Segja Trump tísta sig í átt að ákæru fyrir að hindra framgang réttvísinnar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. desember 2017 23:23 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti er sífellt líklegri til að vera ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Þetta er mat sérfræðinga vestanhafs sem telja að forsetinn geri óvinum sínum greiða með því að tjá sig um rannsókn alríkislögreglunnar á samskiptum kosningateymis hans við Rússa í forsetakosningunum í nóvember í fyrra. Trump sagði á Twitter síðu sinni í gær að hann hefði vikið Michael Flynn úr starfi þjóðaröryggisráðgjafa í febrúar vegna þess að „hann laug að varaforsetanum og að FBI“ um samskipti hans við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum í desember í fyrra. Flynn játaði fyrir dómi á föstudag að hafa logið að alríkislögreglumönnum. Þetta myndi þó þýða að Trump hafi vitað að Flynn hafi framið alvarlegan glæp og daginn eftir beðið James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI, að hætta öllum rannsóknum á Flynn. Trump lét Comey einnig fjúka stuttu seinna.Sjá einnig:Segir Flynn ekki hafa aðhafst neitt ólöglegt „Hann er mögulega að tvíta sjálfan sig í átt að sakfellingu fyrir að hindra framgang réttvísinnar,“ segir Richard Painter, fyrrverandi siðferðisráðgjafi George W. Bush. „Þetta er játning á meðvitaðri spillingu og hindrun á framgangi réttvísinnar,“ segir Laurence Tribe, prófessor í stjórnskipunarrétti við Harvard háskóla. Dianne Feinstein, öldungadeildarþingmaður Demókrata, situr í dómsmálanefnd öldungadeildarinnar sem fer fyrir annarri óháðri rannsókn á samskiptum Trump og Rússa. Hún tekur undir með Tribe og Painter og segir allt stefna í mál um hindrun á framgangi réttívsinnar. „Ég sé þetta sérstaklega í því sem gerðist með uppsögn Comey og ég held að hann hafi gert það vegna þess að hann vildi ekki að Rússlands-samskiptin yrðu rannsökuð. Það er hindrun á framgangi réttvísinnar,“ sagði Feinstein í Meet the Press á NBC í dag.Nýjar upplýsingar valda usla Síðustu daga hafa nýjar upplýsingar litið dagsins ljós í rannsókn Roberts Mueller á afskiptum Rússa á forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember í fyrra. Um helgina bárust fregnir af því að Mueller, sem er fyrrum forstjóri FBI, hafi vikið hátt settum alríkislögreglumanni, sem vann við rannsókna, frá störfum í sumar. Hann hafði skipst á skilaboðum við vinnufélaga sem hægt var að túlka sem andsnúin forsetanum. Alríkislögreglumaðurinn sem um ræðir heitir Peter Strozk og var aðstoðaryfirmaður gagnnjósna. Skilaboðin voru send á meðan Strozk vann við rannsókn á tölvupóstnotkun Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump. Talsmaður Mueller staðfestir að Strozk hafi verið færður til um leið og ásakanir komu fram á hendur honum, að því er kemur fram í frétt Reuters. Fyrir helgi gaf Mueller út fjórðu ákæruna á hendur bandamanni Trump. Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, játaði sök að hafa logið að alríkislögreglunni um samskipti sín við rússneskan sendiherra. Sú ákvörðun James Comey, þáverandi forstjóra FBI, að tilkynna um að rannsóknin á tölvupóstum Clinton, sem Strozk vann að, hefði verið opnuð aftur aðeins nokkrum dögum fyrir kjördag í fyrra hefur af mörgum verið talin hafa valdið straumhvörfum í kosningabaráttunni. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller veik FBI-manni til hliðar vegna skilaboða um Trump Alríkislögreglumaður sem vann við rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er grunaður um að hafa skipst á skilaboðum við hjákonu sína sem túlka mætti sem neikvæð um Trump forseta. 3. desember 2017 07:21 Segir Flynn ekki hafa aðhafst neitt ólöglegt Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um ákæruna á hendur Michael Flynn á Twitter-síðu sinni í dag. 2. desember 2017 20:30 Trump eftir nýjustu ákæruna: „Alls ekkert samráð“ Fjórir starfsmenn forsetaframboðs Donalds Trump hafa verið ákærðir. Trump fullyrðir að ekkert samráð hafi átt sér stað við Rússa í kosningabaráttunni. 2. desember 2017 14:51 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti er sífellt líklegri til að vera ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Þetta er mat sérfræðinga vestanhafs sem telja að forsetinn geri óvinum sínum greiða með því að tjá sig um rannsókn alríkislögreglunnar á samskiptum kosningateymis hans við Rússa í forsetakosningunum í nóvember í fyrra. Trump sagði á Twitter síðu sinni í gær að hann hefði vikið Michael Flynn úr starfi þjóðaröryggisráðgjafa í febrúar vegna þess að „hann laug að varaforsetanum og að FBI“ um samskipti hans við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum í desember í fyrra. Flynn játaði fyrir dómi á föstudag að hafa logið að alríkislögreglumönnum. Þetta myndi þó þýða að Trump hafi vitað að Flynn hafi framið alvarlegan glæp og daginn eftir beðið James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI, að hætta öllum rannsóknum á Flynn. Trump lét Comey einnig fjúka stuttu seinna.Sjá einnig:Segir Flynn ekki hafa aðhafst neitt ólöglegt „Hann er mögulega að tvíta sjálfan sig í átt að sakfellingu fyrir að hindra framgang réttvísinnar,“ segir Richard Painter, fyrrverandi siðferðisráðgjafi George W. Bush. „Þetta er játning á meðvitaðri spillingu og hindrun á framgangi réttvísinnar,“ segir Laurence Tribe, prófessor í stjórnskipunarrétti við Harvard háskóla. Dianne Feinstein, öldungadeildarþingmaður Demókrata, situr í dómsmálanefnd öldungadeildarinnar sem fer fyrir annarri óháðri rannsókn á samskiptum Trump og Rússa. Hún tekur undir með Tribe og Painter og segir allt stefna í mál um hindrun á framgangi réttívsinnar. „Ég sé þetta sérstaklega í því sem gerðist með uppsögn Comey og ég held að hann hafi gert það vegna þess að hann vildi ekki að Rússlands-samskiptin yrðu rannsökuð. Það er hindrun á framgangi réttvísinnar,“ sagði Feinstein í Meet the Press á NBC í dag.Nýjar upplýsingar valda usla Síðustu daga hafa nýjar upplýsingar litið dagsins ljós í rannsókn Roberts Mueller á afskiptum Rússa á forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember í fyrra. Um helgina bárust fregnir af því að Mueller, sem er fyrrum forstjóri FBI, hafi vikið hátt settum alríkislögreglumanni, sem vann við rannsókna, frá störfum í sumar. Hann hafði skipst á skilaboðum við vinnufélaga sem hægt var að túlka sem andsnúin forsetanum. Alríkislögreglumaðurinn sem um ræðir heitir Peter Strozk og var aðstoðaryfirmaður gagnnjósna. Skilaboðin voru send á meðan Strozk vann við rannsókn á tölvupóstnotkun Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump. Talsmaður Mueller staðfestir að Strozk hafi verið færður til um leið og ásakanir komu fram á hendur honum, að því er kemur fram í frétt Reuters. Fyrir helgi gaf Mueller út fjórðu ákæruna á hendur bandamanni Trump. Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, játaði sök að hafa logið að alríkislögreglunni um samskipti sín við rússneskan sendiherra. Sú ákvörðun James Comey, þáverandi forstjóra FBI, að tilkynna um að rannsóknin á tölvupóstum Clinton, sem Strozk vann að, hefði verið opnuð aftur aðeins nokkrum dögum fyrir kjördag í fyrra hefur af mörgum verið talin hafa valdið straumhvörfum í kosningabaráttunni.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller veik FBI-manni til hliðar vegna skilaboða um Trump Alríkislögreglumaður sem vann við rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er grunaður um að hafa skipst á skilaboðum við hjákonu sína sem túlka mætti sem neikvæð um Trump forseta. 3. desember 2017 07:21 Segir Flynn ekki hafa aðhafst neitt ólöglegt Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um ákæruna á hendur Michael Flynn á Twitter-síðu sinni í dag. 2. desember 2017 20:30 Trump eftir nýjustu ákæruna: „Alls ekkert samráð“ Fjórir starfsmenn forsetaframboðs Donalds Trump hafa verið ákærðir. Trump fullyrðir að ekkert samráð hafi átt sér stað við Rússa í kosningabaráttunni. 2. desember 2017 14:51 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Mueller veik FBI-manni til hliðar vegna skilaboða um Trump Alríkislögreglumaður sem vann við rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er grunaður um að hafa skipst á skilaboðum við hjákonu sína sem túlka mætti sem neikvæð um Trump forseta. 3. desember 2017 07:21
Segir Flynn ekki hafa aðhafst neitt ólöglegt Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um ákæruna á hendur Michael Flynn á Twitter-síðu sinni í dag. 2. desember 2017 20:30
Trump eftir nýjustu ákæruna: „Alls ekkert samráð“ Fjórir starfsmenn forsetaframboðs Donalds Trump hafa verið ákærðir. Trump fullyrðir að ekkert samráð hafi átt sér stað við Rússa í kosningabaráttunni. 2. desember 2017 14:51