Eigandi 10-11 kaupir helmingshlut í Eldum rétt Daníel Freyr Birkisson skrifar 15. desember 2017 13:49 Eldum rétt tekur saman hráefni í þrjár máltíðir á viku sem viðskiptavinir þess elda svo heima hjá sér. Vísir/Ernir Eignarhaldsfélagið Basko, sem á og rekur meðal annars 10-11 verslanirnar, hefur undirritað kaupsamning um kaup á 50 prósent hlutafjár í Eldum rétt ehf. Kaupin eru gerð með fyrirvara um áreiðanleikakönnun og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Basko. Greint var frá því í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins, að Basko hygðist kaupa hlut í Eldum rétt. Viku síðar kom fram að Krónan ætlaði í samkeppni við Eldum rétt með tveimur vörulínum.Seljendur eru félög í eigu Kristófers Júlíusar Leifssonar og Vals Hermannssonar, stofnenda Eldum rétt. Kristófer og Valur munu áfram starfa sem framkvæmdastjórar félagsins. Segir í tilkynningunni að viðskiptavinir muni enn geta fengið sent til sín hráefni í máltíðir. „Viðskiptavinir Eldum rétt geta fengið sent til sín, eða sótt, hráefni og uppskriftir að hollum máltíðum fyrir heimilið. Í viku hverri koma nýjar uppskriftir inn á vefinn eldumrett.is. Í boði eru nokkrar tegundir af matarpökkum og mismunandi stærðir. Markmið Eldum rétt er að stuðla að heilbrigðara líferni og draga úr matarsóun.“ Árni Pétur Jónsson, forstjóri Basko, segir að með kaupunum verði hægt að auka þjónustuframboð Eldum rétt. „Eldum rétt er skemmtilegt fyrirtæki sem hefur náð að skapa sér sérstöðu. Fyrirtækið er þekkt fyrir gæði og framúrskarandi þjónustu. Aðkoma Basko að Eldum rétt er liður í að styrkja fyrirtækið og gera því kleift að sækja enn frekar fram í þjónustuframboði fyrir heimilin í landinu. Við erum virkilega ánægð með að fá að vera þátttakendur í uppbyggingu á Eldum Rétt og hlökkum til þess að taka næstu skref með þeim.“ Stærsti hluthafi Basko er framtakssjóðurinn Horn III, sem er í rekstri Landsbréfa, með 80 prósenta hlut en Árni Pétur Jónsson, framkvæmdastjóri félagsins, á samanlagt um 18 prósenta hlut. Hermann Már Þórisson, framkvæmdastjóri Horns III, vildi í samtali við Markaðinn í síðustu viku ekkert tjá sig um viðræðurnar. Auk þess að vera eigandi rekstrarfélags Tíu ellefu hf. á Basko félög sem reka meðal annars verslanir undir merkjum Iceland, kaffihús Dunkin’ Donuts og hamborgarastaðinn Bad Boys Burgers & Grill. Neytendur Tengdar fréttir Krónan ætlar í samkeppni við Eldum rétt á næsta ári Stjórnendur Krónunnar vinna nú samkvæmt heimildum Markaðarins að þróun tveggja vörulína sem munu innihalda hráefni í máltíðir sem viðskiptavinir elda sjálfir. 13. desember 2017 07:30 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fleiri fréttir Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Sjá meira
Eignarhaldsfélagið Basko, sem á og rekur meðal annars 10-11 verslanirnar, hefur undirritað kaupsamning um kaup á 50 prósent hlutafjár í Eldum rétt ehf. Kaupin eru gerð með fyrirvara um áreiðanleikakönnun og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Basko. Greint var frá því í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins, að Basko hygðist kaupa hlut í Eldum rétt. Viku síðar kom fram að Krónan ætlaði í samkeppni við Eldum rétt með tveimur vörulínum.Seljendur eru félög í eigu Kristófers Júlíusar Leifssonar og Vals Hermannssonar, stofnenda Eldum rétt. Kristófer og Valur munu áfram starfa sem framkvæmdastjórar félagsins. Segir í tilkynningunni að viðskiptavinir muni enn geta fengið sent til sín hráefni í máltíðir. „Viðskiptavinir Eldum rétt geta fengið sent til sín, eða sótt, hráefni og uppskriftir að hollum máltíðum fyrir heimilið. Í viku hverri koma nýjar uppskriftir inn á vefinn eldumrett.is. Í boði eru nokkrar tegundir af matarpökkum og mismunandi stærðir. Markmið Eldum rétt er að stuðla að heilbrigðara líferni og draga úr matarsóun.“ Árni Pétur Jónsson, forstjóri Basko, segir að með kaupunum verði hægt að auka þjónustuframboð Eldum rétt. „Eldum rétt er skemmtilegt fyrirtæki sem hefur náð að skapa sér sérstöðu. Fyrirtækið er þekkt fyrir gæði og framúrskarandi þjónustu. Aðkoma Basko að Eldum rétt er liður í að styrkja fyrirtækið og gera því kleift að sækja enn frekar fram í þjónustuframboði fyrir heimilin í landinu. Við erum virkilega ánægð með að fá að vera þátttakendur í uppbyggingu á Eldum Rétt og hlökkum til þess að taka næstu skref með þeim.“ Stærsti hluthafi Basko er framtakssjóðurinn Horn III, sem er í rekstri Landsbréfa, með 80 prósenta hlut en Árni Pétur Jónsson, framkvæmdastjóri félagsins, á samanlagt um 18 prósenta hlut. Hermann Már Þórisson, framkvæmdastjóri Horns III, vildi í samtali við Markaðinn í síðustu viku ekkert tjá sig um viðræðurnar. Auk þess að vera eigandi rekstrarfélags Tíu ellefu hf. á Basko félög sem reka meðal annars verslanir undir merkjum Iceland, kaffihús Dunkin’ Donuts og hamborgarastaðinn Bad Boys Burgers & Grill.
Neytendur Tengdar fréttir Krónan ætlar í samkeppni við Eldum rétt á næsta ári Stjórnendur Krónunnar vinna nú samkvæmt heimildum Markaðarins að þróun tveggja vörulína sem munu innihalda hráefni í máltíðir sem viðskiptavinir elda sjálfir. 13. desember 2017 07:30 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fleiri fréttir Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Sjá meira
Krónan ætlar í samkeppni við Eldum rétt á næsta ári Stjórnendur Krónunnar vinna nú samkvæmt heimildum Markaðarins að þróun tveggja vörulína sem munu innihalda hráefni í máltíðir sem viðskiptavinir elda sjálfir. 13. desember 2017 07:30