Það þarf aukinn og víðtækan stöðugleika Ingólfur Bender skrifar 13. desember 2017 07:00 Ákall iðnaðarins um stöðugleika snýst um stöðug starfsskilyrði. Í því sambandi er verðbólgan ekki eina viðmiðið þó að hún sé mikilvægur mælikvarði. Viðmiðið er að starfsskilyrðin séu nokkuð fyrirsjáanleg þannig að hér á landi sé hægt að gera áætlanir með viðunandi vissu og á grundvelli þeirra fjárfesta í uppbyggingu iðnaðar og annarrar starfsemi sem skilar sér í aukinni verðmætasköpun og hagsæld hér á landi. Aukinn og víðtækur stöðugleiki er ekki bara til hagsbóta fyrir iðnaðinn heldur allt íslenskt samfélag. Stöðugleiki er mikilvægur fyrir hagkerfið, heimilin og fyrirtækin. Um þetta virðast flestir sammála. Er almennur skilningur á mikilvægi stöðugleikans jákvæður en óstöðugleiki í efnahagsmálum hér á landi hefur lengi verið eitt af meginvandamálum íslenska hagkerfisins. Áhersla á stöðugleikann í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er í þessu sambandi sérstaklega jákvæð.Þverrandi samkeppnisstaða Stöðugleiki er margþættur. Sá stöðugleiki sem oft er vísað til um þessar mundir er stöðugt verðlag en það er meginmarkmið Seðlabankans. Í því sambandi hefur gengið vel síðustu ár en verðbólgan er við verðbólgumarkmiðið og hefur verið það frá upphafi árs 2014. Um er að ræða lengsta tímabil verðstöðugleika síðan verðbólgumarkmiðið var tekið upp í mars 2001. En á þessum tíma verðstöðugleika hefur ekki verið mikill stöðugleiki að öðru leyti í íslensku efnahagslífi. Hefur gengi krónunnar til dæmis hækkað um 31 prósent á þessum tíma. Einnig hafa laun hækkað um 36 prósent sem er langt umfram framleiðnivöxt og þær launahækkanir sem sést hafa í þeim löndum sem íslensk fyrirtæki keppa helst við. Það hefur því ekki verið neinn stöðugleiki á þessum tíma í samkeppnisstöðu íslensks iðnaðar eða annarra íslenskra fyrirtækja þó að verðbólgan hafi verið við markmið Seðlabankans.Hvað höfum við boðið upp á? Ekkert land innan OECD hefur gengið í gegnum viðlíka sveiflu í raungengi gjaldmiðils síns og Ísland síðastliðinn áratug en raungengi krónunnar er mælikvarði á þróun samkeppnisstöðu innlendra fyrirtækja gagnvart erlendum. Ekkert iðnvætt ríki hefur því boðið sínum fyrirtækjum upp á jafn mikinn óstöðugleika í samkeppnisstöðu á þessum tíma. Það hefur því verið mikill óstöðugleiki hér á landi á þann mælikvarða. Þegar fjárfestar taka ákvörðun um hvort byggja eigi upp fyrirtæki hér á landi sjá þeir tilviljanakenndar ákvarðanir stjórnvalda, óstöðugan gjaldmiðil og vinnumarkað sem einkennist af kapphlaupi á milli launþegahópa um hver fær mest. Þetta er það sem við bjóðum og það er ekki stöðugleiki. Þessu þurfum við að breyta.Upphaf aukins stöðugleika? Vonandi er nýhafið kjörtímabil upphafið að tíma aukins og víðtækari stöðugleika. Til þess að svo megi verða þarf ný ríkisstjórn að leggja áherslu á stöðugleikann í víðri merkingu þess orðs. Það er ekki nægjanlegt að áherslan sé á verðbólgumarkmið eitt heldur þarf einnig að draga úr hagsveiflum og auka stöðugleika í gengismálum. Einnig þarf ný ríkisstjórn að hvetja til þess að launabreytingar taki meira mið af framleiðnivexti og þróun í útflutningsgreinunum. Með slíkum stöðugleika væri bætt til muna starfsumhverfi íslensks iðnaðar og íslenskra fyrirtækja almennt til hagsbóta fyrir íslenskt samfélag. Höfundur er hagfræðingur Samtaka iðnaðarins.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Bender Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Ákall iðnaðarins um stöðugleika snýst um stöðug starfsskilyrði. Í því sambandi er verðbólgan ekki eina viðmiðið þó að hún sé mikilvægur mælikvarði. Viðmiðið er að starfsskilyrðin séu nokkuð fyrirsjáanleg þannig að hér á landi sé hægt að gera áætlanir með viðunandi vissu og á grundvelli þeirra fjárfesta í uppbyggingu iðnaðar og annarrar starfsemi sem skilar sér í aukinni verðmætasköpun og hagsæld hér á landi. Aukinn og víðtækur stöðugleiki er ekki bara til hagsbóta fyrir iðnaðinn heldur allt íslenskt samfélag. Stöðugleiki er mikilvægur fyrir hagkerfið, heimilin og fyrirtækin. Um þetta virðast flestir sammála. Er almennur skilningur á mikilvægi stöðugleikans jákvæður en óstöðugleiki í efnahagsmálum hér á landi hefur lengi verið eitt af meginvandamálum íslenska hagkerfisins. Áhersla á stöðugleikann í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er í þessu sambandi sérstaklega jákvæð.Þverrandi samkeppnisstaða Stöðugleiki er margþættur. Sá stöðugleiki sem oft er vísað til um þessar mundir er stöðugt verðlag en það er meginmarkmið Seðlabankans. Í því sambandi hefur gengið vel síðustu ár en verðbólgan er við verðbólgumarkmiðið og hefur verið það frá upphafi árs 2014. Um er að ræða lengsta tímabil verðstöðugleika síðan verðbólgumarkmiðið var tekið upp í mars 2001. En á þessum tíma verðstöðugleika hefur ekki verið mikill stöðugleiki að öðru leyti í íslensku efnahagslífi. Hefur gengi krónunnar til dæmis hækkað um 31 prósent á þessum tíma. Einnig hafa laun hækkað um 36 prósent sem er langt umfram framleiðnivöxt og þær launahækkanir sem sést hafa í þeim löndum sem íslensk fyrirtæki keppa helst við. Það hefur því ekki verið neinn stöðugleiki á þessum tíma í samkeppnisstöðu íslensks iðnaðar eða annarra íslenskra fyrirtækja þó að verðbólgan hafi verið við markmið Seðlabankans.Hvað höfum við boðið upp á? Ekkert land innan OECD hefur gengið í gegnum viðlíka sveiflu í raungengi gjaldmiðils síns og Ísland síðastliðinn áratug en raungengi krónunnar er mælikvarði á þróun samkeppnisstöðu innlendra fyrirtækja gagnvart erlendum. Ekkert iðnvætt ríki hefur því boðið sínum fyrirtækjum upp á jafn mikinn óstöðugleika í samkeppnisstöðu á þessum tíma. Það hefur því verið mikill óstöðugleiki hér á landi á þann mælikvarða. Þegar fjárfestar taka ákvörðun um hvort byggja eigi upp fyrirtæki hér á landi sjá þeir tilviljanakenndar ákvarðanir stjórnvalda, óstöðugan gjaldmiðil og vinnumarkað sem einkennist af kapphlaupi á milli launþegahópa um hver fær mest. Þetta er það sem við bjóðum og það er ekki stöðugleiki. Þessu þurfum við að breyta.Upphaf aukins stöðugleika? Vonandi er nýhafið kjörtímabil upphafið að tíma aukins og víðtækari stöðugleika. Til þess að svo megi verða þarf ný ríkisstjórn að leggja áherslu á stöðugleikann í víðri merkingu þess orðs. Það er ekki nægjanlegt að áherslan sé á verðbólgumarkmið eitt heldur þarf einnig að draga úr hagsveiflum og auka stöðugleika í gengismálum. Einnig þarf ný ríkisstjórn að hvetja til þess að launabreytingar taki meira mið af framleiðnivexti og þróun í útflutningsgreinunum. Með slíkum stöðugleika væri bætt til muna starfsumhverfi íslensks iðnaðar og íslenskra fyrirtækja almennt til hagsbóta fyrir íslenskt samfélag. Höfundur er hagfræðingur Samtaka iðnaðarins.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun