Orðið hluti af jólahefðum fólks 5. desember 2017 11:00 Felix með Augasteini, félaga sínum. MYND/STEFÁN Leikritið Ævintýrið um Augastein er jólasýning sem verður sýnd á sunnudögum á aðventunni í Tjarnarbíói. Leikritið hefur verið sýnt í 15 ár og er orðið hluti af jólahefðum margra, en hefur sjaldan verið vinsælla. „Þetta byrjaði þannig að ég var í samstarfi við leikhús í London og þau vildu endilega að ég kæmi með barnaleikrit byggt á íslenskum arfi til þeirra,“ segir Felix. „Þá kom upp þessi hugmynd að gera jólasýningu og segja frá Grýlu og jólasveinunum. Þannig að upprunalega er sýningin unnin fyrir erlendan markað og var frumsýnd í London 2002.“ Jólasveinasaga um lítinn dreng „Kolbrún Halldórsdóttir leikstýrði og vann meðal annars með mér í handritinu og Helga Arnalds brúðugerðarkona gerði brúðurnar og tók þátt í að móta sýninguna,“ segir Felix. „Svo voru fleiri góðir menn með mér í þessu og við fengum kór til að syngja. Við fengum mjög góðar viðtökur úti og ári síðar frumsýndum við á Íslandi og bókin kom út á sama tíma,“ segir Felix. „Þetta er jólasveinasaga um lítinn ónefndan dreng sem lendir í klónum á hinum hrikalega hrekkjóttu og vondu jólasveinum, sem læra fljótt að barnið er ekki eins hættulegt og þeir héldu,“ segir Felix. „Barnið er bara sakleysið uppmálað og þeir nefna hann Augastein, af því að það tók hann bara nokkrar mínútur að verða augasteinninn þeirra allra. Felix þykir mjög vænt um Ævintýrið um Augastein.MYND/STEFÁN Sagan fjallar svo um það þegar hinir hrekkjóttu jólasveinar verða góðir, þeir fara að elska börn og hvers vegna þeir byrja að gefa í skóinn,“ segir Felix. „Svo verður náttúrulega allt vitlaust þegar Grýla kemst á snoðir um tilveru litla barnsins.“ Auknar vinsældir „Bókin er sama sagan í 24 köflum og hugsunin er að það sé hægt að lesa einn kafla á dag fram að jólum,“ segir Felix. „Hún fékk góða dóma og seldist svo vel að hún varð uppseld þangað til hún var loksins endurútgefin í ár. Það er mikið gleðiefni, því það eru að minnsta kosti tíu ár síðan hún kláraðist. Sýningin hefur verið sett upp á hverju ári síðan 2003 og það er orðið að ákveðinni jólahefð hjá fólki að koma á aðventunni og upplifa jólastemninguna,“ segir Felix. „Undanfarin ár hafa vinsældir sýningarinnar aukist aftur, svo nú er barist um miðana. Við erum ægilega glöð með hvað þetta gengur vel og það gefur manni kraft til að halda áfram.“ Erfitt en gefandi „Þetta er hrikalega gaman en líka heilmikil glíma. Það er ekki þurr þráður á mér eftir sýningu,“ segir Felix. „En manni þykir orðið mjög vænt um þetta verkefni og það er náttúrulega orðið mitt lífsstarf að vinna fyrir börn að miklu leyti. Ég get ekki hugsað mér að hætta því, þó ekki væri nema bara af því að þetta heldur manni ungum í anda. Maður fær líka rosalega mikið til baka, sem er alveg stórkostlegt. Ævintýrið um Augastein er sýnt í Tjarnarbíói þrisvar á dag á sunnudögum í desember og tvisvar á Þorláksmessu. Miðasala er á tix.is,“ segir Felix. Ýmsir jólasiðir „Jólin mín eru fyrst og fremst fjölskyldutími,“ segir Felix. „Við reynum að njóta lífsins með börnunum og fjölskyldunni okkar. Við Baldur erum alltaf heima á aðfangadagskvöld. Stundum bara tveir en stundum fáum við eitthvað af börnunum með okkur. Við erum með ýmsa jólasiði,“ segir Felix. „Við erum til dæmis með leik á hverju ári þar sem hver fjölskyldumeðlimur vinnur með hugtakið „jólatré“ og gerir listaverk í þeim anda. Svo þurfa allir gestir okkar í desember að reyna að geta hver gerði hvaða „tré“. Í sýningunni er útskýrt hvernig jólasveinarnir urðu góðir.MYND/STEFÁN Hugmyndirnar eru margar og mismunandi og oft ansi pólitískar. Stundum tré og stundum bara alls ekki tré,“ segir Felix. „Á síðasta ári gerði Blær, tengdadóttir okkar, ilmvatn sem lyktaði eins og jólatré og einu sinni gerði Álfrún Perla, dóttir okkar, tré sem hafði verið tætt niður og var bara ein hrúga á jólamottu og kúlurnar lágu ofan á. Guðmundur, sonur okkar, gerði líka einu sinni tré sem var risastórt, skorið í sundur í miðjunni og toppurinn hékk í loftinu. Á milli var svo borð og þar áttu jólagjafir að koma. Í fyrra gerði Álfrún svo tré sem hét White Christmas og var gert úr Trump og KKK. Á jóladag fáum við svo alla fjölskylduna í heimsókn og þá er stóra jólaveislan haldin heima hjá okkur,“ segir Felix. „Svo reynum við að fara austur í Rangárþing til föður Baldurs. Það eru svona hinir föstu jólasiðir. Það er mjög misjafnt hvað við gerum síðan,“ segir Felix. „Við erum til dæmis voða til í að fara og vera erlendis um áramót og ætlum að gera það í ár. Þannig að jólin mín eru svona sambland af hefðbundnu og óhefðbundnu.“ Jól Leikhús Mest lesið Brúnaðar kartöflur eru Everest kartöflurétta Jól Ófarir á jóladagsnótt: „Hann nær í nál og tvinna og saumar nokkur spor í rassinn á mér“ Jól Jóladagatal Vísis: Brauðristin bregður Brynjari Níelssyni Jól Jólaskraut við hendina Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir herrann Jól Mannmergð á tjörninni Jól Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Opið bréf til jólasveinanna: Góð ráð og hugmyndir í skóinn Jól Jólamolar: Setur leðurhanska á óskalistann á hverju ári Jól Fleiri fréttir Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Leikritið Ævintýrið um Augastein er jólasýning sem verður sýnd á sunnudögum á aðventunni í Tjarnarbíói. Leikritið hefur verið sýnt í 15 ár og er orðið hluti af jólahefðum margra, en hefur sjaldan verið vinsælla. „Þetta byrjaði þannig að ég var í samstarfi við leikhús í London og þau vildu endilega að ég kæmi með barnaleikrit byggt á íslenskum arfi til þeirra,“ segir Felix. „Þá kom upp þessi hugmynd að gera jólasýningu og segja frá Grýlu og jólasveinunum. Þannig að upprunalega er sýningin unnin fyrir erlendan markað og var frumsýnd í London 2002.“ Jólasveinasaga um lítinn dreng „Kolbrún Halldórsdóttir leikstýrði og vann meðal annars með mér í handritinu og Helga Arnalds brúðugerðarkona gerði brúðurnar og tók þátt í að móta sýninguna,“ segir Felix. „Svo voru fleiri góðir menn með mér í þessu og við fengum kór til að syngja. Við fengum mjög góðar viðtökur úti og ári síðar frumsýndum við á Íslandi og bókin kom út á sama tíma,“ segir Felix. „Þetta er jólasveinasaga um lítinn ónefndan dreng sem lendir í klónum á hinum hrikalega hrekkjóttu og vondu jólasveinum, sem læra fljótt að barnið er ekki eins hættulegt og þeir héldu,“ segir Felix. „Barnið er bara sakleysið uppmálað og þeir nefna hann Augastein, af því að það tók hann bara nokkrar mínútur að verða augasteinninn þeirra allra. Felix þykir mjög vænt um Ævintýrið um Augastein.MYND/STEFÁN Sagan fjallar svo um það þegar hinir hrekkjóttu jólasveinar verða góðir, þeir fara að elska börn og hvers vegna þeir byrja að gefa í skóinn,“ segir Felix. „Svo verður náttúrulega allt vitlaust þegar Grýla kemst á snoðir um tilveru litla barnsins.“ Auknar vinsældir „Bókin er sama sagan í 24 köflum og hugsunin er að það sé hægt að lesa einn kafla á dag fram að jólum,“ segir Felix. „Hún fékk góða dóma og seldist svo vel að hún varð uppseld þangað til hún var loksins endurútgefin í ár. Það er mikið gleðiefni, því það eru að minnsta kosti tíu ár síðan hún kláraðist. Sýningin hefur verið sett upp á hverju ári síðan 2003 og það er orðið að ákveðinni jólahefð hjá fólki að koma á aðventunni og upplifa jólastemninguna,“ segir Felix. „Undanfarin ár hafa vinsældir sýningarinnar aukist aftur, svo nú er barist um miðana. Við erum ægilega glöð með hvað þetta gengur vel og það gefur manni kraft til að halda áfram.“ Erfitt en gefandi „Þetta er hrikalega gaman en líka heilmikil glíma. Það er ekki þurr þráður á mér eftir sýningu,“ segir Felix. „En manni þykir orðið mjög vænt um þetta verkefni og það er náttúrulega orðið mitt lífsstarf að vinna fyrir börn að miklu leyti. Ég get ekki hugsað mér að hætta því, þó ekki væri nema bara af því að þetta heldur manni ungum í anda. Maður fær líka rosalega mikið til baka, sem er alveg stórkostlegt. Ævintýrið um Augastein er sýnt í Tjarnarbíói þrisvar á dag á sunnudögum í desember og tvisvar á Þorláksmessu. Miðasala er á tix.is,“ segir Felix. Ýmsir jólasiðir „Jólin mín eru fyrst og fremst fjölskyldutími,“ segir Felix. „Við reynum að njóta lífsins með börnunum og fjölskyldunni okkar. Við Baldur erum alltaf heima á aðfangadagskvöld. Stundum bara tveir en stundum fáum við eitthvað af börnunum með okkur. Við erum með ýmsa jólasiði,“ segir Felix. „Við erum til dæmis með leik á hverju ári þar sem hver fjölskyldumeðlimur vinnur með hugtakið „jólatré“ og gerir listaverk í þeim anda. Svo þurfa allir gestir okkar í desember að reyna að geta hver gerði hvaða „tré“. Í sýningunni er útskýrt hvernig jólasveinarnir urðu góðir.MYND/STEFÁN Hugmyndirnar eru margar og mismunandi og oft ansi pólitískar. Stundum tré og stundum bara alls ekki tré,“ segir Felix. „Á síðasta ári gerði Blær, tengdadóttir okkar, ilmvatn sem lyktaði eins og jólatré og einu sinni gerði Álfrún Perla, dóttir okkar, tré sem hafði verið tætt niður og var bara ein hrúga á jólamottu og kúlurnar lágu ofan á. Guðmundur, sonur okkar, gerði líka einu sinni tré sem var risastórt, skorið í sundur í miðjunni og toppurinn hékk í loftinu. Á milli var svo borð og þar áttu jólagjafir að koma. Í fyrra gerði Álfrún svo tré sem hét White Christmas og var gert úr Trump og KKK. Á jóladag fáum við svo alla fjölskylduna í heimsókn og þá er stóra jólaveislan haldin heima hjá okkur,“ segir Felix. „Svo reynum við að fara austur í Rangárþing til föður Baldurs. Það eru svona hinir föstu jólasiðir. Það er mjög misjafnt hvað við gerum síðan,“ segir Felix. „Við erum til dæmis voða til í að fara og vera erlendis um áramót og ætlum að gera það í ár. Þannig að jólin mín eru svona sambland af hefðbundnu og óhefðbundnu.“
Jól Leikhús Mest lesið Brúnaðar kartöflur eru Everest kartöflurétta Jól Ófarir á jóladagsnótt: „Hann nær í nál og tvinna og saumar nokkur spor í rassinn á mér“ Jól Jóladagatal Vísis: Brauðristin bregður Brynjari Níelssyni Jól Jólaskraut við hendina Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir herrann Jól Mannmergð á tjörninni Jól Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Opið bréf til jólasveinanna: Góð ráð og hugmyndir í skóinn Jól Jólamolar: Setur leðurhanska á óskalistann á hverju ári Jól Fleiri fréttir Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira