar því Microsoft gaf það skömmu seinna út að notendum gæfist kostur á því að niðurhala forritinu í vefverslun Windows á netinu.Árið 2017 reyndist erfitt fyrir Uber.Vísir/GettyErfiðleikar hjá Uber og staðan slæm hjá SnapchatÁrið 2017 reyndist bandarísku leigubílaþjónustunni Uber erfitt. Undir lok febrúar var greint frá því að framkvæmdastjórn fyrirtækisins hefði fyrirskipað rannsókn á kynferðislegri áreitni innan fyrirtækisins eftir ásakanir fyrrverandi starfsmanns. Susan Fowler, sem starfaði sem verkfræðingur hjá Uber, beindi ásökunum sínum að yfirmanni innan fyrirtækisins og kvartaði auk þess yfir því að manninum hefði ekki verið gefin formleg áminning.Sjá einnig: Uber notar leyniforrit til að komast undan stjórnvöldum Stuttu seinna var fyrirtækið staðið að því að notast við leynilegt forrit til þess að komast undan stjórnvöldum sem koma vildi böndum á starfsemi þess. Forritið gerir Uber kleift að fylgjast með notendum smáforrits á vegum fyrirtækisins sem notað er þegar far er pantað. Með upplýsingum úr forritinu, sem kallast Greyball, gat fyrirtækið komist að því hvort einstakir notendur væru á vegum yfirvalda og því ákveðið hvort veita ætti viðkomandi þjónustu fyrirtækisins eða ekki. Þá var árið ekki gjöfult fyrir samfélagsmiðilinn Snapchat sem birti í vor afkomu félagsins í fyrsta sinn frá því það var sett á markað. Kom þar í ljós að hlutabréf í fyrirtækinu höfðu fallið um 25 prósent á fyrsta ársfjórðungi. Ástæðuna má einkum rekja til tilkynningar sem gefin var út skömmu fyrir birtingu afkomunnar þar sem fram kom að daglegur notendafjöldi miðilsins var tveimur milljónum færri en spár höfðu gert ráð fyrir.Sjá einnig: Staða Snapchat sögð slæmElon Musk kynnir rafknúna vörubílinn.Mynd/TeslaElon Musk kynnir Tesla-trukkinnÍ apríl greindi Elon Musk, forstjóri og eigandi bílaframleiðandans Tesla, frá því að fyrirtækið myndi kynna til leiks rafknúinn vörubíl um haustið. Í nóvember kom afraksturinn loks í ljós þegar Musk hélt heljarinnar kynningu þar sem bílnum var ekið inn á svið og greint var frá eiginleikum hans. Sagði Musk þá á gamansömum nótum að bíllinn væri rafknúinn en gæti einnig „breytt sér í vélmenni, barist við geimverur og hellt upp á góðan kaffibolla“. Ekki hefur verið reynt á þessa eiginleika sem Musk lýsti svo listilega en um er að stórt skref hjá Tesla, sem hingað til hefur reynt að taka til sín í umhverfismálum með rafvæðingu bíla.Sjá einnig: Tesla kynnir til leiks rafknúinn vörubílFlýgur frítt eftir fæðingu í 35 þúsund fetumFlugfélagið Jet Airways lofaði ungbarni sem fæddist um borð í vél félagsins í flugi milli Sádi-Arabíu og Indlands fríum flugmiðum út ævina. Drengurinn fæddist fyrir settan dag móðurinnar í 35 þúsund feta hæð og var því ákveðið að lenda í Mumbai til þess að flytja mæðginin á spítala, en áfangastaður flugsins var til borgarinnar Kochi. Þessum lukkunnar pamfíl gefst nú kostur á að fljúga frítt til 65 áfangastaða flugfélagsins, en hann er ekki sá fyrsti til þess að hljóta þessi fríðindi. Það hafa um sex börn fæðst í flugi hjá Jet Airways og hafa þau öll fengið fría flugmiða sem gilda til æviloka.Sjá einnig:Fær frítt í flug alla ævi Fréttir ársins 2017 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Viðskiptaheimurinn iðaði af lífi undanfarið ár og fylgdist Vísir grannt með gangi mála á mörkuðum úti í heimi og greindi frá. Þar sem árið er senn á enda er ekki úr vegi að fríska aðeins upp á minni lesenda með því að rifja upp þær fréttir utan landsteinanna sem vöktu hvað mesta athygli. Tæknirisinn Apple gekk í gegnum hæðir og lægðir og Nokia 3310 farsíminn var endurútgefinn í nýjum búningi. Kaffihúsakeðjan Starbucks og Donald Trump áttu í hugmyndafræðilegum ágreiningi og Karen Millen kenndi Kaupþingi um fall tískuveldis síns sem varð gjaldþrota á árinu. Frítt flug ævilangt, ótímabærar fregnir af brotthvarfi Paint og sjálfkeyrandi Domino's-bílar voru meðal þeirra frétta sem féllu í kramið hjá lesendum Vísi á liðnu ári.Ný gerð Nokia 3310 kemur í nokkrum litum.Vísir/GettyHæðir og lægðir AppleBandaríski tæknirisinn Apple kynnti nýjar vörur sínar í haust í Steve Jobs-höllinni í Kaliforníu. Þar steig forstjóri fyrirtækisins, Tim Cook, á svið og sýndi viðstöddum iPhone 8 og 8 Plus, Apple Watch Series 3, Apple TV 4k, Animoji og að lokum iPhone X, sem er tíu ára afmælisútgáfa snjallsímategundarinnar vinsælu.Sjá einnig: Allt það sem Apple kynnti til leiks í gær„Home takkinn“ svokallaði var fjarlægður með útgáfu iPhone X og myndavél komið framan á símann, ásamt nýrri tækni sem greinir andlit eigandans. Þannig er hreinlega hægt að aflæsa símanum með því að horfa á hann. Athygli vakti á kynningunni að ekki tókst að sýna fram á tæknina nýju í fyrstu tilraun þar sem andlitsskynjarinn virkaði ekki. Íslendingum hefur ekki boðist að fá símann afhentan hér á landi enn sem komið er, en þónokkur fyrirtæki eru farin að taka við pöntunum og er búist við að þeir verði afhentir á nýju ári. Í kjölfar útgáfu iPhone 8 stigu nokkrir ósáttir neytendur fram og sögðu að síminn sinn hefði klofnað í sundur. Það hafi gerst þegar síminn var settur í hleðslu, en útskýringin er líklegast sú að rafhlaða símans hafi „bólgnað upp“ og valdið sprungum.Sjá einnig: Óánægðir eigendur iPhone 8 segja símana hafa klofnað í sundurSeint á árinu kom síðan í ljós að Apple hefur um árabil hægt á stýrikerfum eldri gerða af iPhone-snjallsímum án vitneskju notenda. Segja forsvarsmenn fyrirtækisins, sem harðlega voru gagnrýndir fyrir leyndina, að það sé einungis gert þar sem gæði rafhlaðna í símunum rýrni með tímanum. Því sé æskilegast að hægja á símanum svo rafhlaðan ráði við uppfærð stýrikerfi.Sjá einnig: Apple gengst við því að hægja viljandi á gömlum iPhone-símumKaren Millen segir ábyrgðina á gjaldþroti verslunarkeðju sinnar liggja hjá Kaupþingi.vísir/gettyNokia-nostalgían endurvakinFjölmargir tóku gleði sína á ný, snemma árs, þegar HMD Global svipti hulunni af nýrri gerð farsímans Nokia 3310. Eldri gerð símans naut gífurlegra vinsælda um heim allan í upphafi 21. aldar, og var það engin undantekning hér á landi. HMD Global framleiðir símann með leyfi Nokia.Sjá einnig: Svona lítur hinn nýi Nokia 3310 út Nýja gerðin er ekki snjallsími og er því ekki hægt að nálgast jafn mörg forrit í honum líkt og í símum af Android-gerð til dæmis. Þrátt fyrir það er rafhlöðuending símans frábær en talið er að hún sé allt að 22 klukkustundir í stanslausu tali. Er síminn nú kominn í verslanir hér á landi og eru eflaust fjölmargir sem fagna því.Fyrsti sjálfkeyrandi Domino's-bíllinn er kominn í umferð í Michigan.DominosTískumógúll kennir Kaupþingi um gjaldþrotTískukeðja Karen Millen varð gjaldþrota fyrr á árinu en hún opnaði sína fyrstu verslun ásamt eiginmanni sínum Kevin Stanford árið 1981. Millen er sögð miður sín yfir gjaldþrotinu og vildi hún meina að hún hefði verið fórnarlamb svika Kaupþings og að áralangar og kostnaðarsamar deilur hennar við bankann hafi orðið til þess að hún gat ekki greitt skatt til breska ríkisins.Sjá einnig:Karen Millen gjaldþrota og kennir Kaupþingi um Millen og Stanford seldu verslunarveldi sitt árið 2004 til Baugs og átti Millen að fá 35 milljónir punda í sinn hlut. Vill hún hins vegar meina að Kaupþing hafi svindlað á sér í samningunum sem varð til þess að hún tapaði stórum fjárhæðum í hruni íslenska bankakerfisins árið 2008.Starbucks ætlar sér að ráða tíu þúsund flóttamenn á næstu árum til þess að mótmæla umdeildri tilskipun Donalds Trump.Vísir/AFPFramtíð án pítsusendla?Það vakti mikla athygli þegar greint var frá því að bílaframleiðandinn Ford og Domino‘s væru með sjálfkeyrandi bíl í prufu í Michigan-ríki sem sæi um að aka pítsum heim til viðskiptavina. Bíllinn sem var til prófunar er af gerðinni Ford Fusion en auk þess að geta ekið án sitjandi bílstjóra er hann búinn forlátum ofni sem sér um að halda pítsunni heitri. Stefna Domino's er að gera starf pítsusendilsins óþarft og munu viðskiptavinir einfaldlega geta sótt pítsuna í bílinn sjálfir í framtíðinni gangi verkefnið upp. Þannig geti þeir slegið inn fjögurra stafa lykilorð og opnað hlera þar sem nálgast má pítsuna.Sjá einnig: Sjálfkeyrandi Domino's-bíll kominn á göturnarKaffihúsarisi í hart við TrumpSkömmu eftir embættistöku Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, gaf kaffihúsakeðjan Starbucks það út að hún hygðist ráða tíu þúsund flóttamenn til starfa víðs vegar um heim á næstu fimm árum. Áætlunin var svar við umdeildri tilskipun Trump sem felur það meðal annars í sér að Bandaríkin taki ekki við flóttamönnum frá Sýrlandi. Í bréfi sem Starbucks sendi frá sér sagði að fyrirtækið myndi ekki sitja hjá á meðan ný stjórn Bandaríkjanna myndi „skapa æ meiri óvissu með hverjum segi sem liði“.Sjá einnig: Starbucks svarar Trump og ætlar að ráða þúsundir flóttamannaFregnir af brotthvarfi Paint reyndust stórlega ýktar og gátu notendur forritsins tekið gleði sína á ný.Vísir/KjartanMicrosoft Paint fékk að lifaNotendur stýrikerfis Microsoft fengu þau leiðinlegu tíðindi í sumar að stefnt væri að því að eyða forritinu Paint í uppfærslu á Windows 10 stýrikerfinu. Í staðinn var kynnt til sögunnar forritið Paint 3D sem gerir notendum kleift að vinna þrívíddarmyndir auk mynda í tvívídd. Eiginleikar þess væru töluvert frábrugðnir hinu sígilda forriti Paint, sem kynnt var árið 1985 og flestir notendur Windows ættu að kannast við.Sjá einnig: Microsoft eyðir Paint Í tilkynningunni var auk þess greint frá því að í nýrri uppfærslu væri ekki að finna Outlook Express, Reader App og Reading List. Fréttir af brotthvarfi Paint reyndust þó ýktar því Microsoft gaf það skömmu seinna út að notendum gæfist kostur á því að niðurhala forritinu í vefverslun Windows á netinu.Árið 2017 reyndist erfitt fyrir Uber.Vísir/GettyErfiðleikar hjá Uber og staðan slæm hjá SnapchatÁrið 2017 reyndist bandarísku leigubílaþjónustunni Uber erfitt. Undir lok febrúar var greint frá því að framkvæmdastjórn fyrirtækisins hefði fyrirskipað rannsókn á kynferðislegri áreitni innan fyrirtækisins eftir ásakanir fyrrverandi starfsmanns. Susan Fowler, sem starfaði sem verkfræðingur hjá Uber, beindi ásökunum sínum að yfirmanni innan fyrirtækisins og kvartaði auk þess yfir því að manninum hefði ekki verið gefin formleg áminning.Sjá einnig: Uber notar leyniforrit til að komast undan stjórnvöldum Stuttu seinna var fyrirtækið staðið að því að notast við leynilegt forrit til þess að komast undan stjórnvöldum sem koma vildi böndum á starfsemi þess. Forritið gerir Uber kleift að fylgjast með notendum smáforrits á vegum fyrirtækisins sem notað er þegar far er pantað. Með upplýsingum úr forritinu, sem kallast Greyball, gat fyrirtækið komist að því hvort einstakir notendur væru á vegum yfirvalda og því ákveðið hvort veita ætti viðkomandi þjónustu fyrirtækisins eða ekki. Þá var árið ekki gjöfult fyrir samfélagsmiðilinn Snapchat sem birti í vor afkomu félagsins í fyrsta sinn frá því það var sett á markað. Kom þar í ljós að hlutabréf í fyrirtækinu höfðu fallið um 25 prósent á fyrsta ársfjórðungi. Ástæðuna má einkum rekja til tilkynningar sem gefin var út skömmu fyrir birtingu afkomunnar þar sem fram kom að daglegur notendafjöldi miðilsins var tveimur milljónum færri en spár höfðu gert ráð fyrir.Sjá einnig: Staða Snapchat sögð slæmElon Musk kynnir rafknúna vörubílinn.Mynd/TeslaElon Musk kynnir Tesla-trukkinnÍ apríl greindi Elon Musk, forstjóri og eigandi bílaframleiðandans Tesla, frá því að fyrirtækið myndi kynna til leiks rafknúinn vörubíl um haustið. Í nóvember kom afraksturinn loks í ljós þegar Musk hélt heljarinnar kynningu þar sem bílnum var ekið inn á svið og greint var frá eiginleikum hans. Sagði Musk þá á gamansömum nótum að bíllinn væri rafknúinn en gæti einnig „breytt sér í vélmenni, barist við geimverur og hellt upp á góðan kaffibolla“. Ekki hefur verið reynt á þessa eiginleika sem Musk lýsti svo listilega en um er að stórt skref hjá Tesla, sem hingað til hefur reynt að taka til sín í umhverfismálum með rafvæðingu bíla.Sjá einnig: Tesla kynnir til leiks rafknúinn vörubílFlýgur frítt eftir fæðingu í 35 þúsund fetumFlugfélagið Jet Airways lofaði ungbarni sem fæddist um borð í vél félagsins í flugi milli Sádi-Arabíu og Indlands fríum flugmiðum út ævina. Drengurinn fæddist fyrir settan dag móðurinnar í 35 þúsund feta hæð og var því ákveðið að lenda í Mumbai til þess að flytja mæðginin á spítala, en áfangastaður flugsins var til borgarinnar Kochi. Þessum lukkunnar pamfíl gefst nú kostur á að fljúga frítt til 65 áfangastaða flugfélagsins, en hann er ekki sá fyrsti til þess að hljóta þessi fríðindi. Það hafa um sex börn fæðst í flugi hjá Jet Airways og hafa þau öll fengið fría flugmiða sem gilda til æviloka.Sjá einnig:Fær frítt í flug alla ævi
Fréttir ársins 2017 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira