Assassins Creed Origins: Mögulega flottasti leikur ársins Samúel Karl Ólason skrifar 3. nóvember 2017 11:00 Leikurinn gerist tæplega fimmtíu árum fyrir Krist í Egyptalandi og hann fjallar um Bayek frá Siwa. Vísir/Ubisoft Assassins Creed Origins, tíundi leikur seríunnar, er að mörgu leiti ekki hefðbundinn AC leikur. Hann lítur öðruvísi út, bardagar eru öðruvísi og ýmislegt annað sem veldur því að ACO virkar ferskur. Þá má ekki gleyma því að hann Egyptaland á tímum Kleópötru og Rómar lítur fáránlega og þá meina ég fáránlega vel út, þrátt fyrir ýmsa grafík-galla sem stinga upp kollinum af og til. Ég hef lengi verið mikill aðdáandi Assassins Creed seríunnar, sem hefur verið upp og niður síðustu ár, en mig grunar að ACO sé upphafið af einhverju fallegu.Leikurinn gerist tæplega fimmtíu árum fyrir Krist í Egyptalandi og hann fjallar um Bayek frá Siwa. Hann er Medjay, sem er nokkurs konar lögga/hermaður/ofurhetja, og þeir leysa vandamál. Bayek er reyndar einn af, ef ekki sá síðasti Medjay landsins. Bayek er einhver mesti „goodguy“ tölvuleikjasögunnar. Hann má hvergi sjá aumingja á ferðalagi sínum um Egyptaland án þess að reyna að aðstoða þá og getur ekki sagt nei við nokkra manneskju. Á sama tíma er hann gífurlegt drápstól og murkar lífið úr óvinum sínum. Það meikar ekki mikið sens en er gamalt „vandamál“ í tölvuleikjum. Eins og allar aðalpersónur AC-leikja hefur Bayek þó lent í töluverðum vandræðum, sem ég vil ekki fara nánar út í, og þarf hann að myrða fullt af mönnum. Leikurinn fjallar í raun um upphaf launmorðingjareglunnar sem við höfum séð í fyrri leikjum seríunnar. Á ferðum sínum um Egyptaland rekst Bayek einnig á margar sögufrægar persónur eins og Kleópötru og Sesar. Eins og áður er leikurinn svokallaður „Open World“ þar sem spilarar geta sinnt verkefnum þegar þeim hentar og geta annars ferðast sjálfir um heiminn og leikið sér.Það er best að taka fram að ég er ekki enn búinn með sögu leiksins eftir að hafa spilað í, að ég held, tæpa tuttugu tíma. Ég hef varið allt of, og jafnvel furðulega, miklum tíma í að ferðast um gríðarstórt kort leiksins, leika mér og skoða mig um. Það hefur einnig farið mikill tími í það að taka myndir af Bayek, sem er í boði fyrir spilara. Það hefur greinilega nóg verið um að gera í Egyptalandi í gamla daga og spilurum ætti að aldrei að leiðast í skóm/sandölum Bayek frá Siwa. Eins og áður segir er kort leiksins gríðarlega stórt og innan þess eru nokkrar borgir, fjölmörg þorp, fornar rústir, píramídar (auðvitað) og margt margt fleira. Í stuttu máli sagt, þá er umhverfi leiksins og útlit mjög flott. Eini leikurinn á árinu sem mér dettur í hug í fljótu bragði að gæti verið flottari er Horizon Zero Dawn.Stórt kort leiksins inniheldur nokkrar borgir og fjölmörg þorp.Vísir/UbisoftÞá komum við að öðrum hlutum leiksins. Ubisoft hefur farið skrefinu lengra varðandi uppbyggingu söguhetjunnar frá Assassins Creed Syndicate. Þar gátu þau Jacob og Evie Frye lært hina ýmsu hæfileika eftir að safna reynslu. Bayek safnar líka reynslu og gætur lært betri og betri bardagatækni og margt fleira. Allur leikurinn byggir á ákveðnum stigum eða Levels. Vondir karlar eru á ákveðnum stigum, vopn og Bayek, sem verður sterkari og skaðlegri með hverju stigi. Það er mjög auðvelt að rekast á óvini sem Bayek þarf að flýja undan og einnig að rekast á óvini sem spilarar geta murkað lífið úr án nokkurra vandræða. Bardagakerfi leiksins hefur líka verið breytt verulega og er nú ákveðinn „Hack and Slash“ fílingur í því. Bayek getur beitt léttum og þungum höggum og þarf að stökkva og skutla sér undan árásum óvina. Hann getur einnig beitt skildi sínum en samkvæmt minni reynslu er það ekki mjög auðvelt. Þetta nýja bardagakerfi veldur því að þegar óvinirnir eru margir hættir nákvæmni og hæfileikar að borga sig og maður byrjar bara að reyna að koma sem flestum höggum frá sér á sem minnstum tíma og vona að óvinirnir deyi á undan Bayek. Þeir gera það oftast ekki hjá mér. Það er reyndar jákvætt að vissu leyti. Maður vandar sig meira og reynir að laumast eins og maður mögulega getur úr laumi. Þá komum við að „falda hnífnum“ eða „hidden blade“ sem hefur einkennt AC seríuna og stigakerfi leiksins.Meiri áhersla á að laumupúkast Oft á tíðum hef ég verið að laumast um búðir óvina til að myrða þá einn af einum. Sem verður erfitt þegar maður rekst á óvini sem eru á við þrjá menn að stærð og sem ómögulegt er að drepa úr laumi. Það er kannski erfitt að kalla það galla, en guð minn góður hvað það fer í taugarnar á mér. Það gerir leikinn reyndar erfiðari, sem er svo sem af hinu góða. Með eldri AC leiki hefur verið allt of auðvelt að ganga inn í virki eða hoppa um borð í skip og myrða alla þar inni/um borð. Aukinn erfiðleiki er af hinu góða á endanum. Þó hann sé óþolandi á tíðum. Bayek er einnig vopnaður boga og getur verið vopnaður hinum ýmsu eitrum og tólum, eins og allir launmorðingjar á undan honum. Eða eftir honum. Fer eftir því hvernig maður lítur á það. Þá eru sérstaklega sterkir vondir karlar, sem kallast Phylakes, að elta Bayek um Egyptaland og það getur verið stórskemmtilegt að rekast á þá.Smá saga Yfirleitt flúði ég undan þeim fyrsta sem ég rakst á en hann elti mig af og til. Svo fékk ég loksins nóg. Þessi Phylakes hét „The Stranger“ eða ókunnugi maðurinn og var á 20 stigi (level). Ég var að mig minnir á level 14 eða 15 og var að drepa haug af hermönnum sem höfðu myrt fullt af bændum, eða eitthvað svoleiðis. Einn af þessum hermönnum sá mig og tókst að kveikja í tilteknu báli sem kallaði liðsauka að búðunum sem ég var að reyna að hreinsa. Ókunnugi maðurinn var meðal þeirra. Ég byrjaði á því að laumast í burtu en safnaði svo kjarki og sneri við. Ég fann stóran lásboga upp á þaki og ákveð að nota hann til að drepa Ókunnuga manninn. Auðvitað sá hann mig og klifraði upp á þak til að drepa mig. Ég náði þó að skjóta hann nokkrum sinnum en var langt frá því að drepa hann. Ókunnugi maðurinn komst upp á þak og barði mig tvisvar með stærðarinnar kylfu. Við það dó ég næstum því og varð mér eiginlega til skammar í framhaldinu. Ég fór í svo mikið óðagot að ég hreinlega stökk fram af þakinu til að forðast dauðann. Í staðinn dó ég bara fyrir neðan þakið. Ég drap Ókunnuga manninn nokkrum tímum seinna. JEI!Dýraflóran í Egyptalandi er fjölbreytt.Vísir/UbisoftHægt er að auka þann skaða sem Bayek veldur með því að veiða dýr og hermenn og fá þannig nauðsynlegt leður, járn og fleira til að byggja betri brynju og vopn fyrir Bayek. Það getur verið pirrandi og er svolítið „grind“. Þar sem þetta er Assassins Creed leikur, spila spilarar ekki eingöngu sem Bayek. Spilarar eru í raun að spila sem ung kona sem starfar sem fornleifafræðingur en er að spila sem Bayek til að finna fornmuni. Smá flókið, en allir vanir AC-spilarar ættu að skilja þetta. Fornleifafræðingurinn sem um ræðir er að beita mögnuðu tæki sem heitir Animus til að upplifa minningar löngu dáins fólks og jafnvel forfeðra í gegnum erfðaefni þeirra. Frá því að Desmond, söguhetja gömlu leikjanna, lét lífið við að bjarga mannkyninu frá sólinni, hefur Ubisoft ekki sett mikið púður í það að fylgjast með nútímabaráttu launmorðingjanna og Musterisriddaranna. Það er svo sem allt í lagi mín vegna en á endanum vil ég fá að vita hvernig þetta endar allt saman.Samantekt-ish Til að taka saman, þetta er orðið allt of langt hjá mér, þá hefur Assassins Creed Origins átt hug minn og hjarta undanfarna daga. Hann lítur mjög vel, þrátt fyrir nokkra galla sem stinga upp kollinum, og spilunin er líka skemmtileg. Hann virkar ekki sem hefðbundinn AC leikur. Ég er ekki frá því að þetta sé besti leikur Assassins Creed seríunnar hingað til. Ég veit samt ekki alveg með þetta „hack and slash“ bardagakerfi. Leikjadómar Leikjavísir Tengdar fréttir Shadow of War: Skemmtigarðurinn Mordor Hvern hefði grunað að það væri svona gaman að vera umkringdur af orkum og alls konar kvikindum í miðju yfirráðasvæði hins illa drottnara Sauron. 22. október 2017 08:30 Gran Turismo Sport: Fallegur en innihaldsrýr pakki Nýjasti leikurinn í hinni langvarandi bílaleikjaseríu, Gran Turismo Sport, kom út um miðjan mánuðinn og var það fyrsti GT leikurinn í fjögur ár. 31. október 2017 14:30 Divinity Original Sin 2: Krúnudjásn hlutverkaleikja af gamla skólanum Ef þið hafið gaman af góðum ævintýrum og spiluðuð/spilið jafnvel D&D með vinum ykkar þá munu þið hafa gaman af DOS2. 6. október 2017 08:45 Total War Warhammer 2: Besti Total War leikurinn hingað til, aftur Allt sem var gott við fyrri leikinn hefur verið betrumbætt og fínpússað. 15. október 2017 10:00 Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Assassins Creed Origins, tíundi leikur seríunnar, er að mörgu leiti ekki hefðbundinn AC leikur. Hann lítur öðruvísi út, bardagar eru öðruvísi og ýmislegt annað sem veldur því að ACO virkar ferskur. Þá má ekki gleyma því að hann Egyptaland á tímum Kleópötru og Rómar lítur fáránlega og þá meina ég fáránlega vel út, þrátt fyrir ýmsa grafík-galla sem stinga upp kollinum af og til. Ég hef lengi verið mikill aðdáandi Assassins Creed seríunnar, sem hefur verið upp og niður síðustu ár, en mig grunar að ACO sé upphafið af einhverju fallegu.Leikurinn gerist tæplega fimmtíu árum fyrir Krist í Egyptalandi og hann fjallar um Bayek frá Siwa. Hann er Medjay, sem er nokkurs konar lögga/hermaður/ofurhetja, og þeir leysa vandamál. Bayek er reyndar einn af, ef ekki sá síðasti Medjay landsins. Bayek er einhver mesti „goodguy“ tölvuleikjasögunnar. Hann má hvergi sjá aumingja á ferðalagi sínum um Egyptaland án þess að reyna að aðstoða þá og getur ekki sagt nei við nokkra manneskju. Á sama tíma er hann gífurlegt drápstól og murkar lífið úr óvinum sínum. Það meikar ekki mikið sens en er gamalt „vandamál“ í tölvuleikjum. Eins og allar aðalpersónur AC-leikja hefur Bayek þó lent í töluverðum vandræðum, sem ég vil ekki fara nánar út í, og þarf hann að myrða fullt af mönnum. Leikurinn fjallar í raun um upphaf launmorðingjareglunnar sem við höfum séð í fyrri leikjum seríunnar. Á ferðum sínum um Egyptaland rekst Bayek einnig á margar sögufrægar persónur eins og Kleópötru og Sesar. Eins og áður er leikurinn svokallaður „Open World“ þar sem spilarar geta sinnt verkefnum þegar þeim hentar og geta annars ferðast sjálfir um heiminn og leikið sér.Það er best að taka fram að ég er ekki enn búinn með sögu leiksins eftir að hafa spilað í, að ég held, tæpa tuttugu tíma. Ég hef varið allt of, og jafnvel furðulega, miklum tíma í að ferðast um gríðarstórt kort leiksins, leika mér og skoða mig um. Það hefur einnig farið mikill tími í það að taka myndir af Bayek, sem er í boði fyrir spilara. Það hefur greinilega nóg verið um að gera í Egyptalandi í gamla daga og spilurum ætti að aldrei að leiðast í skóm/sandölum Bayek frá Siwa. Eins og áður segir er kort leiksins gríðarlega stórt og innan þess eru nokkrar borgir, fjölmörg þorp, fornar rústir, píramídar (auðvitað) og margt margt fleira. Í stuttu máli sagt, þá er umhverfi leiksins og útlit mjög flott. Eini leikurinn á árinu sem mér dettur í hug í fljótu bragði að gæti verið flottari er Horizon Zero Dawn.Stórt kort leiksins inniheldur nokkrar borgir og fjölmörg þorp.Vísir/UbisoftÞá komum við að öðrum hlutum leiksins. Ubisoft hefur farið skrefinu lengra varðandi uppbyggingu söguhetjunnar frá Assassins Creed Syndicate. Þar gátu þau Jacob og Evie Frye lært hina ýmsu hæfileika eftir að safna reynslu. Bayek safnar líka reynslu og gætur lært betri og betri bardagatækni og margt fleira. Allur leikurinn byggir á ákveðnum stigum eða Levels. Vondir karlar eru á ákveðnum stigum, vopn og Bayek, sem verður sterkari og skaðlegri með hverju stigi. Það er mjög auðvelt að rekast á óvini sem Bayek þarf að flýja undan og einnig að rekast á óvini sem spilarar geta murkað lífið úr án nokkurra vandræða. Bardagakerfi leiksins hefur líka verið breytt verulega og er nú ákveðinn „Hack and Slash“ fílingur í því. Bayek getur beitt léttum og þungum höggum og þarf að stökkva og skutla sér undan árásum óvina. Hann getur einnig beitt skildi sínum en samkvæmt minni reynslu er það ekki mjög auðvelt. Þetta nýja bardagakerfi veldur því að þegar óvinirnir eru margir hættir nákvæmni og hæfileikar að borga sig og maður byrjar bara að reyna að koma sem flestum höggum frá sér á sem minnstum tíma og vona að óvinirnir deyi á undan Bayek. Þeir gera það oftast ekki hjá mér. Það er reyndar jákvætt að vissu leyti. Maður vandar sig meira og reynir að laumast eins og maður mögulega getur úr laumi. Þá komum við að „falda hnífnum“ eða „hidden blade“ sem hefur einkennt AC seríuna og stigakerfi leiksins.Meiri áhersla á að laumupúkast Oft á tíðum hef ég verið að laumast um búðir óvina til að myrða þá einn af einum. Sem verður erfitt þegar maður rekst á óvini sem eru á við þrjá menn að stærð og sem ómögulegt er að drepa úr laumi. Það er kannski erfitt að kalla það galla, en guð minn góður hvað það fer í taugarnar á mér. Það gerir leikinn reyndar erfiðari, sem er svo sem af hinu góða. Með eldri AC leiki hefur verið allt of auðvelt að ganga inn í virki eða hoppa um borð í skip og myrða alla þar inni/um borð. Aukinn erfiðleiki er af hinu góða á endanum. Þó hann sé óþolandi á tíðum. Bayek er einnig vopnaður boga og getur verið vopnaður hinum ýmsu eitrum og tólum, eins og allir launmorðingjar á undan honum. Eða eftir honum. Fer eftir því hvernig maður lítur á það. Þá eru sérstaklega sterkir vondir karlar, sem kallast Phylakes, að elta Bayek um Egyptaland og það getur verið stórskemmtilegt að rekast á þá.Smá saga Yfirleitt flúði ég undan þeim fyrsta sem ég rakst á en hann elti mig af og til. Svo fékk ég loksins nóg. Þessi Phylakes hét „The Stranger“ eða ókunnugi maðurinn og var á 20 stigi (level). Ég var að mig minnir á level 14 eða 15 og var að drepa haug af hermönnum sem höfðu myrt fullt af bændum, eða eitthvað svoleiðis. Einn af þessum hermönnum sá mig og tókst að kveikja í tilteknu báli sem kallaði liðsauka að búðunum sem ég var að reyna að hreinsa. Ókunnugi maðurinn var meðal þeirra. Ég byrjaði á því að laumast í burtu en safnaði svo kjarki og sneri við. Ég fann stóran lásboga upp á þaki og ákveð að nota hann til að drepa Ókunnuga manninn. Auðvitað sá hann mig og klifraði upp á þak til að drepa mig. Ég náði þó að skjóta hann nokkrum sinnum en var langt frá því að drepa hann. Ókunnugi maðurinn komst upp á þak og barði mig tvisvar með stærðarinnar kylfu. Við það dó ég næstum því og varð mér eiginlega til skammar í framhaldinu. Ég fór í svo mikið óðagot að ég hreinlega stökk fram af þakinu til að forðast dauðann. Í staðinn dó ég bara fyrir neðan þakið. Ég drap Ókunnuga manninn nokkrum tímum seinna. JEI!Dýraflóran í Egyptalandi er fjölbreytt.Vísir/UbisoftHægt er að auka þann skaða sem Bayek veldur með því að veiða dýr og hermenn og fá þannig nauðsynlegt leður, járn og fleira til að byggja betri brynju og vopn fyrir Bayek. Það getur verið pirrandi og er svolítið „grind“. Þar sem þetta er Assassins Creed leikur, spila spilarar ekki eingöngu sem Bayek. Spilarar eru í raun að spila sem ung kona sem starfar sem fornleifafræðingur en er að spila sem Bayek til að finna fornmuni. Smá flókið, en allir vanir AC-spilarar ættu að skilja þetta. Fornleifafræðingurinn sem um ræðir er að beita mögnuðu tæki sem heitir Animus til að upplifa minningar löngu dáins fólks og jafnvel forfeðra í gegnum erfðaefni þeirra. Frá því að Desmond, söguhetja gömlu leikjanna, lét lífið við að bjarga mannkyninu frá sólinni, hefur Ubisoft ekki sett mikið púður í það að fylgjast með nútímabaráttu launmorðingjanna og Musterisriddaranna. Það er svo sem allt í lagi mín vegna en á endanum vil ég fá að vita hvernig þetta endar allt saman.Samantekt-ish Til að taka saman, þetta er orðið allt of langt hjá mér, þá hefur Assassins Creed Origins átt hug minn og hjarta undanfarna daga. Hann lítur mjög vel, þrátt fyrir nokkra galla sem stinga upp kollinum, og spilunin er líka skemmtileg. Hann virkar ekki sem hefðbundinn AC leikur. Ég er ekki frá því að þetta sé besti leikur Assassins Creed seríunnar hingað til. Ég veit samt ekki alveg með þetta „hack and slash“ bardagakerfi.
Leikjadómar Leikjavísir Tengdar fréttir Shadow of War: Skemmtigarðurinn Mordor Hvern hefði grunað að það væri svona gaman að vera umkringdur af orkum og alls konar kvikindum í miðju yfirráðasvæði hins illa drottnara Sauron. 22. október 2017 08:30 Gran Turismo Sport: Fallegur en innihaldsrýr pakki Nýjasti leikurinn í hinni langvarandi bílaleikjaseríu, Gran Turismo Sport, kom út um miðjan mánuðinn og var það fyrsti GT leikurinn í fjögur ár. 31. október 2017 14:30 Divinity Original Sin 2: Krúnudjásn hlutverkaleikja af gamla skólanum Ef þið hafið gaman af góðum ævintýrum og spiluðuð/spilið jafnvel D&D með vinum ykkar þá munu þið hafa gaman af DOS2. 6. október 2017 08:45 Total War Warhammer 2: Besti Total War leikurinn hingað til, aftur Allt sem var gott við fyrri leikinn hefur verið betrumbætt og fínpússað. 15. október 2017 10:00 Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Shadow of War: Skemmtigarðurinn Mordor Hvern hefði grunað að það væri svona gaman að vera umkringdur af orkum og alls konar kvikindum í miðju yfirráðasvæði hins illa drottnara Sauron. 22. október 2017 08:30
Gran Turismo Sport: Fallegur en innihaldsrýr pakki Nýjasti leikurinn í hinni langvarandi bílaleikjaseríu, Gran Turismo Sport, kom út um miðjan mánuðinn og var það fyrsti GT leikurinn í fjögur ár. 31. október 2017 14:30
Divinity Original Sin 2: Krúnudjásn hlutverkaleikja af gamla skólanum Ef þið hafið gaman af góðum ævintýrum og spiluðuð/spilið jafnvel D&D með vinum ykkar þá munu þið hafa gaman af DOS2. 6. október 2017 08:45
Total War Warhammer 2: Besti Total War leikurinn hingað til, aftur Allt sem var gott við fyrri leikinn hefur verið betrumbætt og fínpússað. 15. október 2017 10:00